Morgunblaðið - 17.01.2003, Page 2

Morgunblaðið - 17.01.2003, Page 2
ÍÞRÓTTIR 2 C FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Svíþjóð – Ísland 27:26 Landskrona í Svíþjóð, vináttulandsleikur karla, fimmtudaginn 16. janúar 2003. Gangur leiksins: 3:0, 4:1, 5:3, 5:5, 9:8, 11:10, 14:11, 14:12, 17:18, 18:19, 21:22, 25:23, 26:24, 26:25, 27:25. Mörk Svíþjóðar: Stefan Lövgren 6, Johan Pettersson 5, Magnus Wislander 4, Robert Arrhenius 3, Kim Andersson 3, Ljubomir Vranjes 3, Staffan Olsson 2, Andreas Lars- son 1. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 11, Sigfús Sigurðsson 5, Einar Örn Jónsson 4, Aron Kristjánsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 2, Patrekur Jóhannesson 1. Aðrir leikmenn: Sigurður Bjarnason, Róbert Sighvatsson, Rúnar Sigtryggsson, Gústaf Bjarnason, Gunnar Berg Viktorsson, Snorri Steinn Guðjónsson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 17. Roland Eradze reyndi við eitt vítakast en tók ekki frekari þátt í leiknum. Forkeppni EM 2004 2. riðill: Lúxemborg – Rúmenía ........................ 24:34 Hvíta-Rússland – Noregur.................. 23:29 Staðan: Noregur 5 4 0 1 162:117 8 Hv. Rússland 5 4 0 1 146:126 8 Rúmenía 5 2 0 3 142:149 4 Lúxemborg 5 0 0 5 107:165 0 3. riðill: Finnland – Ísrael .................................. 23:19 Staðan: Finnland 6 6 0 0 165:122 12 Ísrael 6 4 0 2 154:127 8 Belgía 5 0 1 4 109:136 1 Færeyjar 5 0 1 4 93:136 1 4. riðill: Kýpur – Georgía ................................... 24:21 Kýpur – Georgía ................................... 25:26 Staðan: Tyrkland 5 5 0 0 155:116 10 Austurríki 5 4 0 1 154:112 8 Kýpur 6 1 0 5 129:159 2 Georgía 6 1 0 5 142:193 2 6. riðill: Bosnía – Úkraína.................................. 17:16 Eistland – Holland ............................... 30:23 Staðan: Bosnía 5 4 1 0 111:95 9 Úkraína 5 4 0 1 120:89 8 Eistland 5 1 1 3 102:120 3 Holland 5 0 0 5 102:131 0  Tvö efstu liðin í hverjum riðli fara í út- sláttarkeppni ásamt Spáni, Júgóslavíu, Króatíu, Portúgal, Póllandi, Frakklandi, Tékklandi og Ungverjalandi um 10 sæti í EM í Slóveníu 2004. KÖRFUKNATTLEIKUR Haukar – Njarðvík 94:77 Ásvellir, úrvalsdeild karla, Intersport- deildin, fimmtudaginn 16. janúar 2003. Gangur leiksins: 0:2, 2:4, 5:4, 5:8, 10:14, 17:14, 19:19, 24:19, 31:22, 37:24, 42:32, 44:41, 50:43, 55:51, 57:53, 63:43, 63:61, 71:64, 76:68, 78:74, 86:74, 88:77, 94:77. Stig Hauka: Stevie Johnson 46, Halldór Kristmannsson 14, Predrag Bojovic 12, Sævar I. Haraldsson 10, Marel Guðlaugs- son 7, Ingvar Guðjónsson 5. Fráköst: 22 í vörn - 11 í sókn. Stig Njarðvíkur: Gary J. Hunter 21, Teitur Örlygsson 15, Þorsteinn Húnfjörð 10, Ólaf- ur Aron Ingason 8, Guðmundur Jónsson 7, Friðrik Stefánsson 7, Sigurður Einarsson 6, Ragnar Ragnarsson 3. Fráköst: 14 í vörn - 6 í sókn. Villur: Haukar 18 - Njarðvík 17. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Einar Þór Skarphéðinsson. Áhorfendur: 167. ÍR – Grindavík 74:79 Íþróttahús Seljaskóla: Gangur leiksins: 2:2, 10:10, 14:14, 14:19, 16:22, 25:26, 27:31, 34:39, 38:44, 40:52, 49:59, 51:61, 55:68, 61:70, 66:75, 74:79. Stig ÍR: Eugene Christopher 25, Sigurður Þorvaldsson 12, Eiríkur Önundarson 12, Fannar Helgason 4, Ómar Sævarsson 3, Ásgeir Hlöðversson 2, Ólafur Sigurðsson 2, Pavel Ermolinskij 2. Fráköst: 20 í vörn - 10 í sókn. Stig Grindavíkur: Helgi Jónas Guðfinns- son 28, Páll Axel Vilbergsson 26, Darell Lewis 13, Guðmundur Bragason 8, Jóhann Ólafsson 4. Fráköst: 16 í vörn - 24 í sókn. Villur: ÍR 27 - Grindavík 19. Dómarar: Eggert Aðalsteinsson og Krist- inn Albertsson, mistækir. Áhorfendur: 150. Valur – KR 81:89 Hlíðarendi: Gangur leiksins: 0:2, 7:3, 12:18, 19:20, 19:26, 19:32, 23:34, 34:34, 39:36, 42:40, 48:42, 48:49, 52:51, 52:57, 57:59, 61:66, 63:70, 68:74, 72:76, 72:83, 78:86, 81:89. Stig Vals: Jason Pryor 27, Bjarki Gústafs- son 21, Barnaby Craddock 14, Hjörtur Þór Hjartarson 6, Ragnar Níels Steinsson 6, Ægir Hrafn Jónsson 5, Alexander Dungal 2 Fráköst: 22 í vörn - 9 í sókn. Stig KR: Darrell Flake 36, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 14, Baldur Ólafsson 13, Skarphéðinn Freyr Ingason 11, Steinar Kaldal 5, Óðinn Ásgeirsson 4, Arnar S. Kárason 2, Jóel Ingi Sæmundsson 2, Magn- ús Helgason 2. Fráköst: 26 í vörn - 12 í sókn. Villur: Valur 17 - KR 19. Dómarar: Leifur Garðarsson og Björgvin Rúnarsson Áhorfendur: Um 100 Tindastóll – Keflavík 82:92 Íþróttahúsið Sauðárkróki: Gangur leiksins: 2:6, 8:13, 19:15, 22:19, 22:23, 25:25, 33:25, 39:29, 41:32, 44:38, 51:44, 53:46, 53:55, 58:63, 64:66, 66:69, 66: 75, 73:80, 80:87, 82:92. Stig Tindastóls: Clifton Cook 25, Helgi Rafn Viggósson 18, Michail Antropov 12, Kristinn Friðriksson 11, Einar Örn Aðal- steinsson 5, Axel Kárason 4, Sigurður G. Sigurðsson 4, Óli Barðdal 3. Fráköst: 25 í vörn - 13 í sókn. Stig Keflavíkur: Edmund Sanders 24, Damon Johnson 16, Guðjón Skúlason 13, Magnús Þór Gunnarsson 10, Sverrir Þór Sverrisson 10, Davíð Þór Jónsson 7, Gunn- ar Einarsson 6, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Falur Harðarson 2. Fráköst: 25 í vörn - 8 í sókn. Villur: Tindastóll 15 - Keflavík 24. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Jón Bender og dæmdu ágætlega. Staðan: KR 13 11 2 1178:1042 22 Grindavík 13 11 2 1205:1064 22 Keflavík 13 9 4 1280:1077 18 Haukar 13 8 5 1166:1087 16 Njarðvík 13 8 5 1057:1068 16 Tindastóll 13 7 6 1164:1141 14 ÍR 13 7 6 1129:1133 14 Snæfell 12 5 7 961:971 10 Hamar 12 4 8 1134:1242 8 Breiðablik 12 3 9 1085:1150 6 Skallagrímur 12 2 10 939:1082 4 Valur 13 1 12 984:1225 2 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Boston – Atlanta....................................86:66 Philadelphia – New Jersey...............108:107 Toronto – Milwaukee ............................87:99 Indiana – Miami ..................................104:81 New Orleans – LA Lakers ...................82:90 Houston – Phoenix ..............................102:96 Denver – Utah .......................................81:92 Sacramento – Dallas ...........................123:94 Portland – Memphis............................100:92 LA Clippers – Minnesota .....................64:95 KNATTSPYRNA Ítalía Bikarkeppnin, 8 liða úrslit, fyrri leikur: Vicenza - Roma......................................... 1:2 BADMINTON Ísland sigraði Austurríki, 3:2, í öðrum leik sínum í Evrópukeppni B-þjóða í Portúgal og fylgdi því eftir 3:2 sigri á Rúmenum. Tómas Viborg og Ragna Ingólfsdóttir sigr- uðu bæði í einliðaleik og Helgi Jóhannesson og Drífa Harðardóttir unnu í tvenndarleik. Helgi og Njörður Lúðvíksson töpuðu hins- vegar í tvíliðaleik karla og Ragna og Sara Jónsdóttir í tvíliðaleik kvenna. KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni kvenna Doritosbikarinn, undanúrslit: Grindavík: UMFG - Keflavík ...............19.15 Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Hveragerði: Hamar - Breiðablik .........19.15 Stykkish.: Snæfell - Skallagrímur .......19.15 1. deild karla: Ísafjörður: KFÍ - Fjölnir ...........................20 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla: Egilshöll: Fram - Fjölnir ...........................19 Egilshöll: KR - Leiknir R. .........................21 Í KVÖLD G k d l 1 þ d s m v m g s N l G 5 3 f s Njarðvíkingar urðu fyrri til aðskora og munaði um Friðrik Stefánsson þegar gestirnir komust í 14:10 forystu. En um það leyti var Stevie Johnson orðinn heit- ur og svæðisvörn Njarðvíkinga dugði lítið gegn honum þegar Haukaliðið sneri taflinu við og linnti ekki látum fyrr en það var komið með 37:24 um miðjan annan leikhluta. Það virtist hinsvegar skapa værukærð og Njarðvíkingar gengu á lagið svo að- eins munaði þremur stigum í leikhléi, 44:41. Mikil barátta var í þriðja leikhluta og Haukar voru tveimur stigum yfir að honum loknum. Það hitnaði því verulega í kolunum í þeim fjórða og munurinn ekki mikill þar til Njarð- víkingar misstu móðinn. Þeir virtust ekki hafa trú á að þeim tækist að ná yfirhöndinni og munaði um að Gary Hunter virtist hugsa minna um leik- inn en kvarta því meira. Eftirleikur- inn var því auðveldur og síðustu fjór- ar mínúturnar skoruðu Haukar 16 stig á móti þremur gestanna. „Ég er afskaplega sáttur við þenn- an leik því ég var nokkurn veginn viss um að við hefðum alltaf frum- kvæðið í leiknum og héldum áfram hreðjataki á þeim myndum við vinna,“ sagði Reynir Kristjánsson þjálfari Hauka eftir leikinn. Stevie fór á kostum með 13 fráköst, góða skotnýtingu auk flestra stoðsendinga en aðrir skiluðu líka sínu hlutverki með sóma, til dæmis Sævar I. Har- aldsson, Predrag Bojovic og Halldór Kristmannsson. Hjá Njarðvík náði Gary ekki að sýna sparihliðarnar og Friðrik Stef- ánsson átti erfitt uppdráttar en Þor- steinn Húnfjörð og Teitur Örlygsson áttu góða spretti. Helgi og Páll afgreiddu ÍR Þrátt fyrir að aðeins fimm leik-menn hafi skorað fyrir Grind- víkingar í gærkvöldi var 74:79 sigur þeirra á ÍR aldrei í verulegri hættu. Gestirnir úr Grinda- vík sýndu festu og áræðni þegar mest á reyndi á lokakafla leiksins á meðan ÍR-ingar, sem börðust eins og ljón frá upphafi til enda, skorti skipulag og markvissari hlutverkaskiptingu á lokakafla leiksins. Svæðisvörn ÍR-inga gekk vel í upphafi og tókst þeim að stöðva 3 stiga skot Grindvíkinga í rúmar 9 mínútur þegar Páll Axel Vilbergsson braut loks ísinn. Páll 13 stig í fyrri hálfleik og jafnmörg í þeim síðari, en þá tók Helgi Jónas Guðfinnsson við sér og setti niður 18 stig af alls 28. ÍR-ingar komust yfir, 8:6, en voru undir það sem eftir lifði leiks. Vörn ÍR var ekki góð í upphafi síðari hálf- leiks þegar Grindvíkingar skoruðu þrívegis fyrir utan 3 stiga línuna og komust 12 stigum yfir. Eftir það slepptu lærisveinar Frið- riks Inga Rúnarssonar ekki foryst- unni og sigldu í land með stigin tvö sem í boði voru. ÍR-liðið er brothætt og sást það berlega í þessum leik þar sem Eirík- ur Önundarson náði sér ekki á strik í sókninni. Liðið má einfaldlega ekki við slíku, en margir leikmanna ÍR geta skorað mikið þegar sá gállinn er á þeim. En vandamálið er að ekki er gott að sjá hverjir eiga að bera liðið uppi á þessum vettvangi leiksins. Ei- ríkur, Eugene Christopher, Sigurður Þorvaldsson og Hreggviður Jónsson geta allir lokið sóknum liðsins en á lokakafla leiksins virtist sem enginn þeirra vissi hvert ætti að leita í sókn- arleiknum. Grindavíkurliðið er með Helga, Pál Axel og Darell Lewis sem sína að- almenn. Aðrir eru aðeins í hlutverk- um aukaleikara og skila sínu hlut- verki. Að þessu sinni var það munurinn á liðunum, því Lewis var langt frá sínu besta og fór útaf með 5 villur um miðjan 4. leikhluta. Guð- mundur Bragason var traustur en Bosko Boskovic á enn mjög langt í land á flestum sviðum. Keflvíkingar knúðu fram sigur í lokin Keflavík sigraði Tindastól á Sauð-árkróki, 92:82. Keflvíkingar eru þar með einir í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir topp- liðunum, KR og Grindavík. Heimamenn léku nú einn sinn besta leik í vetur, firnasterka vörn og góðar sóknir þar sem boltinn var látinn ganga og fljótlega náðu þeir að stöðva flestar sóknir gestanna og fyr- ir miðjan fyrsta leikhluta náðu þeir forystunni og héldu henni en á síð- ustu sekúndu náðu gestirnir að skora og komast einu stigi yfir. Í öðrum leikhlutanum héldu Tindastólsmenn áfram með sterka vörn og yfirvegaðar sóknir, náðu mest tíu stiga forystu en þetta mót- læti pirraði gestina sem léku mjög harðan leik og söfnuðu villum, en þeim til láns voru heimamenn veru- lega óheppnir í vítaskotunum og munar um minna. Gestirnir náðu þó að klóra í bakkann og í hálfleik skildu liðin sjö stig, 53:46. Keflvíkingarnir komu mjög grimmir til leiks og léku nú mjög sterka vörn. Um miðjan þriðja hluta náðu þeir að jafna og fram til loka hans skiptust liðin á að hafa forystu og skildu tvö stig í leikhléi, Keflvík- ingum í vil. Í lokahlutanum var barist í hverj- um bolta, gestirnir höfðu frumkvæð- ið en það var ekki fyrr en alveg á lokamínútunum sem þeir náðu að landa sigrinum og þar átti Damon Johnson stóran hlut að máli. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, sagði fyrir mestu að leik- urinn hefði unnist. „Við spiluðum ekki okkar besta leik en þeir áttu fín- an dag og það var raunar ekki fyrr en tvær mínútur voru eftir sem við sáum að við mundum hafa þetta,“ sagði Sigurður. Í liði Tindastóls áttu allir leikmenn ágætan dag, mest fór fyrir þeim Cook, Helga Rafni og Antropov, en Axel, Kristinn, Einar og Sigurður léku vel. Hjá Keflavík voru Edmund Sanders og Damon bestir en Sverrir Þór og Guðjón áttu góða spretti. Valsmenn stóðu í KR Neðsta lið deildarinnar, Valur, tóká móti toppliði KR í gærkvöldi að Hlíðarenda. Fyrirfram hefði mátt búast við auðveldum sigri gestanna en annað kom á daginn. KR vann sigur, 89:81, sem var langt því frá að vera auðveldur. Það var þó ekki margt í upphafi leiks sem benti til að KR myndi eiga í nokkrum vandræðum með heima- menn. Gestirnir voru sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og náðu 12 stiga forystu strax í upphafi annars leik- hluta. Darrell Flake var drjúgur und- ir körfunni fyrir KR og Ingvaldur Magni Hafsteinsson var heimamönn- um einnig erfiður. Þegar staðan var orðin 21:33 vöknuðu heimamenn til lífsins. Bjarki Gústafsson og Jason Pryor, nýi Bandaríkjamaðurinn hjá Val, fóru fyrir sínum mönnum og á skömmum tíma náðu Valsmenn að jafna leikinn 34:34. Heimamenn létu ekki þar við sitja heldur héldu áfram fullri keyrslu. Þegar flautan gall í lok annars leikhluta kom Ægir Hrafn Jónson Valsmönnum yfir með glæsi- legri flautukörfu og heimamenn gengu til búningsherbergja með for- ystu í hálfleik; 42:40. Spennan hélt áfram í upphafi seinni hálfleiks. Liðin skiptust á að hafa forystuna, og mikil spenna í leiknum. Valsmenn komust yfir 52:51, en þá urðu þáttaskil í leiknum. Darrell Flake tók leikinn í sínar hendur en Flake virtist geta skorað að vild án þess að leikmenn Vals kæmu nokkrum vörnum við. Undir lok þriðja leikhluta voru gestirnir í KR komnir með fimm stiga forystu. Þessa forystu létu þeir ekki af hendi, sigu hægt og bítandi fram úr og sigr- uðu að lokum með 8 stiga mun; 89:81. Darrell Flake átti frábæran leik fyrir KR. Hann skoraði 36 stig og tók 18 fráköst og áttu Valsmenn í mikl- um erfiðleikum með að hemja hann. Jason Pryor var atkvæðamikill hjá Val og skoraði á mikilvægum augna- blikum í leiknum. Bjarki Gústafsson stóð sig einnig með prýði. Haukar lögðu Njarðvíkinga í fjórða sinn HAUKAR eru með gott tak á Íslandsmeisturum Njarðvíkinga í körfu- knattleik og í Hafnarfirði í gærkvöldi unnu þeir þá í fjórða sinn í vet- ur – í þetta sinnið 94:77 eftir að gestirnir úr Njarðvík misstu móð- inn. Með sigrinum höfðu Hafnfirðingarnir sætaskipti og tóku fjórða sætið af gestunum en eftir sem áður eru KR-ingar efstir í deildinni ásamt Grindvíkingum en bæði lið unnu á útivelli eftir tvísýna leiki. Darrell Lewis, bandaríski leikmaðuri í leiknum gegn ÍR í Seljaskóla í gærkv urgöngu sinni og unnu, 79:74, og Stefán Stefánsson skrifar Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar Björn Björnsson skrifar Benedikt Rafn Rafnsson skrifar Bjarni og Pétur hættir TVEIR af reyndustu leikmönnum Grindvíkinga í körfuknattleik, Pétur Guðmundsson fyrirliði liðsins til margra ára og Bjarni Magn- ússon, munu ekki leika með liðinu það sem eftir er af tímabilinu. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari liðsins segir að Pétur hafi ekki náð sér af meiðslum í ökkla í vetur og ákveðið að hvíla sig til þess að fá bata. „Bjarni býr í Reykjavík og sá sér ekki fært að halda áfram vegna anna í vinnu. Að auki verður Guðlaugur Eyjólfsson ekki með í næstu leikjum en hann fór í aðgerð á dögunum. Í haust sleit Dagur Þórisson krossband og reif liðþófa í hné og verður ekkert með lið- inu í vetur,“ sagði Friðrik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.