Morgunblaðið - 06.06.2003, Qupperneq 1
2003 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ BLAÐ B
FRAMARAR sögðu í gær Kristni
Rúnari Jónssyni, þjálfara úrvals-
deildarliðs félagsins í knattspyrnu,
upp störfum en hann hefur stýrt því
í hálft þriðja ár. Eftirmaður hans
hafði ekki fundist í gærkvöld og
munu Brynjar Jóhannesson og Guð-
mundur Hreiðarsson stjórna æf-
ingu liðsins í dag.
„Ekki skemmtileg ákvörðun“
„Þetta var ekki skemmtileg
ákvörðun. Kristinn hefur lagt allt
sem hann átti í þetta starf og við
höfum verið ánægðir með hann
lengst af. Undanfarin tvö ár hefur
liðið spilað ljómandi góða knatt-
spyrnu þó að úrslitin hafi oft látið á
sér standa, en í lokaleikjum vorsins
og þeim sem búnir eru af Íslands-
mótinu hefur liðið hins vegar leikið
afleitlega. Úrlausnir voru ekki sjá-
anlegar og því ákváðum við að
stíga þetta skref núna þar sem
þetta var eini tíminn fyrir þjálf-
araskipti ef þau ættu á annað borð
að eiga sér stað,“ sagði Brynjar Jó-
hannesson, framkvæmdastjóri
hlutafélagsins Fram, Fótbolta-
félags Reykjavíkur, sem sér um
rekstur elstu flokka Fram, í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Kristinn tók við Framliðinu
haustið 2000. Þetta er í þriðja skipt-
ið á nokkrum árum sem fyrrver-
andi leikmenn Fram, sem þjálfuðu
liðið, eru leystir frá störfum. Mar-
teinn Geirsson 1995 og Guðmundur
Torfason 2000.
Magnús Jónsson tók við starfi
Marteins og Pétur Ormslev við
starfi Guðmundar, en Pétur stjórn-
aði Framliðinu aðeins í tveimur
leikjum.
RONNIE Hartvig, nýi Daninn sem
er á leið til knattspyrnuliðs KA, byrj-
ar dvöl sína hjá félaginu í leikbanni.
Hartvig, sem er 25 ára varnarmaður
og kemur frá 1. deildarfélaginu
Hellerup IK, átti eftir að afplána
tveggja leikja bann í Danmörku og
þarf hann að taka það út hér á landi.
Hann er þegar búinn að taka út
fyrri leikinn þó hann sé ekki kominn
til landsins. Gengið var frá félaga-
skiptunum þann 31. maí, sem var
lokadagur áður en „glugganum“ fyr-
ir félagaskipti milli landa var lokað
hérlendis. Þar með var Hartvig í
banni þegar KA tók á móti KR á
þriðjudagskvöldið og verður einnig í
banni þegar KA sækir Selfoss heim í
32-liða úrslitum bikarkeppninnar
eftir viku.
Hartvig, sem er væntanlegur til
landsins um helgina, getur því spilað
með KA þegar liðið sækir Skaga-
menn heim í 5. umferð úrvalsdeild-
arinnar mánudaginn 16. júní. Mikil
meiðsli hafa herjað á KA-menn að
undanförnu og Hartvig ætti því að
vera þeim kærkominn liðsauki.
Hartvig
byrjar í
banni
hjá KA
Þetta er sérstök stund fyrir migað spila minn síðasta alvöru leik
á Íslandi. Vonandi verður þetta
skemmtilegur leikur
fyrir mig og ég
hlakka mjög til
stundarinnar. En til
þess að geta kvatt ís-
lenska knattspyrnuunnendur al-
mennilega þurfum við að fá sigur á
móti Færeyingum. Við erum komnir
með nýja þálfara og þeim fylgja nýj-
ar áherslur eins og alltaf með nýja
menn, sama hvort um er að ræða
leikmenn eða þjálfara. Þeir hafa rætt
við okkur og sagt hvað þeir vilja fá út
úr leik okkar. Við höfum verið að
vinna með hugmyndafræði þeirra
hér á æfingum og það hefur gengið
vel enda góð stemmning í hópnum.
Ég óttast ekki að það sé vanmat í
hópnum því Færeyingar hafa náð í
góð úrslit að undanförnu. Þannig að
það skal enginn halda að við getum
bara labbað inn í þennan leik og
haldið að þetta komi allt af sjálfu sér.
En að sama skapi viljum við trúa því
og treysta að við séum með betra lið
en Færeyingarnir og með góðum
leik ættum við að sigra.
Nú ætla ég að einbeita mér að því
að klára þessa síðustu leiki mína með
sóma,“ sagði Guðni, sem telur að
hann hafi tekið út sinn skammt af
knattspyrnu. „Ég er næstum orðinn
þrjátíu og átta – eins og börnin segja.
Þetta hefur gengið vel undanfarin ár
og mig langar að hætta þegar ég
stend enn fyrir mínu. Svo hef ég líka
að mörgu öðru að hyggja. Fjölskyld-
an flutti heim á undan mér og nú get
ég snúið mér að henni,“ sagði Guðni
Bergsson í samtali við Morgunblaðið
á Laugardalsvelli í gær.
Morgunblaðið/Golli
Guðni Bergsson umkringdur ungum aðdáendum eftir landsliðsæfingu í gær á Laugardalsvell-
inum, þar sem hann gaf sér tíma til að gefa þeim eiginhandaráritanir á myndir sem Hekla gaf.
Guðni vill kveðja
með sigurleik
GUÐNI Bergsson, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu,
leikur á morgun kveðjuleik sinn á Laugardalsvelli – þegar Ísland
mætir Færeyjum. Leikurinn er 80. leikur Guðna með íslenska
landsliðinu. Guðni hefur ekki spilað leik á Laugardalsvelli síðan Ís-
land tapaði gegn Írum hinn 6. september árið 1997, en þá var hann
fyrirliði liðsins. Guðni var valinn aftur í landsliðið fyrr á þessu ári
þegar liðið lék gegn Skotum.
Eftir
Hjörvar
Hafliðason
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
KÖRFUKNATTLEIKSMENN STEFNA Á GULL Á MÖLTU / B6
Kristni sagt
upp hjá Fram
LOGI Gunnarsson, körfuknattleiksmaður, mun
leika á æfingamóti á Spáni að loknum Smá-
þjóðaleikunum á Möltu. Þar mun Logi reyna
fyrir sér hjá Valladolid sem leikur í efstu deild
á Spáni en að margra mati er sú deild önnur í
röðinni hvað styrkleika varðar á eftir NBA-
deildinni. „Ég mun leika nokkra leiki á sér-
stöku móti sem sett er upp til þess að þeir geti
skoðað leikmenn. Það veit enginn hvað mun
gerast í framhaldinu en ég er með allar klær úti
þessa dagana í gegnum umboðsmann minn,“
sagði Logi í gær en hann lék með Ulm í þýsku 2.
deildinni s.l. vetur. „Síðar í sumar mun ég fara
til Frakklands þar sem ég mun æfa og leika
með nokkrum frönskum liðum þannig að ég fæ
ekki mikið sumarfrí að þessu sinni, enda er ég í
atvinnuleit,“ sagði Logi en hann valdi að semja
ekki við Ulm á ný.
Logi til reynslu
hjá Valladolid