Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 1
2003  FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A SPENNANDI LOKASPRETTUR Á HIGHBURY / C3 EKKERT verður úr því að Auðun Helgason gangi liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Halm- stad. Auðun var til reynslu hjá liðinu í haust og í kjölfarið hófust samningaviðræður milli hans og forráðamanna félagsins. Þeim viðræðum hefur nú verið slitið eftir því sem fram kemur í sænska blaðinu Hallandsposten í gær. Blaðið segir að Halmstad hyggist kaupa sterkan sókn- armann og hafi þar með ekki ráð á að kaupa fleiri leikmenn. „Þetta eru vonbrigði enda taldi ég góðar lík- ur á að við næðum saman. Það bar hins vegar mikið á milli og þar sem liðið ætlar víst að kaupa góðan framherja þá er þetta mál líklega úr sögunni. Ég held áfram að kanna markaðinn með mínum umboðsmanni og vonandi verður okkur ágengt,“ sagði Auðun í samtali við Morg- unblaðið. Auðun Helgason ekki til Halmstad Ólafur sagði að verðlaunin trufl-uðu hann í rauninni dálítið við undirbúninginn með íslenska lands- liðinu sem tekur þátt í HM í Portú- gal síðar í mánuðinum. „Flestir íþróttamenn eru það klókir að þeir nota svona viðurkenningu til að halda áfram á sömu braut. Verðlaun geta og eiga að hvetja menn til dáða, auka sjálfstraustið sem eykur aftur vellíðan manna í íþróttinni og hjálp- ar manni að slaka á. Slökun er síðan góð til að auka einbeitinguna, þannig að verðlaun eru auðvitað af hinu góða og þetta sýnir að maður hefur verið að gera eitthvað af viti á árinu,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið eftir að hann hafði tekið við viðurkenningu sinni. Hann bætti því við að það væri augljóst að hann hefði alls ekki getað gert neitt einn, strákarnir í landslið- inu ættu sinn hlut í þessu öllu sam- an. „Ég geri mér grein fyrir því að það er erfitt að velja einhvern einn íþróttamann ársins. Það er erfitt að bera saman íþróttir og erfitt að taka einhvern einn út úr hópi og velja hann bestan. Ég hefði viljað taka við þessu sem íþróttamaður ársins 2003, þá vissi ég að ég hefði komist á Ól- ympíuleika eða 2004 því þá vissi ég að ég hefði gert eitthvað gott á Ól- ympíuleikunum,“ sagði Ólafur og bætti við að nú yrðu menn að leggja sig alla fram og ná þessum mark- miðum þannig að styttan góða yrði áfram hjá einhverjum handknatt- leiksmanni. „Það er kannski erfitt að meta handboltann á alþjóðlega vísu. Margir segja að það séu svo fáir sem stundi hann og annað því um líkt, en við leggjum jafnmikið á okkur og aðrir íþróttamenn – og þjóðin hefur gaman af handbolta og það er mik- ilvægt fyrir þjóðarsálina eins og for- setinn kom inn á hér í kvöld.“ Spurður um eftirminnilegasta augnablikið í handboltanum á liðnu ári sagði Ólafur: „Þegar við unnum meistaradeildina, það er það stærsta sem handboltamaður getur unnið með félagsliði. Þar streðar maður allt árið. Einnig verð ég að nefna ár- angur landsliðsins í Svíþjóð.“ Hann sagðist ekki ætla að fara með styttuna til Þýskalands, heldur geyma hana hér heima. „Alfreð fær ekkert að sjá hana,“ sagði Ólafur en Alfreð Gíslason, þjálfari Ólafs hjá Magdeburg, var kjörinn íþróttamað- ur ársins 1989. Ólafur viðurkenndi að hann hefði vitað að hann ætti möguleika. „Það komu margir til mín og þótti ekkert sjálfsagðara en að ég yrði fyrir val- inu. Ég hefði hins vegar ekki dáið þó ég hefði orðið í öðru sæti á eftir ein- hverjum betri íþróttamanni, til dæmis Kristínu Rós. Það er alltaf erfitt að meta þetta, hver hefur unn- ið mesta og besta sigra á sjálfum sér? Þetta er nefnilega fyrst og síð- ast keppni mannsins við sjálfan sig og það sem sést í blöðum og sjón- varpi er auðvitað bara pínulítið brot af því sem íþróttamaðurinn fæst við á ferli sínum – bara smábrotabrot.“ Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður íþróttamaður ársins 2002 Verðlaun eiga að hvetja menn „VERÐLAUN eru alltaf dálítið hættuleg,“ sagði Ólafur Stefánsson, handknattleiksmaður hjá Magdeburg í Þýskalandi, eftir að hann tók við viðurkenningu sinni sem íþróttamaður ársins 2002 í gærkvöldi. Samtök íþróttafréttamanna kusu Ólaf íþróttamann ársins með fá- heyrðum yfirburðum því hann fékk 410 atkvæði af 420 mögulegum. Örn Arnarson sundkappi varð í öðru sæti með 183 atkvæði og Jón Arnar Magnússon tugþrautarmaður þriðji með 157 atkvæði. Morgunblaðið/Þorkell Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður er íþróttamaður ársins 2002. Hann fékk 410 stig af 420 mögulegum í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna, sem völdu íþróttamann ársins í 47. sinn í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.