Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 4
 #  #$ # %  #  #$ %  #  #$ %     #  #$ %  &'( )('* )+)') ,'- ,'& )+.') ,'+ (', /.', /'+ .'- -,'-   $ $ ,, $ ! , , $" ! #        0 "1 21   3     3      3     ./( ./( ..( .(( )&( )+( )/( ).( )(( )+( )/( ).( )(( &( +( /( .( ( )+( )/( ).( )(( &( +( /( .( ( /(( ,4( ,(( .4( .(( )4( )(( 4( ( -   %  &-   . /%0 & & (    #5 #5 #5 ,  !  "  $   ,  !  "  $       %,)+'* 11  1      .&#6 #  7  .4) #5 ' 8)+( #5  .&+ #5 1 #  9:        %./+'-  1   7 ,(# #1.(&'* 1   )(+ #5  ..'. 1   -- #5    %0  %0  %0    10   ,)) ./, )** )** )+& )). ,-/ ,./ )+. ,  !  "  $   ,  !  "  $    ,  !  "  $    NÝSKÖPUN er víða möguleg, ekki sízt í sjávarútvegi, þó þar mætti ætla að við værum lengra komin en í flestum öðrum at- vinnugreinum. Í skýrslu AVS-stýrihópsins fyrir sjávarútvegs- ráðuneytið er gert ráð fyrir því að hægt sé að auka verðmæti sjávarfangs við Ísland um 90 milljarða á áratug, fara úr 130 millj- örðum 2001 í 240 milljarða árið 2012. Það munar um minna og þar eru nefndir fjölmargir möguleikar svo sem aukið vinnsluvirði, fiskeldi og nýjar tegundir. Nýsköpun er nauðsynlegur þáttur í atvinnulífinu og bezt er þegar frumkvæði til hennar kemur frá atvinnulífinu sjálfu, þótt aðstoðar hins opinbera sé stundum þörf. Það er ljóst að þeir sem lifa og hrærast í sjávarútvegi á Íslandi og hafa jafnframt góð tengsl og þekkingu á útvegi annarra landa, vita betur en aðrir hvað hægt er að gera til að auka tekjur og fjölga störfum á raunhæfan hátt. Lausnar- orðið er alltaf hið sama. Það, sem gera á, verður að skila hagnaði. Það er enginn vandi að segja að það eigi að vinna verðmætar afurðir úr úr- gangi og afskurði. Allir vita að það er hægt, en það þýðir ekki að allt í einu sé hægt að koma með alla fiskhausa af frystitogurum í land. Það myndi rústa þann markað, sem þegar hefur unnizt. Sí- fellt meira af þessum hausum kemur í land vegna þess að útgerð- armenn hafa fundið leiðir til að koma þeim í verð. Grálúðuhaus- arnir eru gott dæmi um það. Hagnaðarvonin er víða og frumkvöðlarnir vita af henni. Það getur hins vegar tekið tíma að byggja upp nýjar atvinnugreinar eða skapa ný atvinnutækifæri. Slíkt er vart á færi nema fjár- sterkra aðila. Fiskeldi Eyjarfjarðr er gott dæmi um þróunarvinnu sem hefur notið „þolinmóðs“ fjármagns á leið sinni til þess að verða fremsta fyrirtæki í heimi í framleiðslu lúðuseiða. Nýrri atvinnugrein er nú að vaxa fiskur um hrygg. Það er kræklingarækt. Þar hafa frumkvöðlar séð möguleika og sumir lagt allt sitt af mörkum til að ná árangri. Til þessa hafa kræk- lingaræktendur verið að læra af biturri reynslu, en eru nú að byrja að uppskera. Þessi atvinnugrein hefur notið afar lítillar fyrirgreiðslu í formi áhættufjár eða stofnlána. Engur að síður hyllir nú undir það að frumkvöðlarnir í Norðurskel í Hrísey geti orðið stærstu vinnuveitendur eyjarinnar með ræktun á þúsund tonnum af kræklingi árlega og fullvinnslu hans til útflutnings í eynni. Það hafa líklega fá byggðarlög tapað hlutfallslega jafn- mörgum störfum og Hrísey á undanförnum árum. Innan örfárra ára gæti kræklingaræktin verið búin að skapa þar nokkra tugi starfa og renna stoðum undir áframhaldandi blómlega búsetu í eynni. Eyjarskeggjar geta þá þakkað það sjálfum sér og frum- kvöðlunum í skelinni, sem hafa undantekingarlítið snúið bónleiðir til búðar af fundum hjá Byggðastofnun og Nýsköpunarsjóði. BRYGGJUSPJALL HJÖRTUR GÍSLASON Skeleggir frumkvöðlar Innan örfárra ára gæti kræklinga- ræktin verið búin að skapa þar nokkra tugi starfa. hjgi@mbl.is                 (   !" '  ,"  !  (   $   '  ,    (   $!,## '  "  (   #" , '  , " #  (   , '    ! $#  (   #" " '  !! %& $ (   # '  ,! '(  )( (   #, '  ! *  )( (   !"# '  ,", +#  (   #, '  $" , (   # " '  $! !- (   $# '  " ! ./ (      '  ! %  0 (  $! ' 2                 #  (   $$$  '       SKIPVERJAR á Sigurbjörgu BA 155 taka rækjutrollið um borð á Húsavík. Sigurbjörgin er eitt Kína- skipanna og það eina sem hefur stundað rækjuveiðar. Það er búin að vera mjög góð rækjuveiði upp á síðkastið, en mikið er þó veitt af út- hafsrækjukvótanum. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Góð rækjuveiði MERKUM áfanga var náð í Skipalyftunni í Vestmannaeyjum í gærdag en þá var eittþúsundasta skipinu lyft á athafnasvæði fyrirtæk- isins. En það verk er aðeins dropi í hafið og ekki á vísan að róa í við- gerðum og smíðum. Skipið sem lyft var í gær er Brynj- ólfur ÁR, 307 brúttótonna skip, sem er í almennu viðhaldi. Stefán Jóns- son, yfirverkstjóri hjá Skipalyftunni, útskýrir hvernig hlutirnir ganga fyr- ir sig þegar skip er tekið í lyftuna: „Við slökum út lyftupalli og skipin sigla inn og vagninum með lyftupall- inum er stillt upp undir skipinu. Svo er hert að og skipinu er lyft upp með spilum og síðan getum við dregið þau fram og til baka á svæðinu hjá okkur. Við förum síðan með skipin af lyftu- pallinum inn á vinnusvæðið þar sem unnið er við þau.“ Þyngstu skipin sem hægt er að lyfta hjá Skipalyftunni vega 1.000 tonn og þau mega ekki vera breiðari en 11 metrar. Og þar kreppir skór- inn. „Þetta tvennt háir okkur veru- lega,“ segir Stefán. „Skipin eru orðin þyngri og þau hafa breikkað. Þessi skip sem við höfum mest þjónustað, að minnsta kosti í Eyjaflotanum, hafa flest verið seld upp á land og við ráðum ekki við þessi stóru skip sem eftir eru, nótaskipin og önnur, í slipptöku vegna breiddar og þyngd- ar.“ Berjast fyrir þurrdokk Og þess vegna berjast Skipalyftu- menn um þessar mundir fyrir því að fá svokallaða þurrdokk til brúks. „Þurrdokkin virkar þannig að graf- inn er skurður inn í landið og ramm- ar hann af. Síðan sigla skipin inn, það er lokað á eftir þeim og síðan er sjón- um dælt úr dokkinni.“ Engin slík dokk er til á landinu. „Við höfum ver- ið að berjast fyrir því að fá þurrkví en það hefur ekki gengið nógu vel hingað til.“ – Berjast fyrir því við hverja? „Það er nú búið að lofa okkur 60% ríkisstyrk en við bíðum eftir því að Vestmannaeyjabær eða Vestmanna- eyjahöfn sæki formlega um þetta til samgönguráðuneytisins. Málið er komið til hafnarstjórnar Vestmanna- eyja sem hefur málið í sínum hönd- um í dag og hlýtur að fara að skila einhverju frá sér,“ segir Stefán og bætir við að þetta mál hafi verið lengi á döfinni. „Við teljum að ef af þessu verður getum við bætt við þó nokkru af mannskap og höfum öruggari vinnu því að þessi stærri skip þurfa að fara í slipp með reglulegu milli- bili.“ Um þessar mundir starfa 25–30 manns „á gólfinu“ en um 35–40 í allt hjá Skipalyftunni. „Við erum flest yf- ir sumartímann þegar mest er um upptökur. Í fyrra vorum við yfir sumartímann með 58 manns en við þurftum að segja upp átta iðnaðar- mönnum vegna verkefnaskorts í vor og það hefur aldrei gerst áður.“ Skipalyftan hefur nær eingöngu unnið við viðgerðir og viðhald en eina nýsmíðaverkefnið til þessa er Lóðs- inn í Vestmannaeyjum, 156 brúttó- tonna skip, smíðað 1998. Uppsagnir neyðarúrræði „Við vorum töluvert í lengingum og að smíða brýr á skip og annað þess háttar áður en pólsku og kínversku smíðaverkefnin kollkeyrðu allt. Nú eru öll þessi stærri verkefni flutt úr landi þannig að þetta er að drepa okkur þessa sem höfum lagt á okkur að læra þetta. Við teljum okkur vera með jafngóða ef ekki betri vinnu en Pólverjarnir og Kínverjarnir.“ – Hvað er framundan? „Það er langt frá því að vera bjart framundan,“ segir Stefán. Það sé kropp núna á meðan kvótar skipa og báta séu að klárast, þá stoppi menn og fari í allra nauðsynlegasta við- hald. Hann segir að engin stór verk- efni liggi fyrir og menn vilji helst ekki þurfa að segja upp mannskap en ef engin verði verkefnin neyðist þeir til að taka til þess óyndisúrræðis. Þúsundasta skipinu lyft í Skipalyftunni Ekki bjart framundan í skipasmíðum og -viðgerðum Morgunblaðið/Sigurgeir Stefán Jónsson yfirverkstjóri í Skipalyftunni í Vestmannaeyjum við eitt- þúsundasta skipið, Brynjólf ÁR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.