Morgunblaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR tíu árum var mexíkóska ör- birgðarhverfið Anapra, sem liggur nærri bandarísku landamærunum, hafsjór af hrófatildrum gerðum úr trékössum og bílpörtum. Heim- ilisfólk geymdi vatnsbirgðir sínar í aflögðum tunnum og ólöglegar raf- magnstengingar kveiktu stundum elda og íbúarnir fengu stundum í sig straum. Fríverslunarbandalag Norður- Ameríku, NAFTA, sem stofnað var 1. janúar 1994, átti að leiða til breyt- inga á stöðum eins og þessum, skapa aukin atvinnutækifæri, hækka launin og draga úr þörf Mexíkóbúa til að leita norður fyrir landamærin eftir atvinnu. Atvinnutækifærin spruttu upp – og í mörgum tilvikum runnu þau aftur út í sandinn. Þótt hagur íbú- anna í þessu hverfi, sem er aðskilið frá El Paso í Texas með vírnetsgirð- ingu, hafi vænkast nokkuð er erfitt að koma auga á einhver merki um þær stórfelldu breytingar sem NAFTA átti að hafa í för með sér. Þegar Mario Ortega, 23 ára starfsmaður í samsetningarverk- smiðju á landamærunum, var að alast upp í Anapra „áttum við heima í kofum, kössum. Það var ekkert vatn, enginn miðskóli. Við vorum eins og hænur í búrum.“ Núna eru kofarnir að mestu horfnir og í stað- inn komin lítil steinsteypt og hlaðin íbúðarhús sem hafa verið byggð í áföngum fyrir launin sem verk- smiðjuvinnan gefur af sér. Íbúarnir í hverfinu benda hreyknir á rauðar merkingar sem eftirlitsmenn skildu eftir sig þegar þeir komu í síðasta mánuði til að ganga frá afsölum. Utan á húsunum eru nýir rafmagnsmælar sem settir voru upp í fyrra, og tveim árum áð- ur var sett vatnslögn í húsin. Þótt ekki sé búið að malbika götur og skólplagnir séu enn ótengdar er Anapra farið að líkjast meira hverfi fátækra en ruslahaug. Með NAFTA kom um hálf milljón framleiðslustarfa til Mexíkó. Þótt samsetningariðnaðurinn hafi verið fyrir hendi áður en bandalagið var stofnað jókst umfang hans gíf- urlega með tilkomu þess, bæði með- fram bandarísku landamærunum og sunnar í landinu. Hópar sem búið höfðu við mikið atvinnuleysi, þ.á m. konur í dreifbýli, fengu vinnu, þótt ekki væri hún sérlega vel launuð. Launin enn svipuð En ýmsir velta því fyrir sér hvort þessar hægfara umbætur hafi borg- að sig. Að minnsta kosti hálf milljón starfa í iðnaði hvarf frá Bandaríkj- unum til Mexíkó og Kanada, og Mexíkóbúar misstu að mestu leyti forræðið í eigin efnahagslífi. Ortega vinnur við að binda saman rafmagnsvíra í bíla. Hann rifjar upp gósentíðina í lok síðasta áratugar þegar nóga vinnu var að hafa – þótt launin væru ekki nema um 600 pesóar á viku, eða um 4.400 krónur. Launin eru reyndar svipuð núna. „Þá gat maður hætt í einni verk- smiðju og farið beint í þá næstu og fengið vinnu. Sumir skiptu um vinnustað í hverjum mánuði af því að þeim fór að leiðast. Nú er lítið um vinnu og maður þorir ekki að hætta.“ Þegar hann vegur þetta allt sam- an og metur – aukið atvinnuleysi og óbreytt laun, og tveggja herbergja húsið sem fjölskyldan hans býr í og hann byggði með margra ára striti – kemst Ortega að þeirri niðurstöðu að fátt hafi breyst. „Þetta er bara þetta sama gamla. Það hefur lítið breyst hérna.“ Á uppgangstímanum þrefaldaðist útflutningur Mexíkóbúa og þeir breyttu 1,66 milljarða dollara vöru- skiptahalla 1993 í 37,1 milljarðs hagnað 2002. „NAFTA hefur komið sér einkar vel fyrir okkur. Iðnaður- inn er þrefalt stærri en hann var áð- ur en bandalagið var stofnað og það má beinlínis rekja til fríverslunar,“ segir Sandra Santamaria, fulltrúi vefjaiðnaðarráðs Mexíkó. En margir eru þeirrar skoðunar að Mexíkóbúar hafi ekki nýtt sér út- flutningsuppganginn til að bæta menntunarskilyrði, draga úr skrif- ræði og fækka glæpum. Fátt var gert til að hvetja verksmiðjur til að versla við innlenda birgja, og látið gott heita að settar væru saman inn- fluttar vörur. Hóta að fara með störfin Nú er verið að flytja margar af samsetningarverksmiðjunum úr landi vegna þess að í Kína og Mið- Ameríku þarf ekki að greiða eins há laun. Mexíkóbúar eiga í mesta basli með að búa til hálaunuð störf í stað þeirra sem hverfa. Þá hefur NAFTA lítið bætt rétt- indi verkamanna í Mexíkó. Enn tíðkast að verkalýðsforkólfar skrifa undir samninga við vinnuveitendur án þess að ráðgast við verkamenn- ina sjálfa. Þótt hæstu launin í út- flutningsverksmiðjunum séu fjórum til fimm sinnum hærri en lágmarks- launin, sem eru um 44 pesóar á dag, eða um 280 krónur, hafa launin ekki haldist í hendur við aukna fram- leiðni og munurinn á launum í Mexíkó og Bandaríkjunum er að aukast, ekki minnka. Frá 1993 hafa lágmarkslaun í Mexíkó lækkað um 10 prósent í doll- urum talið. Kaupmáttur hefur minnkað um næstum helming á undanförnum áratug, samkvæmt upplýsingum frá Verkamannahá- skóla Mexíkó. Vinnuveitendur halda launakröfum í skefjum með því að hóta að fara úr landi ef launa- kostnaður eykst. Áhrif NAFTA á umhverfisvernd voru blendin. Bandalagið veitti styrki til bættrar vatnsveitu og sorphirðu sums staðar, en oft virðist sem úrskurðarnefndir bandalagsins í viðskiptadeilum hnekki héraðs- umhverfislöggjöf sem nefndirnar telja að setji fjárfestum of þröngar skorður. Nú segja margir að það hafi verið villandi að veifa NAFTA sem lausn á langvinnum vandamálum á borð við fátækt og innflytjendur. Banda- rísk stjórnvöld áætla að fjöldi óskráðra mexíkóskra innflytjenda í Bandaríkjunum hafi aukist úr tveim milljónum 1990 í 4,8 milljónir árið 2000. En þessa aukningu má ljóslega rekja til mikillar eftirspurnar eftir verkafólki í Bandaríkjunum – en ekki til fríverslunarbandalagsins. Og NAFTA er oft kennt um hluti sem það hafði lítið með að gera, þ.á m. meinta „Ameríkuvæðingu“ í Mexíkó. Innflutningur er meiri en áður, allt frá örbylgjupoppkorni og kvikmyndum til jólatrjáa og tölva. Og bandaríska verslunarkeðjan Wal-Mart er nú umfangsmesti smá- salinn í Mexíkó. Hefur komið neytendum vel En bandarískra áhrifa gætti þar löngu fyrir tíma NAFTA. Árið 1993 var neysla Mexíkóbúa á gos- drykkjum ein sú mesta í heiminum, miðað við höfðatölu, og er enn. Neytendur hafa notið góðs af bandalaginu, segir Arturo Lomeli hjá Neytendasamtökum Mexíkó. Árið 1993 gátu þeir valið á milli tveggja tegunda af smábílum, sem báðar voru innanlandsframleiðsla, en núna er úr mörgum tugum að velja, þ.á m. innfluttum. Neytendur þurfa ekki lengur að leita til óáreiðanlegra laumusala til að kaupa smyglvarning, eða láta sér nægja lélegar eftirlíkingar, fram- leiddar innanlands. Í kjölfar stór- aukinnar erlendrar fjárfestingar sem kom til vegna NAFTA eru svo að segja allir mexíkóskir bankar í útlendri eigu, en þeir eru viljugri að lána fólki en áður tíðkaðist. Bandalagið hefur gerbreytt mexíkósku samfélagi og efnahags- lífi. Rúmlega ein milljón af níu millj- ónum starfandi bænda í landinu hefur flutt á mölina. Á litlum og út- jöskuðum landskikum sínum áttu þeir undir högg að sækja á innan- landsmarkaði, að ekki sé nú minnst á samkeppnina við margfalt stærri og skilvirkari býli í Bandaríkjunum, þar sem opinberar niðurgreiðslur eru miklu meiri. Fjöldi mexíkóskra bænda snéri sér að öðrum störfum, eða flutti til Bandaríkjanna. „Hefði útflutnings- iðnaðurinn ekki komið til hefðu margfalt fleiri Mexíkóar flutt til út- landa,“ segir Angel Villalobos, að- stoðarefnahagsmálaráðherra landsins. „NAFTA er ekki orsök vandamálanna í dreifbýlinu í Mexíkó, og þótt við myndum loka efnahagslífinu á morgun myndi það ekki leysa vandamálin.“ Kaupmáttur hefur minnkað um helming Skiptar skoðanir eru um hver ávinningur hefur orðið af Fríverslunarbandalagi Norður-Am- eríku, eða NAFTA, fyrir fátækt fólk í Mexíkó. Anapra í Mexíkó. AP. AP Skólabörn flýta sér til að ná skólastrætó að loknum skóladegi í fátækrahverfinu Anapra. ’ Þetta er baraþetta sama gamla. Það hefur lítið breyst hérna. ‘ KOMIÐ hafa fram efasemdir um, að nægilega vel hafi verið staðið að ör- yggismálum hjá Flash Airlines, egypskum eiganda farþegaþotunn- ar, sem hrapaði í Rauðahaf á laug- ardag. Með henni fórust allir um borð, 148 manns. Flugmálayfirvöld í Bern í Sviss hafa skýrt frá því, að í október í fyrra hafi flugvélum í eigu Flash Airlines verið bannað að fljúga inn í svissneska lofthelgi vegna „veru- legra ágalla“ en ekki kom fram í hverju þeir voru fólgnir. Þá hafa yf- irvöld í Grikklandi upplýst, að í októ- ber í fyrra hafi önnur af tveimur þot- um egypska flugfélagsins verið neydd til að nauðlenda í Aþenu vegna vandamála, sem upp komu er vélin var á leið til Egyptalands frá Bologna á Ítalíu. Sagði Costas Lom- is, starfsmaður gríska flugfélagsins Olympic Airways, í viðtalið við sjón- varpsstöð, að annar hreyfill Flash- þotunnar hefði verið gersamlega út- brunninn. Skoðuðu ekki hreyflana Flugvirkjar hjá norska flugfélag- inu Braathens hafa annast eftirlit með Boeing 737-þotunni, sem fórst í Rauðahafi, og í yfirlýsingu frá þeim segir, að vélin hafi verið í góðu standi eftir meiriháttar skoðun fyrir rúmu ári. Síðan hafi hún komið til eftirlits nokkrum sinnum. Þeir taka hins vegar fram, að þeir hafi ekkert átt við hreyfla vélarinnar. Á heimasíðu Flash Airlines segir, að „öryggi og áreiðanleiki“ séu að- alsmerki félagsins, en Norðmaður- inn Stein Møllerhaug er ekki sam- mála því. Hann og fjölskylda hans fóru með flugvél frá því til Kaíró í fyrra og kvartaði hann síðan um það við norsk flugmálayfirvöld, að sæt- isólar hefðu ekki verið í öllum sætum vélarinnar. Varð það til, að nokkrar norskar ferðaskrifstofur hættu við- skiptum við Flash Airlines. Hrap Flash Airlines- þotunnar Efasemdir um örygg- ismál Sharm el-Sheikh. AFP. Blómvöndur, sem kastað var í sjó- inn, til minningar um þá, sem fórust með egypsku farþegaþotunni. NÚ þurfa Kínverjar ekki leng- ur að þola þá raun að hafa fyrir sjónum auglýsingar er þeir borða sem spillt gæti matarlyst þeirra. Yfirvöld hafa nefnilega sett reglur sem fela það í sér að bannað verður að auglýsa hluti eins og smyrsl vegna gyllinæð- ar og fótmeiðsla íþróttamanna á matmálstímum. Reuters-fréttastofan segir frá reglugerðinni, sem gekk í gildi um áramótin, en markmið- ið er að sögn að koma í veg fyrir að fólki sé misboðið yfir máls- verðinum. Er þegar búið að auglýsa símanúmer sem menn geta hringt í til að tilkynna um hugsanleg brot. Ekki fylgir hins vegar sögunni hver leggja á mat á það hvað er til þess fall- ið að misbjóða mönnum og hvað ekki. Ekki á matmáls- tímum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.