Morgunblaðið - 17.01.2003, Síða 3

Morgunblaðið - 17.01.2003, Síða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 C 3  BRYNJAR Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar Fram, stjórnar meistaraflokksliði fé- lagsins í kvöld þegar það mætir Fjölni í Reykjavíkurmótinu í Egils- höll. Kristinn Rúnar Jónsson, þjálf- ari Fram, er á þjálfararáðstefnu á Kanaríeyjum og Jón Þ. Sveinsson aðstoðarþjálfari er einnig erlendis.  ZORAN Daníel Ljubicic, fyrirliði knattspyrnuliðs Keflavíkur, hefur gert nýjan samning við félagið til eins árs. Þórarinn Kristjánsson hef- ur samið við Keflvíkinga til tveggja ára og þessir tveir máttarstólpar úr liðinu fara því hvergi þótt það hefði fallið úr úrvalsdeildinni.  HAUKUR Ingi Guðnason, lands- liðsmaður úr Keflavík, er á förum til Austurríkis. Hann verður þar til reynslu hjá úrvalsdeildarliðinu Grazer AK.  STEFÁN Gíslason lék með Grazer AK til skamms tíma, en hefur nú rift samningi sínum við félagið og er kominn heim til Íslands. Stefán kom til Grazer AK í ársbyrjun 2002 en lék aðeins 6 deildaleiki með félaginu.  KIM Andersson, síðasti maðurinn sem Bengt Johansson valdi í sænska landsliðshópinn í handknattleik fyrir HM, gerði útslagið gegn Íslandi í Landskrona í gærkvöld. Andersson, sem er tvítugur, kom til leiks um miðjan síðari hálfleik og skoraði 3 mörk, lagði upp þrjú önnur með góð- um sendingum og krækti í vítakast.  BENGT Johansson, þjálfari Svía, sagði við Expressen að Íslendingar hefðu alls ekki verið svo slæmir í leiknum! Hann kvaðst hafa grætt heilmikið á viðureign þjóðanna og fengið svör við ýmsum spurningum.  ROBBIE Fowler hætti í gær við að ganga til liðs við enska knattspyrnu- félagið Manchester City og leikur því áfram með Leeds. Félögin höfðu samið um kaupverð, um 900 milljónir króna, Fowler hafði samið sjálfur við City og staðist læknisrannsókn hjá félaginu. Á síðustu stundu skipti hann um skoðun og sagðist vilja vera um kyrrt í Leeds.  PÁLMI Rafn Pálmason úr Völs- ungi og Bjarni Hólm Aðalsteinsson úr Fram fóru ekki til hollenska knattspyrnufélagsins Groningen fyrr í vikunni eins og til stóð. Vegna slæmra vallarskilyrða í Hollandi var för þeirra frestað til næstu mánaða- móta. Það verður önnur ferð þeirra til Groningen en þeir stóðu sig það vel þegar þeir voru þar til reynslu fyrr í vetur að Hollendingarnir vildu fá að skoða þá nánar.  DAINIS Rusko, lettneski lands- liðsmaðurinn í handknattleik hjá Gróttu/KR, leikur líklega ekki meira með liðinu í vetur. Rusko, sem missti af nær öllu síðasta tímabili eftir að hann sleit krossbönd í hné, meiddist í leik með landsliði Lettlands fyrir jólin. FÓLK Svíar byrjuðu mjög vel og komustí 3:0. Ísland jafnaði fljótlega, 5:5, og eftir það var leikurinn í járn- um til leiksloka. Staðan í hálfleik var 14:12, Svíum í hag, en íslenska liðið náði forystunni, 19:18, og aftur 22:21. Svíar náðu að svara með góðum kafla og komust í 25:23, og íslenska liðinu tókst ekki að jafna metin eftir það. Patrekur Jóhannesson skoraði síð- asta mark leiksins um leið og loka- flautið gall. „Ég get ekki annað sagt en að þetta hafi verið vel heppnaður loka- leikur hjá íslenska liðinu og það virð- ist vera tilbúið í slaginn í Portúgal,“ sagði Guðfinnur Kristmannsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari og leikmaður Wasaiterna í Svíþjóð, við Morgunblaðið en hann fylgdist með leiknum í sænska sjón- varpinu. „Vörnin var mjög góð, svipuð og í Evrópukeppninni í fyrra, og Guð- mundur Hrafnkelsson, sem stóð í markinu allan tímann, varði jafnt og þétt fyrir aftan hana. Sóknarleikur- inn var í lagi í heildina séð, mér fannst hann fullhægur á köflum en liðið lék mjög agað. Ólafur Stefáns- son var áberandi besti maður Ís- lands og átti stórleik, Sigfús Sigurðs- son lék mjög vel en flestir aðrir eiga meira inni, sérstaklega Patrekur Jó- hannesson. Það kom mér nokkuð á óvart að Guðmundur þjálfari gerði nánast engar breytingar á liðinu all- an tímann, hann keyrði á sömu mönnunum rétt eins og í mótsleik. Á meðan skiptu Svíarnir mikið og létu alla spila. Þeir lögðu þó greinilega áherslu á að ná Stefan Lövgren aftur í gang og hann lék nánast hvíldar- laust,“ sagði Guðfinnur. Liðið sem Guðmundur Þ. Guð- mundsson tefldi fram nær óbreyttu í sókninni allan tímann var þannig skipað að Guðmundur Hrafnkelsson var í markinu, Guðjón Valur Sig- urðsson og Einar Örn Jónsson í hornunum, Sigfús Sigurðsson á lín- unni og þeir Patrekur Jóhannesson, Aron Kristjánsson og Ólafur Stef- ánsson léku fyrir utan. Þeir Róbert Sighvatsson, Sigurður Bjarnason og Rúnar Sigtryggsson komu einnig við sögu, sem og Roland Eradze sem reyndi við eitt vítakast, en þeir Gúst- af Bjarnason, Snorri Steinn Guð- jónsson og Gunnar Berg Viktorsson komu aldrei inná. Dagur Sigurðsson hvíldi vegna meiðsla og Heiðmar Felixson vegna veikinda en hann hefur verið með flensu í tvo daga. Batamerki á öllum sviðum „Við vildum finna festu í uppstill- ingunni og skiptum því ekki mikið að þessu sinni. Þetta gekk í raun mjög vel, liðið spilaði í heild ágætlega og ég tel að við höfum tekið nokkur skref í rétta átt með þessum leik. Það voru batamerki á öllum sviðum, sérstaklega á varnarleiknum, en einnig náðum við ágætum hraðaupp- hlaupum og sóknin var snarpari en í síðustu leikjum. Það er auðvitað svekkjandi að tapa svona naumlega fyrir Svíum, við höfum ekki verið svona nálægt þeim í langan tíma og nýttum ekki góð færi á lokakafla leiksins,“ sagði Einar Þorvarðarson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, við Morgunblaðið. Gott útlit með Dag Þó Dagur Sigurðsson, fyrirliði, væri ekki með sagði Einar að útlit væri fyrir að hann væri búinn að ná sér af nárameiðslunum. „Dagur er orðinn verkjalaus og hefur verið með á tveimur æfingum hér í Svíþjóð. Við erum orðnir mjög bjartsýnir á að hann verði tilbúinn í fyrsta leikinn á HM á mánudaginn,“ sagði Einar Þorvarðarson. Íslenska liðið æfir í Landskrona í dag en fer til Portúgals á morgun og leikur sinn fyrsta leik í heimsmeist- arakeppninni gegn Ástralíu síðdegis á mánudaginn. Naumt tap gegn Svíum, 27:26 Tilbúnir í slaginn ENN einu sinni höfðu Svíar betur gegn Íslendingum þegar þjóðirnar mættust í lokaleik beggja fyrir heimsmeistarakeppnina í hand- knattleik í Landskrona í gærkvöld. Oftar en ekki hafa þeir unnið stóra sigra á íslenska liðinu, en að þessu sinni gat munurinn ekki verið minni. Svíar sigruðu, 27:26, eftir að íslenska liðið hafði tvíveg- is náð forystunni í síðari hálfleiknum. Ólafur Stefánsson átti stór- leik og skoraði 11 mörk en seint í leiknum varði Peter Genzel frá honum vítakast og það vó þungt þegar upp var staðið. Græn- lending- ar tapa GRÆNLENSKA landsliðið í hand- knattleik tapað fyrir franska efstu deildar liðinu Nimes, 21:20, í æfinga- leik í Marseille í fyrrakvöld. Staðan var 14:9, franska liðinu í vil, í hálfleik, en það er í 11. sæti af 14 liðum í frönsku deildinni. Grænlendingar eru í óða önn að búa sig undir þátttöku í heimsmeistara- mótinu í Portúgal sem hefst í næstu viku, en þar eru Grænlendingar í riðli með Íslendingum, Þjóðverjum, Portú- gal, Katar og Ástralíu. Grænlendingar áttu undir högg að sækja allan tímann í leiknum við Nimes, en þetta var síðasti æfinga- leikur Grænlendinga fyrir HM. Mörk Grænlendinga skoruðu Jakob Larsen, 5, Peter Sikemsen, 4, Rasmus Larsen, 3, Ingo Hansen, 3, Hans Peter Motz- feldt, 2, Niels Poulsen, 1, Hans Knud- sen, 1 og Carsten Olsen, 1. Morgunblaðið/Árni Sæberginn í liði Grindavíkur, gnæfir yfir aðra völdi. Grindvíkingar héldu áfram sig- g eru jafnir KR-ingum á toppnum. Reykjavíkurmótið í knattspyrnu A - riðill 21:00 KR - Leiknir R B - riðill 19:00 Fram - Fjölnir A - riðill 19:00 Þróttur R. - Léttir B - riðill 21:00 Fylkir - ÍR Fös. 17. jan. Egilshöll Sun. 19. jan. Egilshöll Sá leikmaður sem sýnir bestu tilþrifin fær verðlaun frá Pepsi Aðgangseyrir 500 kr. fyrir 16 ára og eldri. ÁSTRALÍUMENN hafa tilkynnt hverjir skipa landsliðshóp sinn á heimsmeistaramótinu í handknatt- leik í Portúgal, en íslenska landsliðið mætir því ástralska í upphafsleik sín- um í keppninni nk. mánudag. Aðeins eru 14 leikmenn í hópnum sem gefinn hefur verið út, en hvert landslið má tefla fram 16 leikmönnum á mótinu. Einn leikmanna ástralska liðsins, Taip Ramadani, leikur í Noregi. Hann spilar með hverfisliðinu Kjels- ås í Ósló, sem er langt frá því að hafa blandað sér í baráttu meðal fremstu handknattleiksliða Noregs. Aðrir eru á mála hjá félags- eða skólaliðum í Ástralíu. Fjórir leikmenn spila með Griffith University, þrír eru á mála hjá Macquarie University, tveir eru með Harbourside HC. Aðrir leika með Kjelsås í Noregi, White City Warriors, Hills HC, Canberra og Sydney University. Elsti leikmaður- inn er 35 ára en hinn yngsti er 21 árs. Tveir nýliðar eru í hópnum en sá sem er reyndastur á 50 landsleiki að baki. Landsliðsþjálfari Ástrala er Drag- an Marinkovic frá Júgóslavíu. Ástr- alía tók þátt í heimsmeistaramótinu í Egyptalandi árið 1999 og rak lestina af 24 þjóðum en þá fékk landsliðið sérstakt boð um að koma til mótsins vegna undirbúnings síns fyrir hand- knattleikskeppni Ólympíuleikanna í Sydney árið eftir. Þá ráku heima- menn einnig lestina og töpuðu öllum leikjunum með allnokkrum mun. Atkvæðamestu menn liðsins á HM í Egyptalandi eru enn í liðinu en það eru Milan Slavujevic, þrítugur miðju- maður, rétthenti hornamaðurinn Lee Schofield, rétthenta skyttan Sasa Sestic og áðurnefndur Ramadani, sem er línumaður. HM í Portúgal er í fyrsta skipti sem Eyjaálfa á rétt á að senda lið til þátttöku á HM. Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands, segist ekki óttast að Ástralar veiti Þjóðverjum mikið við- nám í viðureign þjóðanna á HM. Ástralar segja það vera markmið sitt að skora a.m.k. tíu mörk gegn sterkri vörn Þjóðverja. Einn Ástrali leikur í Noregi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.