Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 B 3 KARL-Heinz Rummenigge, for- seti Bayern München, vill að Michael Ballack sleppi því að leika með þýska landsliðinu í leiknum við Íslendinga í Ham- borg á laugardaginn. Rummen- igge segir að það sé best fyrir Bayern ef Ballack sleppi leiknum enda þurfi hann á hvíld að halda til að jafna sig á ökklameiðslum. Ballack, sem skoraði eitt af mörkum Bæjara í 4:1 sigri á móti Herthu Berlín á laugardaginn, er hins vegar forsetanum algjörlega ósammála. „Það sem Rummenigge segir er bara kjaftæði. Leikurinn við Ís- lendinga er ákaflega mikilvægur fyrir Þýskaland og það kemur ekki til greina af minni hálfu að sitja heima og sleppa leiknum,“ sagði Ballack. Rudi Völler landsliðsþjálfari Þjóðverja valdi Ballack í lands- liðshóp sinn fyrir leikinn á móti Íslendingum, þó svo að vitað væri að Ballack gengi ekki alveg heill til skógar. „Ég sá Ballck í fínu formi í leiknum við Herthu. Hann skoraði gott mark og ég sé ekkert til fyrirstöðu að hann spili á laugardaginn,“ sagði Völl- er. Rummenigge vill að Ballack sleppi leiknum við Ísland Ólafur með sex mörk fyrir Ciudad  ATLI Sveinn Þórarinsson lék fimm síðustu mínúturnar með Ör- gryte sem sigraði Örebro, 2:1, á út- velli í sænsku 1. deildinni í knatt- spyrnu í gær. Örgryte er í fjórða sæti deildarinnar níu stigum á eftir toppliði Malmö.  DAGUR Sigurðsson spilandi þjálf- ari Bregenz skoraði 6 mörk fyrir lið sitt sem sigraði Linz, 26:23, í aust- urrísku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Bregenz er í toppsætinu en liðið hefur unnið alla fimm leiki sína.  RÓBERT Gunnarsson skoraði 6 mörk fyrir Århus GF og Þorvarður Tjörvi Ólafsson 3 í sigurleik liðsins gegn FC Kaupmannahöfn, 29:25, í dönsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik um helgina. Århus GF er með sex stig eftir fjóra leiki í deildinni.  GÍSLI Kristjánsson skoraði 3 mörk fyrir Fredericia sem tapaði fyrir Bjerringbro, 26:25.  DAGNÝ Skúladóttir skoraði 3 mörk fyrir Lutzellinde þegar liðið sigraði Buxtehueder, 25:22, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær.  ÍSAK Einarsson körfuknattleiks- maður í danska úrvalsdeildarliðinu Alborg skoraði 8 stig í 87:102 tapleik liðsins gegn Svendborg. Þetta er annar leikur liðsins á leiktíðinni og hafa þeir báðir tapast en Ísak lék í 13 mínútur gegn Svendborg og afrek- aði að fá 5 villur á þeim tíma.  RONALDO skoraði bæði mörk Real Madrid sem sigraði Espanyol, 2:1, í spænsku 1. deildinni í knatt- spyrnu í gær.  MICHAEL Owen framherji Liver- pool haltraði meiddur af leikvelli í síðari hálfleiknum gegn Arsenal. Owen meiddist á læri og segja læknar að helmingslíkur séu á að hann verði búinn að ná sér fyrir landsleik Englendinga og Tyrkja sem fram fer í Istanbúl á laugardag- inn.  JUVENTUS fékk umdeilda víta- spyrnu gegn Bologna í ítölsku knatt- spyrnunni í gær og var sigurmarkið skorað úr þeirri spyrnu. Meistaralið sl. árs vann leikinn, 2:1, en Juventus er með 13 stig að loknum fimm um- ferðum en næst á eftir koma Róma og Parma með 11 stig.  RÓMVERJAR gerðu markalaust jafntefli gegn Siena en Parma vann Sampdoria, 1:0, og skoraði Brasilíu- maðurinn Adriano markið en hann er markahæstur með 6 mörk.  INTER hafði betur gegn AC Milan í grannaslagnum á San Siro vellinum í gær, 1:3. Rúmlega 75 þúsund áhorf- endur voru á leiknum og sáu Filippo Inzaghi, Ricardo Kaka og Andriy Shevchenko um að skora fyrir Evr- ópumeistarana áður en Obafemi Martins minnkaði muninn á 78. mín- útu. FÓLK Valsmenn léku 5-1 vörn með FreyBrynjarsson fremstan í flokki, en það dugði samt ekki því fjögur fyrstu mörkin voru heimamanna. Þar var samt ekki upp- skera fyrir góðan sóknarleik, heldur leka vörn Vals og markvörsluleysi. Hinum megin á vellinum fengu Vals- menn fleiri færi en Gísli markvörður reyndist þeim erfiður þegar hann varði án afláts úr góðum færum Valsmanna, sem þurftu fyrir vikið að bíða í tæpar 12 mínútur eftir fyrsta marki sínu. Engu að síður fóru Vals- menn síðan að seiglast áfram en náðu aldrei að jafna metin, voru allt- af marki eða tveimur undir. Snemma í síðari hálfleik varð munurinn þrjú mörk en það lá í loft- inu að Valsmenn hrykkju loks í gang og það gekk eftir með fjórum mörk- um í röð, sem dugði til 15:14 forystu Vals. En jafn auðveldlega og liðið hrökk í gang, þá hrökk það líka úr gír og Grótta/KR nær aftur forystu, 23:21 þegar þrjár og hálf mínúta er eftir af leiknum. Valsmenn jafna 23:23 þegar rúm mínúta er eftir og hefðu getað gert betur en Gísli varði glæsilega frá Frey í hraðaupphlaupi. Aftur var jafnt 24:24 en Savukynas Gintaras innsiglaði sigur Gróttu/KR. „Loksins féll eitthvað með okkur því við höfum spilað marga há- spennuleiki í haust og búnir að gera tvö jafntefli, oft farið illa að ráði okk- ar og töpuðum í bráðabana í bikarn- um um daginn svo að okkur var farið að hungra mikið í stig,“ sagði Gísli markvörður Gróttu/KR, sem varði 18 erfið skot. „Ég undirbjó mig ekk- ert sérstaklega fyrir þennan leik en við markverðirnir undirbúum okkur mjög vel fyrir alla leiki. Samheldni einkennir hóp okkar, það skiptir engu máli hver er að spila og menn styðja hver annan. Hlynur veikist svo að ég kemst í liðið og gott að geta lagt sitt af mörkum í dag. Við duttum aðeins niður í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir skora nokkur í röð en náð- um samt að koma til baka og vinna, sem sýnir baráttuþrek liðsins. Þetta var góður leikur og sætur sigur.“ Það vantaði ekki baráttuandann í Gróttu/KR og hann fleytti liðinu langt. Þá heldur yfirleitt vörnin vel og um leið kemur markvarslan. Framan af fyrri hálfleik virtist eina hugsunin í sókninni að gefa boltann á Magnús A. Magnússon á línunni en þar var hans vandlega gætt. Þá varð að fríska upp á sóknina og Páll Þór- ólfsson reyndist mjög drjúgur auk þess að Gintaras og Brynjar Hreins- son áttu góða spretti. Þjálfari Vals, Óskar Bjarni Ósk- arsson, var ekki ánægður með leik- inn og þurfti tíma til að koma orðum um hann. „Við vorum bara mjög lé- legir, skoruðum tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútunum og skutum mjög illa auk þess sem sóknarleik- urinn var í heild ekki góður. Við vor- um staðir og mest um einstaklings- framtak. Leikmenn Gróttu/KR voru aftur á móti grimmari í öllum að- gerðum og sókndjarfari. Samt vor- um við, þrátt fyrir að spila illa, oftast einu marki undir og ég held að ef við hefðum náð tveggja marka forskoti hefðu hinir brotnað en við náðum því aldrei og duttum aftur niður í lokin,“ sagði þjálfarinn. Sem fyrr segir brást markvarslan enda gerðar mikl- ar kröfur til Rolands Vals Eradze. Um tíma kom upp ágætur sóknar- leikur en yfirleitt tóku menn ráðin í eigin hendur og þar var Markús Máni Mikaelsson Maute duglegast- ur. Freyr, Heimir Árnason og Sig- urður Eggertsson gerðu einnig nokkra góða hluti. Stjörnuleikur í Digranesi Strákarnir spiluðu glimrandi vel íkvöld, frábær varnarleikur, ag- aður sóknarleikur og á meðan við berjumst svona og erum með hausinn í lagi þá erum við í góðum málum,“ sagði Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar, eftir að lið hans bar sig- urorð af frekar slöppum HK-ingum. Lokatölur urðu 21:26, eftir góðan leik gestanna í síðari hálfleik. Jafnræði var með liðunum lung- ann úr fyrri hálfleik eða þar til tvær mínútur voru til hálfleiks, þá skor- uðu Stjörnumenn tvö mörk án þess að fá á sig og komust með stöðuna 10:12 í leikhléið. Þeir komu svo mjög ákveðnir í síðari hálfleikinn – gerðu út um leikinn á fyrstu tíu mínútunum með góðum leikkafla. Náðu þá að auka muninn í sex mörk, 11:17, og við mótlætið brotnuðu heimamenn. Jac- ek Kowal átti mjög góðan leik í marki Stjörnunnar, varði nítján skot, þar af þrjú vítaköst. Ásamt Jacek spilaði Vilhjálmur Halldórsson vel í sókninni, skoraði tíu mörk og er óð- um að komast í sitt gamla form. „Þetta var frábær sigur, það er alltaf gaman að spila í Digranesi og enn betra að fara þaðan með stigin tvö. Það er líka ánægjulegt að vera farinn að skora aftur,“ sagði Vilhjálmur. HK-liðið virtist vanmáttugt gegn kraftmiklum Garðbæingum og bjuggust greinilega ekki við svo mik- illi mótstöðu. Þeir gáfust líka full fljótt upp þegar á móti blés – fóru að röfla í dómurum – og grófu því sína eigin gröf . „Þeir hafa kannski van- metið okkur og við hagnast á því, það breytir því ekki að við spiluðum al- vöru handbolta og erum á réttri braut. Við erum að þróa okkar leik, svotil að byrja frá grunni og það er allt að smella saman. Við ætlum okk- ur að komast í úrvalsdeildina, það verður erfitt en þannig eiga markmið að vera,“ sagði Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar. Gísli fór á kostum MUNUR á markvörslu gerði gæfumuninn á Seltjarnarnesi í gær- kvöld þegar Valur sótti Gróttu/KR heim. Gísli Guðmundsson fór á kostum í marki heimamanna með 18 skot, flest eftir þrumuskot en hinum megin fann Roland Eradze hvergi fjölina sína og Valsliðið mátti alls ekki við því. Engu síður var mikil spenna og Grótta/KR tryggði sér 25:24 sigur 9 sekúndum fyrir leikslok. Í Digranesi lagði Stjarnan heimamenn í HK að velli, 26:21. Stefán Stefánsson skrifar Andri Karl skrifar Morgunblaðið/Árni Sæberg Litháinn Savukynas Gintaras skoraði sigurmark Gróttu/KR gegn Val í gær. Hér reynir hann að brjóta sér leið framhjá Ragnari Ægissyni og Frey Brynjarssyni. ÓLAFUR Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Ciudad Real þegar liðið sigraði Almeria, 35:25, í spænsku 1. deildinni í handknattleik á laugardag- inn. Ciudad Real hefur þar með unnið alla fimm leiki sína á mótinu og er í efsta sæti. Bidaoa, lið Patreks Jóhann- essonar og Heiðmars Fel- ixsonar, er í botnsætinu með aðeins eitt stig en Bidasoa lá á útivelli fyrir Arrate, 25:24. Patrekur og Heiðmar skor- uðu þrjú mörk hvor fyrir Börsunga. Barcelona, sem sækir Hauka heim í Meistaradeild Evrópu um næstu helgi, eru stigi á eftir Ciudad Real en Börsungar lögðu Cangas, örugglega 35:34.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.