Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 B 3 Framkvæmdastjóri Golfklúbbur Oddfellowa og Golfklúbburinn Oddur óska eftir að ráða framkvæmdastjóra til að sjá um allan daglegan rekstur golfklúbbanna. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi þekkingu og færni í bókhaldi og rekstri félagasamtaka, auk grundvallarþekkingu á golfíþróttinni. Skriflegum umsóknum, sem til greini menntun reynslu og launakröfur, sé skilað á auglýsingadeild Morgunblaðsins eigi síðar en 24. janúar 2003, merktum “G—13214” FÓLK  ÓLAFUR Adolfsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður með ÍA um árabil, hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildarliðs Skallagríms í Borgarnesi. Ólafur, sem er 35 ára, lék með Víkingum í 1. deildinni síðasta sumar en spilaði þar á undan með FH og hann lék með Víkingi í Ólafsvík og Tinda- stóli áður en hann gekk til liðs við Skagamenn. Lið Skallagríms féll í 3. deild síðasta sumar, en það lék í úrvalsdeildinni 1997.  GRAHAM Taylor, knattspyrnu- stjóri Aston Villa, sagði á heima- síðu félagsins í gær að enn væri langt í land með að semja við Real Betis um Jóhannes Karl Guðjóns- son, landsliðsmann. „Við eigum eft- ir að ræða málin ítarlega við Real Betis en Jóhannes er aðeins 22 ára gamall og vel þess virði að við skoð- um málið mjög vel,“ sagði Taylor, sem áður hefur keypt íslenskan leikmann; Heiðar Helguson til Watford.  TAYLOR sagði ennfremur að lík- legast væri að Villa reyndi að fá Jóhannes leigðan út tímabilið, með forkaupsrétt að því loknu. Hann reiknaði með því að Real Betis vildi að kaupverðið yrði ákveðið áður en skrifað yrði undir leigusamninginn.  UNGMENNALANDSMÓT UMFÍ verður haldið í Ísafjarðarbæ um næstu verslunarmannahelgi. Vestfirðingum var úthlutað mótinu eftir atkvæðagreiðslu í stjórn UMFÍ í gær en Eyfirðingar voru þeirra skæðustu keppinautar og hugðust halda mótið á Dalvík.  KRISTINN Tómasson, fyrrver- andi leikmaður Fylkis, skoraði í sínum fyrsta mótsleik með knatt- spyrnuliði Fram í gærkvöld. Fram- arar unnu þá nauman sigur á 2. deildarliði Fjölnis, 2:1, í Reykjavík- urmótinu í Egilshöll og skoraði Kristinn fyrra mark Fram þegar komið var fram í síðari hálfleik.  LEIKNISMENN, sem leika í 3. deild, komu verulega á óvart með því að gera jafntefli, 3:3, við Ís- landsmeistara KR í líflegum leik í Egilshöll í gærkvöld. Sigurður Ragnar Eyjólfsson skoraði tvö marka KR en Breiðhyltingar voru yfir á 20 mínútna kafla í síðari hálf- leiknum.  WAYNE Rooney, sem af mörgum er talinn efnilegasti knattspyrnu- maður Englands um þessar mund- ir, skrifaði í gær undir samning við Everton til ársins 2006. Rooney er nýorðinn 17 ára og hefur slegið í gegn með liðinu í úrvalsdeildinni.  REIKNAÐ er með að Gabriel Batistuta gangi frá samningi á næstu dögum við Inter Mílanó og leiki með félaginu a.m.k. út leiktíð- ina. Takist landsliðinu að tryggja sérfarseðil á Ólympíuleikana í Aþenu á heimsmeistaramótinu í Portúgal, sem framundan er fær HSÍ aðra greiðslu úr sjóðum Alþjóða Ólympíunefndarinnar til undirbún- ings fyrir leika. Reiknað er með að sá styrkur verði a.m.k. jafnhár þeim sem sambandið fékk í fyrra. Eftirtalin sérsambönd fengu einn- ig styrki úr sjóðum Afrekssjóðs ÍSÍ í gær. Frjálsíþróttasambandið fékk 9.040.000 kr., Sundsambandið 6.970.000, Knattspyrnusamband Ís- lands 5 milljónir, Badmintonsam- bandið 4.335.000 kr., Júdósambandið 4.030.00 kr., Fimleikasambandið 3.455.000 kr. Í hlut Körfuknattleiks- sambandsins komu 2,9 milljónir kr., Skíðasambandið fékk 2.275.000 kr., Golfsambandið 2.075.000 kr., Tenn- issambandið 1.070.000 kr., Borð- tennissambandinu féllu í skaut 1.005.000 kr., Íþróttasamband fatl- aðra fékk 1.000.000 kr., Taekwondó- sambandið 990.000 kr., Landssam- band Hestamannafélaganna 800.000 kr., Dansíþróttasambandið 600.000 kr., Keilusambandið 475.000 kr., Skautasambandið 440.000 kr., skylminganefnd ÍSÍ 210.000 kr., Siglingasamband Íslands 140.000 kr. Auk þessa greiðir Afrekssjóður ÍSÍ 250.000 kr. í tryggingar íþrótta- manna og ein milljón króna á að renna til fagteymis vegna íþrótta- manna. Samtals koma rúmar 43 milljónir kr. úr Afreksmannasjóði ÍSÍ, 8,5 milljónir renna úr sjóðum Ólympíu- fjölskyldunnar og 10,7 milljónir úr sjóði sem sérstaklega er ætlað að styðja við bakið á ungu og efnilegu íþróttafólki. HSÍ fékk hæsta styrkinn frá ÍSÍ TUTTUGU sérsambönd innan ÍSÍ skipta á milli sín rúmlega 62 milljónum króna sem komu til úthlutunar í gær. Hæsti styrk- urinn er til Handknattleikssambandsins (HSÍ) 14,2 milljónir króna. HSÍ fékk 100.000 Bandaríkjadali, um 8 milljónir króna í styrk frá Alþjóða Ólympíunefndinni vegna góðs árangurs á Evr- ópumótinu í handknattleik í fyrra. Það eru gömul sannindi að heima-völlurinn skiptir miklu máli í þessum leikjum og það er mitt mat að Snæfell og Kefla- vík muni leika til úr- slita í Laugardals- höllinni hinn 8. febrúar,“ sagði Reynir og taldi læri- sveina Bárðar Eyþórssonar tilbúna í slaginn gegn brothættu liði Hamars. „Snæfell hefur á að skipa góðu liði, einstaklingsframtakið er ekki áber- andi í því liði og ég tel þeir vinni leik- inn. Bandaríkjamaðurinn Clifton Bush er mikill vinnuþjarkur undir körfunni líkt og Hlynur Bæringsson. Þar mun liðið herja á Hamarsmenn, sem að vísu hafa fengið Keith Vassell í lið með sér, en ég tel að það sé ekki nóg. Vassell er góður leikmaður, smitar út frá sér baráttu og sjálfs- trausti. En hann mun ekki bera Hamarsliðið á herðum sér í gegnum þennan leik. Pétur Ingvarsson þjálf- ari Hamars þarf að búa til betri liðs- heild, þar sem liðið lék ekki vel fyrir áramót. Tilkoma Vassells mun hjálpa til við það og kannski koma þeir öllum á óvart,“ sagði Reynir en leikurinn fer fram á sunnudag kl. 19.15. Hamar lék til úrslita um bikar- meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins árið 2001er liðið tapaði gegn ÍR. „Damon er bestur í svona leik“ Reynir var einnig nokkuð viss um að Keflvíkingar leggi ÍR að velli í hinni undanúrslitarimmunni sem fram fer í dag kl. 16. „Það gerist hjá mörgum liðum að þau brotna saman við það eitt að keyra inn í Reykjanesbæ. ÍR er eitt þessara liða sem hefur lent í slíku enda man ég ekki eftir því að Kefla- vík hafi átt í vandræðum með ÍR á heimavelli sínum. Keflavík er með allt til alls og með tilkomu Edmunds Saunders ætti liðið að vera enn sterkara. En ég hef aðeins séð til Saunders í troðkeppni í stjörnuleik- num á dögunum og get því ekki dæmt um hvernig leikmaður hann er. Damon Johnson er eins og allir vita bestur í svona leikjum. ÍR-ingar hafa ekki verið nógu stöðugir í sínum leik, en í þeirra liði eru mjög góðir einstaklingar sem enn eiga eftir að stilla saman strengi sína sem liðsheild. Þar má nefna Sig- urð Þorvaldsson, Eirík Önundarson og Bandaríkjamanninn Eugene Christopher. Sigurður og Eiríkur eru í landsliðsklassa og Christopher getur hrokkið í gang. Ég verð einnig að minnast á framherjann Ómar Sævarsson sem er ótrúlega duglegur frákastari þrátt fyrir að vera ekki með stærstu mönnum liðsins. Ég spái því að Keflavík og Snæfell mæt- ist í bikarúrslitaleiknum sem fram fer 8. febrúar í Laugardalshöllinni, “ sagði Reynir. Morgunblaðið/Jim Smart alltaf sterkur í þýðingarmiklum leikjum. Hér á hann í höggi við Vals- rsson í leik liðanna í úrvalsdeildinni fyrr á þessu tímabili. Reynir Kristjánsson spáir því að Kefla- vík og Snæfell mætist í úrslitaleiknum ÍR brotnar saman á leiðinni til Keflavíkur FJÖGUR lið stefna að því að komast í úrslit bikarkeppni KKÍ og Doritos en undanúrslitaleikir keppninnar fara fram um helgina. Í keppni karlaliða verður leikið í Stykkishólmi þar sem Snæfell fær Hamar úr Hveragerði í heimsókn. Keflvíkingar glíma hins vegar við lið ÍR á heimavelli sínum. Þess má geta að Snæfell og Keflavík léku til úrslita fyrir áratug og er það í eina skiptið sem Snæfell hefur komist alla leið. Reynir Kristjánsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs Hauka, velti fyrir sér möguleikum liðanna og að hans mati er líklegt að Snæfell fái tækifæri til þess að hefna fyrir stóra tapið gegn Keflavík árið 1993. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson Keflavíkurstúlkur komu mun grimmari til seinni hálfleiks en heimastúlkur og náðu góðum tökum á leiknum. Munurinn jókst jafnt og þétt þannig að í lok þriðja leikhluta var staðan orðin 57:43 fyrir gestina og útlitið dökkt hjá heimastúlk- um. Þær náðu þá góðum kafla og voru til alls líklegar, minnkuðu muninn niður í fimm stig, 56:61. Gestirnir voru orðnir órólegir en þá kom mikilvæg karfa frá Kristínu Blöndal, Keflavíkurliðið hrökk í gírinn og rúllaði yfir heimastúlkur til loka leiks. Bestar í liði gestanna voru þær Sonja Ortega og Birna Valgarðsdóttir sem spiluðu frábærlega báðar í annars mjög sterku liði Keflavíkur. Hjá heimastúlk- um var Denise Shelton langbest en aðr- ar sýndu ekki sparihliðarnar. ur eru með langbesta kvennaliðið í ættu til Grindavíkur í gærkvöld og sigr- igum heimastúlkna, og tryggðu sér keppninni, gegn ÍS eða Haukum. urstúlkur af í lokin ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.