Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 B 7 BÆKUR Raggi litli og tröll- konan er eftir Bri- an Pilkington og Harald S. Magn- ússon. Nýtt æv- intýri um Ragga litla sem alltaf lendir í óvenju- legum ævintýrum. Útgefandi er Pjaxi ehf. Bókin er 32 bls. Eplin hans Peabodys er önnur barnabók Madonnu. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi en mynd- skreytingarnar eru eftir banda- ríska myndlist- armanninn Loren Long. Bókin er tileinkuð kennurum um all- an heim, enda er boðskapur hennar máttur orða og mikilvægi góðra kenn- ara. Sagan gerist í smábænum Happ- ville í Bandaríkjunum árið 1949 og segir frá vinsæla hafnaboltaþjálf- aranum Peabody. Einn daginn mætir enginn á hafnaboltaæfingu og Pea- body fréttir að sá orðrómur sé kominn á kreik að hann sé þjófur. Með ógleymanlegum hætti eyðir Peabody þeim orðrómi og kennir börnum bæj- arins um leið að gæta orða sinna því annars geti þau valdið öðru fólki ómældum skaða. Bókin kemur út á 37 tungumálum í meira en 110 löndum. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 33 síður. Verð: 1.990 kr. Trén eru með lauf er eftir And- rew Charman. Sigrún Á. Eiríks- dóttir þýddi. Bókin er í fræði- flokknum Ég veit af hverju. Efni bókanna er sett fram í stuttorðum textum og mynd- efni. Áður hafa komið út Kengúrur eru með poka og Dúdúfuglinn dó út. Útgefandi er Æskan í samvinnu við Kingfisher Publications Plc. Bókin er 36 bls., í stóru broti, prentuð í Tai- wan. Verð: 2.190 kr. Einhyrningurinn minn – Draumar rætast er eftir Lindu Chapman. Sigrún Á. Eiríks- dóttir íslenskaði. Myndir: Biz Hull. Skyggnir, hest- urinn hennar Láru, breytist í einhyrn- ing þegar hún fer með töfraþulu. Lára kynnist Fríðu sem á hestinn Rökkva. Hann þorir ekki að stökkva yfir grindur nema töframáttur Skyggnis veiti hon- um hugrekki. En óveðursnótt eina stendur Rökkvi einn andspænis mik- illi hættu – og grindum. Útgefandi er Æskan. Bókin er 125 bls., prentuð í Steinholti ehf. Kápa: Andrew Farley. Verð: 2.180 kr. Börn Guðríðarætt, niðjatal Guð- ríðar Hann- esdóttur, er komið út. Tekið hefur saman Hólmfríður Gísladóttir. Guðríður Hann- esdóttir var frá Hrólfskálakoti á Seltjarnarnesi, en niðj- ar hennar eru flestir á Snæfellsnesi og á höfuðborgarsvæðinu. Í bókinni eru nokkrar mannalýsingar, sem hafðar eru eftir afkomendum Guðríðar. Hólmfríður og maður hennar, Eggert Thorberg Kjartansson, hafa stundað ættfræði í tugi ára og komið að útgáfu fjölda ættfræðirita. Hólmfríður var for- maður Ættfræðifélagsins um skeið, tók saman Rafvirkjatal og lagði grunn- inn að endurútgáfu Manntalsins 1910, en Eggert sá nær alfarið um alla sam- anburðar- og rannsóknarvinnu. Útgefandi er Nörlur ehf. Bókin er 471 bls. með um 1.100 mannamynd- um. Prentun: Oddi hf. Verð: 12.950 kr. Ættfræði »HVERFUM aftur til náttúr- unnar,« sagði Rousseau. Næstu öldina eftir að hann leið var heil- ræðum hans fylgt í orði en síður en svo í verki! Skáldin komu sér fyrir í borg- unum, allra helst í sí- stækkandi höfuðborg- um, nutu þar heimsins lystisemda í þrengsl- unum og fjölmenninu jafnframt því sem þau ortu hugnæm ljóð um einsemdina og sveita- sæluna. Þórarinn Guð- mundsson fer að dæmi tilfinningamannsins franska. Í miðri bók er að finna hvert ljóðið á fætur öðru sem bera yfirskrift eins og: Í Móseldal, Í Mývatns- sveit, Sólir í Kjarna- skógi, Kliðkyrra. Eitt þeirra hefst á þessa leið: Huga minn þyrstir í sólskin í heillandi staði – runna og rjóður og hjalandi læk – Óþarft er að taka fram að stemmning þessi lýsir sér í fleiri ljóðum bókarinnar. Þessi er sem sagt grunntónninn. En kenning hver kallar á andstæður. Þeirra er að leita í alllöngu ljóði sem ber slétt og fellt yfirskriftina Borgar- líf. Þar blasir við önnur og skugga- legri mynd. Ljóðið hefst á þessa lund: »Mér ægir umkomuleysið / í gjánni / milli stórhýsanna.« Og síð- ar í sama ljóði: Kannski týnumst við í öngstræti skemmtihyggjunnar við leit að kyrrð. Í orðum þessum felst í stórum dráttum mynd sú sem Þórarinn dregur upp af borgarlífinu. Í borg- unum sé að sönnu að finna afdrep þar sem slaka megi á og komast um stund frá »þrúgandi hraðan- um«. Slíka nefnir Þórarinn nátt- úrukima. Mun þar átt við óbyggð svæði svo sem lystigarða. Enginn vafi leikur á að Þórarinn mælir fyrir munn margra. Borg- arlífið hefur sína augljósu ókosti og því fleiri því stærri sem borgin er. Hjartað þráir frið. En nútíma- maðurinn sækir ekki í friðsæld heldur í glaum og gleði. Því er meira en sennilegt að orð Þórarins hafi svipuð áhrif nú og franska spekingsins á 18. öld. Þau veki þægilega kennd í brjósti borgarbú- ans sem hverfi aftur til náttúrunn- ar í draumi sínum. En fari hvergi! Eins og Rousseau forðum leysir nútímamaðurinn margfræg vanda- mál sín með orðum sem oft eru jafn mótsagnakennd sem þau eru tilfinningaþrungin, þar sem mið er tekið af einhvers konar loftkenndri óskhyggju. Eða orðskrúðið eitt er látið tala sínu máli og þar við situr. Slíkt má kalla frumstæð og ósjálfráð viðbrögð andspænis þeirri til- vistarkreppu sem ein- staklingur atómaldar- innar stendur einatt frammi fyrir nú á dögum. Skoðanir Þórarins þar að lútandi fara hvergi milli mála. Að öðru leyti getur tekið nokkurn tíma að átta sig á ljóðum hans. Formið endurspeglar síður en svo einfald- leika boðskaparins. Bókin skiptist í fjóra kafla án þess að efnið gefi afdráttarlaust tilefni til slíkrar skiptingar. Textinn er hvergi þýður og ljóðrænn eins og ætla mætti að efni og anda hæfði, en einkennist öðru fremur af sam- settum orðmyndum. Dæmi þess koma strax fram í fyrirsögnum ljóðanna: Vorbirta, Villiblóm, Sum- arnótt, Haustgeisli og Haustganga, svo dæmi séu tekin. En jafnoft rekst maður á orð og orðasambönd eins og: svifprins, hvikstreymnar lindir, aldabundin þrá, speglaþing, hlýmóðuvatn, þúsundhrif, hæru- vindar – samsetningar sem maður staldrar við eða réttara sagt hnýt- ur um! Sumar þeirra munu hafa orðið til í hugskoti skáldsins, aðrar bera svip fornyrða. Varla nokkur þessara samsetninga kemur fyrir í daglegu mæltu máli. Hið síðast talda er í raun gömul kenning þó skáldið skrifi hana sem eitt orð. Hæra mun sem sagt vera gamalt tröllkonuheiti og hæru vindur – ritað í tveim orðum – stendur þá fyrir hugur eða hugsun. Orðasmíð Þórarins af þessu tag- inu er samt óvíða svo njörvuð að maður fari ekki nærri um hvað skáldið er að fara. Hitt er spurning hvort ekki er gengið einum of langt í þessum leik með orð og orðasambönd, hvort lesandinn tek- ur ekki að velta fyrir sér einu og einu orði í stað þess að lesa ljóðin sem heild, njóta þeirra áhrifa sem þau kunna að búa yfir, að ógleymd- um réttmætum – og að dómi und- irritaðs – meira en tímabærum boðskap skáldsins. LJÓÐ Næturaugu ÞÓRARINN GUÐMUNDSSON 76 bls. Prentun Offsetstofan, Akureyri, 2003. Erlendur Jónsson Þórarinn Guðmundsson Í leit að kyrrð FÁIR Íslendingar þekkja ís- lenzkan sjávarútveg og sögu hans jafnvel og Jón Páll Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Norðurtangans á Ísafirði. Fyrir fjórum árum sendi hann frá sér afar góða bók, Frá línu- veiðum til togveiða, þætti úr sögu útgerð- ar á Ísafirði frá 1944 til 1993. Nú bætir Jón Páll um betur og sendir frá sér aðra bók, að þessu sinni um sögu fiskvinnslu á Ísafirði frá 1934 til 1993, Fiskvinnsla í sextíu ár. Þetta tímabil í sögu íslenzks sjávar- útvegs er eitt hið við- burðaríkasta í sögu hans, en breyting- arnar á þessum ára- tugum eru með ólíkindum hvað varðar allt rekstrarumhverfi, fisk- veiðistjórnun, markaði, tækjabún- að og svo mætti lengi telja. Sá sem kynnir sér íslenzkan sjávarútveg í dag gæti líklega ekki með nokkru móti ímyndað sér hvernig staðan var fyrir nokkrum áratugum. Það þarf mikið ímyndunarafl fyrir ungt fólk í dag til þess. Þess vegna er það hvalreki fyrir áhugafólk um sjávarútveg að fá í hendurnar jafnvandaða og góða bók og Jón Páll hefur nú ritað. Sagan er að mestu einskorðuð við Ísafjörð og er afar fróðleg og vel unnin, en tekið er á öllum þáttum er vinnsluna varða þennan tíma. Þar sem Ísafjörður hefur lengst af verið eins konar ríki í ríkinu, hvað sjávarútveg varðar, er saga fisk- vinnslu þar að segja má saga ís- lenzkrar fiskvinnslu í hnotskurn. Í eftirmála bókar sinnar segir höfundurinn svo: „Þessari saman- tekt er fyrst og fremst ætlað að vera söguleg upprifjun um þróun og uppbyggingu fiskiðnaðar á Ísa- firði, en þó hefir verið reynt að tengja hana markaðsstarfinu og þróun efnahagsmála í landinu, eftir því sem nauðsynlegt hefir verið talið vegna sögulegs samhengis. Saga þessa tímabils hefir á margan hátt verið viðburðarík og spannar eitt mesta framfaraskeið í íslenzk- um fiskiðnaði. Í upphafi þessa tímabils voru Íslendingar ein fá- tækasta þjóðin í Evrópu, og hér ríkti alvarleg efnahagskreppa, en í lok þess voru þeir orðnir ein rík- asta þjóðin í Evrópu. Þennan ár- angur má að verulegu leyti þakka stórstígum framförum í veiðum og vinnslu sjávarfangs og öflugu markaðsstarfi.“ Bókinni er skipt í þrjá megin- kafla, Hraðfrystingu fiskaflans, Rækjuiðnaðinn og Fiskmjöls- vinnslu. Í hverjum þessara meginkafla, en sá fyrsti er viðamestur, er sag- an rakin frá upphafi, það er frá því hugmyndir um frystingu, rækju- vinnslu og mjöl- vinnslu fæðast og þar til þær verða að veru- leika. Það er ótrúlegt að lesa um þá baráttu og fórnir sem frum- kvöðlarnir færðu í umhverfi sem var af- ar erfitt á flestan máta, hve atriði, sem við teldum smáatriði í dag, gátu ráðið og réðu úrslitum um framgang mála. Jón Páll fjallar um þessa sögu af mikilli þekkingu, um fólkið, umhverfið, efnahags- málin og markaðina. Þetta tímabil verður ljóslifandi við lesturinn og frum- kvöðlarnir og þeir sem við tóku verða hálfgerðir kunningjar les- andans. Kaflinn um rækjuna er af- ar fróðlegur og skemmtilegur, en Ísfirðingar eru frumkvöðlar rækjuvinnslu og -veiða við Ísland. Þeim kafla fylgja skemmtilegar frásagnir af frumherjunum Þor- valdi Guðmundssyni í Síld og fisk og Tryggva Jónsyni í Ora, en þeir ráku fyrstu rækjuniðursuðuverk- smiðju landsins, sem hóf starfsemi á Ísafirði í júní árið 1936. Í bókinni er að finna mynd af þeim félögum með fyrstu dósirnar af niðursoð- inni rækju, sem framleiddar voru á Íslandi. Rækjan var framleidd til útflutnings fyrir Neptun í Kaup- mannahöfn, sem var umboðsaðili verksmiðjunnar í Danmörku. Bók Jóns Páls er afar vel unnin. Meðferð heimilda er til fyrirmynd- ar og í bókinni er mikill fjöldi ljós- mynda, sem bæta upp lipran og góðan texta. Bókinni fylgir bæði skrá yfir heimildir og ljósmyndir. Það fer vaxandi um þessar mundir að gera sjávarútvegi skil á bókum, einkum á sagnfræðilegum nótum. Þessi bók, og aðrar slíkar, færa okkur heim sanninn um það hve mikilvægur sjávarútvegurinn er og hefur verið um aldir alda. Bækur af þessu tagi ættu allir, sem láta sig atvinnusögu þjóðar- innar einhverju varða, að lesa. Hvalreki SAGNFRÆÐI Fiskvinnsla í sextíu ár JÓN PÁLL HALLDÓRSSON Þættir úr sögu fiskvinnslu á Ísafirði frá 1934 til 1993. Sögufélag Ísfirðinga, Ísa- firði 2003, 255 bls. Hjörtur Gíslason Jón Páll Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.