Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TOUAREG, fyrsti jeppi Volkswagen, er nú kominn á markað með fjórum gerðum véla. Fyrstur kom bíllinn með V6-bensínvélinni og nú hafa bæst við í flóruna V8-bensínvél og tveir olíu- brennarar, fimm strokka og tíu strokka pumpudísilvélar. Touareg var prófaður á dögunum með báðum dísil- vélunum. Touareg er nokkuð stór bíll, 4,75 m á lengd, en þó er hann eingöngu fáan- legur fimm manna. Hann er ekki með jafnáberandi jeppalag og margir keppinautarnir því þakhæð er tals- vert minni og útlitið sportlegra fyrir vikið. Bíllinn er með sambyggða yf- irbyggingu og burðargrind, og við framleiðslu hans er lögð rík áhersla á góða eiginleika til aksturs í borginni, þar sem bílar af þessu tagi eru mest í notkun, en auk þess gefur nýstárlegt drif- og fjöðrunarkerfi bílsins honum góða eiginleika utan vegar. Flaggskipið Flaggskipið í línunni er tíu strokka dísilvélin. Vélin er með forþjöppu og innsprautunartæknin er svokölluð pumpuinnsprautun, sem er svar VW við samrásarinnsprautun (common- rail). Þetta er gríðarlega aflmikil og óvenjuleg vél og ein sú togmesta í flokki jeppa, 750 Nm strax við 2.000 snúninga á mínútu. Hestaflafjöldin er 313. Bíllinn þeytist áfram við inngjöf og þeir sem ekki hafa ekið dísilbílum lengi eiga erfitt með að trúa upplif- uninni. Togaflið ætti að henta þeim sem þurfa að draga þungar kerrur á eftir sér; hestakerrur upp Kambana, báta eða hvað sem er. Aksturseiginleikarnir innan borgar eru eins og í fólksbíl. V10-bíllinn er með sex þrepa sjálfskiptingu með handskiptivali (tiptronic) og hann er á loftpúðafjöðrun, sem er hæðarstillan- leg. Þegar svo þarf að fara yfir karga- þýfi eða snjóskafla og skorninga er gott að vita af drifkerfinu í bílnum, sem er eitt hið háþróaðasta á mark- aðnum. Í venjulegum akstri er öllu aflinu dreift jafnt milli öxla. Í Touareg er ný kynslóð fjórhjóladrifskerfis sem er rafeindastýrt. Í miðri drifrásinni er mismunadrifslæsing sem flytur dri- fafl sjálfvirkt til öxlanna eftir þörfum og læsir þeim einnig eftir þörfum hverju sinni, alveg frá engri læsingu upp í 100% læsingu. Við vissar að- stæður, svo sem ef framhjól spólar, flytur kerfið allt að 100% af drifaflinu til afturhjólanna, þar sem gripið er meira. Að auki er hægt að læsa aft- urdrifinu 100% handvirkt. Drifkerfið kallar VW sítengt 4XMotion og þetta er kerfi sem snarvirkar. Kostir loftpúðafjöðrunarinnar eru líka ótvíræðir, en loftpúðafjöðrunin er staðalbúnaður í V10-bílnum en auka- búnaður í 2,5 lítra bílnum. Með snún- ingsrofa við hlið ökumanns er hægt að stilla veghæðina frá því að vera 16 cm þegar verið er að hlaða bílinn, upp í 30 cm sem er kjörið við erfiðustu aðstæð- ur utanvega. Við venjulegan akstur er veghæðin hins vegar 21,5 cm en lækk- ar sig sjálfvirkt niður í 19 cm við 125 km hraða og 18 cm við 180 km hraða á hraðbrautum í Evrópu. Þetta er líka sannkallaður hraðbrautarvagn en að auki duglegur í torfærum. Verðhækkun á Touareg 2,5 lítra dísilvélin, R5, (línulaga fimm strokka), er kannski kostur sem hentar fleiri bílkaupendum, þó ekki sé nema vegna verðsins. Vélin skilar 174 hestöflum og togið er 400 Nm við 2.000 snúninga á mínútu. Hið feikn- armikla afl V10 bílsins er að sjálf- sögðu ekki til staðar en engu að síður er hröðunin og vinnslan alveg viðun- andi í þessum bíl. Þegar þetta er skrifað standa yfir verðbreytingar á Touareg. V10 bíllinn kostaði 7.980.000 kr. en hækkar í 8.390.000 kr., sem er 410.000 kr. hækkun, og verðið á R5 bílnum verð- ur 5.550.000 kr. sjálfskiptur. Þess ber að geta hér að bílarnir eru mjög vel búnir, sérstaklega þó V10 bíllinn (sjá staðalbúnað hér til hliðar). V10 bíllinn á sér engan augljósan keppinaut en við R5 bílinn keppir m.a. Toyota Land Cruiser 90 VX, sem með sjálfskipt- ingu kostar 5.290.000 kr. Touareg með tíu strokka dísilvél REYNSLUAKSTUR Volkswagen Touareg Guðjón Guðmundsson V10-dísilbíllinn og V8-bensínbíllinn eru auðþekkjanlegir á krómlistum. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Hægt er að stilla veghæðina eftir þörfum með loftpúðafjöðruninni. Snúningsrofar fyrir fjöðrun og drifrásarkerfið. gugu@mbl.is Volvo S80 2.0T F. skrd. 06.07. 2000, ek. 48 þús. km, sjálfskiptur, 4 dyra, 16“ álfelgur, innbyggður gsm, 4 diska spilari, dynamic soft leðurinnrétting o.fl. Verð 2.680.000 Alternatorar – Startarar í allflesta fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar, bátavélar á lager og hraðpantanir. Trumatic gasmiðstöðvar í bíla, báta o.fl. Bílaraf Auðbrekku 20, s. 564 0400, f. 564 0404, n.bilaraf@isl.is umboðið umboðið bílar Sítengt fjórhjóladrif, 17" álfelgur, sex þrepa sjálf- skipting, ESP-stöðugleika- stýring, ASR-spólvörn, ABS- hemlakerfi, EBD-hemlajöfn- unarkerfi, 6 loftpúðar, viðgerðarkerfi fyrir hjól- barða, hraðastillir, loftfrísk- unarbúnaður, regnskynjari, þokuljós, opnanleg rúða á afturhlera, upphituð fram- sæti, rafdrifnar rúðuvindur, fjöldiska geislaspilari. Aukalega í V10 18" álfelgur, leðuráklæði, rafstýrð leðursæti, lykillaust aðgengi, loftpúðafjöðrun, fjölrofa stýrishjól, viðarinn- legg í mælaborð, krómpakki. Staðal- búnaður Touareg FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.