Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 7
Á ferðalögunum keypti María bæði þjóðbúningadúkkur og fingurbjargir og hefur skráð allt þetta samvisku- samlega á spjöld sem hún geymir vel. Á spjöldin er skráð hvaða ár hún fékk fingurbjörgina eða dúkkuna, hvaðan hluturinn kemur og lýsing á honum. Alls er María búin að skrá 1.172 fing- urbjargir á þennan hátt en á eftir að skrá 48 stykki sem hún hefur viðað að sér á þessu ári. Fingurbjargirnar eiga sinn stað í níu sérsmíðuðum við- arhillum sem hanga uppi á vegg í stofunni og María á eina hillu tilbúna í viðbót. „En það er mikil vinna að þurrka af þessu. Ég ætla að nota jólin til að endurraða, þurrka af og klára skráninguna,“ segir María brosandi. Það var líka vegna heildsölunnar sem María byrjaði að safna frímerkj- um. „Gamall heildsali hendir ekki frí- merkjum,“ segir hún og sýnir nokkr- ar möppur af umslögum og frímerkjum, en hún er enn áskrifandi að íslensku frímerkjunum. Mesta rækt leggur hún þó við fingurbjarga- söfnunina. „Þessi söfnunargleði er líka í ættinni. Föðurbróðir minn var mikill safnari og svo ber aðeins á þessu hjá dóttur minni og dótturdótt- ur.“ Aldís, dótturdóttir Maríu, er ein- mitt byrjuð að safna fingurbjörgum eins og amman. Þegar fingurbjargasafnið er skoð- að nánar kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós, t.d. fingurbjörg úr marsipani! Takmarkað notagildi þar. Önnur fingurbjörg er hekluð og fer betur á fingri en sú úr marsipaninu. Sú þriðja er meira en fingurbjörg en hana fékk María í fimmtugsafmæl- isgjöf. „Sjáðu hérna, hún opnast og í ljós kemur tvinnakefli og lítil skæri,“ segir María og ekki er annað hægt en dást að handverkinu. María veit ekki nákvæmlega hve gömul þessi fingur- björg er, en hún var í eigu móður- systur vinkonu Maríu. Fyrsta fing- urbjörgin sem María skráði er íslensk fingurbjörg úr postulíni með mynd af Hallgrímskirkju. Dýrasta fingurbjörgin í safni Maríu er fing- urbjörg sem hún pantaði frá París með mynd af Eiffelturninum en að meðtöldum sendingarkostnaði var verðið rúmlega 3.000 krónur. Í safn- inu er líka ofin fingurbjörg frá Seúl í Kóreu, nokkrar frá Tyrklandi og fjöldinn allur frá Bandaríkjunum en flestar þeirra keypti Elísabet dóttir Maríu fyrir hana þegar hún var við nám í Alabama. Engar tvær fingur- bjargir eru eins í safni Maríu en þær koma margar í röðum. Þarna eiga t.d. Mjallhvít og dvergarnir sjö hvert sína fingurbjörg, María var líka áskrifandi að jólafingurbjörgum í klúbbnum fyrrnefnda og íslenskar fingurbjargir með kveðju héðan og þaðan af landinu prýða safnið. Að auki bjó María sjálf til þrjár fingur- bjargir á keramiknámskeiði. María vill ekki kannast við að hún haldi upp á eina fingurbjörg frekar en aðra. „Mér þykir jafnvænt um þær allar.“ Morgunblaðið/Jim Smart Inni í þessari leynist tvinni og örsmá skæri. Í þjóðbúningadúkkusafninu eru m.a. dúkkur frá Tyrklandi og Kúbu. Fingurbjargir úr öllum heims- hornum og engar tvær eru eins. „Mér þykir jafnvænt um þær allar.“ Vísir að kveikjarasafni Maríu. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 B 7 leiðir sem fólk getur valið um til heilsubótar og á því erindi til allra. Í einum kaflanum, Betra líf, segir meðal annars: „Það sem skiptir mestu máli er andlegt og lík- amlegt heilbrigði en manneskjan þarf að hlúa að mörgum þáttum svo hægt sé að halda góðri heilsu svo og til að ná henni aftur þegar hún hefur tapast. Nauðsynlegt er að hlusta á líkamann því þegar eitt- hvað fer að bila þá er best að bregðst strax við – ekki bíða of lengi því það er ekki þess virði. Skyn- samlegast er að nýta sér það sem er í boði hvort sem það eru læknar, meðhöndlarar, lyf, bætiefni, jurtir eða hollur og góður matur.“ Í þessum kafla er fjallað um ýmsa sjálfsagða hluti daglegs líf eins og svefn, hreyfingu, mataræði, nudd, vatn svo nokkuð sé nefnt og þar er til dæmis bent á að húðburstun geti verið allra meina bót: „Það er afar góður siður að þurrbursta húðina á hverjum morgni í 2–3 mínútur áður en farið er í sturtu. Það er að bursta eins og sogæðakerfið vinn- ur, eða frá tám upp að mitti og frá fingurgómum að hjart- anu. Húðin er eitt af hreinsi- efnum líkamans og með því að bursta hana hjálpar það lík- amanum.“ Halldóra segir að bókinni sé ekki ætlað að koma í staðinn fyrir eitt né neitt. „Þetta er engin galdrabók heldur bók sem inniheldur upplýsingar sem geta komið að gagni í leitinni að leiðinni að bættri líðan. Þetta er eins konar sam- antekt á ýmsum þáttum, bæði sjálfsögðum hlutum og öðrum sem ekki liggja kannski í augum uppi, sem gott er að hafa í huga. Bókin er því eins konar uppsláttarrit um atriði sem þægilegt er að hafa á einum stað til að fletta upp í þegar maður er að leita að því sem manni hentar best við einhverjar tilteknar aðstæður.“ Halldóra kveðst lifa góðu lífi í dag. „Ég get gert næstum því allt. Ég vinn fulla vinnu, stunda göngur og fer í fótbolta. Ég held matarboð og lifi af- skaplega skemmtilegu lífi.“ Um þá ákvörðun að safna saman reynslu sinni og gefa út bók segir hún: „Þegar ég var fertug var ég stödd ásamt fjöl- skyldu minni í Sviss. Mér fannst ég standa á kross- götum í lífinu. Var hamingjusöm og með góða heilsu, en fannst samt ég eiga eitthvað ógert í líf- inu. Ég ákvað því að skrifa þessa bók, sem ég hafði sjálf kvartað undan að hafa ekki við höndina á með- an ég háði baráttu mína við veikindin. Vonandi á hún eftir að gagnast sem flestum.“ Morgunblaðið/Golli Halldóra Sigurdórsdóttir: „Að bæta heilsuna er bæði skemmtilegt og ögrandi verkefni.“ svg@mbl.is Ég byrjaði hægt, breytti mataræðinu, fór í nál- arstungur, svæðanudd og ýmsar fleiri heildrænar aðferðir. TEPPI Á STIGAHÚS - got t verð - komum og gerum verðtilboð Cranberry FRÁ Þvagvandamál H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir FRÍHÖFNIN -fyrir útlitið GREEN ww w. for va l.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.