Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR                                            !   !          ll STUTT ● SKEMMTISTAÐURINN Astró í Aust- urstræti hefur verið seldur og rekstri staðarins verður hætt. Nýr staður verður opnaður á sama stað í ágúst næstkomandi. „Við munum opna nýjan stað í Austurstrætinu í ágúst eftir grund- vallarbreytingar á öllum staðnum. Við ætlum að gera talsvert miklar breytingar og reyna að búa til stað þar sem fólki líður vel og getur skemmt sér,“ segir Einar J. Ingason sem er framkvæmdastjóri nýja stað- arins og talsmaður nýrra eigenda. Fyrirtækið V-Austurstæti ehf. er skráð eigandi staðarins sem fyrr en nýir eigendur keyptu fyrirtækið af þeim sem fyrir voru. Rekstri Astró hætt FLEIRI gestir sóttu Kringluna heim fyrstu fimm mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra, segir í fréttatilkynningu frá Kringlunni. Nemur aukningin um 30.000 manns eða um 1,5%. Heildargestafjöldinn á þessu tímabili var um 2,1 milljón. Um það bil jafnmargir sóttu Kringluna á árinu 2002 og árið 2001, en í lok árs tók að gæta aukn- ingar. Í desember síðastliðnum komu um 2% fleiri í Kringluna en í jóla- mánuðinum 2001. Aukin aðsókn í Kringluna ◆ ● ACOTÆKNIVAL, ATV, áformar að opna Sony-setur í Kringlunni í sept- ember. Á sama tíma verður Sony- setrinu í Skeifunni lokað. Breyting hefur orðið á viðskiptum ATV við dreifingarfyrirtæki Sony í Evr- ópu. Eftirleiðis mun allur innflutningur ATV vera frá þeirri deild Sony sem annast dreifingu neytendavöru. Ný- herji mun hins vegar taka við innflutn- ingi frá viðskiptalausnadeild Sony þar sem fyrirtækið Camson, sem Nýherji keypti nýverið, er umboðsaðili fyrir Sony Professional Products. Samkvæmt upplýsingum frá ATV hefur þessi breyting óveruleg áhrif á rekstur ATV. Velta ATV með Sony-vörur nam í fyrra um 150 milljónum króna. Sony-setrið opnað í Kringlunni ● FJÖGUR fjármálafyrirtæki spá 0,1%–0,2% hækkun vísitölu neyslu- verðs á milli júní og júlí. Reynist þær spár réttar verður verðbólga síðustu tólf mánaða 1,8%–1,9% í júlí, en í síðasta mánuði mældist verðbólgan 1,8%. Verðbólgumarkmið Seðla- bankans er 2,5%. Fyrirtækin sem spá eru Íslands- banki og Landsbanki, sem spá 0,2% hækkun vísitölunnar, og SPRON og Kaupþing Búnaðarbanki, sem spá 0,1% hækkun. Helstu forsendur fyrir spá um hækkun vísitölunnar eru að húsnæð- isverð muni halda áfram að hækka og að verð á eldsneyti var hækkað um mánaðamótin. Spá 0,1%–0,2% hækkun vísitölu ◆ komi niður á hreinum vaxtatekjum en á móti hafi þróun á hluta- og skuldabréfamarkaði verið hagfelld og skilað umtalsverðum gengis- hagnaði. Slök afkoma í sjávarútvegi Greiningardeild Kaupþings Búnað- arbanka segir töluverðar sveiflur hafa verið í afkomu samgöngufyr- irtækjanna á síðustu misserum. Mikill umskipti hafi orðið í rekstri Flugleiða á síðasta ári og fjármuna- myndun verið góð. Rekstrarhorfur félagsins hafi á hinn bóginn versn- að á þessu ári vegna samdráttar í alþjóðlegu flugi, en ýmsar ytri að- stæður hafi þó áfram verið félaginu hagstæðar, svo sem gengi og vext- ir. Afkoma Eimskips haldi áfram að GREININGARDEILDIR bank- anna spá því að hagnaður fyrir- tækja í Úrvalsvísitölu Kauphallar- innar hafi á fyrri helmingi dregist saman um 26% frá fyrra ári, sé miðað við meðaltal spánna. Hagn- aður fyrir afskriftir dregst sam- kvæmt spánum saman um 14% milli ára. Í meðfylgjandi töflu er að finna spár greiningardeildanna fyr- ir fyrirtæki í Úrvalsvísitölunni, fyr- ir utan Fjárfestingarfélagið Straum, en ekki er spáð um afkomu þess. Segja má að Kaupþing Búnaðar- banki sé með bjartsýnustu spána og Landsbankinn þá svartsýnustu. Kaupþing Búnaðarbanki er ellefu sinnum yfir meðalspánni og Ís- landsbanki er sex sinnum yfir með- alspánni, en Landsbankinn er að- eins einu sinni yfir meðalspánni. Áhrif vegna gengisþróunar Greining Íslandsbanka segir að skýringin á því að spáð sé mun minni hagnaði á fyrri hluta þessa árs en í fyrra sé gengisþróun krón- unnar. Þetta lýsi sér annars vegar í minni gengishagnaði vegna styrk- ingar krónunnar en á sama tímabili í fyrra og hins vegar í lægri fram- legð vegna styrkingar hennar und- anfarin misseri. Áhrifin séu mest á útflutningsfyrirtækin, en því sé spáð að hagnaður þeirra minnki um ríflega helming. Greiningardeild Landsbankans segir að reiknað sé með að rekstur Íslandssíma, sem nú heitir Og fjar- skipti, sé tiltölulega stöðugur milli ársfjórðunga, en gjaldfærsla sam- runakostnaðar dragi afkomu félags- ins niður. Þá segir greiningardeild- in að afkoma fjármálafyrirtækja sé tiltölulega stöðug milli fjórðunga á fyrri hluta ársins. Verðbólga hafi verið lítil á öðrum fjórðungi og það valda vonbrigðum og félaginu hafi ekki tekist að sýna viðunandi fram- legð og arðsemi í flutningastarf- seminni. Þá hafi framlegð í sjáv- arútvegsstarfsemi félagsins lækkað umtalsvert milli ára vegna nei- kvæðra áhrifa styrkingar krónunn- ar. Búast megi við einhverjum bata í flutningastarfseminni á næstu misserum í kjölfar aukins innflutn- ings vegna stóriðjuframkvæmda og auknar aflaheimildir hafi jákvæð áhrif á sjávarútvegshlutann. Eignir Eimskipafélagsins í öðrum félögum hafi ekki hækkað mikið á árinu og ekki sé búist við að markverð um- skipti verði á afkomu félagsins í bráð. Greiningardeild Kaupþings Bún- aðarbanka gerir ráð fyrir að afkom- an í sjávarútvegi verði áfram slök á öðrum ársfjórðungi, en hún hafi verið slakari en í fyrra á þeim fyrsta. Hátt gengi krónunnar komi verst við landvinnsluna auk þess sem loðnuveiðar hafi verið um þriðjungi minni en í fyrra. Krónan hafi veikst nokkuð að undanförnu sem bæti samkeppnisstöðu grein- arinnar til lengri tíma litið, en komi ekki fram í uppgjörunum að þessu sinni nema til lækkunar hagnaðar vegna hækkunar erlendra skulda í krónum talið. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að velta sjávarútvegsfyrirtækja á Aðallista Kauphallarinnar dragist saman um 18% á fyrri hluta ársins og að hagnaður verði um 60% lægri en á sama tímabili í fyrra.  !" # $% & '& ( ) (%&*+ ,)+ -+$+(.( & # ( & ,)+ )/ ( & 0$%1(  2 ./ &  )/ ( ,)+ ) & 3 &4) (%( & 5  &  4( & 46! 78+    &  +4$ $ & "+$ (.)". .& & 9))$ &     "     #$%&'()*     "   +    0$%1(  2 ./ ,)+ )7 / ( :.+7 )%  )7 / (  ;<=8   >                                                                                                                                      ' .$   > 0$%1(  2 ./ ,)+ )7 / ( :.+7 )%  )7 / (                  ? %% @ .(  A (++4 6 $  Spá 26% minnkun hagnaðar          ! "#$ $$%    &' ((('  )* )! +"&   ,$  -$ " ! . %&#%/ %" ,(  ! & &(%      $$$' '0' "0! 1 (2"   # (! . $$  " ,(  3  (34/&  &   . 5 6,   ,(  !  (&(%2 . "6,  &' %/ "  . (# ,(  ! 5 0. 3 Aðspurður segir Ár- sæll að algengast sé að Bretar fari í stuttar ferðir, hvort sem sé til Reykjavíkur eða út á land. „Það er líka at- hyglisvert og jákvætt, að eftirspurnin er ekki bundin við hásumarið; Bretar vilja koma hingað frá vori og fram á haust. Há- punktarnir í komu þeirra hingað eru í raun þrír; vor, sumar og haust. Þarna er því sóknarfæri fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni, sem hefur átt við þann vanda að stríða að mikill meiri- hluti ferðamannastraumsins hefur verið bundinn við sumarmánuðina.“ Bandaríkjamönnum fjölgar Ársæll segir að í kjölfar hryðjuverk- anna 11. september 2001 hafi dregið verulega úr ferðalögum Bandaríkja- manna. „Enn frekar dró úr þeim þeg- ar stríðið í Írak hófst og að auki varð útbreiðsla HABL-veirunnar til þess að draga úr ferðum þeirra,“ segir hann. Í ár er þessari fækkun bandarískra ferðamanna að linna hér á landi, að sögn Ársæls. „Fjöldi þeirra er orðinn á við það sem gerist í venjulegu ár- ferði og ég á von á að hann verði það áfram.“ BRETAR hafa á árinu tekið við af Bandaríkjamönnum sem fjölmennasti ferðamannahópurinn hér á landi. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu kusu lesendur The Guardi- an, The Observer og Guardian Unlimited á dögunum Ís- land „Uppáhalds Evrópulandið“. Ársæll Harðarson, markaðsstjóri ferðamálaráðs, segir að vöxtur í fjölda breskra ferðamanna hafi verið afar mikill að undanförnu. „Þetta er vöxt- ur sem hefur núna staðið yfir í á ann- að ár,“ segir hann, „og hann hefur ekki komið af sjálfu sér. Þetta er af- rakstur mjög langvarandi sóknar inn á breska markaðinn. Einkaaðilar og opinberir aðilar hafa veitt gríðarlega miklu fé til þessarar markaðssóknar.“ Ráðstefnur og fundir Ársæll segir að síðustu ár hafi t.a.m. hundruð breskra fjölmiðlamanna ver- ið fengin til landsins. Þá hafi í tíu ár samfleytt verið markvisst unnið að því að fá bresk fyrirtæki til að halda fundi og ráðstefnur hér á landi. Þar að auki hafi framboð á flugferðum milli Íslands og Bretlands margfaldast og verð lækkað. Bretar fjöl- mennasti ferða- mannahópurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.