Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 4
 MAREL Baldvinsson skoraði mark í sínum fyrsta leik í búningi belgíska knattspyrnufélagsins Lok- eren. Hann lék með varaliðinu gegn Genk í fyrrakvöld og gerði mark þess í 2:1 ósigri. Aðallið félaganna mætast í 1. deildinni á morgun en Marel verður væntanlega ekki í leik- mannahópi Lokeren í þeim leik.  STEFÁN Þórðarson er genginn til liðs við 1. deildarlið Víkings í knatt- spyrnu, en hann lék áður með því fyrir tveimur árum. Stefán, sem lengst hefur spilað með KA, lék með Val í úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum, var í herbúðum Skagamanna framan af síðasta tímabili en lék síð- an með ÍR í 1. deildinni seinni hlut- ann.  DAGNÝ Linda Kristjánsdóttr, Akureyri, vann FIS brunmót í Ha- fjell í Noregi í gær. Tími Dagnýjar var 1.16,98 mínútur og var 1,26 sek- úndum á undan næsta keppanda, Cathrine Meisingset frá Noregi.  SINDRI Már Pálsson, Breiðabliki, varð ellefti í dag í bruni á móti í Ha- fjell. Tími Sindra var 1.41,10 og var hann 2,32 sekúndum á eftir fyrsta manni sem að var Johnny Albertsen frá Danmörku.  STEPHAN Eberharter frá Aust- urríki, sigraði í gær í bruni á heims- bikarmóti sem fram fór í Wengen í Sviss. Daron Rahlves frá Bandaríkj- unum varð annar og heimamaðurinn Bruno Kernen þriðji. Þetta er fimmti sigur Eberharters á keppn- istímabilinu og er hann efstur í sam- anlögðum árangri á heimsbikarmót- unum, 25 stigum á undan Banda- ríkjamanninum Bode Miller sem varð sjötti í Wengen. Hermann Maier varð í 21. sæti. Hann fór rólega í brekkuna enda að- eins annað mótið sem hann tekur þátt í eftir 18 mánaða hlé vegna al- varlegra meiðsla.  SERGEI Rebrov er skyndilega orðinn eftirsóttur knattspyrnumað- ur eftir að hafa eytt rúmum tveimur árum á varamannabekknum hjá Tottenham. Fulham er í viðræðum við kappann og nú hefur verið upp- lýst að tyrkneska liðið Fenerbahce vilji gjarnan fá Úkraínumanninn í sínar raðir. Babb kom í bátinn í samningum Rebrovs og Fulham í gær og ber Rebrov því við að hann vilji ekki semja við félagið þar sem honum þyki Jean Tigana, knatt- spyrnustjóri liðsins, vera valtur í sessi.  ROBBIE Fowler segir að helsta ástæðan fyrir því að hann hætti við að fara í herbúðir Manchester City á síðustu stundu sé sú að hann eigi enn eftir að sanna sig sem leikmaður hjá Leeds.  PIOTR Swierczewski, fyrirliði pólska landsliðsins í knattspyrnu gengur að öllum líkindum frá samn- ingi við Birmingham um helgina.  SAM Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, fagnar því að markahrókur- inn Michael Ricketts er kominn á ný í lið sitt, eftir meiðsl – verður með gegn Charlton. Þá kallar hann á Guðna Bergsson, Bernard Mendy, Paul Warhurst og Bruno N’Gotty aftur í hópinn, en þeir voru ekki með er Bolton tapaði fyrir Sunderland í bikarleik í vikunni.  EKKERT félag hefur sýnt David Dunn, leikmanni Blackburn, áhuga en hann var settur á söluskrá fyrir nokkru. Dunn er meiddur um þessar mundir og því reiknað með að hann verði í herbúðum Blackburn a.m.k. fram á vor.  EDGAR Davids, leikmaður Juv- entus segist vera tilbúinn að semja um lægri laun við félagið að upp- fylltu einu skilyrði; að stjórnendur félagsins lækki einnig sín laun. Dav- ids segist hafa greint forráðamönn- um Juventus frá skoðun sinni. FÓLK Adams hefur sjálfur snúið viðblaðinu hvað notkun áfengis varðar en hann var á sínum tíma handtekinn vegna ölvunaraksturs en hinn virti varnarmaður segir að spil og veðmál séu það sem sé ríkjandi í umhverfi vel launaðra leikmanna á Englandi. „Veðmál og spilafíkn er eitthvað sem ensku liðin verða að taka á af al- vöru. Það eru tekin lyfjapróf af og til og allir vita hvort einhver sé úti að skemmta sér. Þeir sem eru haldnir fíkn í áfengi eða vímuefni geta nú leitað í spilavítin og náð adrenalíninu af stað á þann hátt.“ Hinn 36 ára gamli Adams er tals- maður félagssamtaka sem styðja við bakið á íþróttamönnum sem eiga í vanda vegna lyfja, áfengis eða spila- fíknar. Adams segir að spilafíkn komi niður á leikmönnum á sama hátt og misnotkun áfengis og vímuefna. „Margir leikmenn versla með veð- hlaupahesta og þar endar oftast með því að þeir veðja einnig á úrslit í veð- hlaupum. Það er hins vegar erfitt að sjá einkenni spilafíknarinnar, því menn þurfa ekki endilega að vera sjálfir í spilavítunum eða á veð- hlaupabrautinni. Menn geta nú setið við tölvuna heima hjá sér og veðjað þar án þess að nokkur taki eftir því,“ segir Adams. Eins og greint var frá á dögunum sagðist Eiður Smári Guðjohnsen að hann hefði tapað um 52 milljónum ísl. kr. á um hálfu ári í spilavítum. Eiður Smári kom fram í sviðsljósið í viðtali við dagblaðið The People og vildi vara ungt fólk við spilafíkninni. Fyrrverandi landsliðsmaður Íra, Tony Cascarino, sagði á dögunum að enskir landsliðsmenn hefðu spilað upp á háar fjárhæðir á meðan liðið dvaldi á heimsmeistarakeppninni í Surður-Kóreu og Japan sl. sumar. Cascarino segir að einn leikmaður liðsins hafi skrifað ávísun upp á um 4 millj. ísl. kr. til þess að gera upp sín mál við félaga sína í liðinu. Í gær var sagt frá því í blöðum í Englandi að Michael Owen, miðherji Liverpool, hafi varið sá sem varð að greið rúmar fjórar millj. í spilaskuld, sem hann tapaði á meðan HM fór fram – til Kieron Dyer, Robbie Fowler og Wayne Bridge. Enskir landsliðsmenn eru einnig nefndir til sögunnar er Kevin Keeg- an var landsliðsþjálfari er liðið tók þátt í EM árið 2000 í Belgíu og Hol- landi. Þar var mikið lagt undir í pók- erspili, og var ekki óvanalegt að pott- urinn sem spilað var um væri um 2 millj. ísl. kr. Sven Goran Eriksson, núverandi landsliðsþjálfari, sagði að hann ætlaði að breyta þessum venj- um sinna manna en samkvæmt heim- ildum Cascarino hefur lítið breyst. Hollenski landsliðsmaðurinn Ruud van Nistelrooy lét þau orð falla á dögunum að mikið væri spilað á ferðalögum liðsins en talsmaður Manchester United segir að aðeins sé um að ræða lágar upphæðir. Tveir fyrrverandi félagar Tony Adams hjá Arsenal og enska lands- liðsins – Kenny Sansom og Paul Mer- son voru spilafíklar og sagði Merson sögu sína í blöðum. Tony Adams, fyrrverandi fyrirliði tvöfaldra meistara Arsenal, um spilafíkn Reuters Tony Adams, fyrirliði Arsenal, fagnar bikarmeistaratitlinum 2002 eftir sigur á Chelsea í Cardiff, 2:0 – Eiður Smári Guðjohnsen og Frank Lampard verða að játa sig sigraða. „Veðmálin koma í stað áfengis“ TONY Adams, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins og Arsenal, segir að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafi snúið sér að spila- vítum og veðmálum í auknum mæli á undanförnum árum þar sem félagsliðin hafi tekið verulega á sínum málum hvað varðar áfengis- drykkju leikmanna sem og fíkniefnanotkun þeirra. Peninga- verðlaun í fyrsta sinn á HM Á HM í handknattleik, þar sem flautað verður til leiks í Portúgal á mánudaginn, verða í fyrsta sinn á heims- meistaramóti veitt pen- ingaverðlaun. Þær þjóðir sem hafna í þremur efstu sætunum skipta á milli sín 100.000 Bandaríkjadölum sem jafngildir um 8 millj- ónum króna. Heimsmeistararnir fá í sinn hlut 50.000 dali sem eru um 4 milljónir króna. Silfurliðið fær 2,4 milljónir og bronsliðið 1,6 milljónir króna. Peningaverðlaun á EM Á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð fyrir ári voru í fyrsta sinn veitt verðlaun á stórmóti í handknattleik. Svíar, sem hömpuðu Evr- ópumeistaratitlinum fengu í sinn hlut 3,5 milljónir króna, Þjóðverjar, sem höfnuðu í öðru sæti, fengu 2,7 milljónir, Danir 1,8 milljónir og Íslendingar, sem lentu í fjórða sætinu, fengu 900.000 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.