Morgunblaðið - 03.12.2002, Page 9

Morgunblaðið - 03.12.2002, Page 9
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 B 9 PLUS PLUS ww w. for va l.is www.icelandair.is NBA-veisla! - Sjáðu Michael Jordan Verð aðeins 48.810 kr.* Síðustu söludagar. Tryggðu þér sæti! WashingtonWizards og New York Knicks 5. - 8. desember Pantaðu í síma 50 50 700 eða á söluskrifstofu okkar í Kringlunni á mann í tvíbýli * Innifalið: Flug, flugvallarskattar, þjónustugjöld, gisting í 3 nætur á Holiday Inn Downtown og miði á leikinn. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri. Síðasta leiktímabil þessa mikla snillings. DAGRÚN Inga Þorsteinsdóttir, úr Ármanni, setti Íslandsmet í há- stökki stúlkna 13–14 ára um helgina þegar hún vippaði sér yf- ir 1,66 metra. Þar með bætti hún 26 ára gamalt met Írisar Jóns- dóttur úr UMSK sem hún setti á Akranesi 15. apríl 1976, en Íris stökk 1,63 metra. Metið setti Dagrún Inga á Haustleikum ÍR sem fram fóru um helgina þar sem 320 krakkar 14 ára og yngri öttu kappi en í fyrra voru keppendur 180 talsins. Bergvin Oddsson úr Óðni í Vestmannaeyjum setti einnig Ís- landsmet á mótinu, en hann keppir í flokki blindra. Bergvin varpaði kúlu 11 metra slétta. Dagrún Inga setti met IOC, Alþjóðaólympíunefndin, fund- ar þessa dagana í Mexíkó og hefur IOC ákveðið að fresta atkvæða- greiðslu þar sem ákveða átti fram- tíð slagbolta (softball), hafnabolta og nútímafimmþrautar. Mikil um- ræða hefur verið í ýmsum nefnd- um á vegum IOC þess efnis að minnka umfang ÓL og fækka þar með keppnisgreinum. IOC ákvað á fundi sínum að fresta ákvörðun sinni fram yfir ÓL í Aþenu árið 2004 og verða því áðurnefndar greinar enn á dagskrá í Grikk- landi. Það hefur ekki gerst síðan árið 1936 að íþróttagrein hefur verið tekin af dagskrá Ólympíu- leika. IOC ætlar ekki að skera niður „HVER hefði trúað því að lítt þekktur nýliði frá lítilli eyju sem Þjóðverjar kannast aðeins við vegna Geysis og eldfjalla hafi verið valinn leikmaður nóvembermánaðar í þýsku úr- valsdeildinni í körfuknattleik?“ spyr greinarhöfundur á heima- síðu þýska körfuknattleiks- sambandsins er hann kynnir ís- lenska landsliðsmanninn Jón Arnór Stefánsson til sögunnar en hann var útnefndur sem besti leikmaður deildarinnar í nóvember. „Þessi útnefning kom mér verulega á óvart og ég hafði ekki leitt hugann að þessum hlutum. Þetta var svo langt frá mér, enda er liðinu ekki búið að ganga of vel í vetur, en töl- fræðin hjá mér í nóvember var með ágætum. Slík viðurkenning á að geta hjálpað mér að ná enn lengra. Því má ekki gleyma að þetta er aðeins krydd í til- veruna því ég á enn langt í land ef ég ber mig saman við Ólaf bróðir minn hjá Magde- burg. Hann var leikmaður árs- ins í fyrri í úrvalsdeildinni og ég má því ekki ofmetnast við þetta, “ sagði Ólafur. Bernard Thompson, þjálfari Trier sem Jón Arnór leikur með, segir að Íslendingurinn sé besti „táning- urinn“ sem hann hafi séð til þessa í Evrópu, en Jón Arnór varð tvítugur í september sl. Thompson lék á sínum tíma í NBA-deildinni og sem atvinnu- maður í Þýskalandi. Jón Arnór hefur skorað 14,3 stig að meðaltali til þessa, tekið 2,6 fráköst og gefið 4 stoðsend- ingar í leik. Jón Arnór fékk 503 stig í kjörinu, Gordan Firic kom þar næstur með 447 stig og Quadre Lollis varð þriðji með 401 stig. „Ég veit ekki hvernig kosn- ingin fer fram en þetta er ekki netkosning líkt og hjá þekktum sjónvarpsmönnum á Íslandi,“ bætti Jón Arnór við í léttum tón. Jón Arnór Stefánsson vekur athygli í Trier. Besti „táningurinn“ í Evrópu Við gengum til þessa leiks við erf-iðar aðstæður,“ sagði Gústaf Adolf Björnsson, þjálfari Hauka í leikslok, en á föstu- dag lést Ísleifur Val- týsson faðir Hörpu Melsted fyrirliða Hauka. Í upphafi leiks var mínútu þögn í Haukahúsinu í minningu hans. „Við svona aðstæður er erfitt að undirbúa lið, þá ræður um- hyggja leikmanna og forráðamanna liðsins að sjálfsögðu öllu og hefðbund- inn undirbúningur riðlast. En ég er mjög stoltur af því hvernig stelpurnar unnu úr því og þó að við höfum fengið á baukinn hjá Gróttu/KR í fyrri hálf- leiknum þá komu þær til baka og sýndu góðan karakter hér undir lok leiksins. Við erum komin í baráttu við Stjörnuna um sæti tvö og ætlum að halda okkur þar,“ sagði Gústaf. Gróttu/KR liðið kom mjög ákveðið til þessa leiks og Aiga Stefanie fór hreinlega á kostum í liði þeirra fyrstu 12 mínútur leiksins. Þá skoraði hún 6 af 7 mörkum Gróttu/KR, mörk sem voru í öllum regnbogans litum. En Haukastúlkur eru ekki fæddar í gær og þær unnu sig smátt og smátt inní leikinn. Hanna G. Stefánsdóttir fór þá mikinn, skoraði 6 mörk og höfðu Haukar þriggja marka forskot í leik- hléi, 13:10. Dálítið fum og fát var yfir Hauka- liðinu framan af síðari hálfleik og þeg- ar tæpar 13 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik jafnaði Grótta/KR 17:17. Á þessum tíma náðu Hauka- stúlkur ekki að ljúka nema 6 af 16 sóknum sínum með skoti og þar af rötuðu 4 þeirra í markið. Grótta/KR náði síðan tveggja marka forystu þeg- ar um 10 mínútur voru eftir, 19:21, en þá misstu þær Kristínu Þórðardóttur útaf í þriðja sinn og var það of stór biti fyrir Gróttu/KR-liðið. Markvarsla beggja liða var vægast sagt slök en enginn markvarðanna náði sér á strik í þessum leik. Aiga Stefanie fór mikinn í liði Gróttu/KR sem fyrr er sagt og þá var Þórdís Brynjólfsdóttir sterk og greinilegt að hún er að komast í sitt fyrra form. Hjá Haukum lék Hanna best auk þess sem Tinna Halldórsdóttir var mjög sterk í síðari hálfleiknum. Morgunblaðið/Golli Inga Fríða Tryggvadóttir, leikmaður Hauka, skorar eitt af þrem- ur mörkum sínum í leiknum gegn Gróttu/KR. HAUKASTÚLKUR fylgja liði Stjörnunnar í Garðabæ eins og skugg- inn en þessi lið berjast um 2. sæti 1. deildar kvenna í handknattleik. Á laugardag tóku Haukar á móti Gróttu/KR að Ásvöllum og höfðu heimastúlkur betur, 26:23, í hörkuleik. Stjarnan lagði Fylki/ÍR að velli, 26:19, og á sunnudag fögnuðu FH-stúlkur sigri á KA/Þór 22:20, eftir að hafa verið yfir í leikhléi, 13:7. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Haukar lögðu Gróttu/KR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.