Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 1
2002  FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A TEITUR ÞÓRÐARSON RÆÐIR VIÐ LYN Í DAG / C2 DAVÍÐ Örn Ólafsson, hornamaður í Gróttu/ KR, verður ekki með félögum sínum er þeir mæta ÍR á morgun. Davíð Örn braut bringubein í leik liðsins við ÍBV í fyrrakvöld. Þetta var snemma í síðari hálfleik, ég braust í gegnum vörn ÍBV og skoraði, fann ekki fyrir neinu þeg- ar ég hljóp til baka í vörnina en strax í næstu sókn fann ég mikið til,“ sagði Davíð Örn í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hann sagðist verða tilbúinn í slaginn þegar deildakeppnin hefst á ný í byrjun febrúar. Þess má geta að Grótta/KR leikur 27. leik sinn á tímabilinu þegar liðið mætir ÍR, eða níu leiki að meðaltali á mánuði í vetur. „Þetta er búið að vera mikið álag og nú missum við Dav- íð, Ingimar Jónsson er veikur og Alfreð Finns- son er slæmur í nára,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari liðsins.. Davíð bringu- beinsbrotinn Í bréfinu segir: „LeikmanninumRoland Eradze er heimilt að leika með íslenska karlalandsliðinu í handknattleik á Heimsmeistara- mótinu í Portúgal og getur tekið þátt í fyrsta leik íslenska liðsins 20. janúar árið 2003. Í öðru lagi hefur IHF engar efa- semdir þess efnis að áðurnefndur leikmaður getur einnig leikið með íslenska landsliðinu í æfingaleikjum liðsins fram að HM í Portúgal.“ Guðmundur sagði ennfremur að þrátt fyrir þessa staðfestingu frá IHF ætlaði Handknattleikssam- bandið að láta kanna alla fleti á máli þessu áður en endanleg ákvörðun verður tekin. „Það má ekki gleyma því að Roland Eradze er þessa stundina í leikmannahópi Íslands. Hann þarf að sanna sig í keppni á al- þjóðlegum vettvangi á næstu vikum líkt og aðrir leikmenn liðsins. Ég legg á það áherslu að það má ekki ganga að því vísu að það sé búið að velja hann nú þegar í lokahóp Ís- lands fyrir HM,“ sagði Guðmundur. Einar Þorvarðarson fram- kvæmdastjóri HSÍ sagði að næstu skref í málinu væri að fá lögfróða menn til þess að líta nánar á yfirlýs- ingu IHF. „Það er gott að þetta skeyti hefur borist okkur en hins- vegar viljum við kanna hvort þeir Mühlematter og Birkefeld hafi um- boð IHF til þess að gefa út slíka staðfestingu. Það er það eina sem gæti komið uppá í framhaldinu en við eigum ekki von á öðru en að þessi hluti undirbúnings okkar sé nú í höfn. Við höfum fengið misvísandi upplýsingar að undanförnu um þetta mál sem tengist Eradze. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, er mun virkari stofnun en IHF, og það hefur skapað ákveðna spennu hjá okkur hve seint svör hafa borist frá IHF. Nú er enginn vafi lengur, HM í Portúgal er keppni á vegum IHF, og við höfum þessa staðfestingu frá þeim Mühle- matter og Birkefeld þess efnis að Eradze sé heimilt að leika fyrir Ís- lands hönd um leið og hann fær ís- lenskt vegabréf í upphafi næsta árs,“ sagði Einar. Eradze verður löglegur fyrir HM í Portúgal OKKUR hefur borist bréf þar sem fram kemur að markvörðurinn Roland Valur Eradze geti leikið með íslenska landsliðinu í hand- knattleik um leið og hann fær íslenskt vegabréf í hendurnar á nýju ári,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfari íslenska karla- landsliðsins í handknattleik í gær á fundi með fjölmiðlum. Bréfið er undirritað af formanni mótanefndar Alþjóðahandknattleiks- sambandsins, IHF, Peter Mühlematter og Frank Birkefeld fram- kvæmdastjóra IHF. ■ HM-hópurinn/C3 KRISTÍN Rós Hákonardóttir, 29 ára, sunddrottning úr Fjölni, og Gunnar Örn Ólafsson, 18 ára, sundmaður hjá Ösp, voru í gær út- nefnd íþróttamenn ársins 2002 hjá Íþróttasambandi fatlaðra á Hótel Sögu. Kristín Rós er nýkomin frá Argentínu, þar sem hún tryggði sér þrenn gullverðlaun, setti tvö heimsmet í sínum flokki og fékk tvo silfurpeninga. Kristín Rós á í dag sextán heimsmet í sínum flokki – sjö í 50 m laug og níu í 25 m laug. Gunnar Örn náði einnig frábær- um árangri á árinu, setti 27 Ís- landsmet og sjö heimsmet í sínum flokki í 25 m laug og 14 Íslands- met og tvö heimsmet í 50 m laug. Hann vann til fimm gullverðlauna á opna breska meistaramóti fatl- aðra og varð þrefaldur meistari á opna danska meistaramótinu á árinu. Morgunblaðið/Golli Kristín Rós Hákonardóttir og Gunnar Örn Ólafsson með verðlaunagripi sína. Kristín Rós og Gunnar íþróttamenn ársins Þrenna Hjartar gegn Fram ÍA sigraði Fram í gærkvöld, 5:3, í fjögurra liða knatt- spyrnumótinu sem stendur yfir í Egilshöll þessa dagana. Hjörtur Hjartarson skoraði þrennu fyrir Skagamenn og Garðar B. Gunnlaugsson gerði eitt mark en Framarar skoruðu ennfremur sjálfs- mark. Sextán ára piltur, Guð- mundur Guðmundsson, var á meðal markaskorara Fram- ara og hin mörkin gerðu þeir Kristján Brooks og Ragnar Árnason. ÍA og Fylkir mæt- ast í úrslitaleik mótsins í Egilshöll kl. 12 á morgun en kl. 10 leika Grindavík og Fram um þriðja sætið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.