Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 1
2003  LAUGARDAGUR 18. JANÚAR BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A TONY ADAMS: VEÐMÁLIN KOMA Í STAÐINN FYRIR ÁFENGI / B4 ARON Kristjánsson, hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Team Tvis Holstebro, en hann var einnig í viðræðum við Team Helsinge. Gengur Aron til liðs við félagið í sumar, en þá rennur núverandi samningur hans við Hauka út. Aron þekkir vel til í dönskum handknatt- leik því á árunum 1998–2001 lék hann með úrvals- deildarliðinu Skjern við góðan orðstír. Team Tvis Holstebro er á Vestur-Jótlandi og er sem stendur í 10. sæti af 13 liðum í dönsku úrvals- deildinni. Liðið er skipað ungum og efnilegum mönnum og hyggst styrkja sig með reyndari mönn- um fyrir næstu leiktíð og er samningurinn við Aron ein staðfesting þess. Á heimasíðu félagsins segir að það hafi gert Alexanders Petersons, leikmanni Gróttu/KR, tilboð vegna næstu leiktíðar sem hann hafi ekki svarað ennþá. Aron semur við Holstebro GYLFI Einarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, og samherji hans hjá Lilleström, Þjóðverjinn Uwe Rösler, lentu í miklum slagsmálum á æfingu liðs- ins. Peter Werni, vara- fyrirliði liðs- ins, þurfti að skilja þá fé- laga í sundur, en norska blaðið VG segir að sleg- ist hafi verið af hörku. Gylfi segir að slagsmál séu daglegt brauð á æf- ingum og vildi ekki gera mikið úr atvikinu. „Ég fór yfir strikið í þetta sinn en við Rösler höfum lagt þetta mál til hliðar. Auk þess vilja þjálf- arar liðsins að það sé kraftur á æfingum liðsins. Og allir vilja vinna þegar spilað er á æfingum,“ segir Gylfi við VG. Gylfi og Rösler slógust á æfingu Gylfi Einarsson GRÆNLENDINGAR, sem mæta Íslendingum í heimsmeist- arakeppninni í handknattleik í Portúgal á þriðjudaginn, unnu síðasta æfingaleik sinn áður en flautað verður til leiks á HM. Í fyrrakvöld mættu Grænlendingar franska liðinu Marseille í Marseille og unnu með fimm mörkum, 23:18, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 11:8. Kvöldið áður höfðu Grænlendingar tapað fyrir Nim- es, 21:20. Mörk grænlenska liðsins í leiknum við Marseille gerðu: Jak- ob Larsen 9, Niels Poulsen 4, Hans Peter Motzfeldt, fyrrver- andi leikmaður FH, 4, Rasmus Larsen 3, Carsten Olsen 2, Hans Knudsen 1. Grænlend- ingar unnu í Marseille Alls renna 22 millj. af þessumstyrkjum til hópíþrótta sem er aukning frá því áður hefur verið. Kemur þar m.a. til aukning á styrkjum frá Alþingi vegna hóp- íþrótta. Hæsti styrkurinn rennur til Handknattleikssambands Íslands, 12,5 millj. króna til undirbúnings vegna heimsmeistarakeppninnar sem hefst í Portúgal eftir helgina, en alls koma 14,2 millj. í hlut HSÍ þegar styrkir til landsliðs kvenna og unglingalandsliða eru teknir með í reikninginn. Þá fær Knattspyrnu- samband Íslands 5 millj. króna, og helmingur þess er eyrnamerktur landsliði kvenna. Körfuknattleiks- sambandið fær 2,9 millj. Fimm íþróttamenn halda áfram að fá svokallaðan A-styrk eins og á síðasta ári, en hann nemur 1.440.000 á ári. Þetta eru frjálsíþróttamenn- irnir Jón Arnar Magnússon, Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdótt- ir, júdómaðurinn Vernharð Þorleifs- son og Örn Arnarson, sundmaður. Alls fær Frjálsíþróttasamband Ís- lands styrki upp á rúmar 9 millj. króna en inni í þeirri upphæð eru styrkir til Jóns Arnar, Völu og Þór- eyjar. Þá fær Sundsambandið rúm- ar 5 millj. og Júdósambandið rétt rúmar 4 millj. Í þessum tölum eru styrkir Arnar og Vernharðs. Ellert segir að ástæða þess að hægt sér að úthluta hærri styrkjum nú en nokkru sinni fyrr sé aukinn styrkur Alþingis vegna hópíþrótta, góður stuðningur fyrirtækjanna í Ólympíufjölskyldunni, þ.e. Íslands- banka, Visa, Sjóvár/Almennra, Flugleiða og Austurbakka og bætt staða Afrekssjóðs vegna aukningar á hagnaði ÍSÍ af lottósölu en Af- rekssjóður fær 8% af lottóhagnaði ÍSÍ til ráðstöfunar. Þá komi veru- legt framlag frá Ólympíusamhjálp Alþjóðaólympíunefndarinnar einnig til góða. Þrátt fyrir meiri úthlutun styrkja en nokkru sinni fyrr þá dugir það ekki til þess að koma til móts við all- ar óskir sérsambandanna, að sögn Ellerts, því alls hafi þau sótt um styrki að upphæð 215 millj. að þessu sinni. Viðbótarstyrkjum verður úthlut- að í vor til þeirra sérsambanda sem senda íþróttamenn á Smáþjóðaleik- ana á Möltu, en ÍSÍ reiknar með að greiða á milli 60 og 70% af kostnaði vegna þátttöku í leikunum. Eins má búast við viðbótarúthlutun úr sjóð- unum í haust. Morgunblaðið/Sverrir Þórey Edda Elíasdóttir og Vala Flosadóttir ræða saman í stangarstökkskeppninni á Ólympíuleikunum í Sydney. Þær eru í A-styrktarflokki hjá Afrekssjóði ÍSÍ og þær hafa báðar sett stefnuna á ÓL í Aþenu 2004. Hæstu greiðslur ÍSÍ frá upphafi ÍÞRÓTTA- og ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) úthlutaði í gær 62 millj- ónum úr Afrekssjóði ÍSÍ, Afrekssviði ÍSÍ vegna Ólympíufjölskyldu ÍSÍ og Sjóði ungra og efnilegra íþróttamanna vegna þessa árs. „Þetta eru hæstu greiðslur sem úthlutað hefur verið frá upphafi í einu lagi úr þessum sjóðum og það er mikið gleðiefni,“ sagði Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, þegar úthlutun styrkjanna var kynnt í gær. Afreksmannasjóður ÍSÍ úthlutar 62 milljónum króna í styrki til sérsambanda ■ Styrkir frá ÍSÍ/B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.