Morgunblaðið - 03.12.2002, Qupperneq 8
HANDKNATTLEIKUR
8 B ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Leikurinn fór hægt af stað og voruliðin lengi að þreifa fyrir sér.
FH-ingar náðu þó strax yfirhöndinni
og eftir stundarfjórð-
ung var kominn
fimm marka munur.
Sókn gestanna virk-
aði bitlaus og var að-
eins Þórólfur Nielsen sem átti góða
spretti og sá til þess að munurinn
yrði ekki meiri, í hálfleik leiddu
heimamenn með fjórum mörkum,
16:12.
Síðari hálfleikurinn byrjaði á svip-
uðum nótum og sá fyrri endaði. Mun-
urinn hélst í fjórum mörkum og allt
stefndi í öruggan sigur heimamanna.
En um miðbik hálfleiksins var eins og
Stjörnumenn rönkuðu við sér. Á tíu
mínútna kafla náðu þeir að jafna leik-
inn og gera tilkall til beggja stiganna.
Leikurinn var í járnum síðustu mín-
úturnar. Þegar fimm mínútur voru
eftir voru gestirnir komnir með
tveggja marka forystu. Zoltan Bel-
ánýi fékk tækifæri til að auka muninn
frekar þegar fyrirliði heimamanna,
Sigurgeir Ægisson, fékk dæmt á sig
vítakast – og var einnig rekinn útaf í
tvær mínútur – en Jónas Stefánsson
varði. Þess í stað skoraði Logi Geirs-
son í næstu sókn FH-inga, þeir unnu
svo boltann aftur og náðu að jafna
25:25. Um leið og flautað var til leiks-
loka fengu Stjörnumenn svo dæmt á
sig aukakast en skot Björgvins Rún-
arssonar fór vel framhjá.
„Við byrjuðum leikinn vel og vor-
um með ágætis forystu framan af.
Undir lokin urðum við einfaldlega
kærulausir, héldum að við værum
með unninn leik í höndunum og gáf-
um þeim annað stigið,“ sagði Logi
Geirsson, leikmaður FH, vonsvikinn
að leik loknum.
Greinilegt var á leik Stjörnunnar
að liðinu var dýrkeypt að missa í
meiðsl markahæsta mann sinn, Vil-
hjálm Inga Halldórsson. En ef Þór-
ólfur Nielsen spilaði eins og hann
gerði í síðari hálfleiknum þurfa þeir
ekki að örvænta, hann skoraði átta
mörk og fiskaði mörg þeirra sjö víta
sem Zoltan Belánýí skoraði úr.
„Við vorum ekki á tánum til að
byrja með og gáfum þeim alltof mikið
forskot. En við komum sterkir til
baka, spiluðum gríðarlega vel í seinni
hálfleik og það var ekkert nema klúð-
ur að taka ekki bæði stigin. Við eigum
að geta unnið þetta FH-lið og áttum
að gera það í þessum leik,“ sagði Sig-
urður Gunnarsson, þjálfari Stjörn-
unnar.
Öruggur Haukasigur
Leikur ÍBV og Hauka á laugardagbyrjaði fjörlega og héldu heima-
menn í við bikarmeistarana lengst af
í fyrri hálfleik. Eyja-
menn brugðu á það
ráð að taka tvo
Haukaleikmenn úr
umferð frá fyrstu
mínútu og tók það gestina talsverðan
tíma að finna svör við því. Haukar
sigu þó aðeins fram úr á lokakafla
fyrri hálfleiks og höfðu þriggja
marka forystu er gengið var til bún-
ingsherbergja. Það var svo allt annað
uppi á teningnum í síðari hálfleik og
ef einhvern tíma er hægt að segja að
aðeins eitt lið hafi verið á vellinum
var það í síðari hálfleik í leiknum.
Haukarnir skoruðu hvert markið á
fætur öðru og komust fljótlega tíu
mörkum yfir og eftir það var aðeins
formsatriði að klára leikinn. Viggó
Sigurðsson notaði tækifærið og gaf
varamönnum Haukaliðsins tækifæri
á að spreyta sig og juku þeir forystu
Haukamanna sem endaði 19:33. Jas-
on Ólafsson var sterkur í liði gest-
anna og einnig skilaði Þorkell Magn-
ússon sínu vel í leiknum. Hjá
heimamönnum átti Viktor Gigov
markvörður stórleik í fyrri hálfleik
og varði þrettán skot. Aftur á móti
urðu varin skot aðeins þrjú í seinni
hálfleik. Eyjaliðið var í heild sinni
slakt í leiknum.
Tap hjá Þór á heimavelli
HK-liðið æðir upp töfluna og er núfarið að blanda sér í toppbarátt-
una fyrir alvöru. Á laugardaginn
gerði HK sér lítið fyr-
ir og lagði Þór í
Íþróttahöllinni á Ak-
ureyri en Þórsarar
höfðu ekki tapað
heimaleik í vetur og raunar ekki í tæpt
ár. Lokatölur urðu 31:28, HK í vil.
„Mér fannst ekki leiðinlegt að sigra
hérna,“ sagði Árni Stefánsson, þjálfari
HK, glottuleitur eftir leikinn en hann
er Þórsari að upplagi. „Þetta var að
sjálfsögðu takmarkið. Grunnurinn að
sigrinum lá í því að vörnin small saman
og við keyrðum á leikgleði og baráttu.
Síðan var sóknarleikurinn fjölbreyttur
hjá okkur og sigurinn raunar aldrei í
hættu,“ sagði Árni.
Óhætt er að segja að spútnikliði
Þórs hafi fatast flugið að undanförnu
og í þessum leik gekk flest á afturfót-
unum. Markvarslan lítil, vörnin mis-
tæk og sóknarleikurinn iðulega
óhemju vandræðalegur. Þá var mikill
munur á stemmningunni í liðunum;
stöðug hvatningarhróp og fagnaðar-
læti á bekknum hjá HK en öllu nei-
kvæðari bylgjur í kringum heima-
menn.
Í fyrri hálfleik fór Jaliesky Garcia
á kostum hjá HK og skoraði 8 mörk
og 5-1 vörnin hamlaði mjög sóknar-
leik Þórs. Þar var Páll Gíslason eini
maðurinn sem sýndi klærnar og
skoraði hann 8 mörk í hálfleiknum.
Staðan í leikhléi var 13:17. Þórsarar
minnkuðu muninn fljótlega í 16:18 í
seinni hálfleik en þá skoruðu gestirn-
ir fjögur mörk í röð og eftir það höfðu
þeir fastatak á leiknum og skipti
engu þótt heimamenn gerðu ýmsar
breytingar og reyndu m.a. 6-0 kerfi í
sóknarleiknum um tíma.
Allir í byrjunarliði HK léku vel.
Reyndar var markvarslan ekki stór-
brotin, enda Þórsarar gjarnan ein-
færir um það að klúðra sóknunum
auk þess sem vörn HK varði fjölmörg
skot. Garcia hafði hægt um sig í
seinni hálfleik en þá fór Alexander
Arnarsson að blómstra. Atli Þór
Samúelsson og Samúel Árnason
skoruðu líka lagleg mörk. Páll Gísla-
son og línumaðurinn Hörður Sig-
þórsson voru nánast þeir einu sem
léku af eðlilegri getu í liði Þórs.
Mosfellingar nældu
sér í stig gegn Víkingi
Bjarki Sigurðsson, þjálfari og leik-maður Aftureldingar, bjargaði
einhverju af heiðri Mosfellinga þegar
hann skoraði jöfnun-
armark tveimur sek-
úndum fyrir leikslok
gegn sínu gamla fé-
lagi, Víkingi, á
sunnudaginn. Víkingar fóru því eftir
25:25 jafntefli heim með eitt stig en
það er samt kærkomið því þeir hafa
aðeins 4 stig eftir 14 leiki.
Mosfellingar spiluðu vörnina fram-
arlega en tókst samt ekki að brjóta
Víkinga á bak aftur. Eftir tíu mínútna
leik hafði Víkingur forystu. Þá var
einum leikmanni Víkings vikið af velli
í tvær mínútur og það nýttu heima-
menn sér til hins ítrasta og skoruðu
þrjú mörk á meðan. Víkingar gáfust
ekki upp og komust aftur yfir en Mos-
fellingar voru komnir á bragðið og
náðu mest fimm marka forystu. Fljót-
lega eftir hlé fóru Víkingar að ná sér á
strik og að sama skapi gerðust heima-
menn heldur værukærir, margar
sóknir fóru í súginn með óvönduðum
leik auk þess sem þeir fóru að kvarta
við dómara um ýmislegt í stað þess að
líta í eigin barm. Víkingar héldu sínu
striki og slógu ekki af fyrr en þeir
voru komnir með fjögurra marka for-
ystu, 23:19, og sjö mínútur eftir. Hófst
þá darraðardans og það mega Mos-
fellingar eiga að þegar þeir loks vökn-
uðu af sínum væra blundi, ruku þeir
upp. Þegar 30 sekúndur voru eftir
höfðu Víkingar boltann og eins marks
forskot og Birgir Sigurðsson þjálfari
þeirra tók leikhlé. Tuttugu sekúndum
fyrir leikslok reyndu Víkingar skot en
það fór framhjá. Bjarka Sigurðssyni
tókst að jafna á síðustu sekúndunum
fyrir heimamenn.
„Ég ætlaði ekki að skjóta því við
vorum sex á móti fjórum og ég gat
hugsanlega sent boltann en þegar ég
fékk færi á góðum stað nýtti ég það,“
sagði Mosfellingurinn Bjarki eftir
leikinn en hann var ekki sáttur við lið
sitt. „Annars var þetta var lélegt hjá
okkur. Við getum ekki leyft okkur
neitt kæruleysi því við erum í basli í
neðri hluta deildarinnar. Við gátum
því ekki vanmetið Víkinga fyrir leik-
inn því við höfum engin efni á því en
einhvern veginn gerðist það. Mér
fannst kæruleysi í sóknarleiknum,
menn voru að reyna eitthvað upp á
eigin spýtur og mikið af mistökum
með sendingar en við það náðu Vík-
inga hraðaupphlaupum sem gerðu
þeim kleift að jafna og ná síðar for-
ystunni. Vörnin var líka götótt á
tímabili og menn sem eiga ekki að
missa mótherja framhjá sér gerðu
einmitt það.“ Markverðirnir Reynir
Þór Reynisson og Ólafur H. Gíslason
skiptu með sér leiknum og stóðu sig
ágætlega ásamt Sverri Björnssyni,
sem sýndi mikla baráttu.
Sigurður Sigurðarson markvörður
Víkinga átti góðan leik og var sáttur
við stigið. „Það er ekki svo sárt að ná
bara einu stigi hérna þótt ég hefði
auðvitað viljað bæði en þó gott að við
séum að komast á beinu brautina því
við höfum verið að tapa með tíu
marka mun. Það styttist í sigurinn og
gott að við erum farnir spila sem lið
en ekki einstaklingar,“ sagði Sigurð-
ur eftir leikinn. „Vörnin hefur ekki
verið góð undanfarið en við höfum
náð að berja okkur saman síðustu
vikuna og þetta er að smella saman
hjá okkur. Strákarnir eru farnir að
leggja sig meira fram og við ætlum að
taka á mótinu af fullum krafti.“
Ragnar Hjaltested átti góða spretti
eins og Þórir Júlíusson og Davíð
Guðnason.
Góður endasprettur
dugði Stjörnunni ekki
Morgunblaðið/Golli
Magnús Sigurðsson sækir að marki gömlu félaganna sinna – Stjörnumennirnir Zoltan Belányi og Þórólfur Gunnlaugsson til varnar.
LÍF og fjör var í Kaplakrika á
sunnudagskvöldið þegar FH-
ingar fengu nágranna sína úr
Stjörnunni í heimsókn. Gestirnir
komust ekki almennilega í gang
fyrr en langt var liðið á síðari
hálfleik en það nægði þeim til
að ná öðru stiginu af von-
sviknum Hafnfirðingum. Leik-
urinn endaði 25:25 eftir spenn-
andi lokamínútur og mislukkað
aukakast heimamanna eftir að
leiktíminn var úti.
Andri Karl
skrifar
Sigursveinn
Þórðarson
skrifar Stefán Þór
Sæmundsson
skrifar
Stefán
Stefánsson
skrifar
Sjálfsmark á Varmá
SIGURÐUR Sigurðarson, markvörður Víkinga, gaf sig allan í
leikinn við Aftureldingu. Stundum var kappið mikið og eitt
sinn er hann var búinn að verja skot og ætlaði að koma bolt-
anum fram völlinn, sló hann óvart boltanum í eigið mark –
Sigurður horfði forviða á boltann í netinu. Reyndar munaði
minnstu að Sigurður endurtæki leikinn, en þá var búið að
flauta á brot. „Ég held að þetta sé fyrsta sjálfsmarkið mitt og
þau voru næstum því tvö en sem betur var flautað áður,“ sagði
Sigurður brosandi.