Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 8
  )*++*,-. +*/0123)4*5*.)*+2627'+20 8*9')*+2 -''/. . ..  . // ...    . .... !4  +=  ! 8 # "# "+7  5 #   0 5" " 678 7777 69:;<: :8/386252. 0;*.7*<= 67= 67> 6?@ 77 '>.*/7/.  ;=7 ?'8*9')*+2 '*7;6.@2 GREININGARDEILDIR Kaupþings Búnaðarbanka og Ís- landsbanka mæla báðar með sölu á bréfum Eimskipafélags Íslands en þær hafa nýverið birt greiningu á félaginu. Í báðum tilvikum er verð- mat talsvert undir gengi félagsins í Kauphöll Íslands eða 25%–33% hærra en það gengi sem greining- ardeildirnar telja að ætti að vera á bréfunum. Greiningardeild Kaupþings Búnaðarbanka telur að hátt gengi Eimskipafélagsins endurspegli fyrst og fremst aukna samþjöppun eignaraðildar í félaginu, en afkoma og horfur hafi ekki gefið sérstakt tilefni til þeirra gengishækkana sem orðið hafi að undanförnu. Í greiningu Kaupþings Búnað- arbanka kemur fram að afkoma af flutningastarfsemi Eimskips hafi verið óviðunandi um langt skeið og báðir bankarnir segja aukna sam- keppni í flutningum geta haft nei- kvæð áhrif á rekstur Eimskips. Ef áætlanir varnarliðsins um umtals- verða minnkun á umsvifum hér á landi ganga eftir er ekki ólíklegt að Atlantsskip, sem annast flutninga fyrir varnarliðið, muni í auknum mæli keppa við Eimskip og Sam- skip í almennri flutningastarfsemi til og frá landinu, að því er segir í greiningu Kaupþings Búnaðar- banka. Ekkert er hins vegar hægt að fullyrða í þeim efnum enda á eftir að koma í ljós hvort eða hve- nær varnarliðið dregur úr starf- semi á Íslandi. En fróðlegt verður að fylgjast með þeim verðum sem út- og innflytjendum verður boðið upp á ef af verður. Ein af þremur meginstoðum Eimskipafélags Íslands er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, Brim. Greiningardeild Kaupþings Búnaðarbanka telur að Brim hafi ekki náð fram viðunandi framlegð en gert er ráð fyrir því að hún fari batnandi á komandi árum með meiri sérhæfingu vinnsluhúsa, samnýtingu aflaheimilda og bættri nýtingu afkastagetu. Greiningardeild Íslandsbanka segir að félögin sem mynda Brim, HB, ÚA og Skagstrending, hafi verið keypt þegar verð þeirra var hátt. Hins vegar verður að hafa í huga að það er markaðurinn sem ræður verðmati á skráðum fé- lögum á markaði og í tilviki Eim- skipafélags Íslands metur hann fé- lagið hærra en viðkomandi greiningardeildir. Það er hverjum í sjálfsvald sett hvort hann vill kaupa bréf í félaginu á því verði sem í boði er. Ef litið er til tveggja af megin- stoðum Eimskipafélags Íslands, sjávarútvegsstoðarinnar Brim og flutningastoðarinnar Eimskip má velta fyrir sér tengslum milli stoða. Ljóst er að stór hluti ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja kaupir af Eimskip flutning á fram- leiðslu sinni á erlenda markaði. Því má ætla að Eimskip hafi mikilvæg- ar upplýsingar um hvað stór hluti sjávarútvegsfyrirtækja í landinu er að flytja út og hverjir séu kaup- endurnir. Ekki er ósennilegt að sjávarútvegsfyrirtækin velti því fyrir sér hvort þeir eigi að kaupa flutninga af sömu aðilum og þeir eru í samkeppni við eða leita til annarra flutningsaðila sem ekki keppa á við þá um sölu á afurðum. Þá ekki síst ef samkeppni um sjó- flutninga fer harðnandi með til- heyrandi tilboðum á komandi ár- um. Eðlilegt er að slíkar hugrenn- ingar komi upp á jafnlitlum mark- aði og sá íslenski er. Markaðurinn og meginstoðirnar Innherji skrifar innherji@mbl.is BANDARÍSKA fyrirtækið Gen- eral Electrics er stærsta fyrirtæki í heimi sé tekið mið af markaðsverði, en markaðsvirði félagsins er 286,1 milljarður Bandaríkjadala, eða 22.276 milljarðar íslenskra króna. Markaðsvirði er fjöldi útistand- andi hlutabréfa í félagi margfald- aður með gengi bréfanna á markaði. Þetta kemur fram í nýjasta hefti bandaríska viðskiptatímaritsins Business Week en tímaritið tekur árlega saman lista 1.000 stærstu fyrirtækja í heimi. Miðað er við markaðsvirði fyrirtækjanna 30. mars sl. General Electrics var einnig efst á þessum lista í fyrra. Fyrirtækin sem lentu í öðru og þriðja sæti, tölvufyrirtækið Micro- soft og olíufyrirtækið Exxon Mobil, halda sætum sínum frá því í fyrra en lyfjafyrirtækið Pfizer fer úr sjötta sæti í það fjórða. Wal Mart verslanakeðjan fer úr fjórða í fimmta sæti. Fyrirtækin í sætum eitt til sjö eru öll bandarísk. Séu aðrir mælikvarðar en mark- aðsvirði skoðaðir kemur í ljós að Wal Mart er tekjuhæst allra fyrir- tækjanna með 244,52 milljarða Bandaríkjadala í tekjur á síðasta ári. Þar á eftir kemur Exxon með 204,51 milljarð og í þriðja sæti kem- ur General Motors með 184,21 millj- arð dala. General Electrics er ní- unda tekjuhæsta fyrirtæki heims. Sé fyrirtækjum raðað eftir hagn- aði trónir fjármálafyrirtækið Citi- group efst á lista með mestan hagn- að fyrirtækja í heimi, eða 15,32 milljarða Bandaríkjadala á síðasta ári. Þar næst kemur General Electrics með 15,13 milljarða og þar á eftir Altria Group með 11,10 millj- arða. Sé skoðað hvaða fyrirtæki hafa vaxið mest að markaðsvirði á milli ára er fjarskiptafyrirtækið banda- ríska Nextel Communications lang- efst, en markaðsvirði þess hefur hækkað um 208%. Í öðru sæti er Yahoo Japan með 117% hækkun og í þriðja sæti Tele2 með 105% hækk- un. Íslensk fyrirtæki ná 692. sæti Ekkert íslenskt fyrirtæki nær inn á lista Business Week. Verðmætasta fyrirtækið í Kauphöll Íslands er Kaupþing Búnaðarbanki en mark- aðsverðmæti þess er 64 milljarðar króna. Til samanburðar er markaðs- virði fyrirtækis númer 1.000 á lista Business Week, Wendýs Inter- national, 270 milljarðar króna. Samanlagt markaðsvirði allra fé- laga á aðallista Kauphallar Íslands er 455,4 milljarðar króna og með sameiginlegu átaki kæmust þau upp í 658. sæti á lista Business Week. Ef öll fyrirtækin 57 sem skráð eru á lista í Kauphöll Íslands tækju höndum saman næðu þau 692. sæti á lista tímaritsins. Í inngangi Business Week að upp- talningunni er sérstaklega talað um endurkomu fjarskiptafyrirtækja, en þau hafa verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið að sögn tímaritsins. Sem dæmi er hástökkvari listans, Nextel, sem bætti sig um 208% í markaðsverðmæti milli ára og fór úr 988. sæti í það 244., á góðu róli. Hagnaður þess er talinn fara vax- andi á þessu ári en fyrirtækið sýndi í fyrsta skipti hagnað á síðasta ári. Helsta tekjulind fyrirtækisins er farsímar með talstöðvareiginleika sem aðilar í byggingariðnaði m.a. hafa tekið opnum örmum. Fjarskiptageirinn er þó enn, sam- kvæmt Business Week, töluvert verðminni en þegar hann reis hæst fyrir þremur árum, en eins og segir í greininin hafa mörg þessi fyrirtæki minnkað skuldir og eru þar af leið- andi betur í stakk búin til að sækja fram. Samanlagt markaðsvirði allra fyr- irtækjanna 1.000 á listanum féll þriðja árið í röð niður um 9,6%, eða niður í 16,7 trilljónir Bandaríkjadala ( trilljón= milljón milljónir) en samt segir í tímaritinu að teikn séu á lofti um að niðursveiflan á hlutabréfa- mörkuðum heimsins sé í rénun, hið versta sé afstaðið.   ! " # $ 5 % &    ! " # $ 5 % &    ! "           6 07 87 1 0)) 91: ;  8   3 - < >? .-74@46 - 9 ,* 7 A   6 - A   -8 74 B 16 - A  3 8 7 6 )*4 9 7 =6 *+ 37?*   37 3 1,* 7  4  4 DD.7* D B :3**-               @                         < '    5#E& # E%% !!E% !!E5%  E &E5# #E # "5E!5 " E! "&E%$ !5E5& !$E%%  #E&! #E%$ !E5 5E%# 5E55 "E$  E&% E%$ E&# &5E%5 &"E  & E$5 & E"" # $ 5 % &   ! " # $ 5 % !& ! ! ! !! !" !# !$ !5 !% "&     D? ,  6 -  33**- ,*  ; .3* - B 9 7 34 ) 7 *. >?  17 6 - ' >74 F9 7 7 , :7 ,++( +   ,G(D*;  G 7 F  3*7  0(? <98  34  0 A < '                                           5#E  5#E&% 5"E! 5!E" 5 E% 5 E&& 5E$ 5&E$& 5&E5 $#E ! $"E$% $"E"# $"E $ E% $E# #%E% #%E#$ #%E# #5E # #5E& #$E# #$E #$E" ##E$ #!E"5                   '?  H    !   >       '?  H    !   > General Electrics stærsta fyrirtækið Ekkert íslenskt fyrirtæki á lista 1.000 stærstu hjá Business Week NEFND sú sem er stjórn Internet á Íslandi hf. til ráðuneytis um skrán- ingar á lénum.is hefur hafnað beiðni Apple Computer Inc. um að umskrá lénið „apple.is“ af nafni AcoTækni- vals hf. Byggist niðurstaðan á því að AcoTæknival hafi verið í góðri trú þegar félagið skráði lénið á sínum tíma. Af þessum sökum bresti nefnd- ina vald til að verða við kröfu Apple og mæla fyrir um umskráningu léns- ins. Í niðurstöðu nefndarinnar er tek- ið fram að ekki sé tekin afstaða til þess í úrskurðinum hvort AcoTækni- val hafi glatað rétti yfir léninu eftir að það var skráð á nafn þess, að sögn Hróbjarts Jónatanssonar, lögmanns Apple Computer Inc á Íslandi. „Ljóst er af framangreindu að úr- skurðarnefndin telur það vera utan síns valdsviðs, eins og reglur Internet á Íslandi hf. eru nú, að fjalla efnislega um kröfu Apple og er kröfunni hafnað á þeim forsendum eingöngu. Það vek- ur hins vegar nokkra furðu að skrán- ingarreglunum skuli ekki hafa verið breytt til samræmis við gildandi meg- inreglur í vörumerkjalöggjöf. Það er væntanlega eitthvað sem Internet á Íslandi hf. hlýtur að skoða ef úrskurð- arnefndin á að hafa praktískan til- gang,“ segir Hróbjartur. Apple Computer Inc. mun nú höfða mál á hendur AcoTæknival og gera kröfu um að AcoTæknival verði bann- að nota lénið apple.is. „Ótvírætt er að vörumerkið „Apple“ er skráð eign Apple Compu- ter Inc.á Íslandi. Sömuleiðis er ljóst að AcoTæknival á engin vörumerkja- réttindi tengd heitinu „Apple“. Sam- kvæmt l. 45/1997 um vörumerki felst í vörumerkjarétti að aðrir en eigandi vörumerkis mega ekki heimildarlaust nota það í atvinnustarfsemi. Ágrein- ingslaust er að Apple Computer Inc. hefur ítrekað bannað AcoTæknivali að nota vörumerkið Apple í skráningu léns enda liggur fyrir að Apple hefur sagt upp öllum samningum við Aco- Tæknival. Það er því ekki vafi um að notkun AcoTæknivals á vörumerkinu „Apple“ í lénheiti er andstæð lögum,“ að sögn lögmanns Apple Computers Inc. á Íslandi. Reuters Apple Computer Inc. hefur ákveðið að höfða mál gegn AcoTæknivali. Beiðni um umskráningu lénsins apple.is hafnað Fyrir utan valdsvið úrskurðarnefndar að fjalla efnislega um kröfu Apple STJÓRN Lífeyrissjóðs Austur- lands réð í gær Garðar Jón Bjarna- son sem nýjan framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Austurlands og mun hann hefja störf 1. ágúst næstkom- andi. Garðar Jón útskrifaðist úr við- skiptafræðideild Háskóla Íslands ár- ið 1989, varð löggiltur endurskoð- andi árið 1993 og löggiltur verð- bréfamiðlari árið 2001. Garðar Jón hefur meðal annars starfað í lífeyris- sjóðsdeild Kaupþings, hjá Lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins, hjá Lög- giltum endurskoðendum hf. (nú Deloitte & Touche) og rak eigið ráð- gjafafyrirtæki um árabil. Nýr fram- kvæmdastjóri mun starfa á skrif- stofu sjóðsins í Neskaupstað og verða búsettur í Fjarðabyggð. Nýr framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Austurlands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.