Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Útsölustaðir: Höfuðborgarsvæðið: Andorra Hafnarfirði, Bylgjan Kópavogi, Fína Mosfellsbæ, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Hygea Smáralind, Lyf og heilsa Austurveri, Lyf og heilsa Kringlunni, Lyf og heilsa Mjódd. Landið: Bjarg Akranesi, Konur og Menn Ísafirði, Lyf og heilsa Selfossi. AGE FITNESS Einstakar tilboðsöskjur með Age Fitness ólífukreminu sem mýkir og verndar, bjóðast nú á útsölustöðum Biotherm. Tilboðstaska: Age Fitness 50 ml krem. Aquasource varakrem 15 ml D-Sress næturkrem 15 ml Age Fitness augnkrem 5 ml Age Fitness serum 5 ml Verðmæti vöru kr. 8.200. Tilboðsverð kr. 4.200. S ÖFNUNARGLEÐI Mar- íu Á. Einarsdóttur á sér lítil takmörk. Hún byrjaði að safna servíettum sem barn, þá umslögum og frí- merkjum og á afar erfitt með að henda hlutum. Fyrir 27 árum byrjaði hún að safna þjóðbúningadúkkum og á nú um fimmtíu slíkar. En það er fingurbjargasafnið sem er mest um sig því María á alls 1.220 fingurbjarg- ir úr öllum heimshornum. „Fingurbjörg handa Maju,“ er með því fyrsta sem aðstand- endur Maríu hugsa þegar þeir eru á ferðalagi í útlönd- um eða úti á landi og ófáar fingurbjargirnar í sérsmíðuðu hillunum hefur María fengið að gjöf. Aðrar hefur hún keypt sjálf á ferðalögum eða í gegnum pöntunarlista klúbbs sem hún var félagi í um árabil. María byrjaði að safna fingurbjörgum árið 1986 en það var nágrannakona hennar sem kom henni á bragðið. Og síðan hefur María komið ýmsum öðrum á bragð- ið. Safnið vandlega skráð „Þetta er eiginlega árátta,“ segir María og kveikir sér í vindli. „Ég get ekki hent neinu og hef byrjað að safna ýmsu um ævina.“ Síðast birtist „áráttan“ í því þegar María var á jólahlaðborði með starfsmönnum Svefns og heilsu, fyrirtækis dóttur hennar Elísabetar og tengdasonar, en þar sér María um bókhaldið. „Við fengum meðal annars sjávarrétti sem voru bornir fram í skeljum. Mér fannst alveg ómögulegt að skeljunum yrði svo hent og það endaði með því að ég fór út með fjórar,“ segir María hlæjandi. Þar með er hún líklega byrjuð að safna skeljum. Garður- inn við hús þeirra Maríu og Trausta Ólafs- sonar er fullur af steinum sem María hefur safnað að sér og á leið út í garðinn er gengið um blómastofu sem er full af blómum. „Ég safna eiginlega blómum líka, hérna eru til dæmis afleggjarar sem ég hef ekki komið út svo ég sit uppi með þá. Svo er þetta 248 fermetra hús okkar orðið fullt af dóti sem ég hef safnað að mér.“ María og Trausti ráku heildsöluna Einar Ágústsson og co. til ársins 1993 og ferðuðust þau mikið til út- landa á sýningar vegna fyrirtækisins. Alls 1.220 fingurbjargir úr öllum heimshornum prýða híbýli Maríu Á. Einarsdóttur. Hún er haldin mikilli söfn- unargleði eins og Stein- gerður Ólafsdóttir sá þegar hún skoðaði fing- urbjargir, þjóðbún- ingadúkkur og kveikj- ara hjá Maríu. Morgunblaðið/Jim Smart María brosandi við hluta af fingurbjargasafn- inu. Á fingrum hennar má sjá jólafingur- björg, ofna kóreska fingurbjörg, heklaða fingurbjörg og fingurbjörg sem hún bjó sjálf til. Að ofan sést fingurbjörg í líki kórónu frá Englandi og til hliðar fingur- björg frá New York í Bandaríkjunum og fingurbjörgin úr marsipaninu. fingur Safnar upp á sína Þ AÐ er mikilvægt að fólk átti sig á að það að bæta heilsu sína er bæði skemmtilegt og ögrandi verkefni. Allt of oft fer fólk í það með hangandi hendi að taka sig á og lítur á það sem einhverja kvöð, til komna af illri nauðsyn, að breyta til varðandi mataræði eða hefja líkamsþjálfun til að bæta heilsu sína. En sann- leikurinn er sá að þetta er bara skemmtileg áskor- un. Það er að minnsta kosti mín reynsla,“ segir Halldóra Sigurdórsdóttir, sem hefur sent frá sér bókina Leiðin að bættri líðan, þar sem hún leiðbein- ir fólki um leiðir til að bæta heilsuna og er bókin byggð á hennar eigin reynslu í þeim efnum. „Aðal- atriðið er að fólk finni þá leið sem hentar því best, taki stutt skref til að byrja með og ofkeyri sig ekki með því að ætla að gleypa heiminn í einum bita.“ Halldóra veiktist af vefjagigt þegar hún var rúm- lega þrítug og nokkrum árum síðar var hún nánast orðin rúmföst af völdum sjúkdómsins. „Ég hafði um tvennt að velja,“ segir hún. „Annaðhvort að leggja árar í bát eða leita leiða til að ná heilsunni aftur. Ég valdi síðari kostinn og hóf leitina og var svo heppin að finna leiðina. Ég gerði margt til að ná settu marki, en meðan á leit minni stóð safnaði ég saman ýmsum upplýsingum sem gögnuðust mér. Bókin er afrakstur þess, en sjálf hefði ég gjarnan þegið að hafa slíka bók við höndina í þessari bar- áttu.“ Halldóra kvaðst í fyrstu ekki hafa hlustað á lík- ama sinn, þegar hann fór að vara hana við því að ekki væri allt með felldu varðandi heilsu hennar. „Það var ekki fyrr en að ég var hætt að geta keyrt bíl eða haldið á börnunum mínum að ég áttaði mig á að það var eitthvað meira en lítið að. Ég gat stundum ekki greitt mér fyrir verkjum í vöðvum og handleggjum. Þá fór ég til læknis og lenti hjá mjög góðum lækni, sem greindi mig strax með vefjagigt. Vandinn við þann sjúkdóm er ef til vill mestur sá, að það er ekki til nein græn pilla til að lækna hann, en með vissum aðferðum er hægt að halda honum niðri. Ég ákvað að reyna það í staðinn fyrir að sökkva mér niður í svartsýni og vonleysi og ég byrj- aði hægt; Breytti mataræðinu, fór í nálarstungur, svæðanudd og ýmsar fleiri heildrænar aðferðir. Samfara því prófaði ég nánast öll bætiefni sem í boði voru. Auk þess fór ég til grasalæknis og hef allar götur síðan tekið inn jurtir í lengri eða skemmri tíma. Smám saman fór mér að líða betur, framfarirnar urðu sýnilegri og köstin vægari og stóðu yfir í styttri tíma. Fyrstu merkin um að ég væri á réttri leið var þegar ég náði tökum á svefn- inum, en þau hafði ég misst fyrir mörgum árum. Eitt af einkennum vefjagigtar er að fólk nær ekki þessum djúpa svefni sem er öllum nauðsynlegur. Varðandi svefninn reyndi ég fyrst hefðbundin svefn- lyf sem hentuðu mér ekki, en fyrir tilviljun frétti ég af melatonin, sem gagnaðist mér vel.“ Halldóra kveðst einnig hafa þreifað fyrir sér með ýmsar heildrænar meðferðir, sem sumar gerðu henni mjög gott, eins og til dæmis höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun og shiatsu, en aðrar hentuðu henni síður þótt þær hafi reynst öðrum vel. Í bók- inni eru nefndar ýmsar þær ólíku heildrænu með- ferðir sem í boði eru og reynt að greina hvernig og hverjum þær gagnast best. Þá eru einnig ábend- ingar um meðferðir sem byggja á líkamsþjálfun, svo sem Jóga, Qi gong og T’ai chi. Ennfremur er fjallað um fæðubótarefni af ýmsum toga, jurtir, vítamín, steinefni og ýmislegt sem fólk getur stuðst við á leiðinni til betra lífs. Ráðleggingar bókarinnar eru því ekki eingöngu bundnar við þá sem þjást af vefjagigt, heldur bendir hún á hinar ýmsu ólíku Leiðin til betra lífs Þegar Halldóra Sigurdórsdóttir veiktist af vefjagigt hóf hún leit að bættri líðan. Hún segir Sveini Guðjónssyni frá því hvernig hún fann leiðina, en hún hefur nú gefið út bók um reynslu sína. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.