Morgunblaðið - 03.12.2002, Síða 3
félögunum. Fyrir vikið er enginn
vafi á að þýska 1. deildin er sú
besta í heiminum,“ segir Atli og
stefnir ótrauður á að komast í
þann hóp með Friesenheim.
Íslendingar eru
í miklum metum
Níu Íslendingar leika í hinni
sterku 1. deild. Atli segist fylgjast
með þeim í fjarlægð þar sem eðli-
lega fari mestur sinn tími í þjálfun
Friesenheim. Hann fylgist aðal-
lega með umfjöllun um Íslend-
ingana í gegnum blöð og sjónvarp.
Greinilegt er að íslensku leik-
mennirnir séu í miklum metum hjá
Þjóðverjum og af þeim fari mjög
gott orð. Þeir er duglegir, ósér-
hlífnir og falla vel að þýskum sið-
um og venjum.
Ólafur Stefánsson nýtur mikillar
virðingar í þýskum handknattleik
að sögn Atla, enda oft verið valinn
besti leikmaður deildarinnar. „Það
verður erfitt fyrir Alfreð Gíslason
og hans menn í Magdeburg að
finna leikmann sem getur tekið við
hlutverki Ólafs. Hann er einfald-
lega svo rosalega góður leikmaður,
menn eins hann eru ekki á hverju
strái,“ segir Atli og bætir við að
Sigfús Sigurðsson hafi komið afar
sterkur inn í lið Magdeburg. „Það
var um það rætt hér að Sigfús
væri ekki öfundsverður af því að
reyna að fylla skarð Guéric Kerv-
adec, en þær raddir hafa nú þagn-
að að mestu.
Patrekur Jóhannesson og Guð-
jón Valur Sigurðsson leiki þýðing-
armikil hlutverk hjá Essen. Pat-
rekur hafi þroskast mikið, sé
yfirvegaður og greinilegur leiðtogi
liðsins innan vallar sem fyrirliði
þess. Guðjón fórni sér eins og
venjulega í hvern leik þótt hann sé
notaður í nánast flestar stöður á
vellinum. „Ég vildi gjarna sjá hann
meira í vinstra horninu þar sem
Guðjón er að mínu mati sterkari
en sá sem leikur á móti honum,“
segir Atli um sinn gamla lærisvein
hjá KA. „Guðjón hefur bætt sig
mikið í Þýskalandi og var hann
góður fyrir.“
Sömu sögu má segja um Einar
Örn sem hafi leikið vel fyrir Wall-
au Massenheim. „Félagið ætlaði
bara að gera reynslusamning við
Einar Örn fyrst en þegar þeir sáu
hversu góður hann var þá voru
þeir ekki lengi að gera við hann
lengri samning.“
Þá segir Atli að Sigurður
Bjarnason og Róbert Sighvatsson
leiki mikilvæg hlutverk hjá Wetzl-
ar. Það hafi best sýnt sig þegar
Sigurður meiddist og var frá
keppni í haust að liðið saknaði
mjög krafta hans, hvorki hafi
gengið né rekið á meðan hans naut
ekki við.
Gylfi Gylfason hefur verið
óheppinn hjá Wilhelmshaverner
þrátt fyrir að leika mikið því leik-
ur liðsins sé lítt stílaður upp á
hornaspilið og því hafi hann ekki
skorað mikið á leiktíðinni. „En lið-
inu gengur vel í deildinni, hefur
komið á óvart.“
Gústaf Bjarnason hafi fengið
ágæta dóma fyrir frammistöðu
sína með GWD Minden þrátt fyrir
að liðinu hafi ekki gengið sem
skyldi og sé nú í næstneðsta sæti
1. deildar.
„Það er greinilegt að þeim um-
sögnum sem íslensku leikmennirn-
ir að þeir leika stór hlutverk og
eru liðum sínum mikilvægir og
bera Íslandi gott vitni,“ segir Atli.
Vinsældir handknattleiksins
hafa aukist mikið
Atli segir að miklar breytingar
til batnaðar hafi átt sér stað í
þýskum handknattleik á þeim
fimmtán árum sem liðin eru síðan
hann lék þar. Vinsældirnar hafi
aukist til muna og umfjöllun fjöl-
miðla vaxið að sama skapi. Erlend-
um leikmönnum hafi fjölgað og
það hafi orðið til þess að bæta leik-
inn. „Þegar ég var hérna sem leik-
maður, var algengt að leikið væri í
íþróttahúsum sem tóku kannski
eitt þúsund mann. Nú er leikið í
margfalt stærri húsum og jafnvel
dæmi um að átján þúsund manns
komi á leik. Kiel spilar alltaf fyrir
fullu húsi, liðlega tíu þúsund
manns, og hér ræða menn um að
stækka þurfi húsin eða fara með
leikina í stærri hallir vegna auk-
inna vinsælda,“ segir Atli.
Ekki tjaldað
til einnar nætur
Atli segir að hjá Friesenheim sé
ekki tjaldað til einnar nætur.
Vissulega verði það vonbrigði tak-
ist liðinu ekki að fara upp en þá
verði bara að bíta í skjaldarrendur
og fara upp ári síðar. „Við erum
með langtímasamninga við styrkt-
araðila þannig að það verður ekk-
ert hrun hér þótt við förum ekki
upp.
Nú þegar er farið að leggja lín-
urnar fyrir næstu leiktíð og vænt-
anlega verður gengið frá sem
flestum atriðum s.s. leikmanna-
málum fyrir lok janúar. Þetta er
allt annað umhverfi en heima á Ís-
landi þar sem ekkert var hægt að
velta fyrir sér næstu leiktíð fyrr
en sú sem stóð yfir var búin. Í
Þýskalandi er þetta unnið á allt
annan hátt og það er kærkomið og
lærdómsríkt að fá tækifæri til að
kynnast því hvernig þessum hlut-
um er háttað hér,“ segir Atli Hilm-
arsson, þjálfari RSG Friesenheim.
!
!
" #$%
!
" #$
$%
&$
&'
&
'()
*()
$
+),-
)*..*/*..0
iben@mbl.is
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 B 3
JÓHANN R. Benediktsson, knatt-
spyrnumaður úr Keflavík, hefur
fengið heimild til að æfa með liði
Grindavíkur. Nágrannaliðin á Suð-
urnesjum ræða þessa dagana um fé-
lagaskipti Jóhanns, sem er samn-
ingsbundinn Keflavík til ársins 2004.
EINAR Ottó Antonsson, unglinga-
landsliðsmaður í knattspyrnu frá
Selfossi, er genginn til liðs við 1.
deildar lið Keflavíkur.
ARNAR Þór Viðarsson, fyrirliði
Lokeren, var í gær valinn í lið vik-
unnar í belgísku knattspyrnunni af
dagblaðinu Het Nieuwsblad. Arnar
skoraði eitt marka liðsins í 4:0 sigri á
Mons-Bergen.
DAVY De Beule, samherji Arnars
hjá Lokeren, var valinn leikmaður
vikunnar af blaðinu. De Beule sagði
aðspurður við Het Nieuwsblad að
Rúnar Kristinsson væri uppáhalds-
leikmaðurinn sinn í Belgíu.
GUÐMUNDUR Hrafnkelsson
stóð í marki Conversano þegar liðið
vann Sassari, 27:22, á útivelli í
ítölsku 1. deildinni í handknattleik
um helgina. Conversano er sem fyrr
í efsta sæti ítölsku 1. deildarinnar.
SCOTT Ramsay, skoski knatt-
spyrnumaðurinn frá Grindavík,
skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR á
sunnudaginn þegar liðið vann Þrótt
R., 3:1, í æfingaleik í Egilshöll.
LOGI Gunnarsson skoraði 18 stig
fyrir Ulm sem sigraði Crailsheim
Merlins, 90:79, á útivelli í þýsku 1.
deildinni í körfuknattleik á laugar-
daginn. Ulm er í 5. sæti eftir 10 um-
ferðir með 14 stig.
FÓLK
ÓLAFUR Stefánsson
fór fyrir liði Magde-
burg þegar liðið bar
sigurorð af Wisla
Plock frá Póllandi,
31:29, á útivelli í
Meistaradeild Evrópu
í handknattleik um
helgina. Ólafur var
markahæstur með 8
mörk, þar af 3 úr víta-
köstum, og með sigr-
inum tryggði Magde-
burg sér sæti í 8 liða
úrslitunum.
Magdeburg hafði
frumkvæðið allan tím-
ann. Liðið komst í 4:0
og hafði fjögurra
marka forskot í hálfleik, 16:12.
Pólverjunum tókst að jafna metin
í 18:18 en Magdeburg átti góðan
endasprett og innbyrti öruggan
sigur. Ólafur skoraði eins og áður
segir 8 mörk og þeir Joel Abati,
Nenand Perunicic og Sigfús Sig-
urðsson skoruðu 4 mörk hver.
Ungverska liðið Fotex Vespr-
ém, sem lagði Magdeburg á dög-
unum, er sömuleiðis komið í 8
liða úrslitin. Ungverjarnir unnu
nauman sigur á Panellinios í
Aþenu, 17:16, og eru með fullt
hús stiga eftir fjóra leiki.
Minden úr botnsætinu
Í þýsku úrvalsdeildinni hélt sig-
urganga Lemgo áfram. Lemgo
sótti Grosswallstadt heim og sigr-
aði, 31:29. Lemgo hefur unnið
alla 14 leiki sína í
deildinni og hefur
fjögurra stiga for-
skot á Flensburg
sem tapaði óvænt
fyrir Hamburg.
Sigurður Bjarna-
son skoraði 5 mörk
fyrir Wetzlar og Ró-
bert Sighvatsson
eitt þegar liðið
gerði jafntefli á úti-
velli á móti Tus N-
Lübbecke, 20:20.
Gústaf Bjarnason
skoraði 3 mörk fyrir
Minden sem komst
úr botnsæti deild-
arinnar með því að
vinna Eisenach, 27:26, á útivelli.
Minden hefur 8 stig eins og Will-
statt/Schutterwald en Göppingen,
Pfullingen og Wetzlar hafa öll 9
stig.
Einar Örn Jónsson átti mjög
góðan leik fyrir Wallau Massen-
heim sem gerði jafntefli, 26:26,
við Pfullingen. Einar skoraði 6
mörk í leiknum og var næst-
markahæstur sinna manna.
Gylfi Gylfason komst ekki á
blað fyrir Wilhelmshavener sem
bar sigurorð af Göppingen, 23:22.
Essen tapaði fyrir Nordhorn,
30:28. Patrekur Jóhannesson
skoraði 4 mörk fyrir Essen og
Guðjón Valur Sigurðsson 1. Essen
er í fjórða sæti deildarinnar, 10
stigum á eftir forystusauðunum í
Lemgo.
Ólafur fór fyrir
Magdeburg
Sigfús Sigurðsson sækir
að marki Wisla Plock.