Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁRSÞING Körfuknattleiks- sambands Íslands, KKÍ, fór fram um helgina í Stykkishólmi og var þar fjallað um fjölmargar tillögur sem lágu fyrir á þinginu. Þing- fulltrúar felldu tillögu þess efnis að fækka liðum úr 12 í 10 í úrvals- deild karla frá og með næsta keppnistímabili. Það verður því óbreytt keppnisfyrirkomulag í úr- valsdeild þar sem 12 lið leika tvö- falda umferð, átta efstu komast í úrslitakeppni og tvö neðstu liðin falla í 1. deild. Aftur á móti verður það að telj- ast til stórtíðinda að samþykkt var á þinginu að fella niður höft á fjölda erlendra leikmanna. Hingað til hafa lið aðeins mátt hafa einn bandarískan leikmann í sínum röð- um og eins marga leikmenn frá Evrópulöndum og þurft hefur. Með breytingunni geta íslensk lið fengið til sín eins marga erlenda leikmenn og þau telja sig hafa not fyrir að því gefnu að kostnaðurinn við tilkomu leikmannana falli und- ir launaþak sem sett verður á í sumar. Stjórn KKÍ fékk það verkefni að útfæra nánar reglugerð um fyr- irkomulag launaþaksins, og við- urlög við brot á launaþaksregl- unni. Það má því búast við því að fjöldi bandarískra leikmanna verði mun meiri á næstu leiktíð og svo- kallaðir „Bosman-leikmenn“ verði ekki eins margir og áður. Fjölmargar aðrar en minnihátt- ar reglugerðarbreytingar voru samþykktar og má þar nefna að unglingaflokkur verður ekki í 2. deild og keppir því í sérstakri deild. Hægt er að nálgast aðr- arbreytingar á www.kki.is. Ótakmarkaður fjöldi erlendra leikmanna GUÐJÓN Valur Sigurðsson átti stórleik með Essen þegar liðið sigr- aði Grosswallstadt á útivelli, 31:22, í þýsku Bundesligunni í handknatt- leik um helgina. Guðjón Valur skor- aði 10 mörk í leiknum og var at- kvæðamestur í liði Essen em fyrirliðinn Patrekur Jóhannesson skoraði 3 mörk. Með sigrinum komst Essen upp að hlið Magdeburg í þriðja sæti. Bæði lið eru með 45 stig en Magde- burg á leik til góða og mætir Wil- helmshavener á miðvikudags- kvöldið. Róbert Sighvatsson og Róbert Julian Duranona skoruðu eitt mark hvor þegar Wetzlar beið lægri hlut fyrir botnliði Willstätt/Schutter- wald, 29:23. Morgunblaðið/Golli Guðjón Valur Sigurðsson Guðjón Valur í miklum ham BJÖRGVIN Sigurbergsson úr GK lék lokahringinn í Europro- mótaröðinni í Wales á laugardag á 77 höggum og endaði í 31. - 38. sæti á samtals 223 höggum, eða 10 höggum yfir pari. Þetta var fyrsta mót hans í mótaröðinni á þessu keppn- istímabili. Sigurvegari var heimamaðurinn Bradley Dredge sem lék á samtals 209 höggum, eða 4 höggum undir pari. Björgvin byrjaði lokahringinn vel og fékk þrjá fugla á fyrri níu og var á 37 höggum eftir níu holur. Seinni níu lék hann á 40 höggum og lauk leik á 77 höggum. Hann fékk þrjá fugla á hringnum, 9 pör, 3 skolla og 3 tvöfalda skolla. Fyrsta hringinn lék hann á 74 höggum og annan á 73 höggum og var í 23.-31. sæti fyrir niðurskurðinn, en að- eins 60 kylfingar komust áfram í lokahringinn. Veðrið var ekki eins og best verður á kosið þar sem völl- urinn var mjög blautur vegna rigninga. Bradley Dredge fékk um 1,3 milljónir íslenskra króna í verð- laun en Björgvin fékk rúmar 35 þúsund krónur fyrir árangur sinn. Björgvin endaði í 31. sæti í Wales Morgunblaðið/Golli Björgvin Sigurbergsson atvinnukylfingur úr GK. Rúnar lék allan tímann í vörnCiudad og brá sér af og til í sóknina en honum tókst ekki að skora mark í leiknum. „Þetta er toppurinn á mínum ferli sem handboltamaður,“ sagði Rúnar í samtali við Morgunblaðið í gær skömmu eftir að hann og félagar hans höfðu verið krýndir Evrópumeistarar. „Þetta var aldrei í hættu hjá okkur. Redbergslid náði að komast mest tveimur mörkum yfir og þrátt fyrir að dómararnir höfðu gert í því að henda okkur útaf í síðari hálfleik þá héldum við haus. Ég var bölvaður klaufi að ná ekki að skora í leiknum. Ég fékk fullt af færum en fór illa að ráði mínu. En það sem mestu skiptir er að við unn- um titillinn og það er búið að undirbúa sigurhátið á torginu í Ciudad Real á morgun,“ sagði Rúnar ennfremur. Rúnar átti í miklum slag við sænska landsliðsmanninn Magnus Wislander, línumanninn frábæra, en oftar en ekki hefur Wislander reynst Íslendingum erfiður. „Loksins tókst mér að hafa betur á móti Wislander. Þegar við unnum heimaleikinn var það í fyrsta sinn sem ég er í sigurliði gegn honum og þú getur rétt ímyndað þér hvað það var sætt að leggja hann að velli. Við vor- um í hörðum slag á línunni í báðum leikjunum og mér tókst bara vel að halda aftur að honum.“ Wislander skoraði 5 mörk í leikn- um en markahæstir í liði Svíanna voru þeir Martin Boquist og Fredrik Lindahl með 7 mörk hver. Rolando Urios var atkvæðamestur í liði Ciudad Real með 8 mörk, egypski landsliðsmaðurinn Zaki skor- aði 7 og Alberto Entrerrios 5. Talant Dushjabaev, sem af mörgum er talinn einn besti handknattleiksmaður heims, hafði frekar hægt um sig en hann skoraði aðeins eitt mark. Rúnar, sem er 31 árs gamall, gekk í raðir Ciudad Real frá Haukum síðast- liðið sumar og hann verður áfram í herbúðum liðsins á næstu leiktíð en liðið ætlar sér stóra hluti á komandi árum. Liðið fær góðan liðsauka fyrir næstu leiktíð en í sumar gengur Ólaf- ur Stefánsson til liðs við félagið frá Magdeburg í Þýskalandi þar sem hann hefur leikið við góðan orðstír undanfarin ár. „Það verður mjög gaman og gott að fá Óla í liðið. Allir vita hvað hann get- ur gert og ég er viss um að hann á eft- ir að gera góða hluti á Spáni. Við er- um ekki búnir að afskrifa að ná spænska meistaratitlinum í ár þó svo að við séum þremur stigum á eftir Barcelona. Börsungarnir eiga erfiðan útileik í vikunni og ef þeir tapa honum þá er allt opið í toppbaráttunni. Við verðum alla vega með í Meistara- deildinni á næsta tímabili og miðað við hversu forráðamenn liðsins eru búnir að vera duglegir við að styrkja liðið fyrir sumarið þá held ég stefnan verði tekin á að vinna Meistaradeild- ina. Það er mikill metnaður hjá þeim sem stjórna liðinu og þeir hafa næga fjármuni til að spila úr. En núna tekur fögnuður við og það verður gaman að koma með Evrópubikarinn til Ciud- ad,“ sagði Rúnar. Rúnar Sigtryggsson fagnaði Evrópu „Toppur- inn á mín- um ferli“ RÚNAR Sigtryggsson landsliðsmaður í handknattleik varð í gær Evrópumeistari með liði sínu Ciudad Real frá Spáni þegar liðið gerði jafntefli, 24:24, við sænska liðið Redbergslid frá Gautaborg í síðari úrslitaleik félaganna í Evrópukeppni bikarhafa í Scandinav- ium-höllinni að viðstöddum rúmlega 7.000 áhorfendum. Ciudad Real hafði betur í fyrri leiknum, 33:27, á heimavelli sínum á Spáni um síðustu helgi og liðið vann því samanlagt, 57:51, en Spánverj- arnir áttu titil að verja í þessari keppni. Guðmundur Hilmarsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.