Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 1
2003  ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A HVAÐ SEGJA GAMLIR REFIR UM LANDSLIÐIÐ? B2, B3 BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS Kristján sagði við Morgunblaðið í gær aðhann hefði verið í miklu sambandi við Danina að undanförnu. „Það eru mjög spenn- andi hlutir að gerast í dönskum kvennahand- bolta, félögin hafa góð fjárráð, áhuginn er mik- ill og margir leikir sýndir í sjónvarpi. Skovbakken/Brabrand ætlar sér stóra hluti næsta vetur, liðið er sem stendur í fallsæti en hefur styrkt sig mikið og kemst örugglega það- an, og mun væntanlega leika undir nafni Århus í framtíðinni. Danirnir hafa þrýst mjög á mig um að svara tilboði þeirra en ég er fjölskyldu- maður og þarf því að huga að ýmsu áður en ég tek endanlega ákvörðun. Ég ætla því að gefa mér lengri tíma,“ sagði Kristján. Haslum hefur vegnað mjög vel undir stjórn Kristjáns í vetur. Félagið lék í 1. deild fyrir áramót en vann sér sæti í „millispili B“ og er þar í góðri stöðu. „Við eigum góða möguleika á öðru tveggja efstu sætanna og förum þá í úrslitakeppni með úr- valsdeildarliðunum um norska meistaratitilinn,“ sagði Kristján. Bækkelaget er í basli um þessar mundir, sit- ur á botni úrvalsdeildarinnar. „Félagið hefur bætt fjárhagsstöðu sína og er að fá til sín sterka leikmenn, en það er sísti kosturinn af þessum þremur að taka við Bækkelaget,“ sagði Kristján Halldórsson. GUÐRÚN Sigurðardóttir úr Sundfélagi Hafn- arfjarðar fékk Sjómannabikarinn á Nýárssundi fatlaðra barna og unglinga sem nú var haldið í 20. sinn. Guðrún fékk 629 stig fyrir 50 metra baksund sem hún synti á 42,48 sekúndum. Jóna Dagbjört Pétursdóttir úr ÍFR varð önnur með 484 stig fyrir 50 metra flugsund sem hún synti á 46,12 sekúndum og Hulda Hrönn Agnarsdóttir, Íþróttafélaginu Firði í Hafnarfirði, varð þriðja með 447 stig fyrir 50 metra bringusund sem hún synti á 1.01,22. Sjómannabikarinn er bikar sem Sigmar Óla- son, sjómaður á Reyðarfirði, gaf til þessa móts fyrir tveimur áratugum. Þrjú Íslandsmet féllu á mótinu. Jóna Dag- björt setti Íslandsmet þegar hún synti 50 metra baksund á 45,14 sekúndum. Pálmi Guð- laugsson, Firði, setti tvö Íslandsmet, fyrst er hann synti 50 metra baksund á 1.02,18 og síð- an þegar hann synti 50 metra með frjálsri að- ferð á 45,13. Á myndinni eru Jóna Dagbjört, Guðrún og Hulda Hrönn ásamt Kristínu Rós Hákonardótt- ur. Morgunblaðið/Sverrir Guðrún hlaut Sjó- mannabikarinn Kristján á leið til Danmerkur? KRISTJÁN Halldórsson handknattleiksþjálfari, sem stýrir karlaliði Haslum í Noregi, er með þrjú tilboð í höndunum. Danska félagið Skovbakken/Brabrand vill fá hann til að taka við kvennaliði sínu fyrir næsta tímabil, Haslum vill halda honum og þá hefur honum verið boðið að taka við kunnasta kvennaliði Noregs, Bækkelaget.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.