Morgunblaðið - 07.12.2002, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 07.12.2002, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 B 3 Partille Cup 2003 Vinsælasta unglingamótið í handbolta. Úrval Útsýn í Smáranum verður með beint leiguflug til Gautaborgar 27/6 til 7/7 á Partille Cup. Í augum flestra er Partille Cup óopinber heimsmeistarakeppni unglinga í handbolta. Allt skipulag og umgjörð mótsins er eins og best gerist og frábærir skemmtigarðar eins og Skara Sommarland og Liseberg heimsóttir. Frábært verð 49.900 kr. Innifalið í verði: Flug, skattar, gisting, 19 máltíðir, rútur til og frá flugvelli, dagsferð í Skara Sommerland, aðgan- gur í Liseberg, mótsgjald og íslensk fararstjórn. Nánari upplýsingar hjá Úrval Útsýn í Smáranum, sími 585 4100 tölvupóstur thorir@uu.is  GUNNAR Gunnarsson verður eftirlitsmaður á leik Barcelona og Essen í EHF-bikarnum í hand- knattleik sem fram fer í Barcelona í dag. Þar eiga Patrekur Jóhannes- son, Guðjón Valur Sigurðsson og félagar þeirra afar erfiðan útileik fyrir höndum.  JAMES Beattie, leikmaður South- ampton, hefur verið útnefndur leik- maður mánaðarins í ensku úrvals- deildinni. Beattie skoraði fjögur mörk í síðasta mánuði.  STEVE Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, hefur svo gott sem tryggt sér varnarmennina Ferdin- and Coly frá Lens og Didier Domi frá Paris St. Germain. Hermt er að þeir eigi aðeins eftir að ganga frá samningum um laun við Birming- ham. Takist það verði þeir löglegir með Birmingham í ensku úrvals- deildinni strax í upphafi næsta árs.  FINIDI George hefur verið sagt að hann megi fara frá Ipswich til annars félags án endurgjalds. George kom til félagsins fyrir einu og hálfu ári fyrir um 400 millj. króna frá Real Mallorca. Hann var meiddur hluta úr síðustu leiktíð og hefur ekki tekist að tryggja sér fast sæti í Ipswich-liðinu á yfirstandandi keppnistímabili.  JÓN Nordal Hafsteinsson, hæsti leikmaður körfuknattleiksliðs Kefl- víkinga varð að horfa á félaga sína tapa fyrir ÍR. Hann á enn við meiðsli að stríða en reiknar með að hefja æfingar í næstu viku.  ENDURTAKA varð uppkast milli Eugene Christopher og Kevin Grandberg og í leik ÍR og Keflavík- ur í gærkvöldi. Grandberg stökk upp og sló boltann beint útaf en þar sem Eugene reyndi ekki við upp- kastið var Keflavík dæmdur bolt- inn.  EUGENE Christopher lagði sitt af mörkum í sigri ÍR á Keflavík í gærkvöldi. Hann skoraði úr 13 af 15 tveggja stiga skotum, þremur af 8 þriggja og fimm af 6 vítaskotum auk þess að taka 7 fráköst og ná bolt- anum tíu sinnum. Eugene spilaði 37 mínútur. FÓLK Eyjamenn hafa sjálfsagt veriðstaðráðnir í að láta Valsmenn hafa fyrir hlutunum í byrjun leiks í gærkvöldi. Þeir tóku þá Markús Mána Mikaelsson og Snorra Stein Guðjónsson úr um- ferð allan leikinn og reyndu þannig að riðla sóknarleik Vals. Þessi staða kom Valsmönnum ekki á óvart og eftir að Eyjamenn höfðu leitt fyrstu 15 mínútur leiksins sigu Valsmenn fram úr og eftir heldur dapran og leiðinlegan fyrri hálfleik höfðu þeir fjögurra marka forskot, 12:8. Í seinni hálfleik héldu Vals- mönnum engin bönd. Þeir keyrðu upp hraðann í leiknum, léku á köfl- um frábærlega og Eyjamenn vissu hreinlega ekki hvaðan á þá stóð veðrið. ÍBV skoraði fyrsta mark sitt eft- ir hlé þegar tæpar 9 mínútur voru liðnar af hálfleiknum en á þeim tíma settu Valsmenn boltann sex sinnum í mark ÍBV og höfðu tíu marka forskot, 18:8. Pálmar Pét- ursson markvörður sem vanalega vermir bekkinn á meðan Roland Eradze stendur vaktina í markinu, lék allan leikinn og stóð sig hreint stórkostlega, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Þá varði hann 16 skot, mörg hver úr gráupplögðum færum Eyjamanna og var óumdeilanlega maður þessa leiks. Sannarlega mikið efni þar á ferð. Bjarki Sig- urðsson lék einnig frábærlega en hann skoraði 8 mörk og þá voru þeir Hjalti Pálmason og Ragnar Ægisson að leika virkilega vel í mögnuðu Valsliði. Trufan mættur í slaginn á ný Valsmaðurinn nýbakaði Alexei Trufan vakti mikla lukku meðal stuðningsmanna Vals þegar hann kom inn í Valsvörnina í síðari hálf- leiknum en í samtali við Morg- unblaðið eftir leikinn upplýsti Geir Sveinsson, þjálfari Vals, að end- anleg staðfesting á félagaskiptum Trufans til Vals hefði ekki fengist fyrr en eitthvað var liðið á leikinn. Geir sagði að Trufan hefði byrjað að æfa með Valsliðinu fyrir fáein- um vikum og þá hefði verið sótt um félagaskipti fyrir hann. Trufan, sem kominn er nokkuð yfir fer- tugt, er mikill fengur fyrir Vals- liðið og mun án efa verða þeim mikill styrkur það sem eftir lifir keppnistímabilsins. Eyjamenn voru hvorki fugl né fiskur í þessum leik. Aðeins á upp- hafsmínútunum léku þeir þokka- lega en eftir því sem leið á leikinn varð leikur þeirra vandræða- og ráðleysislegri. Sem dæmi um það er að þeir skoruðu aðeins 7 mörk úr 31 sókn í síðari hálfleik, sem er 22,5% sóknarnýting. Viktor Gigov markvörður lék þeirra best og varði hann 8 skot í fyrri hálfleikn- um. Einhverra hluta vegna var honum skipt út af í upphafi síðari hálfleiks og lék hann ekki nema um 15 mínútur af þeim síðari. ÍBV engin fyrirstaða fyrir Val ÞAÐ kom engum á óvart að Valsmenn völtuðu yfir Eyjamenn í 1. deild karla í handknattleik í gærkvöldi. Fyrstu 15 mínútur leiksins náðu Eyjamenn að trufla leik toppliðs Vals en þegar upp var staðið skildu 13 mörk liðin að en Valur sigraði, 28:15. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar a með fjögur stig í plús. Í þessum hluta fór Kristinn Friðriksson á um og skoraði 15 stig og lengst af sum hluta var munurinn 10 til 15 byrjun síðari hálfleiks juku mamenn muninn sem mestur varð tig, en gestirnir frá Hveragerði ðust hetjulega og um miðjan síð- leikhluta voru Óli Barðdal og ropov komnir útaf með fimm vill- n Axel, Clifton og Helgi allir með ar þannig að Hamarsmenn gengu gið og náðu að minnka muninn og ar ein mínúta lifði af leiknum var nurinn þrjú stig. n með baráttu og yfirveguðum náðu Tindastólsmenn að halda gnum hlut og ná í stigin sem allt rist um. liði Tindastóls átti Axel Kárason g góðan dag og barðist vel í sókn var sterkur í vörninni, Clifton, stinn, Carter og Óli áttu ágætan og Antropov var mjög traustur í ninni og ógnaði vel undir körfunni. já Hamri var Svavar Birgisson gbestur og sínum gömlu félögum í dastóli erfiður, en einnig barðist elly vel og var varnarmönnum ður, þá var mikil barátta í leik usar Jónssonar. ristinn Friðriksson var ánægður eikslokum: „Við áttum fínan leik í m fyrstu leikhlutunum, en síðan ur þetta bakslag hjá okkur og við m að missa tuttugu stiga forskot r á síðustu mínútunum og vorum nar heppnir að ná þessum sigri. a er eitthvað sem við verðum að jast yfir og laga, því að svona get- þetta ekki gengið, við erum með nn í hendi okkar en erum að pa þeim inn í leikinn, sem á bara að koma fyrir,“ sagði Kristinn ðriksson að leikslokum. Morgunblaðið/Jim Smart ikmaður ÍR, á fullri ferð og Damon Johnson á hæla honum. JÚGÓSLAVNESKIR körfu- boltabræður, Darko Ristic og Milos Ristic, eru væntanlegir til Borgarness um næstu helgi. Þeir verða löglegir með Skalla- grími hinn 17. desember, í tæka tíð fyrir fallslaginn við Val sem fram fer þremur dögum síðar. „Við erum staðráðnir í að halda liðinu í úrvalsdeildinni og feng- um því þessa tvo leikmenn til okkar til að styrkja hópinn,“ sagði Ólafur Helgason, formað- ur körfuknattleiksdeildar Skallagríms, við Morgunblaðið í gær. Ólafur sagði að ekki væru fyrirhugaðar frekari breyt- ingar á leikmannahópi Skalla- gríms. Darko Ristic er 27 ára gamall framherji og kemur frá franska 3. deildarfélaginu CO Briochin en þar hefur hann leikið frá því í haust. Hann er rúmir tveir metrar á hæð og skoraði á dög- unum 40 stig í deildaleik með franska liðinu. Hann lék í fimm ár með Radnicki í Júgóslavíu, þar af tvö ár í úrvalsdeild, og einnig með Zastava í 2. deild. Milos Ristic er tvítugur bak- vörður, 1,93 m á hæð, og hefur hann einnig verið í herbúðum CO Briochin í vetur. Bræður frá Júgó- slavíu í Borgarnes Hilmar átti ekki að fá laun „ÞETTA virðist allt ætla að bless- ast,“ sagði Hilmar Þórlindsson, handknattleiksmaður hjá spænska liðinu Cangas, í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Forseti félags- ins hótaði á dögunum að hætta að greiða leikmönnum laun vegna þess að sumir þeirra fóru til annars sjúkraþjálfara en hann vildi. Hilmar, sem hefur mikið þurft að sækja til sjúkraþjálfara liðsins, sagði hann vera persónulegan vin forseta félagsins, en ekki þekktan fyrir störf í sambandi við sjúkraþjálfun íþrótta- manna. „Sjúkraþjálfarinn, sem vinn- ur sjálfboðavinnu fyrir félagið, hef- ur látið leikmenn sitja á hakanum, þar sem hann hefur mikið að gera í starfi á eigin sjúkraþjálfunarstofu. Það er alveg ljóst að ég hefði náð mér miklu fyrr ef ég hefði meiðst heima. Þetta er allt ágætis fólk sem er á stofunni, en það vantar mikið af tækjum og tólum til að meðferðin verði nútímalegri og árangursrík- ari,“ sagði Hilmar í gærkvöldi. „Margir leikmenn gáfust upp á að sækja sjúkraþjálfun hjá vini forset- ans og fóru annað. Forsetinn var ekki ánægður með það og hótaði öllu illu. Ég ræddi aftur við forsetann í dag og þá var hann heldur rólegri og okkur sýnist að þetta verði allt í lagi hjá flestum,“ sagði Hilmar, sem hef- ur verið meiddur á læri – reif upp úr vöðva þar í haust, en segir að allt sé þetta á réttri leið, þótt hægt fari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.