Morgunblaðið - 03.12.2002, Page 5

Morgunblaðið - 03.12.2002, Page 5
skóla sem unglingur fór ég þangað á þeim forsendum að geta launað for- eldrum mínum það sem þau lögðu á sig fyrir okkur. Þau leyfðu sér lítið til þess að við gætum lifað eins og aðrir ungir Frakkar. Í dag hef ég tækifæri til þess að launa þeim ríkulega til baka,“ segir Henry en Wenger segir að fáir knattspyrnumenn nálgist æf- ingar og keppni af meiri eldmóð en Henry. „Hvernig get ég annað en lagt mig fram þegar maður á borð við Patrick Viera segir í búningsklefan- um, ætlar þú að vinna leikinn í dag fyrir okkur Henry? Félagar mínir í Arsenal, Wenger og stuðningsmenn- irnir gefa mér aukið sjálfstraust á hverjum degi.“ Meistaradeildin aðeins eftir Henry vantar aðeins verðlaun í Meistaradeild Evrópu, því hann er Heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu og unnið enska meistaratitilinn og ensku bikar- keppnina með Arsenal. Henry hefur skorað 95 mörk fyrir Arsenal í 172 leikjum, þar af 67 í 114 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Að meðaltali skorar hann 0,55 mark í leik en ef að- eins er tekið mið af ensku deildinni skorar Henry tæplega 0,6 mark í leik að meðaltali. Fáir framherjar geta státað sig af slíkum árangri. Reuters Thierry Henry í loftköstum að fagna marki sem hann skoraði gegn Roma á Ólympíuleikvanginum í Róm í sl. viku. Hann skoraði þrjú mörk í leiknum, sem Arsenal vann, 3:1. Arsenal lagði Aston Villa með sömu markatölu á laugardaginn og skoraði Henry þá tvö mörk. KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 B 5 Íslendingaliðunum í þýsku úvals-deildinni í knattspyrnu gekk illa í leikjum sínum um helgina. Hertha Berlín sótti Bayern München heim á ólympíuleikvanginn í München og beið þar lægri hlut, 2:0, og Bochum, lið Þórðar Guðjónssonar, fékk slæma útreið á heimavelli sínum. Eyjólfur Sverrisson var í leik- mannahópi Herthu-liðsins en fékk ekki að spreyta sig. Michael Ballack skoraði bæði mörk Bæjara sem hafa stungið af og stefna óðfluga að enn einum meistaratitlinum. Ballack skoraði fyrra markið með góðu skoti á 40. mínútu og það síðara úr víta- spyrnu á 71. mínútu. „Við sýndum það með okkar frammistöðu að það er engin tilviljun að við erum í toppsætinu,“ sagði Ott- mar Hitzfeldt, þjálfari Bayern, en hans menn eru ósigraðir á heimavelli í síðustu 26 leikjum í deildinni. Þórður Guðjónsson og félagar hans í Bochum steinlágu á heimavelli fyrir grönnum sínum í Armenia Bielefeld, 3:0. Þórður var í byrjunar- liði Bochum en var skipt útaf á 63. mínútu. Meistararnir í Dortmund eru átta stigum á eftir Bayern München en Dortmund vann nauman útisigur á Nürnberg, 2:1. Heimamenn komust yfir strax á 3. mínútu en Lars Ricken og Ewerthon tryggðu meisturunum sigur í seinni hálfleik. Hvorki gengur né rekur hjá Bayer Leverkusen í deildinni en liðið, sem varð í öðru sæti á þremur vígstöðvum á síðustu leiktíð, tapaði á heimavelli fyrir Hamburg, 3:2, og situr í 13. sæti. Og til að auka á vandræði Lever- kusen verður brasilíski varnarmað- urinn Lucio frá í nokkrar vikur en hann þarf að gangast undir aðgerð á fæti. Kaiserslautern vann sinn annan sigur í deildinni þegar liðið lagði Wolfsburg, 2:0. „Við sýndum með þessum leik að við erum ekki dauðir,“ sagði Belginn Erik Gerets, þjálfari Kaiserslautern. Sigurinn var dýr- keyptur hjá lærisveinum Gerets því framherjinn Miroslav Klose sem skoraði 5 mörk fyrir Þjóðverja á HM í sumar, meiddist illa á hné og verður frá í nokkra mánuði af þeim sökum. Tap hjá Bochum og Herthu Berlín SÆNSKIR fjölmiðlar greindu frá því í gær að Teitur Þórðarson, þjálfari norska liðs- ins Brann, væri einn þeirra þjálfara sem AIK frá Stokkhólmi væri með í sigtinu sem næsti þjálfari félagsins en Tékkinn Dusan Uhrin, fyrrum landsliðsþjálfari Tékka, sagði upp störfum hjá félaginu fyrir skömmu en hann tók við þjálfun liðsins í maí. „Ég hef ekkert heyrt frá forráðamönn- um AIK en ég er vel kunnugur þessum fréttum enda búinn að svara nokkrum blaðamönnum frá Svíþjóð síðustu daga um þetta mál. Mér finnst bara mjög gaman og mikill heiður að vera nefndur til sögunnar sem hugsanlegur þjálfari hjá einu stærsta félagi á Norðurlöndum og að sjálfsögðu mun ég skoða það með opnum huga ef mér býðst starf hjá því,“ sagði Teitur Þórð- arson í samtali við Morgunblaðið í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Teitur er orðaður við AIK en hann sagði við Morg- unblaðið að félagið hefði haft samband við sig í vor áður en Tékkinn var ráðinn til liðsins og boðið honum að þjálfa en það hefði ekki gengið upp þar sem hann var samningsbundinn Brann. „Ég er á tvö ár eftir af mínum samningi við Brann en staðan hefur breyst mikið á undanförnum misserum. Framtíð félagsins er mjög ótrygg vegna fjárhagserfiðleika og það veit í raun enginn hvernig málin hjá félaginu koma til með að þróast,“ sagði Teitur. AIK hafnaði í fimmta sæti á nýliðinni leiktíð í sænsku úrvalsdeildinni en félagið er eitt það sigursælasta í Svíþjóð. AIK hef- ur tíu sinnum hampað meistaratitlinum, síðast árið 1998, og sjö sinnum borið sigur úr býtum í bikarkeppninni en þess má geta að AIK sló ÍBV út í UEFA-keppninni í sum- ar. Teitur til AIK? Teitur Þórðarson, þjálfari Brann. HEIÐAR Helguson skoraði 7. mark sitt á leiktíðinni fyrir Watford sem sigraði Burnley, 2:1, í ensku 1. deildinni. Heiðar skoraði fyrsta markið í leiknum þegar hann skall- aði knöttinn í netið á 40. mínútu. Heiðar fór af velli á 80. mínútu en hann þótti líflegur í framlínu Wat- ford sem hafði fyrir leikinn ekki unnið í síðustu fimm leikjum. Wat- ford er í sjöunda sæti deildarinnar, 17 stigum á eftir toppliði Ports- mouth. Stoke batt enda á átta leikja tap- hrinu og nældi í eitt stig í viðureign sinni við Gillingham. Stoke lenti undir í upphafi síðari hálfleiks þeg- ar markvörðurinn Mark Crossley, sem Stoke er með í láni frá Middles- brough, gerði sig sekan um mistök en Stoke tókst að jafna fjórum mín- útum síðar þegar Clive Clark skor- aði með þrumufleyg af um 20 metra færi. Clark meiddist illa á hné undir lok leiksins og verður frá í nokkrar vikur. Brynjar Björn Gunnarsson, Pétur Hafliði Marteinsson og Bjarni Guð- jónsson voru allir í byrjunarliði Stoke og léku allan leikinn. Pétur fékk gullið tækifæri til að tryggja Stoke öll stigin en hann skallaði framhjá marki Gillingham í góðu færi undir lok leiksins. Stoke er sem fyrr í fallsæti en liðið situr í þriðja neðsta sæti með 15 stig, tveimur stigum á eftir Grimsby. Hermann Hreiðarsson náði sér ekki á strik með Ipswich þegar liðið tapaði fyrir Nottingham Forest, 2:1. Hermann var tekinn af velli á 53. mínútu en Ipswich lenti 2:0 undir en klóraði í bakkann á lokamínútunni. Ívar Ingimarsson kom ekkert við sögu í liði Wolves sem gerði marka- laust jafntefli við Rotherham. Sjöunda mark Heiðars LÁRUS Orri Sigurðsson átti mjög góðan leik í vörn WBA í 1:0 sigri liðsins á Middlesbrough. Daniele Dichio tryggði nýliðunum öll stigin með marki 18 mínútum fyrir leiks- lok og um leið fyrsta sigur WBA í tíu leikjum. Gary Megson, stjóri WBA, hrósaði varnarmönnum sín- um eftir leikinn en Lárus og sam- herjar hans í vörninni höfðu undan- tekningalaust betur á móti sóknar- mönnum „Boro“. „Þetta voru frábær úrslit enda lið Middlesbrough sterkt og með marga góða leikmenn innanborðs. Við eigum erfitt með að skora mörk en á meðan við höldum marki okkar hreinu er ég ánægður,“ sagði Meg- son eftir leikinn. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan síðari hálfleikinn fyrir Chelsea sem sigraði Sunderland, 3:0, á Stamford Bridge. Hlutirnir fóru ekki að ganga hjá Chelsea fyrr en Eiður Smári og Emmanuel Petit komu inná en Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, notaði leikhléið til að gera breytingar á liði sínu. Chelsea skor- aði öll þrjú mörk sín í síðari hálf- leiknum. William Gallas skoraði það fyrsta á 58. mínútu, Marcel Desailly bætti við marki á 84. mínútu og Jimmy Floyd Hasselbaink innsigl- aði svo sigur þeirra bláklæddu þeg- ar hann skoraði þriðja markið á 89. mínútu. Þetta var fimmti sigur Chelsea í síðustu sjö leikjum. „Það var erfitt að brjóta niður sterkan varnarmúr Sunderland. Mér fannst ég verða að gera breyt- ingar á liðinu í hálfleik og þær tók- ust einstaklega vel. Eiður og Petit frískuðu mikið upp á leik liðsins,“ sagði Ranieri eftir sigur sinna manna. Lárus öflugur í vörn WBA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.