Morgunblaðið - 03.12.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.12.2002, Qupperneq 12
Arsene Wenger, knattspyrnu-stjóri Arsenal, hrósaði Frakk- anum Thierry Henry í hástert eftir sigur meistaranna á Aston Villa en Henry hefur farið mikinn í liði Ars- enal í undanförnum leikjum. „Henry er hreint ótrúlegur leikmaður. Hann er í fantaformi og fyrir mér er það engin spurning um að hann eigi að fá nafnbótina knattspyrnumaður árs- ins í Evrópu,“ sagði Wenger sem sá Henry skora tvö af mörkum Arsenal á móti Aston Villa eftir að Robert Pires hafði opnað markareikninginn fyrir meistaraliðið. „Það var á brattann að sækja en ég er samt að mörgu leyti sáttur við frammistöðu minna manna. Við vor- um í þeirri stöðu að geta jafnað met- in í seinni hálfleik en svo kom víta- spyrnan og eftir að Henry skoraði úr henni voru úrslitin ráðin. Lið Arsen- al er feikilega sterkt og maður hefur það á tilfinningunni að liðið geti skorað mörk að vild,“ sagði Graham Taylor, stjóri Aston Villa, eftir leik- inn. Þungi fargi létt af United Þungu fargi er létt af Alex Fergu- son og strákunum hans í Manchester United en eftir að hafa tapað fimm leikjum í röð fyrir Liverpool sótti United þrjú stig á Anfield. Leiksins verður aðallega minnst fyrir hræði- leg mistök sem pólski markvörður- inn Jerzy Dudek gerði sig sekan um í síðari hálfleik. Hann færði þá Diego Forlan mark á silfurfati þegar hann missti knöttinn á milli fóta sér og Úrúgvæinn þakkaði pent fyrir sig og renndi knettinum í autt markið. For- lan bætti öðru marki við skömmu síðar en fyrirliðinn Sami Hyypia lag- aði stöðuna fyrir Liverpool með marki níu mínútum fyrir leikslok. Liverpool pressaði stíft á lokamín- útunum en vörn United hélt velli og stórbrotin markvarsla Fabien Barthez þegar hann varði skot Diet- mar Hamans í slána kom í veg fyrir að Liverpool jafnaði metin. Gerard Houllier, stjóri Liverpool, var að vonum svekktur með úrslit leiksins og hann sagði að Dudek fengi að hvíla þegar Liverpool leikur við Ipswich í deildabikarkeppninni annað kvöld. „Við verðum að sjá til eftir leikinn við Ipswich hvort Dudek fái stöðu sína aftur en auðvitað kostuðu mis- tök hans okkur sigurinn. Fyrsta mark í svona leik er alltaf mjög mik- ilvægt og það gaf leikmönnum Man- chester aukið sjálfstraust. Dudek var mjög sár eftir leikinn en ég vil samt ekki skella skuldinni á einn leikmann. Við erum búnir að ganga í gegnum erfitt tímabil að undanförnu líkt og Arsenal lenti í en vonandi eru bjartari tímar framundan,“ sagði Houllier en Liverpool hefur aðeins hlotið eitt stig af 12 mögulegum í síð- ustu fjórum leikjum í deildinni og tapaði deildarleik á Anfield í fyrsta sinn í eitt ár. „Sigurinn var ákaflega mikilvæg- ur og gefur liðinu gott sjálfstraust fyrir leikinn við Arsenal um næstu helgi. Mér fannst mitt lið spila leik- inn af mikilli festu og áræðni og sam- heldnin var til fyrirmyndar. Ég held að við séum að komast í góðan gír,“ sagði Alex Ferguson, stjóri Man- chester United. Það er ljóst að spennandi meist- arabarátta er framundan á Eng- landi, þar sem Arsenal, Manchester Unitged, Liverpool og Chelsea, sem vann Sunderland 3:0, koma til með að setja mark sitt á. Everton loks stöðvað Newcastle sigraði Everton, 2:1, og stöðvaði þar með sigurgöngu Ever- ton sem fyrir leikinn hafði unnið sex leiki í röð og ekki fengið mark á sig í rúmar átta klukkustundir. Kevin Campbell kom Everton yfir á 17. mínútu en tíu mínútum síðar varð liðið fyrir áfalli þegar varnarmann- inum Joseph Yobo var vikið af leik- velli. Lengi vel leit þó útfyrir að Everton færi með sigur af hólmi en tvö mörk á síðustu 7 mínútum leiks- ins tryggðu Newcastle sigurinn. Al- an Shearer jafnaði með glæsilegu viðstöðulausu skoti og hinn óstýriláti Craig Bellamy skoraði sigurmarkið skömmu síðar sem verður að skrifast á reikning Richards Wrights, mark- varðar Everton. Leeds í vandræðum Mikill þrýstingur er kominn á Terry Venables, stjóra Leeds, að segja starfi sínu lausu en lærisveinar hans eru í 16. sæti eftir 2:1 ósigur á heimavelli fyrir Charlton. Harry Kewell náði forystu fyrir Leeds á 42. mínútu en tvö mörk á síðustu 10 mín- útunum tryggðu Charlton sætan sig- ur. „Við vorum værukærir þegar líða fór á seinni hálfleikinn og var refsað grimmilega fyrir það,“ sagði Venabl- es eftir leikinn en ósigurinn var sá níundi hjá Leeds á leiktíðinni og sá fimmti í röð á heimavelli. Allt stefnir í að spennandi meistarabarátta sé framundan í Englandi Martröð hjá pólska markverðinum Dudek AP Diego Forlan, leikmaður Manchester United, fagnar fyrra marki sínu gegn Liverpool á Anfield. ■ Úrslit/B10 ■ Staðan/B10 PÓLVERJINN Jerzy Dudek, markvörður Liverpool, upplifði skelfilega martröð á Anfield í fyrradag í stórleik Liverpool og Manchester United í ensku úr- valsdeildinni. Dudek færði Diego Forlan mark á silfurfati þegar hann missti knöttinn á milli fóta sér. Úrúgvæinn þakk- aði pent fyrir sig, renndi knett- inum í autt markið og skoraði svo annað mark framhjá Dudek þremur mínútum seinna áður en Sami Hyypia lagaði stöðuna fyrir Liverpool. Arsenal styrkti þar með stöðu sína í toppsæt- inu. Meistararnir unnu sann- færandi sigur á Aston Villa, 3:1, og eru með fjögurra stiga for- skot á Liverpool. Chelsea er í þriðja sæti, fimm stigum á eftir Arsenal með 30 stig og Man- chester United og Everton koma þar á eftir með 29 stig.  JÚGÓSLAVINN Darko Kovace- vic skoraði bæði mörk Real Socied- ad sem gerði sér lítið fyrir og sigraði Barcelona, 2:1, í spænsku 1. deild- inni í knattspyrnu á sunnudaginn. Baskaliðið hefur komið gríðarlega á óvart og sjöundu vikuna í röð trónir liðið á toppnum.  BÖRSUNGAR, sem hafa farið á köstum í Meistaradeildinni, léku tveimur leikmönnum færri síðustu mínúturnar. Thiago Motta fauk útaf á 76. mínútu og Marc Overmars þeg- ar skammt var til leiksloka.  BÖRSUNGAR komust yfir þegar Sander Westerweld, markvörður Sociedad, skoraði sjálfsmark á 33. mínútu en Kovacevic jafnaði verð- skuldað sjö mínútum síðar. Hann var svo aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks þegar hann færði sér í nyt mistök í vörn Börsunga.  MEISTARARNIR í Valencia urðu að gera sér markalaust jafntefli að góðu á móti Alaves og þar með hefur Real Socied fjögurra stiga forskot á Valencia í efsta sætinu. Marga lyk- ilmenn vantaði í lið Valencia og ekki bætti úr skák þegar markvörðurinn Santiago Canizares var borinn af velli eftir aðeins 14 mínútna leik.  EVRÓPUMEISTARAR Real Madrid fengu frí en leik þeirra á móti Sevilla var frestað þar sem Real Madrid mætir í kvöld Olimpia frá Paragvæ í árlegum leik Evrópu- meistaranna og S-Ameríkumeistar- anna og fer leikurinn fram í Tókýó.  CHRISTIAN Vieri, framherji Int- er, var án efa maður helgarinnar á Ítalíu. Þessi stóri og kröftugi leik- maður gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk sinna manna sem sigruðu Brescia, 4:0. 55.000 áhorf- endur á San Síró í Mílanó sáu Vieri skora tvö mörk í sitt hvorum hálf- leiknum og Vieri er langmarkahæst- ur í ítölsku deildinni með 12 mörk.  EKKI gekk eins vel hjá hinu Mílanóliðinu en AC Milan varð að láta sér lynda 1:1 jafntefli á móti Empoli. Úkraínumaðurinn Andrei Shevchenko kom Milan-liðinu til bjargar en hann jafnaði metin fyrir sína menn. FÓLK ALAN Shearer, framherji Newcastle, sem á dögunum náði þeim glæsilega áfanga að skora sitt 200. mark í úr- valsdeildinni sagði eftir sig- ur Newcastle á Everton að markið sem hann skoraði væri í hópi þeirra þriggja bestu sem hann hefur skorað á ferlinum. „Þetta mark fer á topp þrjú listann hjá mér,“ sagði Shearer sem fékk uppreisn æru en um helgina var hann úrskurðaður í tveggja leikja bann í Meistaradeildinni. „Það var afar sætt að sjá boltann fara inn. Líklega fara níu af tíu svona skotum langt upp í stúku en ef mað- ur reynir ekki þá gerist ekki neitt,“ sagði Shearer enn- fremur. Shearer skoraði markið með glæsilegu viðstöðulausu skoti utan vítateigs, án efa eitt allra fallegasta markið sem skorað hefur verið í úr- valsdeildinni á þessari leik- tíð. Shearer með mark ársins?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.