Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚR VERINU Þ ETTA virðist í fljótu bragði ekki geta verið einfaldara. Bara henda spotta út í sjó og sækja hann svo aftur eftir tvö og hálft ár fullan af fínasta kræklingi. Ódýrt og einfalt og gjöf- ult. Svona einföld er kræklingaræktin vissulega ekki. Það er að anzi mörgu að huga áður en ár- angur næst. Nokkrir aðilar hafa á síðustu árum verið að reyna fyrir sér í ræktun á kræklingi, en árangurinn hefur látið á sér standa. Það er fyrst nú, semVíðir Björnsson og félagar í Norðurskel í Hrísey eru að sjá árangur erfiðis síns. Eftir þrjú afar mögur ár og mistök og vonbrigði eru þeir að komast á beinu brautina. Morgunblaðið heimsótti þá félaga í leiðinda- veðri, hvassviðri og rigningu og fór með þeim að vitja um burðarlínurnar. Nokkrum erfiðleikum var bundið að taka upp línuna og sækja skelina vegna vinds og straums, enda eru þeir yfirleitt ekkert að eiga við þetta nema við góðar aðstæð- ur. Þetta var bara gert fyrir Morgunblaðið og meira til, því svo var farið með skelina á veitinga- húsið Brekku og haldin þessi fína veizla. Kræk- lingurinn er hreint lostæti. En hvernig datt Víði í hug að fara út í þetta ævintýri? „Ég sá þetta fyrst á Nýfundalandi 1996 og kol- féll fyrir hugmyndinni. Maður var náttúrulega búinn að sjá krækling- inn á bryggjustaurunum hérna í Hrísey, en datt ekki í hug að í þessu gætu falizt einhver tæki- færi. En þarna á Nýfundnalandi var mér sýnt hvernig staðið var að ræktuninni og ég smakkaði kræklinginn og varð bara alveg heillaður. Þetta var í maí og töluvert um hafís og aðstæður frek- ar erfiðar, svo mér fannst að fyrst þetta væri hægt við þessar aðstæður, hlyti það að vera hægt heima líka. 60 kílómetrar af söfnunurum Þetta var svo að veltast með mér þar til ég stofn- aði Norðurskel fyrir þremur árum. Þá byrjuðum við að dæla út línum og í dag erum við komnir út með 60 kílómetra af söfnunurum og erum byrj- aðir að uppskera af því sem fór út árið 2000. Því miður fór megnið af þeim línum í klessu svo upp- skeran er er ekki mikil. Við byrjuðum við Dagverðareyri og settum ekkert hérna við Hrísey fyrr en í fyrra þegar við fluttum fyrirtækið hingað. Við vorum búnir að setja út prufulínu áður og vissum að staðurinn væri góður. Reyndar virðist engu máli skipta hvar þessu er hent út, setið virðist alls staðar vera það sama.“ Hvernig er þetta gert? „Þetta er í raun og vera afskaplega einfalt. Burðarlínan sjálf er 220 metra löng. Það eru svo flot á tveggja metra millibili sem halda henni uppi, en hún er höfð á tveggja metra dýpi. Niður úr henni hanga fimm metra langir safnþræðir með hálfs metra millibili. Burðarlínan er svo fest niður með eins konar stjórum á hvorum enda og er bezt að nota sprengigrjót sem er um 2,5 tonn að þyngd. Við byrjuðum með miklu léttari stjóra, aðeins 250 kíló og það dugði engan veginn og línurnar drógust saman og allt fór í klessu, því þyngslin verða mjög mikil þegar setið er orð- ið mikið og skelin farin að vaxa. Ef hún fer í botn leggst krossfiskurinn á skelina og drepur hana.“ Víðir viðurkennir að þetta hafi alls ekki verið neinn dans á rósum. Mótlætið hafi verið mikið en ekki hafi komið til greina að bugast. „Við lentum í miklum hremmingum til að byrja með, en við teljum okkur vera búna að læra af mistökunum enda gengur þetta mjög vel núna. Við höfum verið að þróa hönnunina á þessu og til dæmis hefur komið í ljós að bezt er að hafa minna flot á línunni til að byrja með en auka það svo eftir því sem línan þyngist. Sé sett of mikið flot fyrst verður of mikil hreyfing á lín- unni og skelin hristist af henni. Það geta orðið allt að 20 tonn af skel á hverri línu. Yfirleitt er talið gott að fá fimm kíló á hvern metra af söfnunarbandi. Við höfum því gert ráð fyrir fimm kílóum á hvern þráð, en útkoman hef- ur verið betri, eða 7,9 kíló. Skelin vex alveg ótrúlega hratt. Þegar setið byrjar er skelin aðeins fjórðungur úr millimetra og sést því ekki. Þegar verið er að kanna það í fyrstu segja sérfræðingarnir að bezta aðferðin sé að strjúka lófanum eftir söfn- unarþræðinum og strjúka síðan konulæri og sjá áhrifin. Okkur vantar hins vegar svoleiðis læri í fyrirtækið og höfum því ekki notað þessa aðferð. Tekur tvö og hálft ár Skelin hrygnir í júlí og ágúst og lirfan fer strax af stað að leita sér að bústað og getur verið að því í nokkrar vikur. Í marz er skelin orðin 1 til 2 millimetrar að lengd að meðaltali en í september er lengdin orðin 25 til 30 millimetrar. Skelin vex líka yfir veturinn þó vöxturinn sé hægari þá en á sumrin. Þetta ferli tekur svona tvö og hálft ár þar til skelin hefur náð nægilegri stærð, um 55 millimetrum. Þá er bara að tína hana af spottanum. Þetta tekur aðeins lengri tíma hjá okkur en nágrannaþjóðunum, en á móti kemur að við er- um með alveg gríðarlega holdfyllingu, sem þekkist varla annars staðar. Holdfylling í rækt- inni á Spáni er að meðaltali 27%, en hún er 45% hjá okkur. Það skiptir gríðarlegu máli. Þá er hreinleikinn miklu meiri hjá okkur og skelin þarf ekki að fara í gegnum neina hreinsistöð til að drepa í henni bakteríur eins og þarf á Spáni. Við erum lausir við mengun, en kræk- lingurinn er bara eins konar sía. Hann síar næringu úr sjónum, það þarf ekkert að gefa honum að éta, en fyrir vikið endurspeglar hann alltaf ástandið í sjónum. Loks er það kostur að enginn sandur er í honum. Þetta er algjörlega sjálfbært og vistvænt og það eina sem við gerum í raun er að útvega kræklingnum húsnæði. Þetta hefur verið bölvað basl hjá okkur og við höfum nánast enga fyrirgreiðslu fengið hjá op- inberum stofnunum, þrátt fyrir að þetta sé nýsköpun í atvinnulífinu og geti skapað mörg ný störf. Bæði Byggða- stofnun og Nýsköpunarsjóður hafa ham- azt við að telja okkur trú um að þetta sé ekki hægt á Íslandi, en við höfum sýnt fram á að það er víst h verið keyrt áfram hjá o ingunum. Við héldum sérstaka s fyrir nokkrum vikum t hvítu að dæmið gengi up hingað og við fengum mj Getur skilað miklu Það er alveg ljóst að þet um tekjum og það skipti eyinga að byggja upp hrunið sem orðið hefur Þetta er hrein viðbót við getur skapað mikla atvin indum að við skulum ekk lán og „þolinmótt“ fé m þessu á legg. Þessi grein hefur ver stóráfalla og fáar ef nokk geta státað af eins og ÞEIR félagarnir Víðir Björnsson og Steinþór Guðmundsson, eigendur Norðurskeljar, og starfsmaður þeirra Atli Jespesen Kolféll fyrir k Kræklingarækt er að komast á skrið hér á landi eftir nokkra byrjunarörðugleika. Hjörtur Gíslason brá sér til Hríseyjar til að skoða kræklingaræktina hjá Norðurskel hf. Þar eru menn búnir að slíta barnsskónum og farnir að uppskera. Stefnt er á þúsunda tonna framleiðslu árið 2007. Það er í mörgu að snúa urskeljar, Víði Björnssy mundssyni og starfsma sen. Þeir eru í krækling þorskeldinu og eru nú a iðis síðustu þriggja ára Steinþór Guðmundsson                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0                                         !                          " "# $$ ! !! !$     %   &    '( )  &     * & +                         !   "       Í AFRÍKURÍKINU Úganda við Viktoríuvatn hefur starfsemi sína í ágústmánuði fullkomið frystihús. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa síð- ustu misseri unnið að smíði og fram- leiðslu alls tækjabúnaðar þess. Guðlaugur Þór Pálsson er fram- kvæmdastjóri Frostmarks ehf., sem er umsvifamest þeirra íslensku fyr- irtækja sem selja tæki og tól til verksmiðjunnar en hin eru Formax, Póls, Blikksmiðurinn og Skaginn. Að auki er ýmis annar búnaður frá öðr- um íslenskum fyrirtækjum. Búnaðurinn var að mestu settur upp í fyrra en unnið hefur verið að uppsetningu viðbótarbúnaðar í sum- ar. Um er að ræða öll þau tæki sem nútímafrystihús þarfnast. Meðal þeirra tækja sem sett verða upp í ár er ísverksmiðja frá Frostmarki sem getur framleitt fimmtíu tonn af ís á sólarhring. Henni er ætlað að fram- leiða ís fyrir fiskibátana og báta sem safna saman aflanum og flytja hann í frystihúsið. Sæplast seldi nýlega talsvert af körum til verksmiðjunnar og þannig mætti áfram telja. Í eigu Indverja Hluti af framleiðslunni er þegar far- inn til Úganda og annað er verið að smíða. Guðlaugur segir að stefnt sé að því að hefja vinnslu í ágúst, verk- smiðjan sé tilbúin, það sem verið sé að smíða núna sé viðbót. Frystihúsið, sem er í eigu Ind- verja en þeir eru umsvifamiklir í við- skiptum víða í Afríku, er að sögn Guðlaugs mjög stórt, það stærsta við Viktoríuvatn, og væri stórt á ís- lenskan mælikvarða. Fiskurinn sem verður unninn í húsinu er nílarkarfi auk annars meðafla. Aflinn verður eingöngu handflakaður við vinnslu- línu. Veiðarnar eru veiki hlekkurinn þegar kemur að meðferð fisksins, segir Guðlaugur. Smáskektur eru notaðar við veiðarnar og aflanum er landað hér og þar við vatnið þar sem aðrir bátar safna honum saman og flytja til frystihússins. Fiskurinn er ekki ísaður um borð en hinni nýju ís- verksmiðju er einmitt ætlað að framleiða ís fyrir þessa báta, bæði fiskibátana og þá sem safna aflanum saman. Guðlaugur segir að mikil upp- bygging eigi sér stað í Úganda, hann hafi komið þangað fyrir tveimur ár- um og svo aftur í ár og hann sjái mikinn mun. T.d. sé mikil uppbygg- ing í höfuðborginni, Kampala. Hann geti ekki séð annað en að ástandið í landinu sé nokkuð gott. Morgunblaðið/Guðlaugur Þór Pálsson Frá uppsetningu frystihússins í Úganda á bökkum Viktoríuvatns. Útbúa fullkomið frystihús í Úganda STERK evra, erfiðleikar í flutning- um og löng helgarfrí yfir sumarið eru á meðal þátta sem taldir eru orsök sí- lækkandi fiskverðs á frönskum fisk- mörkuðum eftir nokkur ár hagsældar. Svo segir í franska dagblaðinu Ouest France. Blaðið hefur eftir Jean-Pierre Plormel, forstjóra samtaka fiskfram- leiðenda í Breton, From-Bretagne, að ástandið á markaðnum sé hrikalegt. Fyrir utan árstíðabundinn samdrátt á mörkuðunum séu sterk evra og tiltölu- lega veikt sterlingspund ekki til að bæta ástandið. Veikt pund geri að verkum að samkeppnin frá breskum innflytjendum harðni til muna, sér- staklega í þorski, lýsu og humri. Veik- ur dollari hjálpi ekki heldur upp á sak- irnar, t.d. séu skata frá Brasilíu og skötuselur frá Bandaríkjunum meira en samkeppnisfær á mörkuðum Evr- ópusambandsins. Afleiðing sé m.a. sú að seljendur taki afurðir sínar af mörk- uðunum. Það er ekki þar með sagt að neyt- endur njóti lægra verðs. Smásalar urðu að draga úr álagningu sinni þegar verðið var í toppi og reyna nú að bæta sér það upp með því að halda verði uppi. Að auki er innkaupsverð aðeins lítill hluti smásöluverðs, flutnings- og vinnslukostnaður að ógleymdum sköttum hafa ekki lækkað. Fiskverð hríðlækkar í Frakklandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.