Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fuglar, einkum mávar, erumikið vandamál við Keflavík-urflugvöll og ógna þar flug-öryggi. Vegna þessa hefur verið reynt að koma í veg fyrir fugla- varp á þessu svæði. Mávar verpa þar sem þeir sjá frá sér. Með því að koma upp gróðri sem byrgir þeim sýn má koma í veg fyrir varp þeirra. Þetta hefur sýnt sig að koma að gagni. „Árið 1997 var byrjað á verkefni sem byggðist á því að koma upp sjálfbærum gróðri sem samanstæði einkum af háum grastegundum og lúpínu til þess að fá mávana til að verpa annars staðar,“ segir Guð- mundur Örn Jónsson, verkfræð- ingur hjá umhverfisdeild Varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli. „Svæðið sem sáð var í er 660 hekt- arar, sem er helmingi stærra en Breiðholtið og Seljahverfi sam- anlagt. Varnarliðið hefur ráðið verk- taka sem hafa dreift á megnið af þessu svæði búfjáráburði, samtals um 18 þúsund tonnum, grasfræi og lúpínufræi. Svæðið sem sáð er í er umhverfis flugbrautirnar en gróð- ursetningin er mislangt á veg komin. Þar sem vel sprettur hefur komið í ljós að mávurinn verpir ekki en aðrar varnir hafa líka verið teknar upp, svo sem að hræða fuglinn með hræðslu- hljóðum máva og hvellum og skjóta hann, þannig að erfitt er að fullyrða að árangurinn sé einungis vegna uppgræðslunnar. Gallinn við þær að- ferðir að hræða fugl og skjóta hann er sá að fuglinn lærir á þetta og það hættir þar með að verða að því gagni sem þarf. Loks ber að nefna að stutt hefur verið við viðgang refa á Keflavík- urflugvelli, mávar hræðast refi og verpa ekki í nágrenni við refagreni. Samhliða þessari uppgræðslu sem fyrr var nefnd hefur verið unnið að skógræktarverkefni þar sem reynt er að finna út hvaða tegundir trjáa vaxa á þessu svæði. Þær mætti svo nota í framtíðinni bæði til að fæla máva frá varpi á svæðinu og einnig bæta skjól. Hliðarvindurinn þar hef- ur oft verið til vandræða fyrir flug- vélar og góð skjólbelti gætu minnkað hann. Að þessu tilraunaverkefni í skóg- rækt hafa komið aðrir aðilar en Varnaliðið, m.a. Skógrækt ríksisins og Gróður fyrir fólk í landnámi Ing- ólfs. Innan girðingar þreifst helst jarðlægur einir „Þrátt fyrir að landið hefði verið friðað með girðingu fyrir alllöngu áð- ur en þessar tilraunir hófust var mik- ið rof í landinu og fátt þreifst þar nema jarðlægur einir. Menn höfðu áhyggjur af að erfitt yrði að koma þarna upp trjágróðri. Helstu þrösk- uldar voru hvað jarðvegurinn er rýr eftir margra alda áníðslu og hins vegar skortir fræbanka fyrir fjöl- breyttari gróður,“ sagðir Aðalsteinn Siggeirsson hjá Skógrækt ríksins sem fyrir hönd Rannsóknarstöðv- arinnar á Mógilsá hefur komið að þessari skógrækt á Miðnesheiði. „Við gerðum þarna 1998 stærstu samanburðartilraun á víðiklónum sem gerð hefur verið á Íslandi. Tók- um rúmlega 100 bestu klónin fyrir Suðurland og reyndum þau í fyrsta sinn á þessum stað. Megnið af þessu var alaskavíðiklón, en einnig 30 klón af tegund sem heitir jörvavíðir sem líka er frá strönd Alaska og einnig mörg innlend víðiklón, m.a. af gulvíði og loðvíði. Sunnlenskt birkikvæmi reynist vel Um leið gerðum við nokkrar til- raunir í nágrenninun með birki- kvæmi til að sjá hvort eitthvert alveg sérstakt efni þyrfti að nota við þess- ar aðstæður, – opið úr öllum áttum, skjólleysi og særok, og það sýndi sig raunar að allt þetta var ekki svo mik- ið vandamál, það var hægt að koma til birki þarna, lausnin var að bera vel á eða að setja niður lúpínufræ til þess að láta lúpínurnar bæta jarð- vegsskilyrði. Lúpínan er merkileg planta. Til gamans má geta þess að í nýlegri stefnumótun Skógræktar ríkisins var haft við orð að við ættum að hafa að leiðarljósi að hegða okkur eins og „dugmikill frumherji í plönturíkinu sem bætir jarðveg en hopar svo“. Skógræktin á að búa í haginn fyrir aðra en draga sig svo fremur í hlé. Þá má geta þess að á Miðnesheiði voru einnig gerðar ýmiskonar rækt- unartilraunir með fleiri tegundir og með ræktunartæknilegar aðferðir og allt gerðist þetta árið 1998. Mælingar dr. Dennis Riege Síðan höfum við gert mælingar á viðgangi trjágróðursins þarna og í haust gerði dr. Dennis Riege einnig mælingar á gróðrinum þarna. Það var komið að því að niðurstöður af öllu saman vantaði. Dr. Riege er skógarvistræðingur að mennt með doktorsgráðu frá háskólanum í Washington í skógarvistfræði. Hann hafði einmitt verið að vinna að til- raunum við að koma trjágróðri á legg við aðstæður sem þar eru taldar erfiðar, þ.e. í regnskóginum. – T.d. á gömlum og yfirgefnum túnum þar sem erfitt var að fá tré til að þrífast. Við sóttum eftir samstarfi við um- hverfisdeild Varnarliðsins til að fá fjármagn til þess að standa straum af þessari vinnu. Í framhaldi af því Sitkagreni í sambýli við lúpínu á Miðnesheiði. Lúpínubreiða á Miðnesheiði. Svæðið á Keflavíkurflugvelli sem gróðursett hefur verið í, borið á einu sinni en á svo að bjarga sér sjálft án frekari áburðargjafar. Rauð svæði sýnir gras og lúpínur, uppgræðslu eftir eitt ár. Græn svæði eru auðn. Þetta er infrarauð mynd en slíkar myndir sýna blaðgrænu rauða. Jörvavíðir reynist mjög vel á Miðnesheiði Morgunblaðið/Sverrir F.v. Aðalsteinn Sigeirsson, dr. Dennis Riege og Guðmundur Örn Jónsson. Á Miðneshe ið i e r ve r ið að rækta lúp - ínu t i l þess að varna mávavarp i sem ógnar f lugörygg i og gera skógrækt - a r t i l raun i r. Guðmundur Örn Jónsson verk f ræðingur, Aða ls te inn S igge i rs - son skógf ræðingur og d r. Denn is R iege skógarv is t f ræðingur ræddu um þessar t i l raun i r sem umhver f is - de i ld Varnar l iðs ins s tendur að en í þe im s íðarnefndu á Skógrækt in e inn ig s tó ran þát t . Skógræktar t i l raun i r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.