Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Borgartún 26 sími 535 9000 Komdu í ljós ÁKVEÐINS misskilnings hefur gætt undanfarið í umfjöllun um V- Power bensín, að sögn Margrétar Guðmundsdóttur, framkvæmda- stjóra Markaðsdeildar smásölu hjá Skeljungi. Hún segir að meðal ann- ars hafi V-Power sem selt er á Ís- landi verið lagt að jöfnu við V-Pow- er bensín sem selt er í Danmörku. „Í Morgunblaðinu hinn 10. sept- ember var borið saman verð á V- Power í Danmörku og Íslandi eins og um einsleita vöru sé að ræða. Svo er ekki þar sem varan á ís- lenska markaðinum er að lágmarki 99 oktana en V-Power í Danmörku er 95 oktana bensín. Þess vegna er eðlilegt að meiri verðmunur sé á V- Power og 95 oktana bensíni á Ís- landi en í Danmörku,“ segir Mar- grét. Hún segir V-Power vera samheiti yfir sérframleitt bensín sem Shell hafi þróað í samstarfi við Form- úlu-1 lið Ferrari. Shell V-Power geti verið með mismunandi oktan- tölu eftir mörkuðum sem það er framleitt fyrir og sú rannsókn á eiginleikum V-Power sem vitnað hefur verið til og Fé- lag danskra bifreiða- eigenda (FDM) gerði, byggðist á einni tank- fyllingu af V-Power í hverju tilfelli. Í kjöl- far þeirrar könnunar dró FDM í efa að það svaraði kostnaði að nota V-Power um- fram venjulegt bens- ín. „Til að eiginleikar V-Power bensíns skili sér að fullu í bættum aksturseiginleikum er eðlilegt að gera ráð fyrir að það geti þurft 3 til 5 tankfyllingar. Í sumum tilvikum finna menn mun- inn strax eftir eina fyllingu en al- gengara er að oftar þurfi að fylla á tankinn til að hreinsunareiginleiki V-Power bensíns umfram venjulegt bensín skili sér að fullu. Deilurnar eru því öðrum þræði um það hversu mikið af útfellingum má vera á ventlum bílsins áður en afköst vél- arinnar taka að skerðast,“ segir Margrét. Að sögn Margrétar á Skeljungur tryggan hóp viðskiptavina sem alltaf ekur á V-Power vegna þess að fólk finni mun á V-Power og öðru bensíni. „Þá höfum við fjölmörg dæmi um að bílar sem alltaf voru með „bank í vélinni“ hættu því þegar þeim var ekið á V-Power. Gamlir kraftlitlir bílar fengu aukinn kraft og nefna má að V-Power hefur verið afar vinsælt meðal mótorhjólaeig- enda og vélsleðamanna sem margir telja V-Power henta þessum tækjum mjög vel.“ Margrét segir að Shell í Dan- mörku hafi látið alla bíla félagsins aka á V-Power um skeið en þeir eruað meðaltali 2 ára gamlir. Eftir 500.000 km hafði náðst sparnaður í eldsneytisnotkun upp á 3,1%. „Við stöndum við það að V-Power er kraftmeira en annað bensín og hef- ur einstæða hreinsunareiginleika. Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri smásölusviðs hjá Skeljungi Aukinn kraftur í V-Power Margrét Guðmundsdóttir NÝR Volkswagen Caddy verður frum- sýndur á bílasýningu í Amsterdam í næsta mánuði og er væntanlegur á markað á vormánuðum 2004. Líkt og forveri hans verður bíllinn í boði sem sendibíll með kassa og sem skutbíll, bæði með bensín- og dísilvélum. Nýi bíllinn verður byggður á sama undir- vagni og nýr Golf af 5. kynslóð og Touran, sem var kynntur í vor. Meðal nýjunga í þessum nýja Caddy eru rennihurðir sem fáanlegar verða á báðar hliðar, auk þess sem þetta verð- ur fyrsti bíllinn í sínum flokki sem verður fáanlegur 7 manna. Hægt er að fella niður sæti í farþegarýminu að hluta til eða öllu leyti. Flutningsrými Caddy eykst frá eldri gerðinni um 300 lítra en heildarflutn- ingsrýmið nemur 3,2 rúmmetrum. Aðgengi að flutningsrýminu er um tví- skipta afturhurð sem hægt er að opna um 180 gráður. Hurð á hægri hlið er staðalbúnaður en hægt verður að sér- panta aukahurð á vinstri hlið og hafa flutningskassann hurðarlausan. Gert er ráð fyrir að nýr Caddy verði kynntur hér á landi fyrir mitt næsta ár. Nýr VW Caddy sem væntanlegur er á markað á næsta ári. Nýr 7 manna VW Caddy RENAULT Scénic II hlaut fimm stjörnur í nýjustu örygg- is- og árekstrarprófunum NCAP í Evrópu og er fyrsti bíllinn í sínum stærðarflokki sem fær hæstu einkunn, en bíll- inn fékk samtals 34 stig af 37 mögulegum. Scénic er þar með fimmti bíllinn frá Renault sem fær 5 stjörnur í árekstrarpróf- unum NCAP, en Laguna fékk þá einkunn í mars 2001, Még- ane II og Vel Satis í nóvember 2002 og Escape IV í júní 2003. NCAP endurbætti árekstar- prófanir sínar í ársbyrjun og segir Max Mosley, formaður NCAP og forseti FIA, að nið- urstöðurnar í prófunum á Scén- ic séu sérlega mikilvægar þar sem þær setji staðalinn fyrir þessa tegund bíla. „Það sem meira er, þetta fyrsti smábíll- inn sem hlýtur 5 stjörnur í end- urbættum og kröfuharðari prófunum NCAP í Evrópu.“ Renault Scénic Scénic II fær 5 stjörnur í prófunum NCAP ÍSLANDSMEISTARAKEPPN- IN í ökuleikni er framundan en á þessu ári eru 25 ár liðin frá því að Ökuleiknin var fyrst haldin. Að þessu sinni verður keppnin hald- in með breyttu sniði, en það er Bindindisfélag ökumanna sem stendur fyrir keppninni. Ekki var haldin sérstök undankeppni, líkt og undanfarin ár, heldur verður öllum heimilt að taka þátt í keppninni. Þó verður sett há- mark á fjölda keppenda. Mótinu verður skipt í tvennt að þessu sinni, annars vegar akst- urskeppni flutningabíla og hins vegar aksturskeppni fólksbíla. Fólksbílakeppnin Fólksbílakeppnin verður hald- in hinn 20. september nk. á plani Sjóvár/Almennra við Kringluna í Reykjavík. Öllum sem hafa öku- leyfi er boðið að taka þátt í keppninni án endurgjalds, en há- marksfjöldi keppenda miðast við 50 ökumenn. Hægt að skrá sig til keppni með því að senda tölvu- póst á bfo@brautin.is eða til- kynna þátttöku í síma 895-8012. Íslandsmeistarakeppnin verð- ur að því leyti frábrugðin und- anförnum keppnum að keppt verður á fjórum þrautaplönum og munu allir keppendur aka öll plönin. Hekla hf. mun leggja til bíla í keppnina. Að venju verða nokkrar krossaspurningar lagðar fyrir keppendur sem allir munu fá verðlaunapening auk þess sem Good Year á Íslandi mun verð- launa sigurvegarana. Keppt verður að venju í karla- og kvennariðli og sigurvegarar verða Íslandsmeistarar í öku- leikni. Trukkakeppnin Laugardaginn 4. október verð- ur Íslandsmeistarakeppnin í öku- leikni á flutningabílum haldin við nýtt húsnæði vörubíladeildar Heklu við Klettagarða í Sunda- höfn í Reykjavík, á sama degi og nýtt húsnæði vörubíladeildar Heklu verður tekið í notkun. Trukkakeppnin hefst kl. 13 og er eina skilyrðið fyrir þátttöku að hafa meirapróf. Þar geta menn bæði keppt sem einstaklingar og/ eða myndað keppnislið með tveimur eða fleiri liðsmönnum og verða bæði veitt einstaklings- verðlaun og liðaverðlaun. Ekkert keppnisgjald verður og mun Hekla hf. leggja til flutningabíl í keppnina. Íslandsmótið í ökuleikni framundan VIKU eftir bílasýninguna í Frankfurt, þar sem Volkswagen var með heimsfrumsýningu á nýjum Golf, hefur VW nú komið fram á sjón- arsviðið með nýja frumgerð af sportbíl sem ber hönnunarnafnið Frumgerð R. Hönnun bílsins er í djarfara lagi og minnir á dýr sem býr sig undir að stökkva. Í bílnum er 3,2 lítra V6 bensínvél, sem skilar um 265 hestöflum og nær bíllinn 100 km hraða úr kyrrstöðu á 5,3 sekúndum. Hámarksharði er tak- markaður við 250 km/klst en óformlegur hámarkshraði er 270 km/klst. Bíllinn er afturdrifinn og útbúinn hinum nýja 6 gíra DSG (disk selection gearbox) gírkassa. Framendi bílsins er nokkuð ný- stárlegur og krómgrillið gefur bílnum sérstætt yfirbragð. Framljósin eru kringlótt að utanverðu en aðlagast formi bílsins að innanverðu, en það er hönnun sem sver sig í ætt við hönnun á Phaeton, Touareg og Golf- inum nýja. Afturendinn er straum- línulagaður í stíl við framendann og eru afturljósin einnig kringlótt að ut- anverðu en straumlínulöguð að inn- anverðu. Frumgerð R, nýr sportbíll frá Volkswagen. Nýr VW sportbíll – Frumgerð R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.