Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 2
BÖRN 2 C LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR haustlitirnir koma á laufin á haustin getur verið gaman að fara út og safna laufblöðum. Reynið að safna laufblöðum af ólík- um trjátegundum því laufblöð ólíkra trjátegunda eru bæði ólík í laginu og fá á sig ólíka haustliti. Þannig verða laufblöð sumra trjá- tegunda rauð á haustin en önnur verða brún. Rauði liturinn er af nær- ingu, sem er eftir í laufblöðunum, en brúni liturinn er af úrgangi sem er í þeim. Bæði rauðu og brúnu litirnir voru í laufblöðunum í sumar en þá sáust þeir ekki vegna þess hve skær græni sumarliturinn var. Þegar þið komið heim úr söfn- unarferðinni getið þið síðan búið til myndir úr laufblöðunum t.d. með því að teikna myndir af trjám og líma laufblöðin á myndina. Þið getið líka litað laufblöðin á myndinni hér til hliðar í réttum haust- litum en laufin á myndinni eru af hlyni, reynivið, birki, ösp, víðitré og kvisti. Safnið laufblöðum og litið listavel KRAKKARNIR í Vestmannaeyjum hafa oft mikið að gera við það síðari hluta sumars að bjarga lundapysjum sem fljúga að ljósunum í bænum og komast ekki aftur út á haf. Talið er að krakkarnir í Vestmannaeyjabæ bjargi um það bil sjö til átta þúsund pysjum á ári en nú í sumar hafa pysjurnar þó verið töluvert færri en venjulega. Þær hafa líka verið óvenju seint á ferðinni og því hafa krakkarnir haft frek- ar lítið að gera við björgunarstörfin þar til nú í september. Hitinn erfiður fyrir lundann Lundaveiðimenn segja líklegast að þetta sé vegna þess hvað sjórinn hafi verið hlýr í sumar en það hafi valdið því að það hafi verið minna æti fyrir yngstu pysjurnar upp við landið og að því hafi lundinn þurft að fara mun lengra en venju- lega er til að ná í mat handa pysjunum og að hann hafi því ekki haft við að fæða jafn marga unga og venjulega. Guðrún Ósk Jóhannesdóttir, sem er ellefu ára, sagðist hafa bjargað um það bil tuttugu pysjum í sumar þegar ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á hana þar sem hún var að sleppa pysjum í fjörunni í Vestmannaeyjum. „Ég var með þrjár pysjur sem ég fann á bryggjunni og á götum inni í bænum,“ sagði hún. „Sumar pysjurnar eru frekar.“ „Það var lítið af pysjum í byrjun en svo kom allt í einu rosalega mikið af þeim. Það hefur svo minnkað aftur en við erum þó enn að finna svona eina og eina pysju inni í bænum.“ Guðrún sagðist hafa byrjað að bjarga pysjum þegar hún var um það bil sex ára og að henni finnist það mjög gaman. „Við setjum þær í kassa og förum með þær heim yfir nóttina og svo morguninn eftir förum við með þær út á sjó. Stundum gefum við þeim að borða ef við eigum til síld eða eitthvað svoleiðis,“ sagði hún. Eru læti í þeim? „Það eru læti í sumum. Sumar eru frekari en aðrar og þá skrækja þær. Þær bíta líka í mann en það er ekkert sárt af því að þær bíta ekkert fast.“ Gaman að bjarga pysjum Pysjusaga ÞESSI saga gerist á ágústnótt! Pysjan leitar inn í höfnina í Vestmannaeyj- um og skammt frá læðist sjóköttur. Á augabragði stekkur hann á ungann en bátsmaðurinn kemur honum til hjálpar. „Svona litla pysja.“ Bátsmaðurinn siglir út á sjó og slepptir þar litlu pysjunni sem flýgur út í frelsið. Valgerður Ýr Magnúsdóttir, ellefu ára, skrifaði þessa ljóðrænu sögu. SKÓGARHÖGGSMAÐURINN á að fella tvö af þessum fallegu trjám. Hann hefur ákveðið að höggva þau tré sem hafa fæst laufblöð. Hvaða tré eru það? Skógarhögg Svar: C og E HÉR ER skemmtilegur leik- ur fyrir tvo sem hægt er að fara í hvar sem er. Teiknið stóran ferhyrning og skiptið honum í 36 reiti. Áður en þið byrjið verðið þið að ákveða hvor ykkar á að teikna hringi og hvor á að teikna krossa. Síðan teiknið þið krossa og hringi í reitina til skiptis og reynið að fá sem flest af ykkar merkjum í beina röð. Á sama tíma verðið þið að reyna að koma í veg fyrir að andstæðingurinn nái að mynda langar raðir með sínu merki. Þegar þið hafið sett krossa og hringi í alla reitina teljið þið saman stigin þannig að 3 merki í beinni línu gefi 2 stig, 4 merki gefi 4 stig, 5 merki gefi 6 stig og 6 merki gefi 8 stig. Krossaþraut ÞAÐ getur verið gaman að búa til sína eigin merkimiða til að merkja dótið sitt með. Það sem þið þurfið: - Blað - Litir - Skæri - Gatari - Lyklahringur eða band Það sem þið gerið: 1. Klippið blaðið í þá stærð sem þið viljið hafa merkimiðana. 2. Skrifið á merkimiðana. 3. Litið stafina og skreytið í kring um þá. 4. Gatið miðana og festið lykla- hringa eða bönd á þá. Það getur verið gott að biðja einhvern fullorðinn um að plasta miðana þannig að þeir endist bet- ur. Búið til merkimiða Fjör að föndra Morgunblaðið/Sigurgeir Mikið að gera í Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.