Morgunblaðið - 03.12.2002, Page 2
Atli Hilmarsson
ákvað í vor að söðla
um eftir að hafa
þjálfað KA í fimm ár.
Hann tók tilboði
þýska 2. deildar-
liðsins TSG Friesen-
heim í Ludwigshafen
um að gerast þjálfari
þess. Atli er því
mættur í slaginn sem
þjálfari fimmtán ár-
um eftir að hann var
leikmaður í þýska
handknattleiknum. Ívar Benediktsson
sló á þráðinn til Atla og forvitnaðist
um félagið og hvernig það væri að geta
einbeitt sér að þjálfun.
Atli kvaddi KA-menn á viðeig-andi hátt, stýrði liðinu til sig-
urs á Íslandsmótinu eftir fimm
leikja spennandi einvígi við Val á
vormánuðum og var það fyrsti Ís-
landsmeistaratitill hans sem þjálf-
ari. Þá þótti honum tilhlýðilegt að
skipta um umhverfi, róa á önnur
mið. „Ég hafði lengi átt mér þann
draum að komast til Þýskalands
og spreyta mig við þjálfun þar
þannig að ég stóðst ekki freist-
inguna þegar tilboð barst frá
Friesenheim,“ sagði Atli í upphafi
spjalls. Friesenheim lék ekkert um
helgina, leik við Gelnhausen var
frestað vegna þess að einn leik-
manna liðsins, Grænlendingurinn
Hans Motzfeldt og fyrrverandi
leikmaður FH, var í æfingabúðum
með grænlenska landsliðinu sem
nú býr sig undir heimsmeistara-
mótið í Portúgal á næsta ári. „Nú
gafst tækifæri til að safna kröft-
um, framundan er erfitt pró-
gramm. Við eigum fimm leiki eftir
fram að áramótum, þar af eru þrír
á heimavelli. Þá verðum við að
vinna alla til þess að vera í barátt-
unni um sæti í efstu deild á næstu
leiktíð,“ segir Atli sem líkar lífið
vel í Ludwigshafen ásamt fjöl-
skyldu sinni.
Vantaði eitt
stig í vor
Annarri deildinni í Þýskalandi
er skipt upp í tvo riðla, norður- og
suðurdeild, og eru átján félög í
hvorum riðli. TSG Friesenheim er
í suðurhlutanum og hefur verið
þar undanfarin sex ár. Sl. tvö ár
hefur það hafnað í þriðja sæti en
efstu lið hvorrar deildar vinna sig
upp í 1. deild en félögin í öðru sæti
í riðlunum taka þátt í umspili um
sæti í efstu deild. Þriðja sætið gef-
ur því engin tækifæri. Nú hefur
stefnan verið sett á að fara upp í
vor, gera betur en á síðustu leiktíð
þegar aðeins vantaði eitt stig upp
á að Friesenheim næði öðru sæti.
Þegar tólf leikir eru að baki hjá
Atla og lærisveinum er liðið á
kunnuglegum slóðum, í þriðja sæti
á eftir Kronau/Östringen og HSG
Düsseldorf . „Við höfum tapað sjö
stigum til þessa og það er á móti
efstu liðunum og einnig gegn Sol-
ingen og Melsungen sem koma
næst á eftir okkur. Stigunum höf-
um við tapað á útivelli þannig að
ég vongóður um að geta unnið
muninn upp þegar við mætum
þessum liðum á heimavelli, en auð-
vitað getur maður ekki verið viss
því keppnin í deildinni er afar jöfn,
sjaldan verið harðari en nú, er mér
sagt. Sem dæmi má nefna að við
unnum neðsta lið deildarinnar að-
eins með einu marki á útivelli á
dögunum, þannig að ekki hægt að
bóka neitt fyrirfram,“ segir Atli og
bætir því við að mikill metnaður
ríki innan félagsins og menn stefni
hiklaust að því að fara upp. Eigi
það jafnt við stjórnendur sem leik-
menn. „Ég finn fyrir mikill pressu,
sem er jákvætt, en mér var sagt
þegar ég tók við að ég fengi tíma
til þess að byggja upp sterkara lið
enda væri ég nýliði í deildinni sem
þyrfti að fá tíma til þess að kynn-
ast aðstæðum hér.
TSG Friesenheim er í bænum
Ludwigshafen sem er skammt frá
Mannheim og skilur Rín á milli
bæjarins og borgarinnar. Í Lud-
wigshafen búa um 200.000 manns.
Segir Atli áhuga fyrir handknatt-
leik allnokkurn, en vissulega togi
knattspyrna og íshokkí í Mann-
heim til sín margfalt fleiri áhorf-
endur og meiri athygli. „Hand-
knattleikurinn er það sem stendur
upp úr Ludwigshafen. Árangurinn
skiptir auðvitað mestu máli varð-
andi áhuga almennings á hand-
knattleiknum. Við verðum að vera
í efsta sæti til að fólk komi á leiki.
Hér er margt í boði fyrir fólk og
það fyllir ekki íþróttahúsið hjá
okkur nema þegar við erum í efsta
sæti eða þá þegar hingað koma
okkar helstu andstæðingar úr ná-
grenninu,“ segir Atli. „Auðvitað
viljum við fá sem flesta áhorfendur
á leiki, en fjárhagur félagsins
stendur hins vegar ekki eða fellur
með því heldur er aðalmálið að
hafa sterka bakhjarla og þá höfum
við, þannig að fjárhagsstaða fé-
lagsins er nokkuð sterk, ekki síst
eftir að við fengum stærsta fyr-
irtækið hér í Ludwigshafen,
BASF, til liðs við okkur í haust.“
Fámennur
hópur leikmanna
Atli tók Halldór Jóhann Sigfús-
son, leikstjórnanda Íslandsmeist-
araliðs KA, með sér til Friesen-
heim. Halldór er einn sex
útlendinga sem leika með liðinu en
þeir eru allir atvinnumenn. Út-
lendingarnir eru einu leikmenn
liðsins sem eru atvinnumenn í
íþróttinni, aðrir leikmenn eru ann-
aðhvort háskólanemar eða þá
menn sem hafa annað lifibrauði en
handknattleik. Liðið er því skipað
blöndu af atvinnumönnum og hálf-
atvinnumönnum. Segir Atli það
skapa helst þau vandamál að oft sé
heldur fámennt á morgunæfingum
liðsins sem eru tvisvar í viku.
„Við skerum okkur úr með því
að vera með svo marga útlendinga
og hvern úr sinni áttinni, einn
Dana, einn Svía, þá er Pólverji og
Rússi og einn Frakki auk Hall-
dórs. Það gengur hins vegar ótrú-
lega vel að hrista þennan hóp sam-
an þótt menn komi hver úr sinni
áttinni. Auk þeirra eru nokkur
hópur Þjóðverja, en því miður hef
ég ekki yfir stórum hópi leik-
manna að ráða, er aðeins með
þrettán leikmenn þannig að við
megum ekki við afföllum,“ segir
Atli og bætir því við að það hafi
komið nokkuð niður á liðinu að
Svíinn, Andreas Agerborn, meidd-
ist illa á öxl í haust og verður frá
keppni fram í febrúar hið
skemmsta. Agerborn sé sterk rétt-
hent skytta auk þess að hafa verið
besti varnarmaður deildarinnar
undanfarin ár. „Eftir stendur að
ég er aðeins með tólf leikmenn og
það er alls ekki nógu gott því það
hefur komið fyrir að ég hef aðeins
getað notað tíu eða ellefu leikmenn
í sumum leikjum því það er alltaf
eitthvað um minniháttar meiðsli.“
Atli segir að það sé vissulega
söknuðu að hafa ekki blómlega
yngri flokka til taks eins og hjá
KA þar sem hann var með 18 til 20
manns á æfingum og átti alltaf
efnilega til taks í 2. flokki. Hjá
Friesenheim er ekkert unglinga-
starf í handknattleik fremur en hjá
svo mörgum handknattleiksliðum í
Þýskalandi og því er lítil endurnýj-
un eða þá að hægt sé að „kippa“
inn yngri mönnum þegar þeir eldri
meiðast. „Yngsti maðurinn í mínu
liði er 24 ára gamall. Það eru engir
yngri flokkar og það er mjög
slæmt. Reyndar erum við með svo-
kallað Friesenheim lið tvö, en í því
eru eldri leikmenn eða þá menn
sem ekki hafa tíma né aðstöðu til
þess að spila með aðalliðinu. Í
þessu liði er heldur enginn sem
bankar á dyr aðalliðsins eða veitir
einhverja samkeppni um stöður í
aðalliðinu. Það er því ekki í nein
hús að vernda ef mikið er um
meiðsli.
Mér finnst það því vera lyk-
ilatriði fyrir félagið í framtíðina að
fara af stað með yngri flokka starf
sem getur með tímanum skilað
leikmönnum upp í aðalliðið, þótt
ekki væri nema til þess að æfa
með okkur svo mögulegt sé að
stilla upp í tvö lið á æfingum.“
Atli segir það vera mikla breyt-
ingu að vera eingöngu þjálfari,
geta einbeitt sér að því algjörlega
og hafa ekkert annað starf með-
fram. Það hafi vissulega sína kosti
en einnig galla. „Stundum þegar
illa gengur og eftir tapleiki þá hef-
ur maður óskað þess að geta farið
í Sparisjóðinn, skipt um umhverfi
og hitt annað fólk, gleymt síðasta
leik um stund, í stað þess að velta
sér upp úr því endalaust hvað mið-
ur og hvað sé til ráða,“ segir Atli
og hlær við en hann var hjá Spari-
sjóði Norðurlands á Akureyri sam-
hliða þjálfun KA-liðsins.
„Kostirnir eru hins vegar þeir
að það gefst mikið betri tími til æf-
inga, búa sig undir leiki og æfing-
ar, fylgjast með leikjum andstæð-
inganna. Mér finnst mjög
skemmtilegt að geta einbeitt mér
alfarið að þjálfun, þetta er nokkuð
sem mig hefur lengi dreymt um,
það er að helga mig alfarið þjálf-
un.“
Halldóri hefur
gengið vel
Atli segir að Halldóri hafi geng-
ið vel aðlaga sig nýjum aðstæðum
hjá öðru félagi eftir að hafa leikið
með KA frá barnsaldri. „Auðvitað
var þetta talsvert átak fyrir hann
sem leikstjórnanda að kom skyndi-
lega hingað út og fara að stjórna
leik liðsins á þýsku. Honum hefur
hins vegar gengið vel, er nú kom-
inn vel inn málið og farinn að
stjórna eins og herforingi á miðj-
unni. Hann er að vísu að keppa um
stöðuna við leikmann sem hefur
verið burðarás í liðinu árum sam-
an, Peter de Hooge. Þeir hafa því
skipt hlutverkinu nokkuð jafnt á
milli sín enda gjörólíkir leikmenn.
Það er gott að hafa tvo ólíka leik-
stjórnendur því þannig er mögu-
legt að brjóta aðeins upp leik liðs-
ins, bjóða upp á fleiri kosti.
Halldór er afar metnaðargjarn
og æfir vel. Því reikna ég ekki með
öðru en hann eigi eftir að spjara
sig mjög vel hérna í Þýskalandi
þegar fram líða stundir.“
Samanburður erfiður
Atli segir erfitt að bera saman
handknattleik í þýsku 2. deildinni
við þau sem leika hér heima á Ís-
landsmótinu. Það hafi komið sér
nokkuð á óvart hversu mörg sterk
lið eru í deildinni og því sé ekki
mögulegt að bóka sigur gegn
neinu þeirra, einkum á útivelli þar
sem heimavellirnir skipta oft
miklu máli og dómgæslan oft hlið-
holl heimamönnum. „Metnaðurinn
er mikill hjá flestum félögunum og
talsvert lagt í sölurnar til þess að
ná árangri og komast upp í fyrstu-
deild. Ég á svolítið erfitt með að
bera saman deildina hér og heima.
Þýska 1. deildin er hins vegar
geysilega sterk þar sem valinn
maður er í hverju rúmi hjá öllum
Atli Hilmarsson fór frá Akureyri til að þjálfa þýska handknattleiksliðið TSG Friesenheim
Atli Hilmarsson stýrði KA að Íslandsmeistaratitli áður en hann hélt til Þýskalands til að þjálfa.
Sakna á
stundum
Spari-
sjóðsins
Morgunblaðið/Kristján
HANDKNATTLEIKUR
2 B ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ