Morgunblaðið - 14.12.2002, Side 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 B 3
ARNAR Kárason var ekki með fé-
lögum sínum í KR þegar þeir unnu
Njarðvík. Hann hefur verið veikur
og er ekki með honum í slaginn fyrr
en í fyrsta lagi á næsta ári.
ÞORSTEINN Húnfjörð lék sinn
fyrsta leik fyrir Njarðvík í gær-
kvöldi. Hann er tveggja metra hár
miðherji, sem hóf keppnistímabilið í
herbúðum Keflvíkinga.
HERMANN Hauksson, aðstoðar-
þjálfari KR-inga, lék tvö tímabil með
Njarðvík áður fyrr. Njarðvíkingar
birtu því mynd af honum á forsíðu
leikskrár sinnar og leit drengurinn
nokkuð unglega út – enda myndin
tekin 1985. Menn spurðu sig hvort
hér væri háð sálfræðistríð.
SEBASTIAN Alexandersson, fyr-
irliði og markvörður Framliðsins,
var mættur að nýju í mark Fram
gegn HK í gærkvöldi eftir sex vikna
fjarveru.
JAILESKI Garcia, leikmaður HK,
horfði á leik Fram og HK úr áhorf-
endastúkunni. Hann tognaði í baki á
æfingu í vikunni en HK-ingar gera
sér vonir um að hann verði tilbúinn í
næsta leik sem verður gegn Aftur-
eldingu 18. desember.
HJÁLMAR Vilhjálmsson, leik-
maður Fram, fékk skurð við augað
snemma leiks gegn HK. Félagi hans
í Framliðinu, Gunnar B. Jónsson,
varð fyrir því óhappi að slá hann þeg-
ar þeir stóðu þétt saman í Fram-
vörninni.
SKOTINN Kenny Dalglish vill að
forráðamenn írska og skoska knatt-
spyrnusambandsins láti rannsaka
atkvæðagreiðslu framkvæmda-
stjórnar UEFA sl. fimmtudag er
ákveðið var hverjir fengju EM í
knattspyrnu árið 2008. Austurríki
og Sviss fengu keppnina og segir
Dalglish að áhrifamenn frá Sviss
hafi breytt framkvæmd atkvæða-
greiðslunnar sér í hag á síðustu
stundu. „Það er alveg ljóst að Sviss
hefur beygt reglurnar sér í hag. Og
það hafa þeir gert á allra síðustu
metrunum í atkvæðagreiðslunni,“
segir Dalglish og bætir því við að
framkvæmdastjórn UEFA njóti ekki
lengur trausts.
FÓLK
Við erum búnir að vera í mikillilægð og margir krísufundir
hafa verið haldnir upp á síðkastið hjá
okkur og það kom
bara ekki til annað
en að vinna þennan
leik. Vonandi kveikir
sigurinn í liðinu og
eykur sjálfstraustið í hópnum,“ sagði
Logi í samtali við Morgunblaðið eftir
leikinn en hann hefur farið á kostum
í síðustu leikjum FH-inga. „Það hef-
ur gengið vel hjá mér og ég þakka
það séræfingum sem ég hef stundað
af kappi. Ég æfi tvisar á dag því ef
maður ætlar að geta eitthvað í þessu
verður maður bara að æfa eins og
vitleysingur. Þeir sem þora þeir
skora,“ sagði Logi í sigurvímu,
ánægður með sigur sinna manna og
ekki síður frammistöðu sína.
FH-ingar náðu undirtökunum
snemma leiks. Þeir komust í 4:1 og
hleyptu Þórsurum eftir það aldrei
inn í leikinn. Það var einkum ágætur
varnarleikur og góð markavarsla
Magnúsar Sigmundssonar í marki
FH-inga sem varð til þess að FH-
ingar héldu Þórsurum í hæfilegri
fjarlægð í fyrri hálfleik auk þess sem
Logi var iðinn við kolann, bæði á
vítalínunni og í sóknarspili FH-liðs-
ins.
FH-ingar hertu tökin í upphafi
síðari hálfleiks. Magnús og Logi
héldu uppteknum hætti og fljótlega í
hálfleiknum var munurinn orðinn
sex mörk. Þórsarar lögðu árar í bát
og í stað þess að reyna að saxa á for-
skot FH-inga og komast þar með inn
í leikinn hengdu þeir haus og eyddu
kröftum sínum að nöldra í dómurum
leiksins.
Ágæt barátta var í liði FH og
greinilegt var að menn þar á bæ ætl-
uðu að selja sig dýrt eftir slakt gengi
í síðustu leikjum. Magnús Sig-
mundsson og Logi Geirsson fóru
fremstir meðal jafninga. Magnús
varði jafnt og þétt allan leikinn og
meðal annars þrjú vítaköst og Logi
yljaði stuðningsmönnum FH með
fallegum töktum ekki ósvipuðum
þeim sem karl faðir hans, Geir Hall-
steinsson, var þekktur fyrir á árum
áður. Guðmundur Pedersen og
Björgvin Rúnarsson léku sömuleiðis
vel og Magnús Sigmundsson var
geysiöflugur í vörninni og hélt skytt-
unni Aigars Lazdin algjörlega í
skefjum.
Þórsarar voru sjálfum sér verstir.
Þeir fóru illa með vítaköstin, voru
klaufar í hraðaupphlaupunum og
höfðu nánast allt á hornum sér.
Mesta púðrið hjá þeim fór í að
svekkja sig á dómgæslunni og allt
frá fyrstu mínútu virkuðu leikmenn
liðsins afar þreyttir og ekki síst
knattspyrnukappinn Páll Viðar
Gíslason og skyldi engan undra enda
búinn að standa í ströngu allt árið.
Páll var þó einna skástur í norðanlið-
inu en víst er að Þórsarar léku langt
undir getu og höfðu litla trú á því
sem þeir voru að gera.
Tíu marka Eyjasigur
Eyjamenn nældu í tvö dýrmætstig í Eyjum í gærkveldi þegar
Víkingur kom í heimsókn. ÍBV liðið
lék með sorgarbönd
til minningar um
Valtý Þór Valtýsson
sem lést langt fyrir
aldur fram hinn 1.
desember sl. Valtýr Þór lék hand-
knattleik með Þór í mörg ár og hafði
verið tímavörður á leikjum ÍBV und-
anfarin ár. Leikurinn var jafn og
spennandi lengst af í fyrri hálfleik og
talsverð harka í leiknum og greini-
legt að liðin ætluðu að selja sig dýrt
til að ná í þau tvö stig sem í boði voru.
Eymar Kruger fór mikinn í liði gest-
anna í fyrri hálfleik og skoraði öll
fimm mörk sín þá. Eyjamenn voru
lengst af undir í hálfleiknum en skor-
uðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins og
leiddu 12-10 þegar flautað var til
leikhlés. Eyjamenn tóku svo öll völd
á vellinum í upphafi síðari hálfleiks
og breyttu stöðunni úr 13-12 í 20-12,
þeir spiluðu gríðarlega öfluga vörn í
síðari hálfleik og komust gestirnir
lítt áleiðis. Fyrir vikið fengu Eyja-
menn hraðaupphlaup sem þeir nýttu
vel. Leikurinn róaðist talsvert síð-
ustu mínúturnar enda úrslitin ráðin,
tíu marka sigur ÍBV. Mikil barátta
var í öllu Eyjaliðinu en ef það ætti að
taka einn leikmann úr sem skaraði
fram úr var það Michael Lauritzen.
Hann spilaði einungis seinni hálfleik-
inn en skoraði fimm mörk hvert öðru
glæsilegra. Viktor Gigov var einnig
öflugur í markinu og varði 16 skot.
Hjá Víkingum bar mest á Eymar
Kruger í fyrri hálfleik en hann sást
varla í þeim síðari. Annars átti Vík-
ingsliðið dapran dag.
forystu og höfðu yfir í leikhléi 10:11. HK-
byrjaði seinni hálfleikinn með látum og
náði mest fjögurra marka forskoti 11:15.
Framarar með Héðin Gilsson í broddi
fylkingar náðu að brjótast út úr vandræð-
unum og knúðu fram jafntefli 22:22, eins
og áður er lýst.
„Það er alltaf gaman að glíma og eiga
við menn sem hafa heilbrigt keppnisskap,
eins og Árni þjálfari HK-manna hefur.
Hann nær alltaf upp gríðarlegri stemn-
ingu í þeim liðum sem hann þjálfar eða
umgengst – það er alltaf gaman að eiga
við lið, sem eru með þannig stríðsmenn
innanbúðar. Við erum ekki sáttir við að
ná aðeins einu stigi. Þetta er þó leikur
sem við eigum að vinna. Við fórum mjög
illa með alltof mörg dauðafæri og misnot-
um tvö vítaköst. En það var mikil spenna
og mikil læti í þessum leik og menn gerðu
mörg mistökum,“ sagði Sebastian.
Héðinn Gilsson átti stórleik í liði Fram
í síðari hálfleik, skoraði þá 5 mörk og átti
a.m.k. tvær línusendingar sem gáfu mörk.
Það var engu að síður innkoma Sebast-
ians Alexanderssonar í markið sem var
vendipunktur í leiknum.
Atli Þór Samúelsson, Samúel Árnason
og Jón Bersi Ellingsen voru bestu leik-
menn HK-liðsins.
Morgunblaðið/Kristinn
Atli Þór Samúelsson úr HK virðist afar undrandi á peysutökum Guðlaugs Arnarssonar úr Fram.
nnu-
gnar
ínútur
1. deild karla í handknattleik voru
2, eftir að HK hafði verið yfir lengst af
ri HK, sem hafði myndað gríðarmikla
gast sagt ósáttur við að fá ekki vítakast
Alexander Arnarsyni.
14 mörk Loga og
sigur hjá FH-ingum
Eftir dapurt gengi í undanförnum leikjum ráku FH-ingar af sér
slyðruorðið og unnu tíu marka sigur á Þór, 32:22, á heimavelli sín-
um í Kaplakrika. Logi Geirsson hélt uppteknum hætti í liði Hafnfirð-
inga. Þessi skemmtilegi tvítugi leikmaður skoraði 14 mörk úr 16
skottilraunum en á dögunum gerði hann sér lítið fyrir og skoraði 16
gegn HK.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Sigursveinn
Þórðarson
skrifar
HANDKNATTLEIKUR
Laugardagur:
Evrópukeppni bikarhafa:
Ásvellir: Haukar - Ademar Leon .........16.30
1. deild karla, Essodeild:
KA-heimili: KA - Valur .........................16.30
Sunnudagur:
1. deild karla, Essodeild:
Varmá: UMFA - Stjarnan .........................17
KÖRFUKNATTLEIKUR
Laugardagur:
1. deild karla:
Egilsstaðir: Höttur - Fjölnir .....................14
1. deild kvenna:
Grindavík: UMFG - Haukar.................17.15
Bikarkeppni kvenna, Doritos-bikarinn:
Hveragerði: Hamar - KR .....................16.30
Keflavík: Keflavík B - Hekla .....................14
Bikarkeppni karla, Doritos-bikarinn, 16-
liða úrslit:
Hlíðarendi: Valur - KR B...........................16
Sunnudagur:
Bikarkeppni karla, Doritos-bikarinn, 16-
liða úrslit:
Hveragerði: Hamar - Reynir S. ...........19.15
Keflavík: Keflavík - Haukar .................19.15
Kennarah.: ÍS - Ármann/Þróttur.........19.15
Ólafsvík: Reynir H. - ÍR ............................16
Sauðárkrókur: Tindastóll - Höttur...........19
Stykkishólmur: Snæfell - Þór Þ. ...............15
1. deild karla:
Selfoss: Selfoss - Stjarnan.........................20
Mánudagur:
1. deild kvenna:
Keflavík: Keflavík - KR ........................19.15
Kennaraháskóli: ÍS - UMFN ...............19.30
Bikarkeppni karla, Doritos-bikarinn, 16-
liða úrslit:
Njarðvík: UMFN - UMFG........................20
BLAK
Laugardagur:
1. deild kvenna:
Fylkishöll: Fylkir - Nato ...........................16
1. deild karla:
Hagaskóli: Þróttur - ÍS..............................14
UM HELGINA