Morgunblaðið - 24.04.2003, Qupperneq 2
2 C FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Um þessar mundir er starfs-hópur að vinna leiðbein-ingar um nýrætkun ogmeðferð skóga. Þessi
vinna er unnin í framhaldi af ályktun
sem gerð var á aðalfundi Skógrækt-
arfélags Íslands í Reykholti í haust.
Jón Geir Pétursson skógfræð-
ingur er í forsvari fyrir starfshóp
þennan.
„Í hópi þessum er Sigurður Magn-
ússon frá Náttúrufræðistofnun Ís-
lands, Arnór Snorrason og Brynjar
Skúlason frá Skógrækt ríkisins,
Trausti Baldursson frá Umhverf-
isstofnun, Sherry Curl frá Lands-
hlutabundnum skógræktarverk-
efnum, Einar Þorleifsson frá
Fuglaverndunarfélaginu, Heiðrún
Guðmundsdóttir frá Landvernd,
Agnes Stefánsdóttir frá Fornleifa-
vernd ríkisins. Frá Skógræktar-
félagi Íslands er ég fulltrúi ásamt
Þuríði Ingvadóttur og Einari Gunn-
arssyni.
Þarna fer fram mjög umfangs-
mikil vinna í þeim skilning m.a. að
hún tekur til fjölmargra þátta, svo
sem landvals til skógræktar þar sem
á að greina hvar á að rækta skóg og
hvar ekki. Síðan ætlum við að veita
nokkuð ítarlegar leiðbeiningar um
nýræktun og meðferð skóga þannig
að sú ræktun geti verið sem mest í
sátt við umhverfið.“
Er því ekki þannig varið núna?
„Það má segja að svona leiðbein-
ingar hafi vantað. Nú eru áform um
að auka mjög skógrækt í landinu og
þá er orðið tímabært að ítarlegar
leiðbeiningar um það efni séu settar
fram.“
Kemur skógrækt við t.d. forn-
leifaþátt?
„Já, í landinu eru ógrynni forn-
minja og þeir sem rækta skóg vilja
að sjálfsögðu taka tilliti til þeirra því
þær viljum við varðveita, leiðbein-
ingarnar taka til þess hvernig eigi að
varðveita fornminjar og hvar er
hægt að leita sér upplýsinga hvað
telst til fornminja.
Eins erum við líka með þessu að
gera fólk meðvitað um hluti eins og
fornminjar, það er ekki fyrirliggj-
andi alls staðar þekking á hvar þær
er að finna og hverjar þær eru, við
ætlum m.a. að gefa leiðbeiningar um
hvernig á að tilkynna um fund forn-
minja ef til slíks kemur.“
En stafar fuglum einhver hætta af
skógrækt?
„Skógrækt hefur veruleg áhrif á
lífríkið. Þannig getur skógrækt haft
áhrif á fuglalífið. Þau áhrif geta verið
mismunandi á mismunandi fuglateg-
undir. Til þess að fyrirbyggja það að
skógræktin hafi óæskileg eða slæm
áhrif á fuglalífið þá viljum við draga
fram þá þætti sem geta stuðlað að
því að svo verði ekki. Sérstaklega
tengist það umræðum um röskun á
votlendi.“
Verða í þessum leiðbeiningum
beinar ráðleggingar hvað varðar
skógrækt?
„Það er meiningin að þarna verði
settar fram leiðbeiningar sem geta
gagnast öllum þeim sem stunda
skógrækt á Íslandi, hvort sem hún
verður í stórum eða smáum stíl.“
Hvað ber helst að varast?
„Það eru margir þættir sem tengj-
ast skógræktinni sem við viljum að
fólk hafi í huga, hlutir eins og teg-
undasamsetning, jarðvinnsla, að
hugað sé að jöðrum skóganna, aðlög-
un þeirra að landslagi, efnanotkun,
auk þátta eins og fornminja, sem
fyrr gat, og lífríki.“
Hvernig miðar þessu starfi?
„Því miðar ágætlega, stefnt er að
því að leiðbeiningarnar komi út fyrir
næsta aðalfund Skógræktarfélags
Íslands sem fyrirhugaður er í lok
ágúst í Varmahlíð í Skagafirði.“
Á þessi vinna sér fyrirmynd er-
lendis frá?
„Já. Við höfum sérstaklega litið til
reynslu frá Bretlandseyjum. Ástæða
þess er sú að þar hefur verið und-
anfarna áratugi stunduð umfangs-
mikil skógrækt á stöðum sem áður
voru skóglausir. Þess vegna er mun
meira á því að græða að afla upplýs-
inga þaðan en frá Norðurlöndum þar
sem unnið er meira í því að nýta þá
skóga sem fyrir voru. Á Bretlands-
eyjum eru hins vegar svæði þar sem
aðstæður eru hvað líkastar okkar.“
Hafa menn þar gert greinagóðar
leiðbeiningar fyrir sitt fólk að fara
eftir?
„Já, þar hafa menn sett fram mjög
greinagóðar leiðbeiningar, bæði í
prentuðu máli og á Netinu til að
skoða og fara eftir. Við stefnum að
því að gefa okkar leiðbeiningar út
bæði í bæklingi og á Netinu.“
Nú er þessi starfshópur mjög víð-
tækur ef svo má segja, er það mik-
ilvægt til framgangs þessu verkefni?
„Já, það er afar mikilvægt að að
þessari vinnu komi bæði opinberar
stofnanir og frjáls félagasamtök.
Með þessu móti næst „þverfagleg“
nálgun að viðfangsefninu, ef svo má
segja. Líka ber þess að geta að til
stendur að senda leiðbeiningarnar til
umsagnar enn fleiri hagsmunaaðila
en þeirra sem aðild eiga að umrædd-
um starfshópi.“
Eru þið í þessum leiðbeiningum að
hafa skoðanir á hvað á að rækta og
hvar?
„Við erum í þessari vinnu að veita
leiðbeiningar innan ramma núgild-
andi laga og reglugerða um skóga og
skógrækt. Hún tengist mörgum
lagasetningum eins og skipulags-
lögum, náttúruverndarlögum og
skógræktarlögum. Þessi starfs-
hópur er fyrst og fremst að veita
leiðbeiningar um hvað beri að varast
við skógrækt en ekki að leggja beint
mat á ákveðin landsvæði. Við höfum
hins vegar unnið að því að afla okkur
allra fyrirliggjandi heimilda hvað
varðar þetta málefni þannig að þær
séu aðgengilegar á einum stað.“
Leiðbeiningar um
nýræktun skógar
Jón Geir Pétursson skógfræðingur ásamt Margréti Guðjónsdóttur frá Dals-
mynni, skógræktarfrömuði á Snæfellsnesi.
Skóga landsins ber að fella að landslaginu eins og kostur er. Gott dæmi um það er skógurinn á Mógilsá í Kollafirði sem fellur vel að landslaginu í Esjuhlíðum.
Skógrækt e r mörgum hug le ik in en það e r marg t sem
teng is t henn i sem fó lk þar f að v i ta áður en haf is t e r
handa. Jón Ge i r Pétu rsson skógf ræðingur e r í fo rsvar i
f y r i r s ta r fshóp sem er að semja le iðbe in ingar um ný -
ræktun og meðferð skóga.
Leiðbeiningar vinnuhópsins eiga að gagnast öllum þeim sem stunda skógrækt í landinu. Myndin er úr Hamrahlíðar-
skógi Skógræktarfélags Mosfellsbæjar.
Ný ræktun
Umsjón og viðtöl: Guðrún Guðlaugsdóttir