Morgunblaðið - 24.04.2003, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 C 7
bauð dr. Dennis Riege fram sína
starfskrafta. Hann hefur dvalið hér á
landi með konu sinni sem er lyfja-
fræðingur og séð hefur um lyfsölu
fyrir herinn undanfarið ár. Dr. Riege
vildi leggja út nýjar tilraunir, skoða
möguleika á jarðvinnslu, – að koma
skógi á legg inni í lúpínubreiðunum,
breyta þeim í skóg. Það er ekki ann-
að að sjá en þær tilraunir hafi komið
vel undan vetri. Niðurstöðurnar sem
dr. Riege mældi í víðiklónarannsókn-
unum komu okkur að nokkru leyti
skemmtilega á óvart. Það er greini-
lega mikill fjöldi góðra og hraðvax-
inna víðiklóna sem geta þrifist þarna
og raunar mikið betur en sá efnivið-
ur sem við þekkjum og notum á Suð-
urlandi. Um 40 til 50 víðiklón reynd-
ust betur en algengustu víðiklón sem
eru algengust í ræktun t.d. í Reykja-
vík og á Suðurlandi um þessar mund-
ir. Sérstaklega reyndist jörvavíð-
irinn vel. Hann lifir vel, vex vel, eina
skilyrðið er að borið sé vel á því jarð-
vegurinn er sem fyrr sagði óskap-
lega rýr þarna. Engin sérstök vanda-
mál hafa komið upp ennþá hvað
sjúkdóma snertir og til stendur að
nota margar tegundir klóna til þess
að draga úr áhættu á að slíkt komi
upp. Reynslan af þessum tilraunum
á Miðnesiheiði ætti að nýtast vel öll-
um íbúum Suðurnesja og sjáv-
arplássa þar sem svipuð skilyrði eru,
þ.e. þar sem vindasamt er og sjáv-
arrok mikið. Þarna er komið áhuga-
vert efni til að vinna við frekar.“
Staðfest að leiðin til þess
að rækta skóg á rýru landi er
að planta þar lúpínu fyrst
Dr. Dennis Riege var spurður
hvort eitthvað við þessar rannsóknir
og niðurstöður hefði komið honum
verulega á óvart?
„Þær komu mér á óvart að því
leyti að lúpínurnar hafa vaxið hraðar
en ég hefði átt von á. Það er í raun
verið að nota lúpínur þarna sem
fóstrur, annars vegar til að skýla
plöntunum og hins vegar til að næra
þær. Nú hefur það verið staðfest að
leiðin til að fá skóga á svona svæði er
að byrja á lúpínurækt,“ svaraði dr.
Riege.
„Lúpínan vinnur köfnunarefni úr
loftinu og er því mikilvæg til að bæta
vaxtarskilyrði fyrir aðrar plöntur á
rýru landi. Til eru fleiri tegundir lúp-
ínu en alaskalúpínan sem gætu
reynst gagnlegar að þessu leyti og
fleiri belgjurtir skyldar henni og svo
elritegundir gætu líka verið heppi-
legar til ræktunar á svona landi, þær
eru skyldar birki og líkjast því. Fyrir
um 6 árum var gerð tilraun til að sá
birkifræi á mel einum þarna nálægt.
Tveimur árum síðar var árangurinn
skoðaður en ekki fundust þá nein
merki um birkiplöntur. En nú í
fyrrasumar sáum við að mikið er nú
að koma upp af þessu birkifræi,
þetta gerist hægt vegna þess að jarð-
vegurinn er rýr en þetta sýnir að
birki getur komist upp af fræi, það er
ekki veðurlag sem hamlar því heldur
miklu frekar skortur á birkifræi. Það
birki sem er að komast þarna á legg
gæti í framtíðinni átt eftir að sá sér
víðar á þessu svæði og mynda sjálf-
sprottna skóga. Nokkur munur
reyndist vera á milli birkikvæma
sem sem gróðursett voru í fyrr-
nefndri tilraun fyrir fimm árum.
Best reyndust kvæmi sem komu af
sunnanverðu landinu, aðeins verr
hafa hin norðlensk kvæmi reynst.
Borinn var áburður á þegar gróð-
ursetning fór fram en greinilegt er
að birkið vex hægt vegna þess að
áburð er farið að skorta í jarðveginn.
Lúpínan getur þarna hjálpað upp á
sakirnar. Hún er þeirrar gerðar að
vaxa best þar sem skilyrði eru verst.
Hún hopar hins vegar þegar annar
gróður kemur í kjölfarið, þá minnkar
samkeppnishæfni hennar.“
Dr. Dennis Riege gat þess og að
hann og kona hans færu senn til
Bandaríkjanna en hann hygðist
koma hér aftur til þess að athuga
m.a. hvernig gróðrinum á Mið-
nesheiði reiddi af. Hann sagði jafn-
framt að hann teldi ekki mikla hættu
á að tegundir eins og sitkagreni
myndu sá sér í gróið land hér, það
sýndi ekki reynsla hans frá þeim
svæðum ytra þar sem aðstæður
væru að einhverju leyti svipaðar og
hér.
Barrtrén á höfuðborgarsvæð-inu og raunar á fleiri stöð-um hafa komið óvenjulegailla undan vetri. Þau eru
brún og virðast ekki líkleg til langra
lífdaga, en skyldu þau vera „dauðans
matur“? Þeirri spurningu var varpað
til Einars Gunnarssonar, skógrækt-
arfræðings hjá Skógræktarfélagi Ís-
lands.
„Brúni liturinn stafar af óvenju-
lega mikilli sitkalús og það að sitka-
lúsastofninn nær sér svona á strik má
rekja til hins milda vetrar. Frost þarf
helst að fara niður fyrir 15 stig í
nokkra daga til að slá verulega á
stofninn.“
Hefur sitkalús verið plága hér á
undanförnum árum?
„Það hafa ekki komið sérleg slæm
ár undanfarið en ástandið núna er
sambærilegt við fyrri plágur.“
Er ástæða til að fella þessi tré?
„Nei, í flestum tilvikum ekki. Það
hefur sýnt sig að trén lifa þetta af en
aðeins örfá drepast. Yfirleitt eru nál-
ar síðasta sumars lifandi og nýjar
myndast í sumar og það dugir. En
þetta dregur hins vegar úr vexti
trjánna næstu tvö til þrjú árin.“
Fá þau sinn græna lit aftur?
„Já, það koma nýir árgangar af
nálum en trén verða lengi ber inn við
stofninn og kannski ekki til mikillar
prýði fyrsta árið á eftir.“
Þarf ekki að grisja barrtré meira
en gert er víða?
„Jú, það eru orð að sönnu, grisjun
þarf að setja á oddinn, rétt eins og
gróðursetningu. Þetta á raunar jafnt
við um laufskóga. Grisjun í ungskógi
er hins vegar bara kostnaðarliður
nema þar sem jólatré falla til. Skóg-
rækt er að miklu leyti fjármögnuð
með opinberu fé og ég hef á tilfinn-
ingunni að þeir sem á því fjármagni
sitja líti ekki á grisjun sem jafn sjálf-
sagðan hlut og aðra ræktun. Stað-
reyndin er sú að hlálegum upp-
hæðum er veitt til grisjunar, en þetta
kann að vera að breytast.“
Mæli með því að fólk byrji
snemma að grisja
„Hvenær á að grisja?
„Margar kenningar eru uppi í því
en ég mæli með því að fólk byrji
snemma að grisja, byrji þegar trén
eru 1,5 til 3 metrar á hæð. Þetta á
bæði við um barrtré og lauftré.“
Er fólk of hikandi við að grisja?
„Já, ég held að fólk víli um of fyrir
sér að fella tré meðan þau eru þetta
smá. Draga grisjunina um of á lang-
inn. Margir ótvíræðir kostir fylgja
því að grisja í tíma og best er að
grisja oft en lítið í einu. Í nytja-
skógrækt er gjarnan reynt að grisja
sjaldan en mikið í einu. Það er ein-
göngu gert í hagkvæmni- og hagræð-
ingarskyni. Með því að grisja
snemma nýtist vaxtargeta svæðisins
þeim trjám sem talin eru vænleg
framtíðartré, lakari trén víkja áður
en samkeppni verður hamlandi fyrir
heildina.
Í nytjaskógrækt er yfirleitt talið að
hagkvæmast sé að gróðursetja 2000
til 3000 plöntur á hektara. Í 20 metra
háum skógi rúmast aðeins um 500 til
1000 tré á hektara. Mismuninn þarf
að grisja og helst í nokkrum áföng-
um. Ástæður þess að gróðursett er
þetta þétt eru fjölmargar. Skógar-
skjól myndast fyrr, hliðarskuggi
dregur úr vexti greinakransa, en með
því að stjórna þéttleika á hverjum
tíma, má hafa áhrif á sídd og gróf-
leika krónunnar og þvermálsvöxt
trjástofnanna. Hvorutveggja er mjög
mikilvægt varðandi viðargæði. Fáir
og smáir kvistir, jafnir árhringir og
langir, beinir og lítið uppmjókkandi
stofnar er það sem gildir í timb-
urframleiðslu. Í grisjun eru lökustu
trén felld og þannig er stuðlað að já-
kvæðu úrvali. Hæfilegur þéttleiki
hverju sinni er ákveðið fall af hæð
trjánna. Það er mismunandi meðal
annars eftir trjátegundum og vaxt-
arstað. Trén sem eru ljóselsk þurfa
meira rými en skuggaþolin tré og á
frjósömu landi þar sem raki er hæfi-
legur geta trén staðið þéttar en á
rýru landi. Á norðlægum slóðum er
sólin lágt á lofti og þar af leiðir að sól-
arljósið kemur lengst af á hlið en ekki
beint niður eins og á suðlægari slóð-
um. Við fáum þess vegna hlið-
arskugga í okkar skógum jafnvel þótt
sólin sé í hádegisstað.
Mestur getur þéttleikinn orðið á
vaxtarstað sem hallar á móti suðri og
þar sem jarðvatn seytlar niður hlíð-
arnar. Þar eru skilyrði fyrir frjósama
jörð og mikinn þéttleika og þar af
leiðandi mikla uppskeru. Það er ein-
mitt bein fylgni milli þéttleika og við-
arvaxtar mælt í rúmmetrum á hekt-
ara.“
Aðalatriði að mæla fjölda
trjáa á hektara
Hvernig á að meta þetta?
„Aðalatriðið er að mæla fjölda
trjáa á hektara. Til eru leiðbeinandi
viðmiðunartöflur eða línurit sem
segja til um þann trjáfjölda sem hæfi-
legur er á flatareiningu útfrá yfirhæð
trjánna. Í nytjaskógrækt er krónu-
síddin svokallaða líka viðmið. Svo
dæmi sé tekið þá á krónusídd grenis
ekki að vera minni en sem nemur
hálfri hæð trésins.
Ljóselskari tré eins og birki og
fura geta haft styttri krónu, það þýð-
ir að krónusídd þeirra má vera ein-
ungis einn þriðji af hæð trésins. Þetta
eru þau viðmið sem notuð eru í okkar
nágrannalöndum.“
Eiga þau við hér?
„Ekki alveg, við þurfum að hafa
krónuna heldur síðari hér vegna hlið-
arskugga af því við erum svo norð-
arlega á hnettinum. En það skortir
hins vegar ítarlegri rannsóknir til að
styðjast við hvað þetta efni snertir.
Þangað til þær verða gerðar notum
við viðmið um fjölda trjáa á hektara
og heldur síðari krónu en hér hefur
verið nefnd.“
Gildir þetta líka um grisjun í úti-
vistarskógum, t.d. eins og í Heið-
mörk?
„Í yndisskógum eða útivist-
arskógum er fátt um reglur hvernig
eigi að grisja. Þar er þó sú meg-
inregla að stuðla að sem mestum fjöl-
breytileika svæðisins. Sé um um-
fangsmikla skóga að ræða eins og t.d.
í Heiðmörk eða Hallormsstað þá get-
ur mesti fjölbreytileikinn verið fólg-
inn í því að sérhver skógarteigur fái
mismunandi meðferð. Í því getur t.d.
falist að þeir teigar sem eru best til
þess fallnir séu meðhöndlaðir eftir
aðferðafræði nytjaskógræktar. Aðrir
eru grisjaðir þannig að fjölbreytileik-
inn fái sem best notið sín og að heil-
brigði trjánna sé haft í fyrirrúmi. Það
að sjá skóginn fyrir trjánum er eitt-
hvað sem flestum fellur í geð, opinn
skógur og bjartur með gróskumikl-
um skógarbotni. En það útilokar ekki
að dimmir skógarteigar geta líka ver-
ið spennandi og dulúðlegir. Þá skiptir
aldur skóganna miklu máli. Með vax-
andi aldri og hæð trjánna eykst úti-
vistar- og velferðargildi skóganna. Á
Norðurlöndunum, þar sem skóg-
arþekja er tugfalt meiri en hér eru
gamlir skógar sem komnir eru af
léttasta skeiði og tré farin að falla og
ný að taka við.“
Vinsælustu útivistarsvæðin eru
oftar en ekki ræktaðir skógar sem
manna á meðal er talað um sem „Ur-
skog“ eða frumskóg vegna þess að
þeir hafa fengið að þróast eftir sínum
eigin lögmálum í ákveðinn tíma. Af
þessu getum við dregið þann lærdóm
að við eigum að annast ungskóginn
vel til þess að hann öðlist þann
þroska að geta þróast eftir sínum lög-
málum á fullorðinsárum og jafnvel æ
eftir það. Þetta hljómar nú eins og
verið sé að ræða um óskasamfélagið.
Við höfum sem sagt ekki enn eignast
yndisskóg í blóma lífsins en eigum
marga unga og efnilega og það stytt-
ist í það að elstu skógarnir hér á landi
nái þessum þroska.“
Menn skulu minnast að það
er ekki aftur tekið að fella tré
Hvað með grisjun trjáa í einka-
görðum og innan borgarmarka?
„Í görðum þá eru frístandandi tré
til mikillar prýði og þess vegna er
mikilvægt að grisja snemma áður en
þéttleiki trjánna fer að hamla vexti
trjákrónunnar. Raunin hefur verið sú
að mönnum hættir til að gróðursetja
alltof þétt, of nálægt lóðarmörkum og
jafnvel of nálægt húsum. Stundum er
jafnvel lítil birta í herbergjum vegna
mikils trjávaxtar fyrir utan gluggana.
Þá verður að meta hvort fella eigi
trén og þá einkum hvaða tré eigi að
falla. Áður en menn taka ákvörðun í
þessum efnum er rétt að huga að því
að trén eru búin að vaxa í marga ára-
tugi og það er ekki aftur tekið ef tré
er fellt.
Fyrir það fyrsta þurfa menn að
þekkja hvaða trjátegund er um að
ræða. Það er grundvallaratriði. Trjá-
tegundir eru misjafnlega algengar og
þær verða misgamlar. Það er vitan-
lega meiri eftirsjá í fágætum trjám
og trjám sem geta orðið mjög gömul.
Dæmi um slík tré er td. sitkagreni,
hlynur, hrossakartaníur, heggur,
álmur, silfurreynir og lerki, þessi
verða mjög gömul og eru mörg fágæt
hér landi.
Ilmreynir sem algengur er hér í
görðum verður aftur ekki mikið
meira en 60 til 100 ára, aspir eru fljót-
vaxnar en geta orðið býsna gamlar,
ef krónan fær að vaxa nokkuð frítt
geta aspir orðið mjög tignarleg og
skemmtileg tré. Erlendis eru gamlar
aspir mjög mikilvægar mörgum
fuglategundum og dálæti höggspæt-
unnar, sem er skemmtilegur fugl.“
Hvað tré laða að flesta fugla?
„Sitkagreni er fuglavænt tré, eink-
um á yngri árum, og glókollurinn,
sem er minnsti fugl Evrópu, virðist
vera orðinn staðfugl á Íslandi og nýt-
ur einmitt góðs af sitkalúsafaraldr-
inum núna. Birki- og víðibrum eru
mikilvæg vetrarfæða fyrir rjúpuna
og aukið framboð skordýra eykur
fæðu á varptíma. Brandugla heldur
gjarnan til í þéttum greni- og furu-
skógum svo nokkur dæmi séu tekin.“
Endurnýja þarf trjágróður
í gömlum görðum
Er kannski eðlilegt að endurnýja
trjágróður í gömlum görðum, þótt tré
séu þar fyrir?
„Í vissum tilvikum þar sem fyrir
eru tré sem eru að verða feyskin þá
er mjög hyggilegt að fara að grisja og
bæta þá inn í nýjum trjám sem eiga
að taka við. Þar sem oft er um að
ræða vel gróin hverfi er jafnvel búið
að skapa skilyrði fyrir trjátegundir
sem hefðu varla þrifist þar í upphafi,
eins og þau eðallauftré sem fyrr voru
nefnd.“
Eru tré mikilvæg sem skjól á höf-
uðborgarsvæðinu og í bæjum lands-
ins?
„Já, þau hafa gjörbreytt veðurfari
hér í borginni og bæjum vítt og breitt
um landið. En til þess að ná hámarks-
skjóláhrifum er mikilvægt að hafa
bæði hávaxin og lægri tré og þar sem
um stakstæð tré er að ræða er best
að krónan sé þétt upp úr og niður úr
þannig að ekki blási undir trén. Þar
gegnir hæfileg grisjun lykilhlut-
verki.“
Skarphéðinn Smári Þórhallsson virðir fyrir sér brúnt sitkagreni í Öskjuhlíð.
Kostur að grisja snemma
Mörg bar r t ré koma
brún undan þessum
vet r i vegna s i tka -
lúsar. Um þet ta e fn i
ræði r E inar Gunn -
a rsson skógrækt -
a r f ræðingur, sem
og um mik i l vægi
g r is junar skóga og
garða.
Einar Gunnarsson
skógræktarfræðingur.
G r is jun