Morgunblaðið - 03.12.2002, Side 4
KNATTSPYRNA
4 B ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ARNAR Þór Viðarsson skor-
aði eitt marka Lokeren sem
vann stórsigur á Mons, 4:0, í
belgísku 1. deildinni í knatt-
spyrnu um helgina. Arnar
Þór skoraði síðasta mark
leiksins. Lokeren fékk auka-
spyrnu utan vítateigs. Arnar
Grétarsson renndi á nafna
sinn sem skaut þrumuskoti
sem hafði viðkomu á varn-
armanni og þaðan fór bolt-
inn í netið.
Arnar Þór lagði upp
þriðja mark Lokeren í leikn-
um en hann átti mjög góðan
leik og fékk heiðursskipt-
ingu þegar skammt var til
leiksloka. Arnar Grétarsson
lék allan leikinn og stóð fyr-
ir sínu og sömu sögu er að
segja um Rúnar Kristinsson,
sem kom inn í lið Lokeren að
nýju. Rúnari var skipt útaf
um miðjan síðari hálfleik en
hann var þá orðinn ansi
þreyttur enda búinn að gefa
sig allan í leikinn.
Lokeren er í öðru sæti,
fjórum stigum á eftir Club
Brügge, en toppliðið tapaði
óvænt fyrir Sint-Truiden.
Arnar Þór inn-
siglaði stórsigur
Lokeren WILLUM Þór Þórsson, þjálfariKR, og Valdimar Pálsson, þjálfari
Þórs/KA/KS, voru útnefndir
þjálfarar ársins í efstu deild karla
og kvenna í knattspyrnu á aðal-
fundi Þjálfarafélags Íslands sem
haldinn var um helgina. Það voru
þjálfarar liðanna í efstu deild
karla og kvenna sem stóðu að
kjörinu í samvinnu við Þjálf-
arafélagið.
Willum Þór stýrði KR-ingum til
sigurs á Íslandsmótinu í sumar og
varð hann þar fyrsti þjálfarinn
sem nær þeim árangri að vinna
Íslandsmeitaratitil í öllum deild-
um en hann hefur á þjálfaraferli
sínum þjálfað lið Þróttar og
Hauka og tók svo við vestur-
bæjarliðinu síðastliðið haust.
Lið Þórs/KA/KS náði í sumar
undir stjórn Valdimars Pálssonar
besta árangri sínum frá upphafi
en norðankonur höfnuðu í 5. sæti
í efstu deild kvenna.
Á aðalfundinum fengu Gunnar
Magnús Jónsson, Keflavík, Hlynur
Svan Eiríksson, Þór Akureyri,
Sigurlás Þorleifsson, ÍBV, og
Þrándur Sigurðsson, Víkingi, við-
urkenningu fyrir vel unnin störf
við þjálfun yngri flokka félaga
sinna en allir hafa þeir lagt mik-
inn metnað í þjálfunina og verið
knattspyrnuþjálfarastéttinni til
sóma við störf sín eins og segir í
fréttatilkynningu frá Þjálf-
arafélaginu.
Willum Þór og Valdi-
mar þjálfarar ársins
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR.
Henry valdi að margra mati rétten hann var afar sterkur
spretthlaupari á yngri árum. Norski
landsliðsmaðurinn
Ronny Johnsen sem
glímdi við Frakkann
fljúgandi í vörn
Aston Villa segir að
Henry sé einstakur og að hann hrelli
varnarmenn og markverði í Evrópu
allri. „Hann er einstakur leikmaður,
enginn fer eins hratt yfir og Henry í
dag, hann veit það sjálfur og er alltaf
líklegur til þess að ná knettinum
þrátt fyrir að hann hlaupi fyrst
framhjá varnarmönnum,“ segir
Johnsen sem í gegnum tíðina hefur
farið langt vegna hraða síns en hann
lék áður með Manchester United.
„Þegar sá gállinn er á honum er nán-
ast vonlaust að stöðva hann enda er
vopnabúið gott hjá honum – hraði og
gabbhreyfingar í bland við fína
tækni. Mér finnst eins og fætur hans
snerti vart grasið þegar hann fer á
sprettinn,“ bætir Johnsen við.
Frúin leikur í James Bond
Það er margt annað sem gerir
Henry að fréttaefni en afrek hans á
knattspyrnuvellinum en unnusta
hans, hin breska Nicole Merry, leik-
ur í nýjustu James Bond-kvikmynd-
inni „Die Another Day“ og er Merry
ein af „The Ice Palace Girls“ í mynd-
inni. Þau skötuhjú Henry og Merry
hafa leikið í fjölmörgum auglýsing-
um fyrir bifreiðaframleiðandann
Renault. Sú herferð varð ekki eins
öflug og stefnt var að þar sem
franska landsliðið fór með skottið á
milli fóta sér frá Heimsmeistara-
keppninni í Japan og Suður-Kóreu
sl. sumar, titilvörnin endað með því
að liðið vann ekki leik í riðlakeppn-
inni og skoraði ekki mark.
Henry og Merry búa í glæsilegu
einbýlishúsi í Hampstead-hverfinu í
Norður-London, Húisð er 650 fm og
greiddi Henry um 770 milljónir fyrir
eignarréttinn. Í næsta nágrenni búa
margir félagar hans úr Arsenal,
Sylvain Wiltord, Robert Pires og
Patrick Vieira.
Leiðinleg knattspyrna á Ítalíu
Henry var uppgötvaður af útsend-
urum Mónakó í Frakklandi, þá 13
ára gamall, og lék með liðinu frá
1995–1999 en var þá seldur til Juv-
entus á Ítalíu. Vera hans hjá „gömlu
konunni“ var ekki löng því í ágúst
sama ár var hann seldur til Arsenal.
Upphaflega var Henry notaður sem
vængmaður en eftir að besti vinur
hans, Nicolas Anelka, fór frá Arsenal
til Real Madrid, fór Henry í fremstu
víglínu. „Ég var aldrei sáttur við
leikstíl Juventus og ítalskra liða al-
mennt. Þar er aðeins hugað að varn-
arleiknum sem er eins langt frá leik-
stíl Arsenal og hugsast getur. Hér
ætla ég að vera um langa tíð,“ segir
Henry sem sló í gegn á HM í Frakk-
landi 1998 og varð markahæsti leik-
maður liðsins í keppninni sem
Frakkar unnu.
Gerir aðra leikmenn betri
Wenger telur það einn besta kost
Henry að hann er ekki einungis
markaskorari heldur skapar hann
mikið fyrir félaga sína. „Henry er vel
gefinn og með mikinn metnað. Hann
er aðeins 25 ára og á bestu árin eftir
fram yfir þrítugsafmælið. Í dag er
erfitt að sjá veikleika hjá honum en
hann er ekki með bestu skallamönn-
um deildarinnar en getur samt sem
áður skallað vel ef sá gállinn er á
honum,“ sagði Wenger við breska
blaðamenn á dögunum er hann var
inntur eftir helsta veikleika Henrys.
Henry telur sig eiga enn eftir að
launa Wenger traustið sem knatt-
spyrnustjórinn sýndi honum er hann
var aðeins 16 ára gamall og í her-
búðum Mónakó. „Ég taldi mig eiga
möguleika á að komast í aðalliðið er
ég var orðinn 20–21 árs gamall.
Wenger horfði hinsvegar á alla leiki
unglingaliðsins, hann kom mér og
flestum á óvart með því að velja mig í
aðalliðið er ég var 17 ára,“ segir
Henry en Wenger hvarf á braut frá
Mónakó og fór að þjálfa lið í Japan.
Henry lék að mestu á vængnum með
Mónakó og Wenger var af og til í
sambandi við hann frá Japan. „Wen-
ger sagði mér að ég væri „nr. 9“, og
ætti að vera framherji, en það gerð-
ist lítið hjá mér eftir að hann fór frá
Frakklandi.“
Henry var í stutta stund á mála
hjá Juventus og eftir að tímabilinu
lauk sumarið 1999 hittust þeir Henry
og Wenger í flugvél sem var á leið frá
Tórínó til París í Frakklandi.
Henry hafði ekki náð sér á flug
með Juventus enda var honum ætlað
að leika sem vængmaður með varn-
arhlutverk og Henry var lítt hrifin af
því að þurfa elta andstæðingana upp
að hornfána til þess að tækla þá dug-
lega.
„Wenger heldur því fram að þetta
hafi verið tilviljun að við hittumst
þarna í flugvélinni en þeir sem
þekkja hann vel vita að það er ekki
rétt. Þarna spjölluðum við saman og
ég sagði honum að ég vildi leika und-
ir hans stjórn á ný. Hann gaf mér
tækifæri hjá Arsenal sem framherji
og í frjálsu hlutverki, og það var und-
ir mér komið að nýta það sem best,“
segir Henry og bætir því við að hug-
ur hans sé hjá Arsenal og þar vilji
hann vera.
Færi ekki til Real Madrid
„Ég hef engan áhuga á að leika
með Real Madrid á Spáni. Ég vil
vinna Meistaradeildina með Arsenal
og launa traustið sem liðið hefur sýnt
mér.“
Frakkinn ungi er vinsæll á meðal
knattspyrnuáhugamanna en hann
segir að Englendingar kunni manna-
siði í samskiptum sínum utan vallar.
„Hér í London gengur fólk að manni
á veitingastað og spyr kurteislega
hvort ég geti áritað eitt og annað.
Það er sjálfsagt mál en á Ítalíu og
Frakklandi sest fólk niður við hlið
mér á veitingastað líkt og gamlir
kunningjar. Englendingar gera ekki
slíkt.“
Foreldrar Henrys eru innflytjend-
ur og ólst hann upp í hörðu umhverfi
í úthverfi Parísar. „Eldri bróðir minn
Willy segir að ég hafi ekki hugsað um
annað en knattspyrnu og hafi því
ekki tekið eftir öllum lögreglubílun-
um og átökunum sem voru daglegt
brauð á L’Essonne. Þegar ég fékk
boð um skólagöngu í knattspyrnu-
Hinn jarðbundni Thierry Henry valdi knattspyrnuna í stað frjálsíþrótta
„Mér líður eins og
Ofurmanni í Arsenal-
keppnistreyjunni“
HEITASTI framherji ensku úrvalsdeildarinnar, Thierry Henry, hélt
uppteknum hætti er Arsenal tók á móti Aston Villa á laugardag.
Frakkinn skroraði í tvígang, fyrst beint úr aukaspyrnu og síðan úr
vítaspyrnu en Arsenal vann leikinn 3:1 og er á toppi ensku úrvals-
deildarinnar og Henry er markhæstur ásamt Gianfranco Zola,
Chelsea, með 9 mörk. „Mér líður eins og Ofurmanni þegar ég fer í
Arsenaltreyjuna,“ segir hinn 25 ára gamli Henry sem stóð frammi
fyrir því sem unglingur að velja á milli frjálsíþrótta og knattspyrnu.
Reuters
’ Ég hef engan áhuga á að leika með RealMadrid á Spáni. Ég vil vinna Meistaradeild-
ina með Arsenal og launa traustið sem liðið
hefur sýnt mér. ‘
Sigurður Elvar
Þórólfsson
tók saman
Kona vill
stjórna í Íran
KONA sem starfað hefur hjá
knattspyrnusambandi Írans
undanfarna þrjá áratugi,
Kadijeh Sepanji, hefur gefið
kost á sér sem næsti forseti
knattspyrnusambands lands-
ins. Umsókn Sepanji vekur
athygli þar sem konur í Íran
mega ekki horfa á knatt-
spyrnuleiki og geta aðeins
sparkað í knött sjálfar innan-
húss og án þess að nokkur
karl sé til staðar að horfa á
þær leika knattspyrnu. „Ég
tel mig geta leyst starfið vel
af hendi og er einnig að vekja
athygli kvenna hér í Íran á að
við verðum að taka af skarið
sjálfar ef eitthvað á breytast í
okkar þjóðfélagi,“ segir Sep-
anji sem er ekki bjartsýn á að
fá starfið.
HELGI Kolviðsson og félagar
hans í Kärnten steinlágu fyrir Ried,
5:0, í austurrísku 1. deildinni í knatt-
spyrnu um helgina. Helgi var í byrj-
unarliðinu en var skipt útaf á 59.
mínútu þegar staðan er 4:0.
HELGI Valur Daníelsson sat á
varamannabekk Peterbrough allan
leikinn þegar liðið gerði 1:1 jafntefli
við Swindon í ensku 2. deildinni.
JÓHANNES Harðarson kom ekk-
ert við sögu í liði Groningen sem
gerði 1:1 jafntefli við Herenveen í
hollensku 1. deildinni. Jóhannes sat
á varamannabekknum allan leikinn
en lið hans er í næstneðsta sæti.
JÓHANNES Karl Guðjónsson var
ekki í leikmannahópi Real Betis sem
sigraði Bilbao, 1:0, í spænsku 1.
deildinni í knattspyrnu á sunnudag.
ÞORMÓÐUR Egilsson, fyrirliði
KR-inga, lék með lögregluliðinu
Leiftra á Íslandsmótinu í innanhús-
knattspyrnu um helgina. Leiftri lék í
4. deildinni og með Þormóð innan-
borðs vann liðið sig upp um deild.
HLYNUR Stefánsson, fyrrum
leikmaður ÍBV, var lykilmaður í
Eyjaliðinu Smástund sem vann sig
upp í 1. deildina. Smástund varð efst
í sínum riðli og fór upp í 1. deildina
ásamt ÍR, Aftureldingu og ÍA.
BRAD Friedel var hetja Black-
burn þegar liðið sigraði Fulham í
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu
um helgina. Friedel, sem var að leika
sinn fyrsta leik eftir aðgerð á fæti,
varði vítaspyrnu frá Steve Marlet
undir lok leiksins.
GRAEME Souness, stjóri Black-
burn, segir Friedel vera besta mark-
vörðinn í ensku úrvalsdeildinni.
FÓLK