Morgunblaðið - 07.12.2002, Qupperneq 1
2002 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
MEISTARASLAGUR Á OLD TRAFFORD / B4
ÞRÍR þekktir erlendir íþróttamenn, sem allir hafa
leikið hér á landi í nokkur ár, fá að öllum líkindum
íslenskan ríkisborgararétt fyrir áramót. Þetta eru
Roland Eradze, markvörður Vals í handknattleik,
Damon Johnson, leikmaður Keflvíkinga í körfu-
knattleik og Aleksandrs Petersons, leikmaður
Gróttu/KR í handknattleik.
Allsherjarnefnd Alþingis lagði til á fimmtudag-
inn að ellefu einstaklingar fengju íslenskan rík-
isborgararétt fyrir áramótin en alls bárust nefnd-
inni 20 beiðnir um slíkt. Venjulega eru þetta
frumvarp frá alls-
herjarnefnd af-
greitt án mikillar
umræðu á Alþingi
og má því búast
við þessir ein-
staklingar verði
Íslendingar fyrir
áramótin.
Allir hafa þessir
leikmenn verið
orðaðir sem möguleigir leikmenn landsliða Íslands
á næstu árum. Eradze lék með Georgíumönnum
fyrir tæpum þremur árum og hann gæti orðið lög-
legur með íslenska landsliðinu í janúar. Reglan er
sú að hafi leikmaður leikið landsleik þurfa að líða
þrjú ár þar til hann leikur fyrir sitt nýja land og
auk þess þarf viðkomandi að hafa leikið í tólf mán-
uði í viðkomandi landi áður en hann getur leikið
landsleik með nýju þjóðinni.
Samkvæmt þessu gæti Eradze orðið löglegur
með íslenska landsliðinu á HM í Portúgal eftir ára-
mótin, þó ekki í fyrstu leikjum, en hann gæti farið
með til Portúgals og komið inn sem sextándi maður
á fjórða degi mótsins en þá eru síðustu forvöð að
bæta í hópinn og þá væru liðin þrjú ár frá síðasta
landsleik hans fyrir Georgíu að því er best er vitað.
Petersons lék með Lettum á þessu ári og þarf því
að bíða í þrjú ár og sama er að segja um Johnson.
Eradze löglegur
með Íslandi á
HM í Portúgal?
Aðal Álaborgarliðsins er öflugvörn og sökum þess skorar það
mikið úr hraðaupphlaupum,“ segir
Ágúst sem segist hafa safnað saman
miklu af upplýsingum um liðið og sé
því vel búinn undir leikinn. „Við
leggjum áherslu á að halda hraðan-
um niðri og freista þess þannig að
æsa Danina aðeins upp.
Okkar markmið í leiknum er skýrt,
við ætlum okkur að vinna til þess að
hafa eitthvað veganesti fyrir síðari
leikinn ytra eftir viku,“ segir Ágúst.
Aalborg HSH hefur í sínum röðum
tvo norska landsliðsmenn, Börge
Lund og Håvard Tvedten, og einn
danskan landsliðsmann, Bo Christan
Pedersen, sem leikur á línunni.
Norðmaðurinn Lund ætti að vera
Íslendingum að góðu kunnur því
hann lék með Bodö gegn Haukum í
Evrópukeppninni fyrir tveimur árum
og stóð sig vel auk þess sem hann átti
góða spretti með norska landsliðinu
gegn því íslenska í vináttulandsleikj-
um hér á landi í fyrrahaust. Lund er
alhliða leikmaður sem getur leikið á
miðjunni og eins í skyttustöðunum
bæði vinstra og hægra megin.
Tvedten er hins vegar vinstri horna-
maður. Ágúst segir Norðmennina
vera sterka og þeir leiki lykilhlutverk
í liði Aalborg HSH.
Aalborg HSH er eitt best rekna
handknattleikslið Danmerkur. Það
er nú í 5. sæti dönsku úrvalsdeild-
arinnar og hefur rétt úr kútnum und-
anfarnar vikur eftir að hafa byrjað
keppnistíðina illa í haust. Eftir að
skipt var um þjálfara um mánaða-
mótin október/nóvember er liðið
komið á sigurbraut.
„Okkar markmið er að reyna að
vinna leikinn, ekki að fara inn á völl-
inn og vinna með tíu mörkum, en að
sjálfsögðu munum við ekki slá hend-
inni á móti því að vinna með sem
mestum mun gefist möguleiki á því.
En þetta er sterkt lið og við förum
með báða fætur á jörðinni í leikinn,“
sagði Ágúst.
Það er skarð fyrir skildi hjá
Gróttu/KR að varnarmaðurinn
sterki, Einar Baldvin Árnason, getur
ekki tekið þátt í leiknum. Þá leikur
einnig vafi á því hvort Davíð Ólafsson
getur spilað með þar sem hann er í
prófi í Háskóla Íslands í dag sem
skarast við leikinn. „Þátttaka Davíðs
veltur á því hversu fljótur hann er
með prófið,“ segir Ágúst sem einnig
verður án Alfreðs Finnssonar í leikn-
um, en hann er meiddur á nára. Í
hans stað kemur Ingimar Jónsson,
sem verið hefur frá.
„Það vantar eitthvað í hópinn hjá
okkur, en það kemur maður í manns
stað og við erum staðráðnir í að
leggja okkur alla fram og vonumst
eftir öflugum stuðningi áhorfenda.
Þeir geta verið ómetanlegir í leik sem
þessum,“ sagði Ágúst Jóhannsson,
þjálfari Gróttu/KR.
Tilbúnir í orrustuna
við Aalborg HSH
„ÞETTA virðist vera sterkt lið sem leikur dæmigerðan danskan
handknattleik með 6/0 vörn og stuttum og hröðum sóknum,“ segir
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, um andstæðinga sína en í
dag mætir Grótta/KR liðið Aalborg HSH í Áskorendakeppni Evrópu í
handknattleik. Þetta verður fyrri leikur liðanna í 4. umferð keppn-
innar og fer hann fram í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Magnús Agnar
Magnússon, fyr-
irliði Gróttu/
KR, verður í
eldlínunni í dag
þegar félagið
mætir danska
liðinu Aalborg í
Áskorenda-
keppni Evrópu.
Roland Eradze markvörður.