Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 1
2002 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
EVRÓPUBARÁTTA HAUKA OG GRÓTTU/KR/ B4
GÆTI það gerst að erkifjendurnir úr Norður-
London, Arsenal og Tottenham, myndu samein-
ast um að reisa heimavöll fyrir liðin á As-
hburton Grove? Stjórnarformaður Tottenham,
Daniel Levy, segir í viðtali við enska blaðið
Evening Standard að félagið sé að íhuga val-
kosti sem standa til boða fyrir White Hart Lane,
sem þarf að endurbyggja. Það hefur alltaf verið
erfitt fyrir stuðningsmenn liðsins að koma sér
til og frá vellinum og engar úrbætur á því sviði
í sjónmáli. „Ef félög geta nýtt betur heimavelli
sína er það mikill kostur fyrir alla aðila,“ segir
Levy, en Arsenal hefur þegar ákveðið að flytja
frá Highbury og byggja nýjan völl á Ashburton
Grove. Kostnaður við framkvæmdina hefur
aukist til muna og segir Levy að Tottenham sé
tilbúið að ræða við Arsenal um samvinnu ef
áhugi reynist fyrir hendi hjá Arsenal.
Erkifjendur með
sama heimavöll?
Johnson getur þegar í stað leik-ið með íslenska landsliðinu
eins og áður hefur komið fram í
Morgunblaðinu. Pettersons verður
ekki gjaldgengur með landsliðinu
fyrr en eftir um tvö ár þar hann
lék síðast með landsliði Lettlands í
byrjun þessa árs og reglur IHF,
kveða skýrt á um að þrjú ár frá
því að leikmaður sem skiptir um
ríkisfang lék fyrir sitt fyrrverandi
landslið þar til hann má leika fyrir
aðra þjóð sem hann hefur fengið
ríkisborgararétt hjá.
Vonir standa til þess að Eradze
verðir löglegur með íslenska
landsliðinu á heimsmeistaramótinu
í Portúgal í næsta mánuði. Að
sögn Guðmundar Þ. Guðmunds-
sonar landsliðþjálfara þá er verið
að kanna hver staða Eradze er um
þessar mundir. „Við höfum sent
fyrirspurn til IHF vegna Eradze
og væntum svara við því á næst-
unni. Við þurfum að fá á hreint
hvenær hann er löglegur í æfinga-
leikjum landsliðsins og nákvæm-
lega hvenær hann má leika með
landsliðinu á HM. Þessi og fleiri
atriði verður að fá að hreint áður
en kemur að því að velja Eradze í
landsliðið. Við viljum að sjálfsögðu
ekki vera í neinni óvissu vegna
þessa,“ sagði Guðmundur sem
reiknar með að velja æfingahópinn
vegna HM um miðja næstu viku.
Hvort þessi atriði verða komin á
hreint þá ræðst af því hversu fljótt
svör berast frá IHF, að sögn Guð-
mundar sem að öðru leyti vildi
ekki tjá sig um hvort Eradze verð-
ur valinn í landsliðið eða ekki.
IHF skoðar þátttöku
Eradze með landsliðinu
ÞREMUR þekktum íþróttamönnum sem eru af erlendi bergi brotnir
hefur verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur samkvæmt tillögu
allsherjarnefndar Alþingis sem samþykkt var á þingfundi í fyrrakvöld.
Þetta eru handknattleiksmennirnir Roland Eradze, markvörður hjá
Val, Alexandrs Pettersons, leikmaður Gróttu/KR, og körfuknattleiks-
maðurinn Damon S. Johnson hjá Keflavík. HSÍ hefur þegar sent fyr-
irspurn til Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, er varðar þátt-
töku Eradze með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu.
HEIÐAR Ingi Marinósson
náði að bæta sinn fyrri árangur
í 100 m skriðsundi á EM. Heið-
ar synti á 50,70 sekúndum og
nægði sá árangur honum í 40.
sæti af 46 keppendum.
KOLBRÚN Ýr Kristjáns-
dóttir náði ekki að fylgja eftir
góðum árangri sínum í 50 m
flugsundi á EM í fyrra. Þá
komst hún í undanúrslit. Nú
hafnaði Kolbrún í 21. sæti af 26
þátttakendum á 28,55 sek, sem
er 76/100 úr sekúndu frá Ís-
landsmetinu sem hún setti á
EM í fyrra þegar hún hreppti
14. sætið.
ÍRIS Edda Heimisdóttir náði
sér ekki á strik í 200 m bringu-
sundinu í gær frekar en í 50 m
bringusundinu í fyrradag. Íris
rak lestina í hópi átján kepp-
enda á 2.36,26 mín. Það er rúm-
lega 2,5 sekúndum frá hennar
besta og um 4 sekúndum frá 13
ára gömlu Íslandsmeti Ragn-
heiðar Runólfsdóttur.
Örn var aðeins 8/100 úr sekúndufrá bronsverðlaunum í bak-
sundinu. Heimsmethafinn Thomas
Rupprath frá Þýskalandi vann
örugglega á 23,66 og annar varð
landi hans Stev Theoloke á 24,29.
Bronsverðlaunin vann Darius
Grigalonis frá Grikklandi á 24,62.
Allir keppendurnir í úrslitunum
syntu á skemmri tíma en 25 sek-
úndum, sá sem varð áttundi kom í
mark á 24,90 sem sýnir vel hversu
jafnt og gott sundið var.
Aðeins leið rúmlega hálftími frá
því að Örn keppti í undanúrslitum
100 m skriðsundsins og þangað til
hann var kominn í eldlínuna á ný í
úrslitum í 50 m baksundi. Í 100 m
skriðsundinu var hann nærri því að
komast í úrslitin sem fram fara í
dag. Örn náði þriðja besta tímanum
í undanrásum í 100 m skriðsundi í
gærmorgun á 48,59 sekúndum og
bætti eigið Íslandsmet um leið um
97/100 úr sekúndu. Fyrra metið
setti Örn á Íslandsmeistaramótinu
innanhúss í Vestmannaeyjum fyrir
nærri þremur árum.
Áður en að undanúrslitasundinu í
100 m skriðsundi kom um miðjan
dag í gær tryggði hann sér sæti í
úrslitum í 50 m baksundi með því
að ná fimmta besta tímanum í und-
anúrslitum á 24,87 sekúndum. Síð-
an leið rúmur hálftími og komið var
að undanrásum 100 m í skriðsundi.
Örn var á fjórðu braut, náði ekki
góðu viðbragði og átti á brattann
að sækja. Millitími hans eftir 25
metra var 23,37 og var hann fimmti
í sínum riðli. Því sæti hélt hann allt
til enda og kom í mark á 48,57. Til
þess að komast í átta manna úrslit-
in í dag þurfti að synda á 48,50
þannig að Örn var mjög nærri sæti
í úrslitum.
Það gafst hins vegar lítill tími til
að kasta mæðinni því eftir skrið-
sundið kom röðin að úrslitum í 50 m
baksundi. Þar hafnaði Örn í fjórða
sæti eftir gríðarlega keppni við
Grikkjann Grigalionis um bronsið
en Þjóðverjarnir voru í sérflokki og
hirtu gull- og silfurverðlaunin.
Örn heldur áfram keppni á EM í
dag. Þá verður hann í eldlínunni í
100 m baksundi, grein sem hann
vann á EM fyrir tveimur árum. Ár-
degis syndir hann í undanrásum og
væntanlega í milliriðlum um miðjan
dag. Úrslit í 100 m baksundi fara
fram á morgun.
Örn Arnarson var hársbreidd frá verðlaunasæti í 50 m baksundi á EM í Riesa
Morgunblaðið/Sverrir
Örn Arnarson, sem hér bragðar vatnið, var ekki langt frá því að
komast á verðlaunapall í 50 m baksundi á EM.
Setti þrjú
Íslandsmet
ÖRN Arnarson varð í fjórða sæti í 50 m baksundi á Evrópumeist-
aramótinu í 25 m laug í Riesa í austurhluta Þýskalands í gær. Hann
synti á 24,70 sekúndum og bætti fyrra Íslandsmet sitt um 9/100 úr
sekúndu en það setti Örn þegar hann vann til silfurverðlauna í
þessari grein á EM í Valencia fyrir tveimur árum. Þá varð Örn í 9.
sæti í undanúrslitum í 100 m skriðsundi í gær á 48,57 sekúndum og
bætti met sitt frá því fyrr í gær. Alls setti Örn því þrjú Íslandsmet í
gær, þar af tvö á innan við einni klukkustund.
Heiðar Ingi
bætti sig