Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Borgarnes: Skallagrímur – Valur ........19.15 Grindavík: UMFG – Hamar.................19.15 Í KVÖLD KR - Haukar 93:91 DHL-höllin, úrvalsdeildin í körfuknattleik, Intersport-deildin, fimmtudaginn 19. des- ember 2002. Gangur leiksins: 2:0, 2:6, 7:8, 12.11, 12:16, 17:20, 19:20, 22:30, 30:40, 36:40, 39:43, 43:49, 48:53, 55:53, 57:55, 57:60, 62:66, 65:71, 70:73, 74:79, 80:79, 80:80, 85:80, 85:86, 91:86. 93:88, 93:91. Stig KR: Darrell Flake 29, Óðinn Ásgeirs- son 17, Skarphéðinn Ingason 15, Magnús Helgason 12, Steinar Kaldal 10, Baldur Ólafsson 6, Jóel Sæmundsson 2, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 2. Fráköst: 30 í vörn - 8 í sókn. Stig Hauka: Stevie Johnson 42, Marel Guð- laugsson 16, Sævar I. Haraldsson 11, Ottó Þórsson 9, Predrag Bojovic 8, Ingvar Guð- jónsson 3, Davíð Ásgrímsson 2. Fráköst: 20 í vörn - 14 í sókn. Villur: KR 24 - Haukar 21. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Erlingur Snær Erlingsson. Áhorfendur: 97. Tindastóll - ÍR 99:89 Íþróttahúsið Sauðárkróki: Gangur leiksins: 2:6, 6:9, 8:17, 14:18, 17:21, 23:23, 27:25, 33:34, 39:38, 43:43, 45:45, 49:49, 56:56, 61:59, 66:64, 68:66, 71:69, 80:69, 84:74, 88:78, 93:80, 99:89. Stig Tindastóls: Michail Antropov 31, Clif- ton Cook, 15, Maurice Carter 14, Axel Kárason 10, Helgi Rafn Viggósson 9, Krist- inn Friðriksson 8, Sigurður Grétar Sig- urðsson 6, Einar Örn Aðalsteinsson 6. Fráköst: 21 í vörn - 30 í sókn. Stig ÍR: Eugene Christopher 31, Eiríkur Önundarson 28, Ólafur J. Sigurðsson 6, Sigurður Þorvaldsson 6, Fannar Helgason 6, Ómar Örn Sævarsson 5, Hreggviður Magnússon 5, Pavel Ermolinskij 2. Fráköst: 25 í vörn - 14 í sókn. Villur: Tindastóll 21 - ÍR 26. Dómarar: Leifur Garðarsson og Kristinn Albertsson. Áhorfendur: 170. Snæfell - Keflavík 95:97 Íþróttahúsið Stykkishólmi: Gangur leiksins: 6:2, 11:2, 15:2, 20:5, 25:9, 31:9, 36:9, 39:18, 44:20, 49:20, 56:33, 61:37, 65:47, 69:56, 73:65, 76:67, 78:72, 80:78, 80:83, 80:89, 94:82, 94:94, 95:94, 95:97. Stig Snæfells: Jón Ólafur Jónsson 24, Clif- ton Bush 23, Helgi R. Guðmundsson 16, Hlynur Bæringsson 15, Lýður Vignisson 10, Georgi Bujukliev 7. Fráköst: 26 í vörn - 7 í sókn. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 24, Guð- jón Skúlason 22, Kevin Grandberg 17, Gunnar Einarsson 10, Magnús Þ. Gunnars- son 9, Sverrir Þ. Sverrisson 6, Jón N. Haf- steinsson 4, Falur Harðarson 3, Arnar F. Jónsson 2. Fráköst: 20 í vörn - 7 í sókn. Villur: Snæfell 23 - Keflavík 27. Dómarar: Jón Bender og Eggert Þór Að- alsteinsson; þeim voru mislagðar hendur í erfiðum leik. Áhorfendur: 235. Staðan: KR 11 9 2 996:877 18 Grindavík 10 8 2 919:804 16 Keflavík 11 8 3 1111:915 16 Tindastóll 11 7 4 1009:973 14 Haukar 11 6 5 970:914 12 Njarðvík 10 6 4 809:809 12 ÍR 11 6 5 963:966 12 Hamar 10 4 6 943:1034 8 Snæfell 11 4 7 885:898 8 Breiðablik 10 3 7 901:957 6 Skallagrímur 10 1 9 772:916 2 Valur 10 1 9 750:965 2 Bikarkeppni kvenna ÍR - Haukar........................................... 62:75  Ekki 75:62 fyrir ÍR eins og sagt var í blaðinu í gær. NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Boston - Miami ......................................81:91 Washington - Memphis.....................118:100 Cleveland - Detroit............................106:111 Philadelphia - Minnesota......................99:94 Chicago - Toronto..................................96:83 Utah - Orlando.......................................90:97 Denver - Dallas......................................75:80 Houston - Indiana .................................95:83 Golden State - New Orleans.............111:106 LA Clippers - Portland.........................93:97 Seattle - San Antonio ............................88:91 KNATTSPYRNA Ítalía Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Perugia - Sampdoria ................................ 2:0  Perugia áfram, 3:1 samanlagt. Empoli - Lazio .......................................... 1:2  Lazio áfram, 4:1 samanlagt. Inter - Bari ................................................ 1:2  Bari áfram, 3:1 samanlagt. Frakkland París SG - Bordeaux ................................ 1:1 Leikurinn var mjög kaflaskiptur.Heimamenn hófu hann með miklum látum en gestirnir voru hálf- rænulausir í fyrsta leikhluta, skoruðu einungis 9 stig og þar af 5 úr vítum. Í öðrum leikhluta hélt kraftur heimamanna áfram og eftir 17 mínútna leik var munurinn orðinn 31 stig Snæfelli í vil en Kefl- víkingar náðu að minnka hann í 23 stig fyrir hlé. Snæfell lék lengst af í fyrri hálfleik mjög góðan varnarleik, tókst ágætlega að brjóta niður pressuvörn Keflavíkur og hittnin var mjög góð. Ekki var hægt að segja það sama um Keflvíkinga sem hittu illa, létu dómarana fara í skapið á sér, sem kom svo niður á leik þeirra. Það var eins og liðin hefðu skipt um ham þegar þau komu inn á í byrj- un seinni hálfleiks, Keflvíkingar hertu pressuvörnina og Guðjón Skúlason raðaði fjórum þristum á skömmum tíma. Gestirnir minnkuðu muninn í 9 stig í lok leikhlutans. Eftir þrjár mínútur í fjórða hluta komust Keflvíkingar yfir í fyrsta skipti og þremur mínútum fyrir leikslok voru þeir komnir 12 stigum yfir. Á þessum kafla fór Damon Johnson á kostum. Hólmararnir neituðu að gefast upp, skoruðu 13 stig gegn engu og komust einu stigi yfir þegar 16 sekúndur voru eftir. Keflvíkingar hófu sókn og barst bolt- inn í hendurnar á Magnúsi Þ. Gunn- arssyni sem skoraði úrslitakörfuna. Mikil vonbrigði hjá heimamönnum að ná ekki sínum fyrsta sigri á Kefla- víkingum og kveða niður drauginn. Í liði Snæfells lék Helgi Reynir Guðmundsson afar vel í fyrri hálfleik en missti taktinn í þeim síðari. Clift- on Bush átti góðan dag sérstaklega í þeim fyrri eins og Helgi. Hlynur Bæringsson kom aftur inn í liðið eftir meiðsli og stóð vel fyrir sínu, en fór útaf meiddur þegar tvær mínútur voru eftir og munaði um minna. Jón Ólafur Jónsson lék afbragðs vel í sókninni, sérstaklega í lokin þegar Snæfell náði að vinna upp muninn. Lýður Vignisson var mjög traustur megnið af leiknum, var öflugur í vörninni ásamt Georgi Bujukliev. Hjá Keflvíkingum var það einung- is Gunnar Einarsson sem stóð upp úr í fyrri hálfleik en sást minna í þeim síðari. Guðjón Skúlason sýndi gamla og góða takta í upphafi seinni hálf- leiks, en það ásamt góðri pressuvörn kom gestunum aftur inn í leikinn. Damon Johonson átti skínandi góðan kafla þegar mest á reið fyrir Keflvík- ingana. Kevin Grandberg stóð vel fyrir sínu með góðri baráttu og ekki má gleyma þætti Magnúsar Þ. Gunn- arssonar í lok leiksins. Tindastóll vann baráttuleik Alltof fáir áhorfendur fenguskemmtilegan og tvísýnan spennuleik í Íþróttahúsinu á Sauð- árkróki þrátt fyrir að leikur beggja liðanna væri ekki í hæsta gæðaflokki, sérstak- lega ekki í fyrri hálf- leik. Tindastóll sigraði, 99:89. Mikil barátta var í báðum liðum en í fyrri hálfleik var mikið um mistök á báða bóga. Gestirnir mun betri aðilinn í fyrsta leikhluta og náðu mest níu stiga forystu. Fljótlega í öðrum leikhluta náðu heimamenn að jafna og komast yfir, en síðan var nánast jafnt á öllum tölum til leikhlés er staðan var 45:45. Í síðari leikhluta hélt baráttan áfram og við lok þriðja leikhluta skildu tvö stig heimaliðinu í hag. Í upphafi síðasta leikhluta náðu gestirnir að jafna og komast yfir en þá kom góður leikkafli hjá Tinda- stólsmönnum og breyttu þeir stöð- unni úr 68:69 í 80:69. Á þessum tíma misstu ÍR-ingar Eirík útaf með 5 vill- ur og rétt á eftir fór Antropov sömu leið en báðir höfðu þeir verið bestir hvor í sínu liði. Og með því að bæta vörnina og láta boltann ganga vel milli leikmanna náðu heimamenn að halda fengnum hlut. Í liði Tindastóls var Michail Antro- pov langbesti maður, skoraði mjög mikið, hirti ótal fráköst og var mjög öflugur í vörninni, en einnig áttu þeir Cook, Charter, Einar, Sigurður og Helgi ágæta spretti. Í liði ÍR voru Eugene Christopher og Eiríkur Ön- undarson yfirburðamenn. Lokakaflinn dugði KR gegn Haukum Litlu munaði að KR-ingum dygðuekki 40 mínútur til að komast í gang þegar þeir fengu Hauka í heim- sókn í gærkvöldi því í fjórða leikhluta hrukku þeir í gang en sigurinn mátti ekki vera tæpari, 93:91. Haukar fengu hinsvegar ekki neitt fyrir góðan leik í 30 mínútur. KR-ingar voru sterkir undir körf- unni til að byrja með og komust Haukar þar lítt áleiðis. Það var líka það eina sem KR gerði vel en Hauk- ar náðu upp baráttu. Eftir hlé bætti KR vörnina og náði forystu en þá hófust sviptingar þegar liðin skiptust á forystu. Í fjórða leikhluta kom í hlut Óðins Ásgeirssonar að hafa hemil á Stevie. Það gekk vel og þegar svo Óðinn ásamt Skarphéðni Inga- syni fóru að láta til sín taka í sókninni komst KR í 85:80 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Vesturbæingar sýndu þá mikið öryggi í sínum leik en í örvæntingu sinni gerðu Haukar of mörg mistök. „Við áttum skelfilegan fyrri hálf- leik en það dugði okkur að spila vel í fjórða leikhluta,“ sagði Óðinn sem átti góðan endasprett fyrir KR, ein- mitt þegar þess þurfti helst við og tókst að hafa góðan hemil á Stevie, fyrrum félaga sínum úr Þór frá Ak- ureyri. „Ég man eitthvað síðan í fyrra og ef hann hefur einhverja veikleika veit ég um þá – en ég held að ég segi ekki frá því. Það er gott að halda efsta sætinu yfir jólin og það er í fyrsta skipti hjá mér. Jólasteikin mun eflaust bragðast mun betur.“ Darrell var góður og tók 10 fráköst en í lokin tóku Óðinn, Skarphéðinn og Steinar Kaldal við sér. Baldur Ólafsson tók 9 fráköst og varði 5 af 11 skotum liðsins en gerði fátt annað. „Við klúðruðum þessu í fjórða leik- hluta þegar við hættum við að spila okkar leik,“ sagði Sævar I. Haralds- son, átján ára strákur sem átti góðan leik fyrir Hauka. „Vörnin okkar hafði leikið vel framan af og Darrell ekki gert neitt sérstakt en svo duttum við úr takti.“ Stevie var í miklum ham með 42 stig og 13 fráköst en Predrag Bojovic tók 7 og varði þrjá bolta. Sem fyrr segir var Sævar góður eins og Ottó Þórsson en Marel Guðlaugs- son kom til í lokin. Vítanýtingin hefði mátt vera betri, 18 af 28 fóru. Sævar Haraldsson úr Haukum sækir að Steinari Kaldal, KR-ingi, í við MAGNÚS Gunnarsson tryggði Keflavík sigur á Snæfelli, 97:95, á allra síðustu stundu þegar liðin mættust í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í Stykkishólmi í gærkvöld. Hólmarar náðu mest 31 stigs forystu og þegar leiktíminn var að renna út var staðan 95:94, þeim í hag. Tveimur sekúndum fyrir leikslok skoraði Magnús þriggja stiga körfu fyrir Keflvíkinga og heimamenn sátu eftir með sárt ennið. Ríkharður Hrafnkelsson skrifar Björn Björnsson skrifar Stefán Stefánsson skrifar Magnús bjarg- aði Keflavík ATL land þeir sem tilst band At Kah Ron Ron Ro atkv stig, og Z Af Sven A TEITUR Þórðarson, knatt- spyrnuþjálfari, staðfesti í samtali við Nettavisen í Noregi í gær- kvöld að hann myndi ræða við eig- anda Lyn, Atle Brynestad, í dag um að taka við stöðu þjálfara hjá félaginu. Teitur sagði upp starfi sínu sem þjálfari Brann á þriðju- daginn en hann hafði stýrt liðinu undanfarin þrjú ár. „Brynestad óskaði eftir fundi með mér á föstudag. Ég er at- vinnulaus og Lyn er mjög áhuga- vert félag,“ sagði Teitur við net- miðilinn. Hann þjálfaði Lyn á árunum 1991 og 1992 en þá endaði félagið í 4. og 5. sæti úrvalsdeild- arinnar. Í ár kom Lyn verulega á óvart og náði þriðja sætinu en með liðinu leika þeir Helgi Sig- urðsson og Jóhann B. Guðmunds- son. Teitur sagði ennfremur að hann hefði fengið fyrirspurnir frá tveimur félögum í Mið-Evrópu, í gegnum umboðsmann. „Ég óskaði eftir því að fá ákveðin tilboð það- an,“ sagði Teitur. Teitur hittir eig- anda Lyn í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.