Morgunblaðið - 06.06.2003, Page 6

Morgunblaðið - 06.06.2003, Page 6
SMÁÞJÓÐALEIKARNIR Á MÖLTU 6 B FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Íslenska liðið lagði Möltu, SanMarínó og Andorra í riðlakeppn- inni og mætir Kýpur eða Luxem- borg í undanúrslit- um í dag kl. 16 að íslenskum tíma. Friðrik var ánægð- ur með framkvæmd mótsins og aðstöð- una sem boðið er uppá hér á Möltu. „Boltinn er mjög sleipur þar sem hitinn er mikill og það hefur sýnt sig í leikjunum til þessa að við get- um átt í vandræðum með að skora þar sem við hreinlega missum bolt- ann úr höndunum á okkur.“ Friðrik bætti því við að varnarleikur liðsins hefði verið með ágætum og skilað liðinu árangri. „Það eru allir að standa vaktina í vörninni og á með- an við höfum átt í erfiðleikum með að skora hefur okkur tekist að loka á andstæðinga okkar.“ Damon Johnson hefur verið mik- ið með boltann í höndunum sem leikstjórnandi liðsins og sagði Frið- rik að leikmenn liðsins ættu eftir að ná betur saman í næstu leikjum. „Damon er alltaf að leita eftir góð- um skotfærum fyrir aðra leikmenn, hins vegar hafa menn ekki alveg náð að stilla saman strengina í sókninni en ég tel að við eigum eftir að verða betri í næstu leikjum.“ Markmið íslenska liðsins er að kom- ast í þá aðstöðu að leika um gullið á mótinu og taldi Friðrik að liðið þyrfti að leika mjög vel til þess að það tækist. „Kýpur, Lúxemborg og Ísland eru með sterkustu liðin og eiga öll möguleika á sigri en að mínu mati eigum við að geta unnið þetta mót. Við ætlum okkur gull- verðlaun hér á Möltu,“ sagði Frið- rik Ingi. Guðmundur Bragason var at- kvæðamestur í íslenska liðinu í gær en hann skoraði alls 23 stig í fyrstu þremur leikhlutum leiksins. Logi Gunnarsson skoraði 15 stig og Damon Johnson var með 13 stig. Magnús Gunnarsson 11, Páll Axel Vilbergsson 10, Helgi Magnússon 10, Baldur Ólafsson 9, Sverrir Sverrisson 7, Jón Nordal Hafsteins- son 6, Friðrik Stefánsson 3, Gunnar Einarsson, Fannar Ólafsson. „Ætlum okkur gullverð- laun hér á Möltu“ „VIÐ höfum verið í hæstu hæð- um sem lið af og til í þessum þremur leikjum sem eru búnir nú þegar en að sama skapi höf- um við einnig leikið illa á köflum – og þá sérstaklega í sókn,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson landsliðsþjálfari íslenska karla- liðsins í körfuknattleik eftir að liðið hafði tryggt sér efsta sætið í sínum riðli á Smáþjóðaleik- unum á Möltu með sigri gegn Andorra, 108:72. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Möltu Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari karlaliðsins í körfuknattleik ien frá Lúxemborg 11:9, 11:7 og 11:9. Síðan varð Talavanov frá Kýpur fyrir barðinu á Guðmundi 12.10, 11.5 og 11:7. Markús Árnason varð fjórði í sínum riðli, vann þrjár við- ureignir, tapaði þremur og hafn- aði því í 8.–9. sæti. Hann og Guð- mundur keppa saman í tvíliðaleik í dag. GUÐMUNDUR E. Stephensen, margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis, átti ekki í erfiðleikum með að tryggja sér sæti í undan- úrslitum í einliðaleik í borðtennis. Hann vann alla keppinauta sína 3:0 og mætir Ciocu Trajan frá Lúxemborg í undanúrslitum á morgun. Í hinum undanúrslita- leiknum mætast Simon Gerada frá Möltu og Kiril Talavanov frá Kýpur. Guðmundur byrjaði á því að vinna Baldaccgino frá Möltu 11.3, 11:5 og 11:6. Þá vann Tentoni frá San Marínó 11:4, 11:6 og 11:9, síðan Altarriba frá Andorra 11.6, 11:6 og 11:5. Eftir það skellti hann Fromelt frá Liechtenstein 11:8, 11.4 og 11:5 og síðan Dab- Miglena kom til Norðfjarðar meðeiginmanni sínum, sem hafði verið ráðinn spilandi þjálfari hjá karlaliði Þróttar í Neskaupstað. „Ég var atvinnumaður í blaki í Búlgaríu, en var hætt. Þegar ég kom hingað byrjaði ég aftur og er enn að þó ég sé orðin „kerling“,“ segir Miglena brosandi og segist meina það í alvöru. „Þú sérð það, ég á tvö börn sem eru orðin stór og verða fullorðin áður en maður veit af,“ segir hún máli sínu til stuðnings. Natalía verður fyrir svörum þegar spurt er um fyrstu kynnin af Íslandi. „Þegar ég var á leiðinni hingað vissi ég ekkert hvert ég var að fara. Ég vissi ekkert um Ísland og varla að landið væri til. Þegar ég lenti í Kefla- vík og keyrði til Reykjavíkur hélt ég að ég væri á tunglinu,“ segir hún og það er greinilegt að þessi samlíking hefur heyrst áður enda hraunið hrjóstrugt á þessari leið. „Annars kunni ég vel við mig á Neskaupstað, lítill og þægilegur staður þar sem fólk er rólegt, allt annað en að búa í milljónaborg eins og ég gerði.“ Migl- ena tekur undir þetta: „Það er gott að búa á Neskaupstað og við kunnum mjög vel við okkur þar, sérstaklega er gott að vera með börn þar og þau ráða miklu um að við erum þar enn. Hvað verður þegar þau stækka veit maður auðvitað ekki,“ segir hún. Báðar hafa unnið í frystihúsi við hreinsun og pökkun á fiski, Miglena er reyndar orðinn íþróttakennari en Natalía vinnur enn í fiski, nú á Ak- ureyri þar sem hún segist kunna bet- ur við sig en í Neskaupstað. Þegar talið berst að blakíþróttinni er ekki komið að tómum kofanum enda báðar atvinnumenn í íþróttinni áður en þær komu hingað til lands. „Blakið á Íslandi var skelfilega lélegt þegar við komum, eða það fannst okkur í það minnsta. Framfarirnar hafa hins vegar verið miklar og nú er spilað alvöru blak á Íslandi,“ segja þær báðar. „Það vantar fleiri lið og miklu fleiri leiki til að það verði ein- hver þróun í blakinu. Það er ekki nóg að spila tíu leiki á ári, þeir verða að vera miklu fleiri,“ segir Natalía. „Það sama á í raun við um lands- liðið, það þarf að spila miklu fleiri leiki. Ef við tökum þessa leika sem dæmi þá er mikill stígandi í liðinu hjá okkur, en ef vel ætti að vera hefði lið- ið þurft að leika nokkra æfingaleiki áður en við komum hingað, þá tæki það okkur ekki nokkra leiki að ná upp rétta andanum. Svo er eitt sem okkur finnst dálítið furðulegt og það eru peningamálin í kringum íþróttir á Ís- landi. Ef þú ert valin í landslið þá er það auðvitað heiður og menn segja já við því en svo þarf maður að borga sjálfur. Þessu erum við ekki vanar og finnst dálítið furðulegt, sérstaklega þegar haft er í huga að Ísland er ríkt land og þess vegna ætti þetta að geta verið öðruvísi,“ segir Miglena. Natalía talar litla íslensku en hún skilur talsvert í henni. Miglena talar hins vegar mjög fína íslensku og hef- ur greinilega lagt sig fram við að læra hana og talar rétt mál, bæði hvað varða orðaforða og málfræði. „Ég varð að læra íslenskuna bara til að skilja börnin mín,“ segir hún glettin og bætir svo við: „Nei, nei, auðvitað verður maður að læra tungumál þess lands sem maður býr í, við eigum heima á Íslandi og svo var mikilvægt að læra málið til að fá vinnu við eitt- hvað annað en að hreinsa fisk.“ Lærði íslensku til að skilja börnin TVÆR erlendar stúlkur leika með íslenska kvennalandsliðinu í blaki, Miglena Apostolova, sem kemur frá Búlgaríu, og Natalía Gomzína, sem er rússnesk. Báðar hafa lengi leikið blak á Íslandi, Miglena síðan 1995 og Natalía síðan 1999, allan tímann í Neskaup- stað en í haust flutti Natalía til Akureyrar þar sem hún gekk til liðs við KA. Báðum líkar vel á Íslandi og segjast ekki hafa í hyggju að flytja héðan – í það minnsta ekki á næstunni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Miglena Apostolova, sem kemur frá Búlgaríu, og Natalía Gomzína, frá Rússlandi, leika með blaklandsliðinu á Möltu. ÍSLENSKA kvennalandsliðið í blaki tapaði fyrir San Marínó í fyrrakvöld og í þeim leik var ein sú lengsta hrina sem um getur í sögu íslensks blaks – ef ekki alþjóðlegs blaks líka. Önnur hrinan í leiknum end- aði 39:37 fyrir San Marínó, en venjuleg hrina er upp í 25 og lýkur ekki fyrr en munurinn verður tvö stig. Á þessum tíma kom fjórtán sinnum upp sú staða að annað liðið gat sigrað með því að fá eitt stig og þar af voru íslensku stúlkurnar tólf sinnum í þeirri stöðu en tókst ekki að nýta sér það. Fögnuðu sigri Kvennalandsliðið fagnaði sigri á Liechtenstein í gær, 3:0. Karlaliðið tapaði aftur á móti fyrir Andorra, 3.0. Methrina hjá konum Tveir erlendir leikmenn leika með kvennalandsliðinu í blaki Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Möltu Guðmundur vann alla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.