Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar FIMMTAkynslóð af Volkswagen Golf, sem kemur á markað hér á landi í mars á næsta ári, og Volkswagen Touran, sem kynntur var fyrr á þessu ári, hlutu Gullna stýrið 2003, hvor í sínum flokki. Þá hlaut Citroën C2 Gullna stýrið í flokki smábíla, BMW 5 í flokki stórra millistærðarbíla og Mercedes-Benz CLK Cabriolet í flokki annarra bíla. Það er mikil upphefð fyrir Volkswagen samsteypuna að eiga tvo bíla í þessu vali, því Gullna stýrið er ein eftirsóttasta viðurkenningin sem veitt er bílaframleiðendum. Volkswagen Golf er sú bifreið, sem notið hefur mestrar velgengni meðal þýskra bif- reiða frá upphafi. Nýr Audi A3 varð í 2. sæti á eftir Golf í flokki millistórra bifreiða. Bifreiðarnar voru dæmdar af dóm- nefnd, sem í sátu 21 manns. Ýmist voru það tæknimenn, aksturs- íþróttamenn eða þekktir einstaklingar úr þýsku samfélagi. Keppnin um Gullna stýrið er haldin árlega af þýska dagblaðinu Bild am Sonntag. Við verð- launaafhendinguna í Berlín sagði dr. Bernd Pischetsreider, stjórn- arformaður Volkswagen samsteyp- unnar: „Með nýjum Golf og Touran höldum við áfram að bjóða upp á bestu bílana í viðkomandi flokkum. To- uran náði fljótt markaðsráðandi stöðu, eins og Golfinn hefur ávallt haft og mun hafa í sínum flokki. Hinn sportlegi Audi A3, sem varð í öðru sæti strax á eftir Golf, segir okkur að Volkswagen er að bjóða það sem markaðurinn vill.“ Mercedes-Benz CLK Cabriolet hlaut Gullna stýrið í flokki annarra bíla. Citroen C2, nýr smábíll, hlaut Gullna stýrið í flokki smábíla. Ný kynslóð VW Golf hlaut Gullna stýrið í flokki millistærðarbíla. Ný kynslóð BMW 5 hlaut Gullna stýr- ið í sínum flokki. VW Touran varð í efsta sæti í kjörinu um Gullna stýrið í flokki fjölnotabíla. Volkswagen Golf og Touran hljóta Gullna stýrið 2003 SELST hefur 891 sendibíll og pallbíll fyrstu tíu mánuði ársins. Mest selda tegundin er Nissan, og munar þar lík- lega mest um mikla sölu á pallbílum til Impregilo og Fossvirkis vegna Kárahnjúkavirkunar. Markaðs- hlutdeild Nissan í þessum flokki er 19,4% en í næstu sætum koma Re- nault, 15,9% og VW, 13,5%. Nissan mest seldur í sendi- og pallbílaflokki             !                 "#  $%   %&   %   "&!  "&!  '  #%  %(  %&  )!  LANDVERND hefur gert at- hugasemd við auglýsingu frá Nesradíói sem Morgunblaðið birti sl. miðvikudag undir fyr- irsögninni Láttu þér ekki verða kalt. Í auglýsingunni býður Nesradíó upp á fjar- start í bíla. Landvernd heldur því fram að notkun á fjar- starti fari gegn reglugerð um loftmengun af völdum hreyf- anlegra uppsprettna. Í reglugerðinni segir að „óheimilt sé að skilja ökutæki eftir í gangi þegar þau eru yf- irgefin.“ Jafnframt sé óheim- ilt að láta vélar kyrrstæðra ökutækja ganga lengur en í örstutta stund nema sérstak- lega standi á. Tryggvi Felixson, fram- kvæmdastjóri Landverndar, segir að reglugerðin mætti vera skýrari og vel geti verið að þeir sem hugsi fyrst og fremst um andrúmsloftið túlki hana á þann veg að alls ekki eigi að nota þennan bún- að, en þeir sem fremur hugsi um þægindi, hlýjan bíl og heilsuna til skemmri tíma lit- ið, túlki hana á sér í hag. Benda á hreyfilhitara í stað fjarstartsins Tryggvi segir að bíll geti mengað jafnmikið fyrstu 5 km og næstu 400 km meðan hann er kaldur. Hann telur að sama mengun sé frá köld- um bíl, hvort sem hann er kyrrstæður í gangi eða hon- um er ekið. „Ef menn eru að huga um andrúmsloftið nota þeir ekki fjarstart. Eins og ég túlka þessa reglugerð sem talsmað- ur umhverfisins, þá eiga menn hvorki að selja né kaupa fjarstart. Við bendum á hreyfilhitara í staðinn,“ seg- ir Tryggvi. Guðmundur Ragnarsson, framkvæmdastjóri Nesradíós, segir að þetta mál hafi verið borið undir umhverfisráðu- neytið fyrir nokkrum misser- um. Hann hafi fengið þau svör að það bryti ekki gegn neinum reglugerðum að nota fjarstart. Hann kveðst vita til þess að leyfilegt sé að nota fjarstart í mörgum löndum Evrópu en jafnframt að það sé bannað í nokkrum þeirra. Sums staðar erlendis er þessi búnaður til þess að kæla bíl- ana en ekki hita þá upp. Landvernd gerir athuga- semd við auglýsingu Kauptu næsta bílinn þinn beint frá Kanada www.natcars.com 480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is Toyota Landcruiser 90 VX NEW árg. 2002, sjálfsk., ekinn 29 þús. Einn með öllu. Verð 5.090 þús. Volvo S 40 árg. 1997, 5 gíra, ekinn 97 þús. Sumar- og vetrardekk. Verð 950 þús. Renault Megane 1600 Break STW árg. 2000, 5 gíra, ekinn 32 þús. Verð 1.170 þús. Opel Astra 1600 16V árg. 1999. 5 gíra, ekinn 76 þús. Gott eintak. Verð 980 þús. 480 8000 mbl.isFRÉTTIR Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr. NÚ styttist í að Opel Vectra- langbakur komi til landsins. Bú- ist er við honum í sölu hjá Bíl- heimum, umboðsaðila Opel, nú í byrjun nýs árs. Fyrir ári var kynntur til sögunnar nýr Opel Vectra sem kom einungis sem 4 dyra stallbakur síðan bættist við 5 dyra bíll og nú kynnir Opel síð- asta bílinn í Vectra-línunni. Það sem einkennir nýjan Vectra-langbak er mikið rými sem ekki síst má þakka óvenju löngu hjólhafi sem er 2,83 metr- ar. Farangursrýmið er 530–1.850 lítrar. Að sögn Hannesar Strange hjá Bílheimum, verður til að byrja með boðið upp á tvær vélar; 1,8 lítra, 122 hestafla og 2,2 lítra, 155 hestafla bensínvélar. Seinna verður svo boðið upp á 2,0 Turbo, 175 hestafla bensínvél. Nýjar dísillvélar verða einnig fáanlegar, sem Hannes segir að verði skemmtileg viðbót, sér- staklega ef skattaheimta á dís- ilbíla breytist eins og vonir standa til. Dísilvélarnar eru 100– 177 hestöfl. Frá því að Vectra kom á mark- að hefur hún náð því að verða mest seldi bíllinn í sínum flokki, (millistærð – sedan), í Vestur- og Mið-Evrópu og hefur Vectra nú 16,3% hlutdeild í þeim flokki. Næsti bíll á eftir hefur 11,5% markaðshlutdeild. Bíllinn er talsvert lengri en núverandi langbaksgerð. Vectra-langbakur kemur á markað eftir áramót. Nýr Opel Vectra-langbakur í byrjun nýs árs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.