Morgunblaðið - 05.06.2003, Síða 2

Morgunblaðið - 05.06.2003, Síða 2
2 E FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚR VERINU É G er að deyja – hægum, kvalafullum dauðdaga í þessari óstöðvandi, veltandi og gluggalausu káetu. Og mér er svo nákvæmlega sama, mér er líka skítsama þó að dallurinn sökkvi. Þessu helvíti linnir þá a.m.k.“ Þessar og álíka ógeðfelldar hugsanir veltust og rugguðu í gegnum huga skrásetjara fyrsta eina og hálfa sólarhringinn um borð í frystitog- aranum Frera RE 73 á siglingunni á grálúð- umiðin og við veiðarnar út af Vestfjörðum. Sjó- veikin stjórnaði lífi hans og engin leið var að komast burt, bara eitthvað annað, frá þessum kringumstæðum þar sem vonleysi og skelfileg vanlíðan réðu ríkjum. Var veðrið þá svona hrikalega slæmt? Nei, kallarnir sögðu að það yrði ekki mikið betra, nánast sléttur sjór fyrstu dagana. Það var hæg undiraldan sem fór svona illa með nýliðann. En nóg um það, af manni bráði – hægt, hægt. Á sjó Grálúðumiðin sem stefnt var á eru má segja í hávestur út af Bjargtöngum, þetta 80–100 sjó- mílur út, og kallast Hampiðjutorgið. Nafnið er komið til af því að fyrst þegar menn reyndu við grálúðuna þarna upp úr 1980 voru þeir endalaust að festa og rífa trollin í botninum og fyrirtækið sem framleiddi þau var Hampiðjan í Reykjavík. Lengst af tíma okkar á Frera þarna úti vorum við samskipa 8–11 öðr- um íslenskum frystitog- urum. Skipin voru stundum eins og í hala- rófu hvert á eftir öðru að þræða við fyrstu sýn ósýnilega slóða á hafflet- inum. Þegar upp í brúna er komið skýrist myndin af „leiðakerfi“ skipanna. Þar eru fjölmargir skjáir þar sem hægt er að átta sig á aðstæðum öllum. Einn skjárinn sýnir t.d. afstöðu skipsins í þrívídd til hafsbotnsins og þar sjást dalir, hólar og hæðir, fjöll og fjallgarðar, á öðrum eru merktar inn þekktar festur þar sem skip hafa lent í ógöngum í gegnum tíðina. Á einum stað mátti t.d. sjá móta fyrir stóru skipi á botninum og voru uppi vangaveltur um það í brúnni hvort þarna gæti verið um að ræða hið fræga breska orrustuskip Hood, sem ekki minna frægt orr- ustuskip nasista, Bismarck, sökkti einhvers staðar á þessum slóðum í seinni heimsstyrjöld- inni. Á öðrum skjá sjást mismunandi hitalög sjáv- arins og enn annar er tengdur við nema sem festir eru við trollið og segja til um ástand þess niðri við hafsbotn. Hraðinn þegar togað er á Frera er að með- altali 3,8 sjómílur en á stími er hann um þrettán mílur. Freri var smíðaður á Spáni 1973 fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur og hét þá Ingólfur Arnarson RE. Ögurvík hf. keypti skipið 1985 og lét breyta því í frystitogara. Skipið heitir síðan Freri RE 73. Árið 2000 var það lengt í Póllandi um 10,2 metra og vinnsludekkið hækkað um 40 cm. Einnig var skipt um vél, sem er af gerðinni Wärtsilä og er hvorki meira né minna en 5.000 hestöfl. Á Frera eru 27 menn. Í brúnni eru skipstjóri og 1. stýrimaður, þrír eru í vélinni, yfirvélstjóri og 1. og 2. vélstjóri, tuttugu hásetar eru um borð (að meðtöldum 2. stýrimanni og báts- manni), sem skiptast á tvær vaktir, stýrimanns- vakt og bátsmannsvakt. Vaktin er sex klukku- stundir nema hjá skipstjóra og 1. stýrimanni, sem skipta sólarhringnum í tvær tólf tíma vakt- ir. Í messanum ríkir kokkurinn og nýtur að- stoðar messagutta. Á hvorri hásetavakt eru fjórir á dekki og sex í vinnslunni neðanþilja. Kallinn í brúnni Sá sem öllu ræður um borð heitir Hannes Ein- arsson. Hann er búinn að vera til sjós síðan 1966, í 37 ár, og þó að hann sé ekki í baráttu við Elli kerlingu er hann aldrei kallaður annað en kallinn af mannskapnum. Þeir á Frera voru með þeim fyrstu til þess að hirða hausinn af grálúðunni. Hannes segir það óhemjuvinnu fyrir mennina að hirða hausana sem eru frystir um borð, og síðan seldir til Asíu. Milli þess að kallinn skannar skjáina í brúnni og fylgist með framvindu mála á dekkinu er spjallað um það sem stendur sjómönnum nærri, t.a.m. kvótann. Og þar er ekki komið að tómum kofunum hjá Hannesi. Hann vill meiri kvóta eins og flestir sjómenn. „30.000 tonnin [aukin úthlutun þorskkvóta sem Davíð Oddsson boð- aði í apríl sl., innsk. blm.] fara ekki til þeirra sem hafa þurft að skera niður fiskveiðar árum saman,“ segir Hannes ákveðinn eins og hann væri að kalla til strákanna aftur á dekki. „Ég vil fá samræmi í úthlutun miðað við kvóta- eign fyrirtækisins þannig að kvótinn fari ekki eitthvað annað. Skipin sem hafa tek- ið á sig skerðingu ár eftir ár ættu að fá hann,“ segir Hannes. „Mér finnst fárán- legt að nota kvótann sem einhvers konar bjargráða- sjóð.“ Kallinn fórnar hönd- um. „Menn kaupa ekki kvóta af græðgi heldur vegna stanslausrar skerðingar. Og hverjir eru það sem selja kvóta?“ spyr Hannes og svarar jafn- harðan: „Ein skýringin er að það eru oftar en ekki þeir sem hafa orðið svo takmarkaðan kvóta vegna látlausrar skerðingar að þeir geta ekki gert út á hann.“ Hann nefnir sem dæmi að netabátarnir hafi t.d. dottið upp fyrir vegna þess að kvótinn var orðinn svo lítill fyrir þá. Fiskveiðistjórnunin, hvað hefur Hannes að segja um hana? Um það viðkvæma mál segist hann ekki vilja tjá sig að öðru leyti en því að ekki sé einleikið hve illa hafi gengið að byggja upp veiðistofnana. Og kallinn hristir hausinn þegar talið berst að umgengni frystitogaranna um auðlindina. Hann segir slíkar athugasemdir vera tilefn- islausar. „Eftirlitsmenn frá Fiskistofu koma um borð og skoða málið og þeir gera nánast engar athugasemdir,“ segir Hannes. – En er ekki eitthvert brottkast hjá ykkur? Hannes er ekki lengi að afgreiða það mál. „Nei, brottkastið er ekkert á frystitogurunum,“ svarar hann afdráttarlaust og til áréttingar nefnir hann til dæmis um umgengnina og brott- kastið að á sínum tíma hafi meira að segja fisk- úrgangurinn verið hirtur í meltu en því hafi þó verið sjálfhætt þegar ekkert fékkst fyrir hana. Hún hafi átt að nýtast í loðdýrafóður. Fiskveiðistjórnunarkerfið, kvótinn og það allt Í messanum og í smók, þær fáu stundir sem tími gafst til slíks, var margt skeggrætt. Eitt mál brennur heitast á áhöfnum frystitogaranna Á grálúðuveið RE á Hamp Púlsinn tekinn um borð í frystitogara Sunnudaginn 25. maí sl. lagði Freri RE 73, frystitogari í eigu Ögurvíkur hf., úr höfn í Reykjavík. Haldið skyldi á grálúðuveiðar vestur af Bjargtöngum, á hið svokallaða Hampiðjutorg, þekkta grálúðuslóð. Með í för var Árni Hallgrímsson sem ætlaði að skanna lífið um borð og kynntist bæði sjómönnum og sjóveiki. Karlinn í brúnni. Hanne fyrsti stýrimaður og afl sjó síðan 1974. Hnýtt fyrir pokann. Hreinsað úr pokanum. Úr messanum. Þar er m Beggi kokkur sér um m Grálúðan sporðskorin n                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0                 !                    ! " ##$ "## $ %&## %' ## (## )(## *# # +###  !  !  !  !  !  !  ! % &#' '$( (& (#$ )$ !&& *+, -    .--  *-                         ,  -. &#(,  /,# ! +   !    HANN er Íslendingur, fæddur í Chile, og heitir Hermann Reyes, kallaður Fernando og er háseti á frystitogaranum Frera RE.Fern- ando er meira í vinnslunni neð- anþilja en skipstjórinn segir hann líka góðan á dekki. Fernando segir að þó að í Chile búi mikil fisk- veiðiþjóð hafi hann aldrei verið til sjós þar. Hann leynir ekki stolti sínu þegar hann vekur athygli á því að Chile hafi verið fyrst til þess að færa fiskveiðilögsöguna út í tvö hundruð sjómílur, síðan hafi Perú, Ekvador og Kólumbía fylgt á eftir. Fernando kom til Íslands fyrir tuttugu og þremur árum, „það var ekki nein framtíð í Chile þá,“ segir hann, en herforingjastjórn Pinoch- ets var við völd á þeim tíma. Tvær bækur og mynd Fernando er algengt nafn í spænskumælandi löndum eins og Chile er og Fernando bendir blaða- manni stoltur á að dagurinn, sem við ræddum saman í sólskini og fögru veðri uppi á netadekki, 30. maí, væri kenndur við nafnið Fern- ando. Hann dró upp úr pússi sínu tvær bækur, aðra þar sem sagt er frá öðrum Fernando, sem flestir ættu að kannast við úr sögubók- unum. Sá Fernando sigldi fyrstur manna kringum jörðina, Fernando de Magallanes, eða Magellan eins og stóð í mannkynssögubók skrá- setjara forðum tíð. Hin bókin hans Fernandos bar augljós merki notk- unar, snjáð og þvæld Biblía í rauðu bandi þar sem hann geymir mynd af dóttur sinni. Fernando fæddist um 150 km frá höfuðborginni Santiago, í borginni Valparaiso þar sem búa um 800.000 manns. Og hvað dró hann ungan manninn hingað norður á hjarann? Hann vildi frá Chile herforingjanna og vinur hans og samlandi var bú- settur hérlendis. Fernando var átján ár á Akureyri, fyrst í sútun, en 1987 fór hann fyrst á sjó, frá Eskifirði, og hefur sótt hann meira og minna í sextán ár. Morgunblaðið/Árni Hallgrímsson Fernando á dekkinu. Af Fernando sjósóknara SKIPIN eru nú flest að koma á miðin eða komin þangað eftir fríið um sjómannadaginn. Kolmunnaskipin eru byrjuð að fá kolmunna í Rósagarð- inum og síldarskipin keyrðu norður eftir í síldarsmugunni í gær. Frystitog- ararnir stefna á Reykjaneshrygginn í úthafskarfann, en þar var góð veiði síðustu dagana. Það er því allt að komast á skrið á ný. Með tilkomu Versins á ný hafa orðið ýmsar breytingar frá því sem verið hefur. Til að auka rými í blaðinu hefur kortið með staðsetningu fiskiskip- anna verið minnkað og hið vikulega yfirlit yfir afla skipanna verið fært yfir á netið á mbl.is. Þar er það öllum opið. Til að finna það er fyrst farið á mbl.is. Síðan er smellt á reitinn Morgunblaðið. Þar neðst til hægri er reitur sem heitir aukaefni og í honum er svo smellt á aflatölurnar. Komnir á kolmunna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.