Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 1
28. ágúst 2003 Á FYRSTU fimm mánuðum ársins 2003 nam aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 30,9 milljörðum króna en heildaraflinn var 938 þúsund tonn. Verðmæti botnfiskafl- ans var 21,5 milljarðar króna sem fengust fyr- ir 206 þúsund tonn, þar af var verðmæti þorsks 12,7 milljarðar króna en magnið 97 þúsund tonn. Verðmæti uppsjávartegunda var 5,3 milljarðar króna og magnið 698 þús- und tonn. Flatfiskaflinn var 16 þúsund tonn, að verðmæti 2,6 milljarðar króna og fyrir 18 þúsund tonn af skel- og krabbadýrum fengust 1,6 milljarðar króna. Á Austurlandi var stærstur hluti heildar- aflans unninn eða 377 þúsund tonn, að mestu uppsjávartegundir, og námu verðmæti þessa afla 4,4 milljörðum króna en á Suðurnesjum var unnið úr mestum verðmætum eða fyrir 5,7 milljarða króna en magnið var 119 þúsund tonn. Af botnfiski var mest unnið á höfuð- borgarsvæðinu eða 41 þúsund tonn, að verð- mæti 4 milljarðar króna, en af þorski var mest unnið á Suðurnesjum eða 23 þúsund tonn fyrir 3,3 milljarða króna. Helmingur af verðmæti sjávaraflans er til- kominn vegna beinnar sölu útgerða til vinnslustöðva, 25% verðmætis vegna sölu á sjófrystum afla, 16,9% vegna sölu á fiskmörk- uðum innanlands en 5,1% verðmæta eru til- komin vegna útflutnings á fiski í gámum. Á tímabilinu var unnið úr tæplega 98 þús- und tonnum af þorski og var mestu ráðstafað í saltfiskvinnslu eða 42,8%. Aflaverðmætið 30,9 milljarðar króna DRAGNÓTABÁTURINN Esjar fékk fjóra urrara í dragnótina í kolluálnum. Urrarinn fær nafnið af því að hann býr til urrhljóð með sundmaganum. Áhöfnin á Esjari færði sjávarsafninu í Ólafsvík fiskana að gjöf og er myndin tekin í sjávarsafninu þar sem þeir virðast lifa góðu lífi. Um urrarann segir á þessa leið í bók Gunnars Jónssonar, Íslenskir fiskar. Urrarinn verður um 60 sentí- metra langur. Hann er með vel brynvarinn haus, bolur er stuttur, stirtlan lengri og all sterkleg. Heimkynni urrara eru Miðjarð- arhaf, Svartahaf, NA-Atlantshaf, frá Marokkó og Madeira, norður um Biskajaflóa og við Bretlands- eyjar, í Norðursjó, Skagerak og Kattegat, við Noreg, Færeyjar og Ísland. Hér við land hefur urrari fundizt allt frá SA-miðum (Hval- baksgrunn) meðfram suðurströnd- inni vestur og norður fyrir Snæ- fellsnes og inn í Breiðafjörð (við Flatey). Einna mest virðist vera um hann á Mýragrunni. Urrarinn heldur sig að mestu við botninn og getur hann staulast um á eyruggunum. Hann étur einkum alls konar krabbadýr, eins og rækju og humar. Nytsemi er lítil, því frek- ar lítill matur er á beinunum. Staulast um á eyruggunum Morgunblaðið/Alfons Þorskeldið á Grundarfirði gengur vel, nýtt skipulag Brims kynnt, mikil um- svif við höfnina og síldin verðlögð Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu AKUREYRI er stærsta útgerðarhöfn landsins en þangað hefur verið út- hlutað rúmum 42 þúsund þorskígildistonnum á næsta fiskveiðiári eða 11,2% heildarkvótans. Á yfirstandandi fiskveiðiári voru um 12% heild- arkvótans vistuð á Akureyri. Vestmannaeyjar eru næst stærsti útgerðarstaður landsins en þar er vist- aður 35.662 þorskígildistonna kvóti næsta fiskveiðiárs eða 9,5% heild- arkvótans. Það er svipuð hlutdeild og á yfirstandandi fiskveiðiári. Skip með heimahöfn í Grindavík hafa yfir að ráða 32.576 tonna kvóta á næsta fisk- veiðiári sem eru 8,7% heildarinnar. Á fiskveiðiárinu sem nú er senn liðið voru um 8,3% heildarkvótans í Grindavík. Þá verður 32.491 tonni úthlutað á skip með heimahöfn í Reykjavík en það eru 8,7% heildarinnar. Reykjavík var næst stærsti útgerðarstaður landsins á yfirstandandi fiskveiðiári með um 9,5% heildarkvótans. Aðrir útgerðarstaðir eru með nokkru minni kvóta. Á Akranes hef- ur verið úthlutað 17.280 tonnum eða 4,6% kvótans, til Hornafjarðar 15.250 tonnum eða 4,1%, til Þorláks- hafnar 12.309 tonnum og til Ólafs- fjarðar 11.367 tonnum eða 3%. Mestur kvóti á Akureyri GUJA EA, 2,3 tonna trilla úr Grímsey, fær úthlutað langflestum sóknardögum í sóknardagakerfi krókabáta á næsta fiskveiðiári sem hefst á næsta fiskveiðiári. Sóknardagar báta í sóknardaga- kerfi eru 19 á næsta fiskveiðiári og fækkar um tvo frá fiskveiðiárinu sem lýkur 31. ágúst nk. Þar sem heimilt er að flytja sóknardaga varanlega og innan árs milli báta fá sumir bátar úthlutað fleiri eða færri en 19 sókn- ardögum á næsta fiskveiðiári. Þann- ig hafa 12 bátar yfir fleiri 19 sókn- ardögum yfir að ráða á næsta fiskveiðiári. Guja EA, 2,35 tonna trilla úr Grímsey, er með flesta sókn- ardagana eða 57 daga. Guja EA var með 26 sóknardaga á yfirstandandi fiskveiðiári og hefur ekki nýtt þá alla nú þegar fjórir dagar eru eftir af fiskveiðiárinu. Afli Guju EA á fisk- veiðiárinu er um 73 tonn. Alls hafa fjórir bátar yfir 30 sókn- ardögum eða fleiri að ráða á næsta fiskveiðiári og vekur athygli að þeir eru allir úr Grímsey. Henning Jóhannesson, útgerðar- maður í Grímsey, gerir út Guju EA. Hann segist hafa keypt sóknardaga á bátinn til að bregðast við skerð- ingum á dögum. Henning gerir út fleiri sóknardagabáta og gerir ráð fyrir að eitthvað af dögunum sem nú eru vistaðir á Guju EA verði fært á aðra báta. „Dagabátarnir hafa haldið uppi atvinnu hér í eynni yfir sum- artímann. Fækkun á sóknardögum kemur því illa við marga og því hefur það skipt miklu máli fyrir okkar að eiga þess kost að kaupa til okkar fleiri daga. Síðastliðið sumar hefur verið eitt það erfiðasta hér í Grímsey í mörg ár. Vorið var ógæftasamt og aflabrögð verið dræm á færin. Það virðist minna af fiski á grunnslóð og því lengra að sækja en við höfum átt að venjast.“ Langt fram úr viðmiðunarafla Ekkert þak er á afla sóknardagabáta á fiskveiðiári og fjölgar dögunum eða fækkar eftir heildarafla allra daga- báta á hverju ári. Afli þeirra hefur farið verulega fram úr þeim viðmið- unarafla sem þeim hefur verið út- hlutað undanfarin fiskveiðiár og dög- um því fækkað til samræmis við það. Dögunum getur þó aldrei fækkað meira en 25% á milli fiskveiðiára. Þannig voru sóknardagarnir 23 á fiskveiðiárinu 2001/2002. Þá var út- hlutaður viðmiðunarafli dagabát- anna rúm 1.900 tonn en heildar- þorskafli þeirra varð hinsvegar 9.687 tonn. Dögunum fækkaði því um tvo milli fiskveiðiáranna, voru 21 á fisk- veiðiárinu sem nú er að ljúka og þá var viðmiðunarafli þeirra um 1.800 tonn. Þorskafli dagabáta var þegar orðinn um 8.000 tonn þann 1. ágúst sl. og því ljóst að dögunum myndi fækka á næsta fiskveiðiári. Með 57 sóknardaga           ! "# ! $% &'( ) !* +  $# , -( + .( / 010&2 3  &(                         0 556 7 *88%982      Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.