Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 8
Spanich til liðs við KFÍ STJÓRN körfuknattleiks- félags Ísafjarðar, KFÍ, hef- ur komist að samkomulagi við bandaríska leikmanninn Adam Spanich um að hann leiki með liðinu í vetur í úr- valsdeildinni. Spanich leysir Anton Collins sem var leyst- ur undan samningi sínum á dögunum. Spanich, sem er 27 ára, er rétt rúmlega tveir metrar á hæð og lék með USC-háskólanum í heima- landi sínu en lék sem at- vinnumaður í Ástralíu í sumar.  HERMANN Hreiðarsson var ekki í liði Charlton sem vann Portsmouth, 1:2, á útivelli á laugardag í ensku úr- valsdeildinni.  JÓHANNES Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahóp Wolves né Ívar Ingimarsson sem vann fyrsta leik sinn á tímabilinu, 1:0, gegn Manchest- er United.  HEIÐAR Helguson gat ekki leikið með Watford vegna meiðsla en Wat- ford vann langþráðan sigur í 1. deild- inni þegar liðið lagði Crewe, 1:0.  BRYNJAR Björn Gunnarsson fékk ekki að spreyta sig með liði Notting- ham Forest sem tapaði fyrir Stoke, 2:1, í ensku 1. deildinni á laugardag- inn. Brynjar Björn sat á bekknum all- an tímann.  GUÐJÓN Þórðarson sá sína menn í Barnsley leggja Rushden&Dimonds, 2:0, í ensku 2. deildinni. Barnsley, sem fyrir leikinn hafði tapað tveimur leikjum í röð, er í áttunda sæti deild- arinnar.  BJARNI og Þórður Guðjónssynir komu ekki við sögu í liði Bochum í þýsku 1. deildinni á laugardag þar sem liðið vann stórsigur á Kaisers- lautern, 4:0. Bræðurnir voru í leik- mannahópi liðsins. Vahid Hashem- ian, Peter Madsen og Vahid Hashemian skoruðu mörk Bochum og skoraði Madsen tvívegis.  BAYERN München vann Herthu Berlin, 4:1, á Ólympíuleikvanginum í München. Roy Makaay, Michael Ball- ack, Bastian Schweinsteiger og Has- an Salihamidzic skoruðu mörk heimamanna en Niko Kovac skoraði eina mark Herthu.  TRYGGVI Guðmundsson var í leik- mannahóp Stabæk í norsku úrvals- deildinni á laugardag en liðið vann Brann á heimavelli, 6:0. Hinsvegar kom Tryggvi ekki inná í leiknum en Stabæk er í þriðja sæti deildarinnar með 36 stig á eftir Bodö/Glimt sem er með 38 stig en á leik til góða. Efst er Rosenborg sem hefur nú þegar tryggt sér meistaratitilinn, 12. árið í röð.  HARALDUR Ingólfsson var í byrj- unarliði Raufoss sem gerði 2:2 jafn- tefli gegn Alta í norsku 1. deildinni í knattspyrnu. Raufoss er í 5. sæti deildarinnar með 47 stig en Alta er neðsta lið deildarinnar með 10 stig.  RÍKHARÐUR Daðason var í fremstu víglínu í liði Fredrikstad sem tapaði 3:1 á útivelli gegn Sandefjord. Fredrikstad er í efsta sæti 1. deildar með 53 stig líkt og Ham-Kam.  GYLFI Einarsson var í byrjunarliði Lilleström sem lagði Viking að velli, 1:0, í norsku úrvalsdeildinni í gær. Hannes Þ. Sigurðsson kom inná sem varamaður í liði Viking á 76. mínútu.  ATLI Þórarinsson kom inná sem varamaður á 85. mínútu í liði Örgryte í leik liðsins gegn Örebro í sænsku úr- valsdeildinni. FÓLK Eiður Smári lék í fremstu víglínuásamt Hollendingnum Jimmy Floyd Hasselbaink en kollegar þeirra, hinir rándýru Adrian Mutu og Hernan Crespo, sátu á vara- mannabekknum. Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, gerði sjö breytingar á byrjunarliði sínu frá tapleiknum gegn Besiktas í Meistaradeildinni í liðinni viku. Eiður Smári kom Chelsea yfir á 17. mínútu með snortru marki, Slóv- akinn Szilard Nemeth jafnaði eftir 20 sekúndum leik í síðari hálfleik en Hernan Crespo, sem kom inná fyrir Eið Smára á 73. mínútu, skoraði sig- urmarkið með skalla fjórum mínút- um fyrir leikslok. „Þetta var ekkert sérstakur leikur af okkar hálfu og ég get lofað því að við eigum eftir að verða miklu betri og þá skulu lið eins og Arsenal og Manchester United gæta sín. Við vorum mjög miður okkar eftir tap- leikinn við Besiktas en við brugð- umst rétt við og unnum góðan úti- sigur sem var eitthvað sem við þurftum á að halda,“ sagði írski landsliðsmaðurinn Damien Duff sem lagði upp sigurmarkið í leiknum við Crespo. Arsenal trónir á toppnum. Liðið hefur 20 stig, Manchester United og Chelsea 19 en þeir bláklæddu eiga leik til góða. Liverpool, sem ætlaði sér stóra hluti á leiktíðinni, er hins vegar aðeins með 11 stig en Liver- pool varð að sætta sig við 2:1 fyrir Arsenal á Anfield. Harry Kewll kom Liverpool í forystu en sjálfsmark Sami Hyypia og frábært mark Ro- berts Pires tryggðu Arsenal stigin þrjú. „Við lögðum gott lið að velli og við þurftum svo sannarlega að laða fram það besta í leik okkar. Við vorum full rólegir í fyrri hálfleik en í þeim síðari keyrðum við upp hraðann og þá gekk okkur miklu betur,“ sagði Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal. Kollegi hans hjá Liverpool, Ger- ard Houllier, var vonsvikinn enda var hann búinn að segja fyrir leikinn að hann gæti orðið vendipuntur síns liðs á leiktíðinni. „Mér fannst ósanngjarnt að tapa og ég held að jafntefli hefðu orðið sanngjörn úrslit. Við vorum klaufar að skora ekki fleiri mörk í fyrri hálf- leik. Við sköpuðum okkur úrvalsfæri og hefðum með réttu átt að vera 2:0 yfir eftir fyrri hálfleikinn. Þegar maður nýtir ekki færin gegn jafn- sterku liði og Arsenal er manni refs- að og það gerðist hjá okkur,“ sagði Houllier. Umdeildur brottrekstur Brottekstur Mike Taylors mark- varðar Birmingham eftir hálftíma leik gegn Manchester United var vendipunkturinn í rimmu liðanna á Old Trafford. Taylor braut á Paul Scholes, var sendur í bað og Ruud van Nistelrooy skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Eftir þetta var eftirleikurinn auð- veldur hjá meisturunum. Scholes bætti við öðru marki í síðari hálfleik og Ryan Giggs innsiglaði 3:0 sigur rauðu djöflanna sem enn hafa ekki fengið mark á sig á heimvelli. „Taylor og Scholes voru í kapp- hlaupi um boltann. Scholes varð á undan og ég get vel samþykkt að United fékk réttmæta vítaspyrnu en brottreksturinn var að mínu mati af- ar harður,“ sagði gamli United-mað- urinn Steve Bruce, knattspyrnu- stjóri Birmingham, sem sá sína menn tapa fyrsta leik sínum á leik- tíðinni og fá á sig fyrstu mörkin á úti- velli. „Taylor var óheppinn en dómarinn mat stöðuna þannig að hann væri aftastur. Okkur gekk illa að finna glufur á vörn Birmingham en eftir markið og þegar þeir voru orðnir manni færri þá gekk þetta betur,“ sagði Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, sem var var sérlega ánægður með framlag hins 19 ára gamla Darrens Flechers sem fékk að spreyta sig á kostnað Christiano Ronaldos í byrj- unarliðinu. Loks sigur hjá Newcastle Þungu fargi var létt af Sir Bobby Robson og strákunum hans í New- castle en liðið innbyrti fyrsta sigur sinn á leiktíðinni með 1:0 sigri á Southampton. Hver annar en Alan Shearer skoraði sigurmarkið, hans 250. á ferlinum. „Við þurftum svo sannarlega á sigrinum að halda og þó svo að við séum á svipuðum slóðum á stigatöfl- unni þá mun þessi sigur efla sjálfs- traustið,“ sagði Sir Bobby Robson, knattspyrnustjóri Newcastle. Botnliðunum gekk almennt vel um helgina en Úlfarnir unnu sinn fyrsta leik og bæði Leeds og Tottenham, sem hafa verið í strögli, fóru með sig- ur af hólmi. AP Eiður Smári Guðjohnsen er kominn inn fyrir vörn Middles- brough, sendir knöttinn í netið og fagnar marki sínu. Reuters Eiður kom Chelsea á bragðið EIÐUR Smári Guðjohnsen fékk loks tækifæri í byrjunarliði Chelsea og hann þakkaði traustið með því að skora fyrra mark liðsins í 2:1 sigri gegn Middlesbrough á River Side í gær. Chelsea er þar með enn taplaust eins og Arsenal en teikn eru lofti um að Lundúnaliðin ásamt Manchester United ætli að heyja harða baráttu um titilinn. Félögin þrjú hafa skorið sig frá öðrum liðum og virðast í nokkrum sérflokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.