Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 C 3 NÚR VERINU tæki til að tryggja aukið verðmæti hlutabréfa með öllum tiltækum ráð- um, t.d. aukinni sameiningu. Fyrir hinar smærri byggðir geti samruni sjávarútvegsfyrirtækja hins vegar verið erfiður. Tekjur dragist gjarnan saman þar sem veiðiheimildir eru fluttar til og nýttar þar sem atvinnu- svæðin eru stærri og nýting þeirra tal- in betri. Oft nær höfuðstöðvum hins sameinaða fyrirtækis. Miðstýring aukist og leiði af sér að frumkvæði stjórnenda hverfur úr byggðinni. „Lífsafkoma heilla byggðarlaga bygg- ist þá á ákvörðunum manna sem eru fjarlægir byggðunum og eru undir miklu álagi eigenda um arð og hærra gengi hlutabréfa.“ Magnús benti einnig á að hagræð- ing og tækniþróun í sjávarútvegi gætu einnig talist ógn í byggðarlegu tilliti, hún hafi í för með sér fækkun starfs- fólks sem geti haft alvarlegar afleið- ingar í byggðum þar sem atvinnulíf er einhæft. Tækifæri í tækniþróun Björn Snæbjörnsson, varaformaður Einingar-Iðju, ræddi einnig fækkun starfa fiskiðnaðarfólks vegna tækni- væðingar. Gerði hann ráð fyrir að sú þróun myndi halda áfram en hinsveg- ar fælust einnig í henni tækifæri því aukin tæknivæðing gæti leitt af sér betur launuð störf. Sagðist hann þann- ig sjá fyrir sér meiri sérhæfingu fisk- verkafólks á komandi árum með aukn- um menntunarkröfum. Þá væri nauðsynlegt að hækka launin til að laða starfsfólk að greininni. „Í dag er almenn umræða um sjávarútveginn mjög neikvæð og verður ekki til þess að auka ásókn fólks í að hefja störf í þessari atvinnugrein. Það er eiginlega grátlegt að horfa upp á að fyrirtæki geti með einu pennastriki lagt sveitar- félag í rúst en staðið eftir með fullar hendur fjár. Og starfsfólkið, sem hef- ur unnið hjá fyrirtækinu, kannski ár- um saman, er að missa allt sitt, þar sem enga aðra atvinnu er að fá. Einnig er allt of algengt að þeir sem ráða ferðinni koma því ekki nægilega vel til skila, hvað þessi störf eru mikilvæg fyrir alla landsmenn,“ sagði Björn. Sátt er sameiginlegt verkefni Konráð Alfreðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar, deildi einn- ig áhyggjum af því hversu illa gengur að laða ungt fólk að sjávarútvegi. Hann benti á að þrátt fyrir tækni- væddari skip og ágæt launakjör ís- lenskra sjómanna færi meðalaldur þeirra hækkandi því ungu mennirnir stöldruðu stutt við. Sagði Konráð að bæði sjómenn og útgerðarmenn ættu mikið undir því að sjávarútvegurinn væri litinn jákvæðum augum. Sagðist hann ekki í vafa um að mikil átök í tengslum við kjarasamninga á undan- förnum árum ættu sinn þátt í nei- kvæðri ímynd greinarinnar. Verkefni beggja aðila væri að bæta úr því. Í ljósi þess að helsta deilumál undangeng- inna kjarasamninga, fiskverðsmálin, væru nú í ákveðnum farvegi vonast Konráð til þess að hægt verði að fá fram umræðu um aðra þætti kjara- málanna. „Þar ber hæst mál eins og uppsagnarfrestur, slysatryggingar sjómanna, lífeyrismál og fleira sem að okkar mati er mjög mikilvægt að sam- komulag náist um. Að mínu mati erum við hér að tala um eina af mestu ógn- um sem steðja að útgerðinni í dag en jafnframt eitt af þeim tækifærum sem útgerðin stendur frammi fyrir í dag, tækifæri til að ná sáttum, ná friðar- samkomulagi við sjómenn,“ sagði Konráð. Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, sagði að stærsta ógn sjómannastéttarinnar og sjávarútvegsins væri heimatilbúið vandamál, en það væri ímynd grein- arinnar og skortur á skilningi og vilja á því að bæta þessa brotnu ímynd. Þannig væri umfjöllun um greinina nær undantekningarlaust á neikvæð- um nótum. Því væri eðlilegt að sú kyn- slóð sem nú er að vaxa úr grasi hefði ekki áhuga á að starfa eða mennta sig til starfa á sviði sjávarútvegs. Sagði Árni að orsökin væri að stórum hluta sú að stjórnvöld hafi dregið lappirnar í að sníða af lögum og reglum um stjórn fiskveiða þá vankanta sem orðið hafi uppsprettan að bróðurparti þeirrar neikvæðu umræðu sem allt of lengi hafi tröllriðið þjóðfélaginu. Hags- munaaðilar innan greinarinnar hafi aukin heldur verið óþreytandi að níða skóinn hver af öðrum. Árni vék máli sínu einnig að helstu hagsmunamálum sjómanna. Taldi hann brýnast að endurskoða verði frá grunni þá aðferðafræði sem notuð er til að kveða upp úr með hámarkshlut- deild sjávarútvegsfyrirtækja í afla- heimildum. „Of mikil samþjöppun aflaheimilda leiðir af sér of mikil völd sem aftur leiðir af sér að þeim sem völdin eru fengin, hættir gjarnan til að misnota þau. Þetta virðist vera það þema sem tröllríður þjóðfélaginu í dag, ekki bara í útgerð, heldur ekki síður í fjölmiðlaheiminum, verslun- inni, bönkunum og reyndar meira og minna í atvinnulífinu yfirleitt. Raun- veruleg, gegnsæ grunnregla þar sem 10 % hámarkshluteild eins fyrirtækis í atvinnurekstri hérlendis væri lögfest, myndi leggja grunn af lýðræðislegra þjóðfélagi og betra mannlífi á Íslandi,“ sagði Árni. mynd nin %&&% '&( %&&) '&* %&&+ '&, %&&- '&. %&&& '// (//% '/( (//) '/* ,'   01    2 - "%   - %   - "%(+. $ / % 0        )/ (+ (/ %+ %/ + / 3 / % 0 "%( 123% '  1 23% %  123% 4 ! &$($ !$-5- $($ 6  ($ %5- 33 3    3  3   3           "%  123% rútvegi fjórðungsins á tefnuna og heyrði á mönn- arinnar fyrir þrifum. hema@mbl.is Morgunblaðið/Kristján Frummælendur horfa um öxl. Frá vinstri Jón Eðvald Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagstrendings, Guðbrandur Sigurðsson, for- stjóri Brims, og Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Primex.Morgunblaðið/Kristján miðunum kemur frá Norðurlandi. ÞORSTEINN Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, rakti á ráðstefnunni sögu og stöðu sjávarútvegs á Norðurlandi. Sagði hann að norðlenskur sjávarútvegur hafi á síðari árum orðið enn mikilvægari stoð at- vinnulífs og atvinnu- framþróunar á Norð- urlandi en fyrir 10–20 árum og í raun tekið við af hnignandi iðn- aði og landbúnaði sem máttarstólpi at- vinnulífsins. Það mætti m.a. sjá á háu hlutfalli skatttekna sveitarfélaga af sjávarútvegstengdri starfsemi, sem og af tölum um verðmæti og útflutningstekjur á Norðurlandi. Eins væru á Norðurlandi nokkur af stærstu og framsæknustu fyr- irtækjum í íslenskum sjávarút- vegi. Þorsteinn benti á að stóriðja hefði ekki orðið að veruleika á Norðurlandi og því verði að horfa til annarra þátta atvinnulífsins sem vaxtarbrodda og nýsköpunar, t.d. sjávarútvegs. „Og þegar talað er um stóriðju í hefð- bundnum skilningi, þykir mér oft sem stjórnmálamenn mættu sýna því meiri skilning hvílík stór- iðja sjávarútvegur- inn í raun er,“ og tók fjölveiðiskipið Vil- helm Þorsteinsson EA sem dæmi um nýsköpun í útgerð, sókn á fjarlæg mið og verkefni sem miðar að aukinni verð- mætasköpun úr afl- anum. „Ef við horf- um til ársins 2002 námu laun og launatengd gjöld áhafnar skipsins 497 milljónum króna. Ef við ber- um þetta saman við Norðurál á Grundartanga þá eru launa- greiðslur vegna útgerðar Vil- helms hærri en til þeirra 126 starfsmanna Norðuráls sem bjuggu á Akranesi það ár. Með öðrum orðum skapar Vilhelm meiri tekjur til Eyjafjarðarsvæð- isins en Norðurál skilar til Akra- ness,“ sagði Þorsteinn Már. BJÖRN Valdi- marsson, markaðs- stjóri Þormóðs ramma-Sæbergs, fór á ráðstefnunni yfir stöðu og horfur á mörkuðum fyrir sjáv- arafurðir. Sagði hann m.a. að mikil breyting hefði orðið á kaup- endahópi margra ís- lenskra sjávarútvegs- fyrirtækja á undanförnum árum, stóru fyrirtækin hefðu stækkað og minni horfið af sjón- arsviðinu. Því væri mikilvægt fyrir Íslend- inga að dreifa kröftum sínum ekki of mikið í sölu- og markaðsmálum, enda gætu tiltölulega fáir og stór- ir söluaðilar náð betri árangri í markaðsstarfi en mjög margir og smáir. Það sama mætti reyndar segja um veiðar og vinnslu. Sjáv- arútvegsfyrirtækin þurfi að vera nægilega stór til að geta brugðist við breytingum á mörkuðum. Gott dæmi um það væri aukin áhersla á land- vinnslu, nú þegar framboð á sjófrystum fiski hefði aukist og verð lækkað. „Síð- ustu mánuðir hafa sýnt okkur hversu mikil dýnamík er í ís- lenskum sjávarút- vegsfyrirtækjum, frystitogarar fara að veiða ísfisk og togur- um er breytt í línu- skip. Þetta sýnir hversu frelsið er mik- ilvægt og pólitísk miðstýring varasöm. Að undanförnu hefur mér þó fundist ýmsir fullbráðir á sér að gefa út dánarvottorð sjó- frystingar. Hágæða sjófryst flök eiga til dæmi mjög traustan kaup- endahóp sem verður til staðar áfram. Hins vegar er ljóst að framboð hefur aukist og við því er verið að bregðast.“ Björn Valdimarsson Þorsteinn Már Baldvinsson Sjávarútvegur er stóriðja Ótímabært dánarvottorð sjófrystingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.