Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚR VERINU Úr verinu Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang verid@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Hjörtur Gíslason, fréttastjóri hjgi@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf.                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0                                                               !"# $  % &  ' () "*+ $                                    !   "     # $     N eikvæð ímynd sjávarút- vegsins er ein stærsta ógnin sem steðjar að greininni í dag. Þetta kom fram í fjölmörgum erindum á ráðstefnu Útvegsmanna- félags Norðurlands um stöðu og horf- ur í sjávarútvegi á Norðurlandi sem haldin var á Akureyri fyrir skemmstu. Flestir framsögumenn ráðstefnunnar voru sammála um að eitt brýnasta verkefni greinarinnar væri að bæta ímynd greinarinnar, m.a. til að laða ungt fólk til starfa svo greinin fái að eflast og þróast í framtíðinni. Sjávarútvegur er snar þáttur í at- vinnulífi Norðurlands. Úthlutaðar aflaheimildir í fjórðungnum í heild eru um 102.500 þorskígildistonn á yfir- standandi fiskveiðiári, eða ríflega fjórðungur af heildarúthlutun afla- heimilda á landinu öllu. Þar af eru 16.500 tonn á Norðurlandi vestra, 76.000 tonn á Eyjafjarðarsvæðinu og 10.000 tonn austan Eyjafjarðar. Jón Eðvald Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirð- ings, vék í máli sínu á ráðstefnunni að umræðu um íslenskan sjávarútveg. Taldi hann að neikvæð og ábyrgðar- laus umræða um sjávarútveginn væri stærsta ógnin sem að greininni steðj- aði og reyndar stafaði greininni meiri ógn af Alþingi en öllu Kínaveldi. Jón sagði að þótt hið ytra umhverfi sjávarútvegsins hafi verið hagstætt síðustu ár, væru erfiðir tímar fram- undan með harðnandi samkeppni og sterkri stöðu íslensku krónunnar vegna stóriðjuframkvæmda. Jón sagði því mikilvægt að skapa tækifæri til nauðsynlegra breytinga innan sjávar- útvegsins og aðstæður til að stjórn- málamenn og þeir sem starfa innan greinarinnar geti snúið bökum saman. Fyrst þurfi að eyða óvissu um fisk- veiðistjórnunina með því að festa nú- verandi kerfi í sessi til 15 til 20 ára. Eins að hætta við upptöku auðlinda- gjalds, enda skjóti það skökku við að leggja sérstakan skatt á eina atvinnu- grein á sama tíma og verið væri að létta skattheimtu á fyrirtækjum al- mennt í landinu. Auk þess þurfi að af- nema hlutaskiptakerfið í núverandi mynd í góðri samvinnu við fulltrúa sjó- manna. Þarf tækifæri til að eflast „Íslenskur sjávarútvegur getur átt bjarta framtíð ef við gefum greininni tækifæri til að eflast og þróast og laða til sín ungt og vel menntað starfsfólk. Við þurfum að leggja áherslu á ábyrga umgengni við auðlindina, meðal ann- ars með auknum rannsóknum. Við verðum að nýta fengsæl fiskimið með öflugum veiðum, framsækinni vinnslu og öflugu markaðs- og sölustarfi,“ sagði Jón. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Brims, sagði á ráðstefnunni að þrátt fyrir ákveðna stöðnun í útflutningi sjávarafurða frá Íslandi væru fjöl- mörg tækifæri til vaxtar fyrir íslensk- an sjávarútveg. Til að nýta þau yrði greinin hins vegar að breyta úr því að vera framleiðsludrifnar fiskveiðar í að vera markaðsdrifinn matvælaiðnaður. Leggja yrði meiri áherslu á fram- leiðslu á ferskum og kældum fiski og fjárfesta meira í þekkingu og starfs- fólki en áður hefur verið gert. Taldi Guðbrandur að eftir tíu ár yrðu fjórar meginstoðir í sjávarútvegi hér á landi, en auk núverandi starfsemi yrði grein- in byggð á fiskeldi, líftækni og erlend- um verkefnum. Úlfar Steindórsson, stjórnarfor- maður líftæknifyrirtæksins Primex ehf. á Siglufirði, sagði á ráðstefnunni að sjávarlíftækni hefði alla burði til að verða blómstrandi iðnaður á Norður- landi, enda væru þar rekin öflug sjáv- arútvegsfyrirtæki sem hafi sýnt vilja til að taka þátt í uppbyggingu þessa iðnaðar með því að leggja til hráefni og þekkingu til framleiðslunnar og fjár- magn til reksturs. Þá ætti sér nú stað mikil uppbygging grunnþekkingar í Háskólanum á Akureyri og ljóst að skólinn ætti eftir að gegna lykilhlut- verki í þróun iðnaðarins í framtíðinni. Eins væru fjölmargar rannsókna- stofnanir og rannsóknasetur með að- setur eða útibú á Norðurlandi. Úlfar sagði að einn af veikleikum sjávarlíftækniiðnaðarins hér á landi væri hversu mannauðurinn er tak- markaður, enda iðnaðurinn að stíga sín fyrstu skref. Eins væri skortur á þolinmóðu fjármagni í greininni, enda ljóst að fjárfestar þurfi að bíða í tölu- verðan tíma áður en fjárfestingar fari að skila arði. Engu að síður væru klár- lega tækifæri til staðar og því mikil- vægt að byggja á þeim grunni sem fyr- ir er. Til þess þurfi að stuðla að auknu samstarfi aðila, bæði rannsóknastofn- ana og fyrirtækja en ekki síst á milli einstakra svæða hérlendis og erlendis. Hafa ekki efni á mistökum Í erindi Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á Akureyri, kom fram að sjávarútvegur, matvælaframleiðsla og tengdar greinar skipa höfuðsess í at- vinnulífi Eyjafjarðar og nálægra svæða. Þá væru einnig útibú frá rann- sóknastofnunum atvinnuveganna á Akureyri. Sagði Kristján því eðlilegt að ætla að vilji pólitíkusa stæði til þess að standa vörð um höfuðatvinnuveg landsbyggðarinnar. Þrátt fyrir þá augljósu staðreynd hafi hinsvegar að minnsta kosti þrír stjórnmálaflokkar sett mál sitt fram með þeim hætti að helsta bjargráð byggðanna í landinu sé fólgið í því að rústa núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi. Kristján benti á að eftir að kvóta- kerfinu var komið á hafi allt umhverfi sjávarútvegsins gjörbreyst. Nú er svo komið að margar útgerðir skila hagn- aði af sinni starfsemi. Því væri það ósk sín að farið verði að líta á þessa at- vinnugrein sem hvern annan atvinnu- rekstur án inngripa stjórnmálamanna. „Íslenskt samfélag hefur ekki efni á því að gera nein mistök á því sviði sem sjávarútvegurinn er. Talsmenn lítt grundaðrar tilraunastarfsemi í þess- um efnum hófu í aðdraganda kosninga hættulegan leik. Sá leikur beindist beinlínis að því að skerða afkomu- möguleika fjölda starfsmanna og fjöl- skyldna þeirra hér á okkar svæði,“ sagði í erindi Kristjáns. Kvótinn áhrifa- og ógnvaldur Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd, velti á ráðstefnunni fyrir sér áhrifum breytts sjávarútvegs á byggðir landsins. Þannig hefði kvóta- kerfið oft verið talið einn helsti áhrifa- og ógnvaldur í byggðaþróun. „Margir eigendur útgerða litu svo á, og enn eru til útgerðarmenn sem halda í þá siða- reglu að þeir og byggðin sem á bak við þá stendur hafi þennan rétt sameig- inlega. Kvótinn eigi að tengjast byggð- inni og vera henni til framdráttar. Þessum útgerðarmönnum hefur farið fækkandi og þeir eiga líklega ekki mikla möguleika í framtíðinni vegna áhrifa hlutabréfamarkaðar og síauk- innar hagkvæmnikröfu,“ sagði Magn- ús og vísaði til þess að arðsemiskröfur frá óþolinmóðum hluthöfum hafi sett mikinn þrýsting á sjávarútvegsfyrir- Neikvæð ím helsta ógn Norðlenskir útvegsmenn veltu fyrir sér stöðu, ógnum og tækifærum í sjávar ráðstefnu sem haldin var á Akureyri á dögunum. Helgi Mar Árnason sat ráðst um að neikvæð ímynd sjávarútvegsins er talin standa eðlilegri þróun greina Togaraútgerð er kjölfestan í sjávarútvegi Norðlendinga. Þriðji hver togari á m NÝR bátur bættist í bátaflotann á Skagaströnd nú í nóvember. Þá kom til heimahafnar í fyrsta sinn Alda HU 12 en hún er í eigu þeirra bræðra Árna og Sigurjóns Guðbjartssona. Alda HU 12 er nýsmíði af Viking 1135-gerð. Hún var smíðuð af Sam- taki í Hafnarfirði fyrir Vík sf. sem er útgerðarfélag þeirra Árna og Sig- urjóns. Alda er mæld 14,88 tonn og er hún búin öllum nýjustu siglingar- og fiskleitartækjum sem svona bát geta prýtt. Meðal annars er Alda búin bógskrúfu sem gerir mjög auðvelt að andæfa bátnum á línu- og netaveið- um. Í stuttu spjalli við Sigurjón Guð- bjartsson kom fram að þeir bræður eru engir nýgræðingar í útgerð. Hafa þeir gert út eigin báta allt frá árinu 1965 og er þetta í þriðja sinn sem þeir láta smíða fyrir sig bát. Fyrir áttu þeir tvo báta en seldu annan, Viking 800, með sama nafni til að geta nýtt kvótann af honum á Ölduna. Hinn bátur þeirra bræðra er í dagakerfinu og hann ætla þeir að gera út áfram. „ Ætli þetta verði nú ekki sá síðasti sem við látum smíða fyrir okkur. Við erum orðnir svo gamlir,“ sagði Sig- urjón en þeir bræður eru báðir rétt rúmlega sextugir. „Við ætlum að reyna að hanga í þessu svona 10 ár enn og langar bara til að láta fara eins vel um okkur og hægt er þann tíma,“ bætti Sigurjón við. Það ætti ekki að vera vandi fyrir þá Árna og Sigurjón að láta fara vel um sig um borð því allur frágangur bátsins er til fyrirmyndar og um borð eru öll þæg- indi sem hægt er að ætlast til að séu um borð í fiskibát. Aldan verður gerð út á línu og mun fara í sinn fyrsta róð- ur fljótlega. Morgunblaðið/ÓB Nýr bátur á Skagaströnd HAMPIÐJAN er nú að setja á markað hér fyrstu smáfiskaskilj- urnar úr plasti, en sjáv- arútvegsráðuneytið hef- ur gefið út leyfi til notkunar þeirra við að skilja smáfisk frá við togveiðar. Þessar skiljur eru framleiddar í Noregi en Hampiðjan er með umboð fyrir þær hér. Hampiðjan framleiðir einnig svokölluð skilju- og leiðinet sem fylgja skiljunni, sem í raun er sett saman út tveimur ristum auk leiðinetsins. Tben í Hafnarfirði mun sjá um dreifingu á ristinni og leiðbeiningar um uppsetningu á þeim. Plastristarnar eru miklu meðfærilegri en járnskiljur sem hafa verið not- aðar til þessa. Þær skilja smáfiskinn ekki síður frá, þær eru mun léttari og geta bognað, þannig að hægt er að taka þær inn á tromlu. Fyrir vikið er slysa- hætta við notkun flexiristarinnar, sem svo er kölluð, miklu minni en með járn- ristinni. Viðamiklar tilraunir hafa verið gerðar á undanförnum mánuðum með notkun plastristanna, meðal annars um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni og minni togbátum. Að sögn Guðmundar Gunnarssonar, þróun- arstjóra hjá Hampiðjunni, hefur útkoman verið mjög góð og líklegt að plast- ristarnar leysi gömlu járnristarnar að miklu eða öllu leyti af hólmi. Nýjar smáfiskaskiljur að koma á markað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.