Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 5
SMÁÞJÓÐALEIKARNIR Á MÖLTU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 B 5 SPJÓTKASTARARNIR Sigrún Fjeldsted og Vigdís Guðjóns- dóttir stóðu við stóru orðin um að þær ætluðu sér fyrstu tvö sætin í spjótinu. Frá fyrstu umferð var nokkuð ljóst að sú eina sem gat ógnað þeim var ekki í stuði þannig að spurn- ingin var aðeins um hvort hefði betur. Þegar upp var staðið hafði Sigrún betur, vann Vigdísi með hálfum metra eða svo. Vigdís tók því ágætlega en sagði að hún hefði unnið með- altalið. „Öll köstin mín voru í kringum 47 metrana en Sigrún var aðeins ójafnari þannig að ég vann í keppninni um með- altalið,“ sagði Vigdís eftir keppnina. Mótsmet Silju féll Silja Úlfarsdóttir og Sunna Gestsdóttir komust báðar nokkuð örugglega í úrslit 200 metra hlaupsins en keppt var í milliriðlum í gær. Þær hlupu í sitt hvorum riðlinum, Silja fyrst og fékk tímann 24,67 sekúndur, sem er nokkuð frá mótsmeti hennar frá því á Íslandi þegar hún hljóp á 24,26 sekúndum. Í síðari riðlum atti Sunna kappi við Mariliu Gregogiou frá Kýpur og mátti játa sig sigraða. Sunna hljóp á 24,30 en sú kýpverska á 23,65 og setti þar með nýtt mótsmet. Kaststúlkurnar stóðu við stóru orðin KEPPNIN í 100 metra grindahlaupi kvenna var nokkuð furðuleg. Keppendur voru aðeins fimm, tvær íslenskar stúlkur, þær Sigurbjörg Ólafs- dóttir og Vilborg Jóhannsdóttir, tvær stúlkur frá Kýpur og ein frá Andorra. Keppendur voru kall- aðir út á braut hálfri klukkustund áður en hlaup- ið hófst, sem er óvenjulegt, og þær gátu ekkert annað gert en sitja og bíða eftir að mótshöldurum þóknaðist að hefja hlaupið. Stúlkan frá Andorra þjófstartaði í fyrstu tilraun en í þeirri næstu kom- ust allar af stað en sú frá Andorra hætti eftir fyrstu grind. Sigurbjörg náði fínu starti og var fyrst yfir fyrstu grind en fipaðist eitthvað og komst eftir það alls ekki í takt við hlaupið. Vil- borg hljóp hins vegar ágætlega og skilaði sér í þriðja sætið á eftir stúlkunum frá Kýpur. „Ég náði mér alls ekki á strik. Það var eins og mér brygði þegar ég sá að ég var fyrst yfir fyrstu grindina og eftir það náði ég alls engum takti og þetta var ömurlegt,“ sagði Sigurbjörg. Furðulegt grindahlaup Morgunblaðið/Brynjar Gauti Lousia Ísaksen í 200 m skriðsundi, þar sem hún varð önnur. m - Hlaupið virtist ætla að þróast einsog búist var við fyrirfram. Marta og Elisa Vagnini frá San Mar- ínó hlupu hlið við hlið fyrstu hringina og voru komnar nokkuð á undan öðrum. Næsti hópur var skipaður Fríðu Rún og tveimur Möltustúlkum. Önnur þeirra meidd- ist snemma og hætti en hin lauk keppni og náði þriðja sæti. Þegar 800 metrar voru eftir gafst Möltustúlkan sem fylgdi Mörtu upp og hætti og þá var Marta örugg – eða svo hélt mað- ur – með fyrsta sætið og Fríða Rún örugg með annað sætið því hún hafði orðið örugga forystu á hina Möltu- stúlkuna. En Marta, sem hafði hlaupið vel og var kominn á gott skrið að því er virt- ist, náði ekki að ljúka hlaupinu á þeim hraða sem búast hefði mátt við og Fríða Rún sá fram á að hún gæti náð henni, setti allt í botn og skaust fram úr henni á síðustu 50 metrun- um. Frábær sprettur hjá henni – síð- ustu 200 metrana hún hljóp á rétt um 33 sekúndum. Sigurinn kemur talsvert á óvart enda hefur Marta verið ókrýnd drottning þessarar vegalengdar und- anfarið, en Fríða Rún lét vita af sér enn og aftur í gærkvöldi. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerð- ist. Ég setti hlaupið upp eins og ég byrjaði og ég átti að vinna þetta. Ég hreinlega veit ekki hvað gerðist, en það fór eitthvað að hökta þarna í lok- in,“ sagði Marta eftir hlaupið og hugsaði sig síðan um í smástund en sagði síðan: „Nei, ég ætla ekkert að afsaka mig.“ Ætlaði ekki að sprengja mig Fríða Rún var að vonum ánægð eftir að hafa tryggt sér gullið í 5 km hlaupinu. Hún hljóp mjög vel, fékk tímann 17.10,14 sem er ekki langt frá hennar besta tíma sem er 16.55 og sá tími er orðinn ansi gamall eins og hún segir sjálf. „Ég lagði upp með að fara rólega af stað, ekki sprengja mig eins og gerðist í 800 metra hlaupinu um dag- inn. Þá var reyndar vindur líka og hraðinn var allt of mikill þannig að það var ömurlegt hlaup. Núna ákvað ég að fara hægt af stað enda er ég með astma og þarf að huga aðeins að því sem ég geri,“ segir Fríða Rún þegar hún ræðir hvernig hún lagði hlaupið upp. Hún var lengst af í þriggja manna hópi, talsvert fyrir aftan Mörtu og annan keppenda sem voru fyrstar. „Ég fylgdist aðeins með þróuninni í hlaupinu og þegar um 800 metrar voru eftir sá ég að ég var kominn talsvert á undan næstu stúlku fyrir aftan mig þannig að ég hugsaði með mér að ég hlyti að eiga eitthvað inni og jók hraðann. Svo sá ég að Marta var farinn að hiksta eitthvað þannig að ég ákvað að gefa allt í botn og sjá hvað það dygði mér. Síðustu 200 metrana hljóp ég mjög vel og fór fram úr Mörtu á lokasprettinum,“ sagði Fríða Rún. Hún sagðist hafa farið í slökun í fyrsta sinn fyrir keppni í gærmorgun og það hefði verið mjög gott og kom- ið andlegu hliðinni í lag. „Svo er það nú svo furðulegt að þegar ég hóta því að hætta þá byrja ég alltaf að hlaupa vel aftur. Árið í fyrra var mjög lélegt og ég var að hugsa um hvort ekki væri bara kominn tími á að hætta. En þetta er rosalega gam- an, það er frábær andi í liðinu og maður heyrir alltaf í einhverj- um hvetja af pöll- unum en við höf- um auðvitað ekki við heimamönn- um sem hvetja af krafti. Þá verður maður bara illur og gefur í til að sýna fókinu hvað maður getur,“ sagði Fríða Rún sem var ánægð með að fá gull- verðlaun því fyr- ir tíu árum fékk hún þrenn gull- verðlaun og ein bronsverðlaun. „Ég varð að koma heim með nýjan gullpen- ing,“ sagði hún. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Martha Ernstdóttir var, eins og sjá má, ekki sátt við sjálfa sig eftir að hafa tapað óvænt í 5.000 m hlaupinu á Smáþjóðaleikunum á Möltu í gærkvöldi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fríða Rún Þórðardóttir fagnar sigrinum í 5 km hlaupi. Fríða Rún Þórðardóttir vann óvæntan sigur – vann Mörtu Ernstdóttur í 5.000 metra hlaupinu „Varð að koma heim með gull“ FRÍÐA Rún Þórðardóttir sigraði nokkuð óvænt í 5 kílómetra hlaup- inu á Smáþjóðaleikunum, skaust fram úr Mörtu Ernstdóttur á síð- ustu metrunum og fagnaði sigri, en mótsmet Mörtu stendur þó enn síðan 1995, 16.19,31, því tími Fríðu Rúnar í gær var 17.10,14. Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Möltu r á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.