Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 B 3 BÆKUR FYRIR tæpum áratug kom út fræðiritið Íslensk stílfræði eftir ís- lenskufræðingana Þorleif Hauksson og Þóri Óskarsson (1994). Verkið var kostað af stórum hluta af Styrktarsjóði Þórbergs Þórðarson- ar og Margrétar Jónsdóttur, enda var Þórbergur mikill áhugamaður um íslenskan stíl auk þess að vera einn helsti stílsnillingur íslenskrar tungu. Bók þeirra Þorleifs og Þóris er vönduð og fróðleg og telur rúm- lega sjö hundruð blaðsíður. Í fyrri hluta hennar er fjallað á fræðilegan hátt um stílfræði og stílgreiningu en sá síðari og langstærsti hefur að geyma íslenska stílsögu allt frá upphafi íslenskra bókmennta fram á tuttugustu öld. En eins og gefur að skilja þá var (þrátt fyrir að blað- síðurnar skiptu hundruðum) mikið efni eftir órannsakað og mörgu mátti gera betur skil. Þorleifur Hauksson greinir frá því í formála sínum að Sagnalist að hann hafi ekki verið allskostar sáttur við hlut 20. aldarinnar í verkinu, en það tímaskeið hafði fallið í hans hlut, enda sat hann „eftir með alls konar hálfunnið efni í handriti [...] og fljót- lega kviknaði sú hugmynd að taka upp þráðinn og fylgja [Íslenskri stílfræði] eftir með annarri bók sem yrði helguð mismunandi stíltegund- um 20. aldar í rituðu og mæltu máli.“ Og hér er sú bók komin prent. Sagnalist. Íslensk stílfræði II var lengi í smíðum enda vinnuskilyrði þeirra fræðimanna sem sinna grunnrannsóknum í hugvísindum ekki alls kostar glæsileg, launasjóð- ir fáir og rýrir og margir um hit- una. Á löngu vinnuferli hefur verkið einnig tekið nokkrum breytingum frá upphaflegri áætlun. Í stað þess að fjalla almennt um stíltegundir á 20. öld, ákvað Þorleifur að tak- marka umfjöllun sína við skáld- sagnastíl en fjalla um hann allt frá upphafi skáldsagnaritunar um miðja 19. öld og fram til þess að „módernisminn í skáldsagnagerð hafði náð fótfestu“ (10). Þetta þýðir að síðasta kynslóð höfunda sem Þorleifur fjallar um er kynslóðin sem nú stendur á sjötugu (t.a.m. Guðbergur Bergsson og Svava Jakobsdóttir) enda hefur bókin undirtitil- inn „Skáldsögur 1850- 1970“. Spennandi væri ef Þorleifur (eða ein- hver annar góður fræðimaður) héldi áfram þar sem þessu verki sleppir, því síðustu áratugir aldarinnar eru ekki síður mikil deigla í íslenskri skáldsagnagerð en tímabil módernismans og líklega sjaldan verið eins mikill fjölbreyti- leiki í skáldsagnastíl en einmitt þá. Í upphafi bókarinnar gerir Þor- leifur stuttlega grein fyrir stílfræð- inni sem fræðigrein og þeim aðferð- um sem hann beitir í stílfræði- rannsókn sinni. Hann bendir á stílfræðin liggi á mörkum málvís- inda og bókmennta, en sé gjarnan stunduð með áherslu á annað hvort, jafnvel svo að þeir sem leggja áherslu á málvísindalega þáttinn vilji ekkert af hinum bókmennta- fræðilega vita – öfugt. Þótt Þorleif- ur trúi augljóslega á samþættun þessa tveggja þátta er þó óhætt að fullyrða að greining hans tekur meira mið af bókmenntafræðilegum þáttum en málvísindalegum. Að mínu mati hefði hann mátt fara dá- lítið nánar í aðferðafræði sína í kafl- anum „Skyggnst ofan í verkfæra- kassann“ og fjalla um hvernig hann mætir hinu einstaka bókmennta- verki; hvaða spurningar eru hafðar að leiðarljósi við stílfræðilega grein- ingu og í hvaða þáttum greiningin er fólgin. Mér hefði til dæmis þótt fróðlegt að fá skilgreiningu á því í hverju munurinn á stílfræðilegri sögu annars vegar og hefðbundinni bókmenntasögu hins vegar liggur, því mér er það ekki alltaf ljóst af verki Þorleifs. Ég held að óhætt sé að skilgreina Sagnalist fyrst og fremst sem bók- menntasögu; hér er fjallað um sögu FRÆÐIRIT Sagnalist. íslensk stílfræði II ÞORLEIFUR HAUKSSON Mál og menning 2003, 333 bls. Soffía Auður Birgisdóttir íslenskrar skáldsagna- gerðar, á ákveðnu tímabili, með áherslu á stíl og frásagnaraðferð einstakra verka og ein- stakra höfunda. Þegar efnisyfirlit er skoðað koma viðfangsefnin kannski gleggst í ljós. Kannað er málsnið verkanna, staða sögu- manns og sjónarmið (hugmyndalegt og skynjunarlegt), miðlun tals og hugsunar, og stundum hugað sér- staklega að orðavali og setningagerð, mynd- máli og líkingum. Þá eru skoðaðar náttúrulýsingar og mannlýsingar og þróun stíls innan einstakra höfund- arverka, sem og lítillega fjallað um áhrif einstakra höfunda á aðra. Þorleifur heldur sig að lang- stærstu leyti við verk þeirra höf- unda sem þegar hafa öðlast sess innan hefðarveldis (kanónu) ís- lenskrar bókmenntasögu og það hefur nú sem áður í för með sér að bókmenntir kvenna fá ekki sérlega mikla umfjöllun. Þó má geta þess að Þorleifur gerir nokkrum verkum Þórunnar Elfu Magnúsdóttur ágæt skil, en auk hennar eru í efnisyfirliti aðeins nefndar þær Torfhildur Hólm, Kristín Sigfúsdóttir, Jakob- ína Sigurðardóttir og Svava Jak- obsdóttir, þótt verk fáeinna fleiri fljóti með í umfjöllun. Á umræðuna um „kvenlegan stíl“ (eða sérstök stíleinkenni á skrifum kvenna) sem Helga Kress innleiddi í íslenska bókmenntaumræðu á áttunda ára- tugnum (og ritaði um fræðigreinar) minnist Þorleifur ekki og hefði bók hans þó verið kjörinn vettvangur til að ræða slíkar kenningar og taka afstöðu með eða á móti. Nokkuð var fjallað um verk Þór- bergs Þórðarsonar og Halldórs Laxness í fyrri bókinni, Íslensk stíl- fræði, en hér fá þeir að sjálfsögðu meiri umfjöllun enda höfðu verk beggja afgerandi áhrif á íslenska bókmennta- og stílsögu 20. aldar- innar. Þorleifur rekur feril Halldórs í gegnum verk hans í tímaröð en verður eðli málsins samkvæmt að hlaupa heldur hratt yfir sögu. Hann dregur þó ágætlega fram þá þróun sem verður á stíl Halldórs frá fyrstu æskuverkum til Kristnihalds undir Jökli. Ólíkt því sem varðar verk Halldórs Laxness hefur ekki verið mikið fjallað fræðilega um verk Þórbergs Þórðarssonar í gegn- um tíðina. Ég hygg að kaflarnir tveir um Þórberg, þ.e. í Íslenskri stílfræði og í Sagnalist, myndi sam- an eina ítarlegustu úttektina sem gerð hefur verið á verkum hans og er mikill fengur að þeim báðum. Af öðrum höfundum sem gerð eru nokkur skil í bókinni (og enn hafa ekki verið nefndir) má nefna 19. aldar höfundanna Jón Thorodd- sen, Gest Pálsson og Þorgils gjall- anda. Þá er fjallað um Einar H. Kvaran, Jón Trausta, Gunnar Gunnarsson, Guðmund G. Hagalín, Guðmund Daníelsson, Kristmann Guðmundsson, Ólaf Jóhann Sig- urðsson, Elías Mar og Indriða G. Þorsteinsson. Þá er og fjallað um helstu frumkvöðla módernismans í sagnagerð: Thor Vilhjálmsson, Steinar Sigurjónsson, Geir Krist- jánsson, Guðberg Bergsson, Svövu Jakobsdóttur og Þorstein frá Hamri. Þorleifur fjallar um einstök verk þessara höfunda í tímaröð og dvelur eðli málsins samkvæmt helst við þau verk sem einhverjum tíð- indum teljast sæta. Í síðasta kafla bókarinnar, sem nefnist „Yfirlit“, líkir Þorleifur verki sínu við ferðalag „inn í skáld- söguna“ og hann segir: „Þetta er ekki þess háttar bók þar sem við- fangsefnið er fyrirfram ákveðið og afmarkað, sett fram kenning eða til- gáta sem er annaðhvort sannprófuð eða hrakin, heldur verður verkið til um leið og því vindur fram.“ (298) Þessi orð lýsa verkinu afar vel og segja má að lesandinn sláist í för með Þorleifi um lendur íslensku skáldsögunnar, en kannski hefði ferðalagið verið fjölbreyttara ef Þorleifur hefði leyft sér að skreppa við og við út af troðnum götum al- faraleiðarinnar. Sagnalist er að sönnu vandað fræðirit og greinilegt að höfundur þess hefur lagt mikla vinnu og alúð í verkið. Það er hins vegar sjálf for- senda verksins, að gefa yfirlit yfir langt tímabil, sem er kannski að- algalli þess – og reyndar óhjá- kvæmilega svo. Þorleifur neyðist til að fara hratt yfir sögu og getur sjaldnast leyft sér að kafa djúpt niður í viðfangsefnið. En þar sem hann leyfir sér það ber greiningu hans hæst. Einnig kemur færni Þorleifs í stílgreiningu best fram þegar hann glímir við texta sem hafa upp á mikið að bjóða, og sumir myndu kalla „erfiða“. Hér má t.d. nefna greiningu hans á verkum Thors Vilhjálmssonar og á Tómasi Jónssyni Metsölubók eftir Guðberg Bergsson (sem hefði þó mátt vera ítarlegri). Annar vankantur á verki Þorleifs finnst mér vera hversu lítið hann dregur samtímalega bók- menntaumræðu inn í skrif sín og greiningu. Sem dæmi um þetta get ég nefnt kafla sem ber fyrirsögnina „Upphaf nútímabókmennta?“ Spurningarmerkið hér er táknrænt fyrir þá staðreynd að fræðimenn greinir á um hvert þetta upphaf sé. Hefjast íslenskar nútímabókmennt- ir með Bréfi til Láru eða Vefaran- um mikla frá Kasmír, eða er ekki hægt að tala um nútímabókmenntir á Íslandi fyrr en frá og með útkomu Tómasar Jónssonar Metsölubókar? Um þetta hafa m.a. bókmennta- fræðingarnir Halldór Guðmundsson og Ástráður Eysteinsson deilt á prenti. Þorleifur minnist ekki á þær deilur en vitnar til ríflega 30 ára gamallar greinar Helenu Kad- ecková „þar sem hún reyndi að tímasetja og skilgreina upphaf ís- lenskra nútímabókmennta“ (112). Grein Kadecková er vissulega góðra gjalda verð en nærtækara hefði verið að draga inn hina yngri um- ræðu. En kannski má segja að ég sé hér að gera kröfu um annað verk en Þorleifur vildi skrifa; að biðja um meiri bókmenntasögu á kostnað stílfræðinnar. Þrátt fyrir þá annmarka sem hér hafa verið dregnir fram tel ég Sagnalist. Íslensk stílfræði II hik- laust merkt framlag til sögu ís- lenskrar bókmennta og stílfræði. Þetta er bók sem jafnt atvinnu- menn og áhugamenn í íslenskum bókmenntum skyldu lesa sér bæði til fróðleiks og skemmtunar. Þorleifur Hauksson Á ferðalagi um lendur skáldsögunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.