Morgunblaðið - 18.12.2002, Side 1

Morgunblaðið - 18.12.2002, Side 1
Sálgreining sögunnar Hávar Sigurjónsson ræðir við Pétur Gunnarsson Andbyr – Ljóðasafn nefnast fjögur bindi af ljóðabálkum, lausavís- um, leikritum, sögum og gamanmálum al- þýðuskáldsins Elísar M.V. Þórarinssonar frá Hrauni í Keldudal, Dýrafirði, frá æsku til æviloka. Kristjana S. Vagnsdóttir, börn, og tengdabörn söfnuðu efninu saman. Elías M.V. fæddist árið 1926. Hann stundaði hefðbundin bústörf auk báta- smíða og sinnti refaveiðum í fjölda ára. Ungur kom hann nálægt sjómennsku og vann annað slagið við beitingu á Þing- eyri. Ásamt þessu gætti hann Svalvoga- vita um hríð. Elías kvæntist eftirlifandi konu sinni, Kristjönu Sigríði Vagnsdóttur og eignuðust þau átta börn. Elías lést ár- ið 1988. Í formála segir að í önnum dags- ins eða um nætur hafi ljóð og vísur Elías- ar orðið til og oft verið tilviljunum háð, hvort efnið hafi komist á blað. Við útgáf- una hafi verið valin sú leið að birta það sem í náðist „en þrátt fyrir harðvítuga baráttu í söfnun þá hefur mikið efni far- ið forgörðum“. Fljótlega eftir lát Elíasar var farið að safna saman efni eftir hann. Í bókunum er margslags kveðskapur, s.s. ljóð og ljóðabálkar, vísur, stökur, gam- anmál, gránur, leikrit, sögur, þulur eft- irmæli, minningarorð og viðtöl. Afmæl- isvísa er hann orti til dóttur sinnar lýsir lífssýn hans betur en flest annað. Hið góða skalt þú aldrei efa, í sér vonin kærleik ber. Þó mig skorti gull að gefa, get ég beðið fyrir þér. Útgefandi eru Siggeir Stefánsson og Hrafngerður Ösp Elíasdóttir. Bækurnar eru samtals 1.300 bls. Prentsmiðjan Oddi prentaði. Ágóði af sölu ritverksins renn- ur í Þyrlusjóð. Ritsafnið er eingöngu til sölu hjá Páli S. Elíassyni Reykjavík, Gunnhildi B. Elíasdóttur Þingeyri og Sig- geiri Stefánssyni Raufarhöfn. Verð: 14.900 kr. Ritsafn Elíasar M.V. Þórarinssonar Elías M.V. Þórarinsson SVEIGUR, ný skáldsaga Thors Vilhjálms- sonar, gerist á sturlungaöld líkt og sú síðasta sem frá honum kom, Morgunþula í stráum (1998). Sturlungaöld er „öld heljargyðjunnar“ (7) – róstusamt tímabil Íslandssögunnar sem einkenndist af harðri valdabaráttu höfðingja- ætta og lauk með falli þjóðveldisins og innlimun Íslands í norska konungdæmið. Í Sveigi segir frá Guðmundi skálda, dyggum fylgdarmanni Sturlu Sighvatssonar, og Þórði Narfasyni frá Skarði en leiðir þeirra liggja saman hjá Sturlu Þórðarsyni sagnaritara og Guðmundur ver elli sinni á Skarði hjá Þórði. Samtímis sögu þeirra er brugðið upp myndum af sérkennilegu fólki, voveiflegum atburðum aldarinnar og grimmd- arlegum yfirgangi höfðingjanna. Í fornbók- menntunum er sturlungaöldin öld mikilmenna og stórbrotinna örlaga; í Morgunþulu í stráum úr Vatnsfirði og er upp frá því villuráfandi. Hún lendir í slagtogi við óknyttamanninn Galman Víðkunnsson en ýmsum sögum fer af endalokum hans. Líklegt má telja að þetta ólánsfólk sé foreldr- ar Guðmundar skálda en margt er þokukennt í sögunni og erfitt að átta sig á tengslum persónanna þegar Sturlunguþekkingin er ekki nema í slöku meðallagi. Þórður Narfason elst upp á menningar- heimili Sturlu Þórðarsonar sagna- ritara og færir handrit og bækur heim að Skarði. Honum er ætlað að halda merki fóstra síns á lofti og búa bækur í hendur komandi kynslóða; skrá samtímaatburði á spjöld sögunnar, stjórna samúð og andúð les- enda framtíðarinnar. Hann er valdsmaður en færist undan valdbeitingu, bókelskur góðbóndi sem lifir í sátt við sjálfan sig og aðra og ann landi og þjóð. Í Sveignum eru líka frásagnir af grimmilegum örlögum Arnfinns fíflska og er Sturla Sighvatsson, bænda- höfðinginn breyski, aðalpersóna sögunnar en í Sveigi stíga alþýðan og undirmálsfólkið fram ásamt þeim þátttakendum viðburða skálmaldarinnar sem fornsögurn- ar þegja um. Frásagnarhátturinn er flókinn, oft er skipt um sjónarhorn og nokkrar sögur fléttast saman í sveig. Sagt er frá Guðmundi skálda þar sem hann elst upp með friðelskandi munkum og lærir að lesa og skrifa. Guðmundur fer til Sturlu Sighvatssonar á Sauðafelli til að skrifa upp handrit fyrir hann og er á bænum þegar óvinir Sturlu ráðast þar inn. Skáldið skríður í felur og bjargar lífi sínu en losnar aldrei undan vanmáttartilfinningunni og skelfingunni, sem gagntók hann þegar varnarlaust heimilisfólkið var limlest og höggvið, né reiðinni yfir tilgangs- leysi réttmætra hefnda. Stúlkukind sætir sem barn kynferðislegu ofbeldi af hendi höfðingjans Skeggöld og skálma SKÁLDSAGA Sveigur THOR VILHJÁLMSSON 208 bls. Mál og menning, 2002 Thor Vilhjálmsson  BÆKUR SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR miðvikudagur 18.desember 2002 Innsýn í ævi ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 1 97 46 12 /2 00 2 Halldórs Laxness Óbirt samtöl, einkabréf og efni úr minniskompum Ólafur Ragnarsson bregður hér upp afar persónulegri mynd af Halldóri Laxness. Textinn glitrar af orðsnilld og gamansemi skáldsins og varpar bókin nýju og einkar forvitnilegu ljósi á líf Halldórs Laxness. H A L L D Ó R L A X N E S S 1 9 0 22 0 0 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.