Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ P LEBBINN vill hafa allt í föstum skorðum og er illa við allar breytingar. Hann er hræddur við framtíðina og illa við allar nýjungar nema þær sem færa honum sjálfum bein þægindi. Hann heldur að lífsham- ingjan felist í hinu veraldlega. Hann heldur að hann geti öðlast varanlega hamingju með því að kaupa eitthvað ódýrt drasl. Það veitir honum tímabundna fróun en er ekki raunveruleg lausn á neinu. Draslið endar svo í geymslu.“ Framangreind klausa er úr Plebbabókinni sem Mál og menning hefur nú sent frá sér eftir Jón Gnarr. Höfundur fer mikinn í bókinni og heggur á báða bóga svo vart stendur steinn yfir steini. Í Plebbabók- inni segir ennfremur: „Plebbinn óttast framtíðina vegna þess að hann þekkir hana ekki og reynir að halda í fortíðina í staðinn. Hann á mjög erfitt með að henda „verðmæt- um“. Plebbanum er illa við ágreining og reynir að koma sér undan árekstrum við annað fólk. Þegar hann stendur frammi fyrir tilfinningalegum vanda- málum fallast honum hendur, hann verður þreyttur og syfjaður og vill fara að sofa.“ Sjálfsagt finna margir samlíkingu við sjálfan sig í Plebbabókinni, þar á meðal blaðamaður sá sem þessar línur ritar og raunar lítur hann á sumar fullyrðingar Jóns Gnarr sem persónulega árás á sig og fjölskyldu sína. Strax á fyrstu blað- síðu byrjar höfundur að pota með full- yrðingum eins og þeim að maður sé plebbi ef maður kaupi reglulega lottó- miða eða finnist Simmi á Pop-tíví fynd- inn náungi. Blm: Hvað á það eiginlega að þýða, Jón Gnarr, að ryðjast svona fram á rit- völlinn með persónulegum svívirðing- um um menn og málefni? Jón Gnarr: Hugtakið plebbi er fyrir mér byggt á trúarheimspeki. Öll trúar- brögð, hvort heldur um er að ræða ísl- am, kristna trú, búddisma eða önnur, byggjast á því að hlutverk mannsins og tilgangur í lífinu sé að leita eftir því að verða betri og hæfari, og það er heil- mikil vinna. Þetta kristallast í orðum Búddha um að lífið sé þjáning. Í Fjall- ræðu Jesú kemur líka fram að allir séu sælir sem hafa það nógu ömurlegt. Ef maður hefur það einhvern veginn öm- urlegt er maður í góðum málum, því að það mun breytast. Maður á því ekki að hætta að reyna að ná fullkomnun heldur að halda ótrauður áfram út í það óend- anlega, alveg sama hvaða píslir og kval- ir máttarvöldin leggja á okkur. Við eig- um alltaf að vera í góðu skapi, vera bjartsýn og hafa óbilandi trú á framtíð- ina. Í Harmljóðum Jobsbókar er hnykkt á því að við eigum að halda áfram veginn og reyna að verða betri og fullkomnari manneskjur og ekki missa trúna á Guð, hvað sem á dynur. En það sem stoppar okkur í því er plebbinn í okkur. Plebbinn í okkur segir að lífið þurfi ekki að vera svona erfitt. „Ég á betra skilið,“ og þess háttar rugl. Egóið í okkur, þetta óguðlega egó, gerir okkur að plebbum. Hugmyndin að baki bók- arinnar er ekki stíluð á neinn sérstakan heldur í rauninni að sem flestir sjái sjálfan sig í þessu. En það er bara of- sóknaræði ef þú heldur að þessu sé per- sónulega beint gegn þér. Blm: En í bókinni beinir þú spjótum þínum persónulega að nokkrum góðum vinum mínum og kunningjum. Þú segir til dæmis á einum stað: Þú ert plebbi ef þú ert staddur einhvers staðar og sérð Björgvin Halldórsson og finnst ástæða til að segja einhverjum frá því. Er eitt- hvað að því að segja frá því að maður hafi hitt Bo á förnum vegi? Jón Gnarr: Þarna er ég að beina spjótum mínum að frægðardýrkuninni og þetta er ekkert persónulegt í garð Björgvins Halldórssonar. Ég tek Björgvin bara af handahófi því hann hefur haft einna sterkustu ímynd allra Íslendinga að vera frægur maður. Hann hefur borið það einna best af öllum frægum mönnum hér á landi. Bubbi Morthens hefur líka borið það vel, en ekki eins lengi og Björgvin. Í þessu dæmi er Björgvin bara fulltrúi fræga fólksins, persónugervingur frægðarinn- ar. Já, og í rauninni ekkert merkilegra að sjá hann á förnum vegi en eitthvað annað. Það breytir engu í lífi manns að sjá Björgvin einhvers staðar. Það gefur manni ekkert í sjálfu sér. Það er ekki upplýsing eða neitt sem gleður mann. Það er allt í lagi að segja frá því sem er skemmtilegt eða athyglisvert. Það er gefandi og gleður fólk. En það að sjá einhverja fræga persónu á förnum vegi skiptir auðvitað engu máli. Blm: En svo við snúum okkur að öðru í bókinni. Þú segir til dæmis á einum stað: Þú ert plebbi þegar þú drekkur bjór. Hvað er eiginlega að því að þykja gott að drekka bjór? Drekkur þú kannski aldrei bjór? Jón Gnarr: Já, þeir gerðu nú einmitt athugasemd við þetta hjá forlaginu. Það eru margir þar sem drekka bjór og vildu taka þetta út úr bókinni. Mér tókst að koma í veg fyrir þá ritskoðun enda finnst mér eitthvað plebbalegt við bjór- inn. Sjálfum finnst mér bjór ágætur … Blm: Þú viðurkennir sem sagt að þú ert hálfgerður plebbi sjálfur? Jón Gnarr: Já, ég hef sjálfur upplifað helling af því sem stendur í bókinni. Hún er að hluta til byggð á mínum eigin reynsluheimi, eins og öll helstu ritverk bókmenntasögunnar. Ég segi það líka á baksíðunni. Ég á til dæmis Calvin Klein-belti sem ég keypti á Mallorca 1996. Ég hef tekist á við þetta allt sam- an. Til dæmis þetta: Þú ert plebbi ef þú blikkar ljóslausa bíla um hábjartan dag. Það er margt í þessari bók sem ég hef á samviskunni af því að ég var einu sinni plebbi. Blm: En snúum okkur aftur að per- sónulegum svívirðingum þínum í garð annarra í bókinni. Þú segir til dæmis: Þú ert plebbi ef þú hefur einhvern tíma tekið þátt í einhverju sem Gaui litli stóð fyrir. Er þér eitthvað illa við Gauja litla? Jón Gnarr: Nei, þetta er í rauninni hrós um Gauja litla. Sko, Gaui litli gerir sig út fyrir að hjálpa fólki við að gera leiðinlega hluti ánægjulega og skemmtilega og á frekar fyrirhafnar- lausan hátt. Það er það sem plebbinn sækist eftir. Að skrá sig á einhver fitu- brennslunámskeið eða vera með einka- þjálfara eða einhvern sem er til í að sjá um þetta fyrir plebbann. Einhver sem heldur honum að verki og minnir hann á að drífa sig. Hafa svona ritstjóra að lífi sínu vegna þess að það er svo erfitt að vera lifandi og þurfa að taka allar þess- ar ákvarðanir sjálfur. Gaui litli er bara þekktur fyrir það að bjóða námskeið í betri lífsháttum og hjálpa plebbum að komast á réttan kjöl. Blm: Mér finnst þú nú líka dálítið kvikindislegur í garð Sirrýjar á Skjá einum þegar þú segir: Þú ert plebbi ef þér finnst „Fólk“ með Sirrý vera áhuga- verður þáttur. Það hafa margir gaman af þessum þætti. Auk þess er mál manna að Sirrý sé assgoti hugguleg kona og gaman að horfa á hana á skján- um. Jón Gnarr: Það er náttúrulega há- plebbískt að gera sér sérstakt far um að horfa á fallegar konur í sjónvarpi. Það stendur í boðorðunum: Þú skalt ekki drýgja hór. Og Jesú bætti við: Ef þú svo mikið sem horfir girndaraugum á aðra konu en þína eigin drýgir þú hór í huga þér. En í þessum þáttum Sirrýjar fer saman hugguleg kona en frekar yfir- borðskennd umræða um hástemmd og alvarleg mál, sem fjölmiðlar hafa gert að sælgæti fyrir fólkið. Þetta er álíka mikil andleg næring og sælgæti er lík- amleg næring. Gott á bragðið og gaman að japla á því, en skilur ekki mikið eftir. Blm: En ertu ekki kominn út á hála og hápólitíska braut með þessari full- yrðingu: Þú ert plebbi ef þú lítur upp til Kára Stefánssonar? Er ekki eðlilegt að líta upp til manna eins og Kára Stef- ánssonar, sem eru að gera stórkostlega hluti fyrir þjóðina? Jón Gnarr:: Ég veit það ekki. Allt þetta í kringum Kára Stefánsson og Ís- lenska erfðagreiningu er ofboðslega plebbalegt. Ég hef ekki orðið var við að Kári Stefánsson hafi gert nokkurn skapaðan hlut fyrir mig persónulega. Það getur verið að hann sé að gera það í laumi. Hann hefur ekki verið að vinna nein gífurleg afrek í þágu þjóðarinnar að mínu mati. Ef við notum þann mæli- kvarða þá finnst mér maðurinn sem rekur meðferðarstöðina í Rockville vera að gera miklu merkilegri hluti. En hann hlýtur ekki þessa tign, sem er tilkomin vegna plebbalegra viðhorfa. Ég held að ástæðan fyrir því að fólk lítur upp til Kára Stefánssonar sé byggð á þeirri von að hann muni gera okkur Íslend- inga ríka og afla okkur alþjóðlegrar við- urkenningar. Þegar minnst verði á Ís- land verði tekið dæmi af Íslenskri erfðagreiningu og talað um hvað þjóðin sé hreinræktuð. Það er mjög egótengt og plebbískt og ekki göfug ástæða fyrir því að fólk er að tigna Kára Stefánsson. Blm: En ég get nú verið sammála þér um sumt eins og til dæmis þetta: Þú ert plebbi ef þú ert eldri en 8 ára og finnst þú vera prakkari. Og eins þetta: Þú ert plebbi ef þú ferð út að skemmta þér í engum nærbuxum. Það liggur auðvitað í augum uppi að það eru bara plebbar sem gera slíkt. Jón Gnarr: Já, þetta er eins konar framlenging á nautnadýrkun plebbans, þessari tilbeiðslu á holdsins lystisemd- um og nautnum. Mér finnst eitthvað það alplebbalegasta sem fólk getur gert að fara á einhvern stað, fylla sig af víni og hafa síðan holdlegt samneyti við fólk sem það þekkir ekki neitt. Jesús hvatti okkur ekki til að gera svona lagað. Það kemur hvergi fram í hans heilræðum. Þvert á móti eigum við að halda okkur frá þessu og vera í nærbuxunum okkar. Það að ganga um brókarlaus er bara svona enn meiri hagræðing á lauslæt- inu. Framlenging á saurlífinu. HVÍT- og rauðröndóttu sæl-gætisstafirnir með piparm-inntubragðinu hafa í ár- anna rás orðið táknrænir fyrir jólahátíðina, líkt og jólatré, jóla- sveinar, kertaljós og ótal margt annað. Vitað er að fyrir 350 árum höfðu prestar víða í Evrópu þann sið að gæða börnum á hvítum sæl- gætisstöngum fyrir jólin. Slíkar stangir tóku á sig krók um 1670 þegar kórstjóri í dómkirkjunni í Köln, liðtækur í jólaundirbún- ingnum, beygði nokkrar þeirra til þess að þær mættu líkjast göngu- stöfum fjárhirðanna. Tiltækið vakti hrifningu og smám saman hættu flestir að búa til beinar nammist- angir. Með krók skyldu þær vera, enda handhægara að hengja stafi upp á jólatré heldur en stangir. Um þetta leyti voru sérstök jólatré raunar ný- komin til sögunnar, en kristnir menn í Evrópu eru sagðir hafa verið þeir fyrstu, sem tóku upp á að skreyta furutrén sígrænu í tilefni jólanna. Einstaka sinnum skreyttu sæl- gætisgerðarmenn stafina með syk- urrósum, en alla jafna voru þeir hvítir. Fyrstu heimildir um tilvist þeirra í Bandaríkjunum eru frá 1847, en þá vakti athygli að þýskur innflytjandi í Ohio skreytti jólatréð á heimili sínu með sælgætisstöfum. Svo leið hálf öld og þá allt í einu komu stafirnir fram í splunku- nýjum, rauðröndóttum bún- ingi, auk þess sem farið var að bragðbæta þá með piparminntu. Hvorki er vitað hverjum hug- kvæmdist rauðu rend- urnar né hve- nær hugljóm- unin átti sér stað, en talið er líklegt að það hafi verið rétt eftir aldamótin 1900. Síðan þá hafa þeir röndóttu gegnt æ mikilvægara hlutverki í alls lags jólaskreytingum auk þess sem haft er fyrir satt að jólasveinn- inn lumi oft á nokkrum slíkum í poka sínum. Um röndóttu sælgætisstafina hafa spunnist nokkrar goðsagnir og þykjast menn kenna í þeim ýmis tákn. Í stórum dráttum ganga flest- ar út á að sælgætið sé í laginu eins og „J“ í nafni Jesús, að rauðu og hvítu rendurnar tákni blóð Krists og hreinleika. Síðast en ekki síst eigi rauðu rendurnar þrjár að tákna heilaga þrenningu. SAGA HLUTANNA ÞAÐ þykir ekki gott fyrir húðina að flatmagaof lengi í sterkri sól, eða liggja marflatur áljósabekk. Margir leggja það þó á sig til að ná í hina eftirsóttu sólbrúnku á kroppinn, enda telja þeir hinir sömu það fegrandi og að auki hraustleikamerki. Brúnkukrem hafa líka verið framleidd til að ná fram þessu eftirsóknarverða markmiði og nú er komin fram á sjónarsviðið enn ein nýjungin á þessu sviði: Brúnkuklefinn frá Holly- wood Tan, sem sólbaðsstof- an Lindarsól í Kópavogi hefur komið sér upp. Að sögn Finns Svein- björnssonar hjá Lindarsól fer þessi nýjung í geisla- frírri sólbrúnku nú sigurför um heiminn. Það góða við þessa nýju tækni er að þetta tekur ör- skamma stund, aðeins sjö sekúndur, að viðbættum 20 sekúndum til að þerra sig, en síðan ganga menn út og á þremur klukkutímum kemur fram falleg og jöfn sólbrúnka sem endist í viku til tíu daga. Það er sáraeinfalt mál að skella sér í sól- brúnkuklefann. Menn afklæðast í ytra hólfi klefans, setja á sig plast- hettu til að skýla hárinu og stíga svo inn í innra hólfið, kviknaktir eins og guð skapaði þá, ýta á takka og á sjö sekúndum úðast nærandi og vítam- ínbætt brúnkukrem á allan líkam- ann. Að lokinni úðuninni eru menn gufuþurrkaðir í 20 sekúndur og svo er allt búið. Finnur Sveinbjörnsson sagði að Hollywood Tan-klefinn væri sér- staklega góður fyrir þá sem vilja vera fallega útiteknir, en hafa lítinn tíma eða eiga erfitt með að ná góð- um lit í sól eða sólarlampa. „Hér er líka um að ræða geislafría brúnku og hágæða brúnkukrem sem er nærandi fyrir húðina,“ sagði Finnur. Hollívúdd-brúnka á augabragði Fagurbrún á kropp- inn eftir nokkrar sekúndur. Brúnkuklefinn lætur ekki mikið yfir sér. PÆLIN um pleb Jón Gnarr hefur sent frá sér Plebbabókina og telur sig þar með kominn í hóp fremstu rit- snillinga þjóðarinnar. Sveinn Guðjónsson ræddi við hann á plebbalegum nótum, enda ekki við öðru að búast í ljósi tilefnisins. Á bakhlið bókarkápu hefur Jón Gnarr möndlað með þekkta mynd af Halldóri Laxness og sett andlitið á sjálfum sér í staðinn fyrir andlit Nób- elskáldsins. Með krók og góðu bragði Ólívu lauf FRÁ Einnig til fljótandi H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir FRÍHÖFNIN -fyrir útlitið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.