Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 7
NBA-DEILDIN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 B 7 Ég held að nú sé rétti tíminn tilþess að hætta og ég hef fundið það í vetur að það hefur verið erfiðara að ná réttu hugarfari fyrir leikina. Aðrir hlutir hafa farið að skipta mig meira máli en körfuknatt- leikurinn,“ sagði Stockton, en hann á sex börn og hefur hug á því að nota tímann með fjölskyldunni á næsta ári. Stockton hefur ávallt forðast sviðs- ljósið í gegnum tíðina og hann hélt uppteknum hætti eftir að liðið féll úr keppni þetta árið, 4:1 gegn Sacra- mento Kings á útivelli. Hann tjáði sig við fjölmiðla í stuttu máli, sagðist vera hættur og ekkert meira um það að segja. Einn besti bakvörður allra tíma vildi ekki neitt „fjölleikahús“ í hverri borg líkt og hjá mörgum öðr- um NBA-leikmönnum sem hafa gefið það út að þeir ætli sér að hætta og verið kvaddir með virktum hjá öllum 29 liðum deildarinnar. Stockton er án efa draumur hvers þjálfara. Fáir hafa stýrt sóknarleik NBA-liðs af meiri festu og hann gerir ávallt aðra leikmenn betri með því að koma knettinum á réttu leikmennina á réttum tíma. Á „gullaldarárum“ liðsins 1997 og 1998 vissu mótherjar liðsins, þjálfarar, stuðningsmenn og sjónvarpsáhorfendur nákvæmlega hver leikaðferð liðsins væri. Malone vill ná stigametinu af Kareem Abduhl Jabbar Einfaldleikinn og áhersla á grunn- atriði voru einkenni liðsins undir stjórn Jerrys Sloans. En þrátt fyrir að allir vissu hvað væri í vændum fundu Stockton og Malone ávallt ein- földustu leiðina að körfunni. Reyndar með dyggri aðstoð frá skotbakverð- inum snyrtilega, Jeff Hornacek. Malone er viss um að leika áfram næstu árin, en hann hefur sent eig- anda liðsins kaldar kveðjur í vetur og gangrýnt hve illa hefur verið staðið að uppbyggingu liðsins á undanförnum árum. Tvennt rekur Malone áfram þessa dagana. Hann hefur enn ekki unnið NBA-titil þrátt fyrir að hafa komist tvívegis í úrslitarimmuna og að auki stefnir hann að því að ná stigametinu af Kareem Abduhl Jabbar. Utah valdi Stockton með 16. val- rétti í fyrstu umferð háskólavalsins árið 1984, en hann stundaði nám við Gonzaga-háskólann og hefur verið í aðalhlutverki hjá Jazz allt frá árinu 1987. Malone lét að sér kveða með Jazz ári eftir að Stockton hafði komið til liðsins. Tólf leikmenn voru valdir á undan honum í fyrstu umferð há- skólavalsins, en hann var talinn vera óslípaður demantur á meðan hann stundaði nám við Louisiana Tech-há- skólann. Malone fékk viðurnefnið „bréfber- inn“ eða „The Mailman“ á meðan hann lék með Louisiana. Íþrótta- fréttamenn töldu að Malone væri áreiðanlegur leikmaður, líkt og bréf- beri – hann skilað alltaf sínu hvað sem á gengi. Tvívegis hefur Malone verið kjörin besti eða mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar (MVP), hann var valin 14 sinnum í stjörnuliðið og þar af 11 sinnum í byrjunarliðið sem er met í NBA-deildinni. Tvíeykið, Stockton og Malone, hef- ur sankað að sér ýmsum metum á sínu sviði í gegnum sinn feril. Stock- ton hefur þótt afar snjall að ná knett- inum af mótherjum sínum og í gegn- um tíðina hefur hann „stolið“ knettinum alls 3.265 sinnum. Það er met í NBA-deildinni en næstur í röð- inni er Michael Jordan sem þarf að „stela“ knettinum 700 sinnum í viðbót ætli hann sér að ná Stockton á þessu sviði íþróttarinnar. Kraftframherjinn Malone hefur verið iðinn við að taka fráköst í vörn sem sókn og er hann í sjöunda sæti á lista yfir flest fráköst samtals í NBA- deildinni, alls 14.601 fráköst. Stockton gerir aðra betri Grundvallaratriði leiksins hefur verið einkenni Stocktons og hefur hann látið aðra um sýningaratriði í NBA-leikjum. Hins vegar hefur eng- inn leikmaður í NBA-deildinni gefið eins margar stoðsendingar og Stock- ton, en hann hefur átt þátt í 15.806 körfum hjá samherjum sínum í Jazz. Næstur í röðinni er Mark Jackson sem hefur komið víða við á ferli sínum og nú síðast hjá Jazz, en Jackson er rúmlega 5.000 stoðsendingum fátæk- ari en Stockton. Malone hefur oftar en ekki þegið góðar sendingar frá fé- laga sínum Stockton og skilað þeim ofan í körfuna. Aðeins einn leikmaður hefur skorað fleiri stig á ferli sínum í NBA-deildinni en það er Kareem Abduhl Jabbar, fyrrum miðherji Los Angeles Lakers og Milwaukee Bucks. Malone hefur skorað 36.374 stig á ferli sínum en enginn hefur skorað fleiri stig úr vítaskotum né tekið jafnmörg vítaskot og Malone. Vítaskotin eru alls 12.963 og hann hefur hitt ágætlega úr þeim eða alls 9.616 sinnum. Stockton og Malone voru báðir í Ólympíuliði Bandaríkja- manna sem lét mikið að sér kveða á Ólympíuleikunum árið 1992 í Barce- lona og var hið eina sanna „Drauma- lið“ og í fyrsta sinn sem NBA-leik- menn fengu leyfi til þess að leika gegn „áhugamönnum“ á Ólympíu- leikum. Þeir létu ekki þar við sitja og voru einnig í liðinu á ÓL árið 1996, en Malone hefur lýst yfir áhuga á að taka þátt í Ólympíuleikunum í Aþenu í Grikklandi á næsta ári. Þess má geta að Stockton var sá eini í „Draumalið- inu“ sem gat látið sig hverfa í fjöldann á ÓL í Barcelona og hefur hann sagt að það hefði verið gríðarlega gaman, að geta rölt um götur borgarinnar með fjölskyldunni án þess að nokkur maður hafi veitt honum athygli. Karl Malone, Michael Jordan, Larry Bird, Magic Johnson, Charles Barkley, Patrick Ewing og aðrir leikmenn liðs- ins gátu ekki leyft sér að gera sömu hluti meðan á leikunum stóð. Báðir á meðal 50 bestu í NBA Stockton og Malone voru einnig báðir í hópi þeirra 50 sem voru valdir sem bestu leikmenn allra tíma í NBA- deildinni. Malone hefur jafnan þótt mikill „sveitamaður“ í jákvæðum skilningi og ekur um á stórum vöru- flutningabifreiðum á sumrin á heima- slóðum auk þess sem hann tekur þátt í fjölbragðaglímu við ýmis tækifæri. Sjálfur segir Malone að hann hefði ef- laust orðið lögregluþjónn hefði hann ekki náð fótfestu í NBA-deildinni. Ein eftirminnilegasta karfa sem Stockton skoraði fyrir Jazz var sig- urkarfan gegn Houston Rockets í sjötta leik liðanna í úrslitum vestur- strandarinnar árið 1997 þar sem liðið tryggði sér sæti í úrslitum NBA- deildarinnar í fyrsta sinn. Michael Jordan og félagar hans í Chicago Bulls voru hins vegar of stór biti fyrir Jazz í þeirri rimmu. Liðin mættust á ný í úrslitum árið eftir þar sem Bulls og Jordan endurtóku leikinn. Enginn leikmaður hefur tekið þátt í eins mörgum úrslitakeppnum og John Stockton, en 19 sinnum hefur hann tekið þátt í slíku verkefni með Jazz, næstur í röðinni er hver annar en Karl Malone sem er með 18 úrslita- keppnir í reynslubanka sínum. Vörumerki þeirra félaga er hin ein- falda og „forna“ leikaðferð, „pick and roll“ þar sem Malone setur upp hindrun fyrir varnarmann Stockton og þar á eftir „rúllar“ Malone sér inn að körfunni og fær sendingu frá Stockton. Þrátt fyrir að allir hafi vitað þeirra leikaðferðir hafa þeir ávallt fundið leið til þess að koma knettinum í körfuna með þessum einfalda hætti. Sloan dýrkar einfaldleikann Ekki má gleyma þætti þjálfarans, Jerrys Sloans hjá Utah Jazz, en Sloan var leikmaður Chicago Bulls á árum áður. Treyjan hans nr. 4 hangir upp í rjáfrum í Chicago, hann er fjórði stigahæsti leikmaður liðsins frá upp- hafi, var fjórum sinnum í varnarliði ársins og tvívegis í Stjörnuliði NBA- deildarinnar. Sloan hætti að leika árið 1975 vegna meiðsla en leikstíll Utah Jazz eru vörumerki hans frá árum áð- ur. Ákafur varnarleikur og einfaldur, látlaus en áhrifaríkur sóknarleikur þar sem grundavallaratriðin eru í há- vegum höfð. Sloan sagði eftir tapleik liðsins í Sacramento á dögunum þar sem liðið féll úr leik í úrslitakeppn- inni, 4:1, að það væru forréttindi að fá að þjálfa Karl Malone og John Stock- ton. „Þeir hafa borið þetta lið á herð- um sér í allt að tvo áratugi, fáir hafa sýnt eins mikinn dugnað og tryggð við sitt félag. Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við félagið og vona svo sannarlega að þeir verði báðir leikmenn Utah Jazz á næsta ári,“ sagði hinn 61 árs gamli þjálfari. Eins og áður segir er leikstíll Jazz afar einfaldur og fyrirsjánlegur. Margir hafa sagt liðið leika leiðinleg- an körfuknattleik, þar sem lítið væri um skraut, tilþrif og „pjatt“. Hinsveg- ar hafa margir dáðst að staðfastri trú Jerrys Sloans á leikstíl liðsins og ef glöggt er skoðað eru afar margir sem hafa leitað í smiðju þeirra Malones, Stocktons og Sloans á undanförnum misserum – með góðum árangri. „Jazzdúettinn“ Stockton og Malone hafa slegið síðasta tóninn saman „Bréfberinn“ mun leita á önnur mið ER djassinn hættur að hljóma í Utah? spyrja þeir sem hafa fylgst með gengi NBA-liðsins Utah Jazz í gegnum tíðina þar sem þeir John Stockton og Karl Malone hafa verið samherjar sl. 18 keppnistímabil. Þeir eru á meðal kunnustu íþróttamanna Bandaríkjanna og vel þekktir á heimsvísu. Það er ljóst að Stockton og Malone-tvíeykið er úr sögunni hjá Jazz þegar keppnistímabilið hefst á ný næsta haust. Malone er enn á meðal bestu leikmanna deild- arinnar þrátt fyrir árin 39 og verður „feitasti bitinn“ á leik- mannamarkaðinum í sumar. Stockton er hins vegar búinn að gera upp hug sinn og ætlar að láta staðar numið sem leik- maður. AP Síðasta sýning þeirra Johns Stocktons og Karls Malone fyrir Utah Jazz fór fram á útivelli gegn Sacramento Kings, þar sem áhorfendur og leikmenn stóðu upp og hylltu þá félaga í leikslok. Sigurður Elvar Þórólfsson tók saman m- ri gi ar u g- a- á í fá ta að munurinn er ekki ýkja mikill milli deildanna. Ástæðan fyrir að undirrit- aður valdi fjögur lið í þessum útreikn- ingum er að fjögur efstu sætin í deild- unum gefa sæti í Meistaradeildinni og þrjú til fjögur lið falla í viðkomandi deildum. Fjögur efstu liðin á Spáni fá að meðaltali 1,91 stig í leik en botnliðin fá eitt stig. Á Englandi hafa toppliðin fengið 1,94 stig, en botnliðin 0,85 og á Ítalíu hafa toppliðin fjögur fengið 1,94 stig í leik, en botnliðin 0,8 stig. ópu – eftir mögur ár Reuters arkahrókur Inter, fagnar hér ásamt numanninum Gabriel Batistuta. Reuters á Barcelona í Meistaradeildinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.