Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 B 11 ferðalög Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgr. gjöld á flugvöllum). Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið - Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU Eigið þið draum um að búa í heitara landi yfir veturinn? Við erum fasteigna- og leigusalar á Benidorm sem getum gert draum ykkar að veruleika. Höfum áralanga reynslu í þjónustu við Íslendinga sem kjósa að dvelja í Albir, á Benidorm eða La Cala Finestrat á Costa Blanca-ströndinni. Fyrsta flokks íbúðir. Hafið samband til að fá verð og aðrar upplýsingar í síma +34-96-683-1373 eða skrifið á netfang espis@espis.net Þ etta var alveg stórkost- leg ferð, ein sú besta sem við höfum farið í saman,“ segja þeir Snorri Guðjónsson og Björn Jóhannsson sem í haust fóru saman í sína sjöundu hjóla- ferð út á land og lentu í blíðskap- arveðri. „Þegar við höldum í þessar ár- legu hjólaferðir okkar ökum við alltaf á byrjunarreit sem getur verið hvar sem er á landinu. Að þessu sinni hófum við hjólaferð- ina á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Við hjóluðum þaðan út með Arn- arfirði í átt að Lokinhömrum en það er mjög fallegur og sérstakur staður og reyndar var landslagið stórfenglegt alla leiðina. Við hverja beygju mætti okkur eitt- hvað nýtt til að skoða, ótal dalir, tignarleg fjöll og víða eyðibýli sem sum hver er búið að gera upp sem sumarbústaði.“ Það urðu ekki margir á vegi þeirra, auk eins bíls sem þeir mættu hittu þeir einungis Sig- urjón Jónasson, síðasta bóndann í Lokinhamradal. Hann er núna fluttur á Þingeyri en kemur af og til á traktornum í heimahagana. „Þegar við hittum hann gæddi hann sér á berjum úti í móa.“ Kvennaskarðið bratt „Þessi leið er frekar létt yfir- ferðar því að mestu leyti hjól- uðum við meðfram strönd. Það er helst að Kvennaskarðið hafi reynst okkur bratt.“ Snorri segir að þegar þeir fé- lagar skipuleggi hjólaferðirnar leggi þeir upp með tvær ferðir í sitt hvorum landshlutanum og fari svo í þá ferð þar sem veðrið er hagstæðara. „Við veltum líka fyrir okkur vindáttinni þegar við ákveðum á hvorum enda ferðar- innar við byrjum.“ Þegar þeir eru spurðir hvort þeir fari alltaf tveir í ferðirnar segja þeir að oftast hafi fleiri far- ið með. En reyndin sé sú að ein- hverra hluta vegna afþakki vin- irnir að fara með þeim aftur. Þeir kíma þegar þeir bæta við að lík- lega nægi sú reynsla þeim að fara með einu sinni. Tekur tíma að venjast víðáttunni Þessar árlegu ferðir Snorra og Björns fylgja svipuðu mynstri ár eftir ár að því leyti að þær standa í tvo daga. „Það er frábært að vera úti í tvo daga og fara ekki í hús allan þann tíma, ekki einu sinni yfir blánóttina. Við sofum í einangr- unarpokum og ef það rignir og pokarnir verða blautir þá stílum við inn á að geta sofið næstu nótt í húsi. Að þessu sinni gistum við í pokunum okkar í Keldudal og þar var ekki nokkra hræðu að sjá ut- an eina tófu sem öskraði hressi- lega á okkur uns fór að dimma, þá dró hún sig í hlé.“ Snorri segir að það taki nokkurn tíma að venjast víðáttunni þegar gist er undir berum himni. „Við erum svo vön vernduðu umhverfi að það er hálf- skrítið að sofa undir berum himni og horfa upp í himininn. Þegar maður venst því er þetta einstök upplifun.“ Þegar talið berst að skipulagn- ingu hjólaferðanna segir Björn að yfirleitt afli þeir sér upplýsinga um leiðir með því að tala við fólk sem gengur mikið og þeir fara bæði eftir aflögðum jeppaslóðum og gönguleiðum.“ Það er kúnst að pakka í hjóla- töskurnar og borgar sig ekki að hafa of mikinn farangur. „Það er nauðsynlegt að hafa meðferðis hluti fyrir hjólin eins og olíu, keðjulás, bremsu- og gíravíra, auka keðju og slöngu,“ segja þeir. „Auk sjúkrakassa fyrir hjólin er- um við með sjúkrakassa fyrir okkur, þurrmat og annað nesti til tveggja daga, prímus, potta og einangrunarpoka til að sofa í og nauðsynleg hlífðarföt svo og góða gönguskó.“ Eigið þið ekkert í erfiðleikum með að reikna út fjarlægðirnar sem þið ætlið að hjóla hverju sinni? „Í fyrstu ferðunum okkar vor- um við að hjóla alltof langar vega- lengdir á einum degi. Nú höfum við dagleiðirnar styttri og bætum frekar við gönguferð. Það borgar sig að hafa kílómetrana færri en fleiri því það er ólíkt að skoða vegalengdir á korti og hjóla svo eftir þeim sem getur verið bæði upp í móti og eftir grýttum stíg- um. Núna reynum við að miða við að hjóla í fimm til sjö klukku- stundir á dag en nota afganginn til að skoða staði sem á vegi okk- ar verða eða skella okkur í fjall- göngu ef slíkt liggur beint við.“ Þegar Snorri og Björn eru spurðir í lokin hvort fólk sem venjulega hjóli á malbikinu ráði við ferðir sem þessar segjast þeir sjálfir vera ósköp venjulegar skrifstofublókir sem séu á sínum fjallahjólum. „Þetta eru yfirleitt ekki erfiðar ferðir og ef slíkir kaflar koma þá gengur maður bara með hjólin. En þetta eru frá- bær ferðalög, að vera úti í nátt- úrunni, skoða sig um og njóta úti- veru með þessum hætti.“ Hjóluðu frá Hrafnseyri út Arnarfjörð, inn Dýrafjörð að Þingeyri, yfir Kvennaskarð og til baka Ljósmynd/Björn Jóhannsson Snorri nýtur veðurblíðunnar við eitt af eyðibýlunum sem á vegi þeirra urðu. Mættu bara tófu, bónda og bíl Fjölbreytt landslag, þögn, yfirgefin býli, bóndi í berjamó og tófa var það sem Björn Jóhannsson og Snorri Guðjónsson mættu þegar þeir fóru í tveggja daga hjólaferð á Vestfjörðum.  Í þessari tveggja daga ferð hjóluðu Snorri og Björn 92 kílómetra á að meðaltali 11,6 kílómetra hraða. Þeir hjóluðu hæst upp í 556 metra yfir sjáv- armáli, sem var í Kvenna- skarði, og síðan gengu þeir á fjallið Kaldbak, sem er 998 metra hátt. Björn er hér á toppi Kaldbaks en þaðan er frábært útsýni yfir Vestfirðina.    /                      $  !    001 '    ($ "    +    2  3 &$     2   4+4 # 5 3  "            * 6 #

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.